Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 4 Skemmtilega ósátt við leikritið Frá Frá Erlingi E. Halldórssyni: Leiklistar-gagnrýni Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur (Mbl. 12. júlí) um sýningu Stúdentaleikhússins á „Beðið eftir Godot“ var einkar at- hyglisverð, bollaleggingar hennar um efni leikritsins hefðu gjaman mátt vera nákvæmari, svo fróðlegar sem þær voru: ung stúlka árið 1992, að gera úttekt á öndvegisverki sem eggjaði áhorfendur til endurmats, og olli straumhvörfum í leiklist þeg- ar það var sýnt í Babylon-leikhúsi við bvd. Raspail fyrir um íjórum áratugum. Sex ár (misminni mig ekki!) gekk Becket á milli leikhúsa með leikrit sitt, þá sem nú voru leikhús-menn ekki sérlega ginnkeyptir fyrir frum- leika, og hugsuðu sjálfsagt líkt og Óperustjórinn: verk sem fólk þekkir ekki þýðir' ekki að sýna, en því miður verður leikhúsið með því móti að þess konar hallelújasam- komu sem lítilsvirðir Þalíu! Leikritið olli töluverðum úlfaþyt, því áhorfendur vissu ekki almenni- lega hvað þeir áttu að halda, eins og Guðrún Þóra, eins og undirritað- ur sem þarna var þá staddur: ein sú dýrmætasta reynsla af leikhúsi sem hann hefur öðlast (nefna mætti í sömu andrá „Marmara" Kambans, við leikstjórn Gunnars Hansens), fágæt reynsla, og næsta ólík því sem mönnum er yfirleitt boðið að sjá á leiksviðunum. Kemur þá í hugann lýsing Svav- ars Guðnasonar á einkennum góðs málverks: maður fær högg í hnakk- ann snúi hann við því baki. Guðrún Þóra er skemmtilega ósátt við leikritið: hálfvandræðaleg gremja hennar dylst ekki, en aftur á móti er undirrituðum ráðgáta að henni skuli hafa leiðst („Sýningin verður þannig ... því miður alltof löng ...“ ritar hún. „ ... Sú tilfinning var farin að ágerast að það væri með endinn eins og Godot“) ... úr því... „Frábær leikur kom þægilega á óvart." Hugrenningar hennar um leikritið segja raunar aðra sögu! En gagnrýnendur líkjast stór- skáldinu sem fer á gandreið um Iandið og yfir jöklana á tölvunni sinni: Þeir segja aldrei annað en það sem þeim finnst! ERUNGUR E. HALLDÓRSSON rithöfundur Broddanesi, Hólmavík VELVAKANDI TÝNDUR KÖTTUR Lúsífer er tveggja ára gamall geltur fress, svartur með hvítar loppur, háls og maga. Hann er einnig með hvíta kampa (neðri kjálki svartur) og hvítan rófu- brodd. Hann hvarf að heiman, frá Vatnsendabletti 27 við Elliða- vatn 21. júní sl. og hefur ekkert spurst til hans síðan. Hann var með ljósbláa hálsól með tveimur háværum bjöllum á. Ef einhver getur gefið upplýsingar um af- drif hans þá vinsamlegast hafið samband við Hallveigu í heima- síma 673621, vinnusíma 19200 eða látið vita í Kattholti í síma 672909. KÖTTURí ÓSKILUM Hvítur köttur með svartar og gular skellur á baki og höfði er í óskilum að Sunnuvegi 19 í Reykjavík. Upplýsingar í síma 34688. KETTLINGAR Þrír fallegir kettlingar, kassa- vandir, fást gefins á gott heim- ili. Upplýsingar í síma 12213. Óskað er eftir heimili fyrir átta vikna gamlan högna sem er svartur og hvítur, þrifinn og kassavandur. Upplýsingar gefur Guðbjörg í síma 667232. Óskað er eftir heimili fyrir svartbröndóttan ellefu vikna kettling með hvítan blett á bringu. Hann er fjörugur og vel upp alinn. Upplýsingar í síma 30605 eftir kl. 18. SVEFNPOKAR Þrír svefnpokar, tveir fyrir fullorðna og einn barnasvefn- poki, töpuðust miðvikudaginn 29. júlí, ef til vill fyrir framan gisti- heimilið Steina á Djúpavogi eða á leiðinni frá Djúpavogi til Reykjavíkur. Pokarnir voru í stórum, svörtum plastpoka. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 73487. Fundar- launum heitið. ÚR Svart tölvuúr tapaðist á Galtarlækjarmótinu um helgina. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 51863. GLERAUGU Gleraugu í tauhulstri og sól- gleraugu töpuðust fyrir skömmu, ef til vill við Tómasarhaga eða Dunhaga. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hríngja í síma 642494. MYNDAVÉL Myndavél fannst við Kringl- una. Upplýsingar gefur Erna í síma 10830. Kettlingar fást gefíns. Upplýs- ingar í síma 20267. EINOKUN RÍKISÚTVARPS Hólmfríður Maríusdóttir: Ég vil taka undir orð Þorleifs Kr. Guðlaugssonar, sem skrifar greinina Óþarft Ríkisútvarp í Morgunblaðinu 5. ágúst. Þjón- usta Ríkisútvarpsins er neydd uppá almenning og verður fólk að greiða afnotagjöldin hvort sem það nýtir sér þjónustuna eða ekki. Það er ekki hægt að tala um lýð- ræði hér á landi meðan þetta við- gengst. Þetta er eins og einhver heildsali gæti sent vörur sínar heim til fólks og krafist þess að þær væru keyptar, eins þó fólk hefði ekkert að gera með viðkom- andi vöru. Maður getur átt sjón- varp og afruglara án þess að greiða neitt til Stöðvar 2 en Ríkis- útvarpið stendur fast á rétti sín- um og krefst afnotagjalds af hveiju sjónvarpstæki. Almenn- ingur ætti að krefjast lýðræðis og hnekkja þessari einokun hið fyrsta. SKOKKARINN 1992 Handbók fyrir skokkara, jafnt byrjendur sem lengra komna, eftir Gunnar Pál Jóakimsson og Sigurð P. Sigmundsson- í bókinni er fjallað um öll helstu atriði er skipta máli fyrir skokkara. Fæst í bókabúðum. Einnig hægt að panta hjá FRÍ í síma 91-685525. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN HELSAR skórnir komnir aftur MJúkt leður, ieðurfóðraðir og leðursóli. Verð kr. 9.900,- Litur: Svartur. StærðÍR 34-431/2 Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 145.000 VERÐLÆKKUN Á HONDA ACCORD Gerðu raunhæfan samanburð á verði og gæðum. Eftir að verðið á Accord hefur verið lækkað ber hann höfuð og herðar yfir keppinautana. Verð eftir lækkun: Accord EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,- Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,- $3 ÁRÉTTRI LÍNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.