Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 31
seei T8U0Á .T HU0ACHJT8Ö’'i CIKÍAUa’/iUOHOM '08 HÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 ---------------- 31 Norðurlandaskákmótið: Jóhann, Helgi og Jón L. með í baráttu um efstu sætin ___________Skák______________ Bragi Kristjánsson SKÁKÞINGI Norðurlanda lauk í Ostersund í Svíþjóð í gærkvöldi. Sjö umferðum af níu var lokið, þegar þessar línur eru ritaðar. Keppnin í stórmeistaraflokki var jöfn og spennandi og áttu sjö skákmeistarar enn möguleika á tveim efstu sætunum, sem gefa rétt til áframhaldandi keppni í heimsmeistarakeppninni, þ.e. á millisvæðamóti. Fjórir Islending- ar tefla í þeim flokki, og voru þrír þeirra, Jóhann, Helgi og Jón L., enn með í baráttunni, en Margeir Pétursson hefur ekki náð sér á strik. Ef keppendur verða jafnir í bar- áttunni um tvö efstu sætin, þá þarf aukakeppni um Norðurlandameist- aratitilinn og/eða sæti í millisvæða- móti. Ein mynda Katrínar. Sýnir ljósmynd- iríG-15 KATRÍN Elvarsdóttir opnar laugardaginn 8. ágúst \jós- myndasýningu í G-15, Skóla- vörðustíg 15. Sýningin stendur til 1. september. Á sýningunni eru 20 svart/hvít- ar silfur-gelatín ljósmyndir, allar unnar á þessu ári. Katrín hefur stundað ljósmyndanám í Banda- ríkjunum undanfarin fjögur ár, fyrst í Brevard Community Col- lege, Flórída og síðan í The Art Institute of Boston, Massachu- setts. Hún hefur tekið þátt í sam- sýningum í Bandaríkjunum og hélt lokasýningu í The Art Institute of Boston síðastliðið vor. Þetta er fyrsta einkasýning Katrínar hér á landi. ----♦ ♦ ♦-- ■ Á TVEIMUR VINUM mun hljómsveitin Sniglabandið skemmta um helgina, föstudaginn 7. og laugardaginn 8. ágúst. Sniglabandið, sem hefur verið óbreytt í langan tíma, hefur nú tekið breytingum því nú eru í því sex menn. Nýjasti meðlimurinn er Pálmi J. Sigurhjartarson píanó- leikari sem lengst af spilaði með Centaur og síðast með Islandsvin- um. Sú sveit er nú í startgír eftir nokkurt hlé og verður því drjúgt að gera hjá þessum nýja meðlim Sniglabandsins. Við skulum að lokum sjá skemmtilega skák frá mótinu, en þar eigast við stórmeistararnir, Lars Karlsson og Bent Larsen. 1. umferð: Hvítt: Lars Karlsson (Svíþjóð) Svart: Bent Larsen (Danmörku) Réti-byijun 1. Rf3 - g€, 2. g3 - Bg7, 3. Bg2 - c5, 4. 0-0 - Rc6, 5. c4 - d6, 6. Rc3 - Bd7, 7. e3 - Bxc3?! Það verður að teljast vafasamt að skipta á biskupunum á g7 og riddar- anum á c3 í þessari stöðu. Skákfræð- in mælir með 7. — Dc8, 8. d4 — Bh3, 9. Bxh3 — Dxh3, 10. dxc5 — dxc5, 11. Rg5 — Dc8, 12. Dd5 — Rd8, 13. Rge4 — Re6 með nokkuð jöfnu tafli. 8. bxc3 - f5?! Larsen gefur andstæðingi sínum færi á að opna taflið. Það er hæpin ráðstöfun, því hann lét mikilvægan vamarmann í skiptum í síðasta leik. Skákin Mednis — Larsen, New York 1990, tefldist á eftirfarandi hátt: I. c4 - g6, 2. g3 - Bg7, 3. Bg2 - c5, 4. Rc3 - Rc6, 5. e3 - Bxc3?! 6. bxc3 — f5, 7. f4? og Larsen náði betra tafli, sem hann vann. Í skýring- um við skákina bendir Larsen á 7. e4!, og Kai-lsson fer að ráðum hans, enda staðan mjög lík! Reyndar er 9. e4! sjálfsagður leik- ur, því hvítur hlýtur að reyna að opna taflið til að gefa biskupum sínum svig- rúm, í stað þess að loka taflinu með f2 — f4, eins og Mednis gerði. 9. - Rf6,10. exf5 - Bxf5,11. d3 - Annars leikur svartur 11. — Bd3. II. - Dd7, 12. Hel - Bh3 Eftir þennan leik kemst hvítur ridd- ari á mjög góðan reit á e6. Larsen á óhægt um vik, því hann getur varla leikið 12. — e5 vegna 13. d4. Til greina kemur að reyna 12. — 0-0-0, 13. d4, en hvítur stendur vel í því tilviki, þar eð 13. — Re4? gengur ekki vegna 14. g4! o.s.frv. 15. f4 - h6 Ekki gengur 15. — e5?, 16. fxe5 — dxe5, 17. Hfl og hvítur vinnur. 16. Re6 - Kf7, 16. Hbl - b6, 18. Hb2! Sterkur leikur, bæði til sóknar á e- eða f-línunni og til vamar peðinu á h2. 18. - Rd8, 19. Rg5+! - hxg5 Ef svartur drepur ekki riddarann, þá leikur hvítur 20. Hbe2 með þrýst- ingi á peðið á e7 og e6-reitinn. 20. hxg5 — Dg4! Eftir 20. - Rg4, 21. Hfl fellur svarta drottningin. Larsen er í miklum erfíðleikum, t.d. 20. — Dh3, 21. gxf6 — gxf6, 22. Df3 - Hb8, 23. Dd5+ o.s.frv. Iiklega er 20. Dd7 besti leikur- inn, en eftir 21. Df3 — Dc6, (21. — Rc6, 22. gxf6 - Re5, 23. Hxe5! - dxe5, 24. fxe7+ — Kxe7, 25. Bg5+ — Kd6, 26. Bf6! með vinningsstöðu fyrir hvítt, því ekki gengur 26. — Hhf8, 27. Dd5+ - Kc7, 28. Bxe5+ o.s.frv.) 22. Hxe7+ — Kxe7, 23. Dxf6+ - Kd7, 24. Dxh8 - Df3, 25. Dh3+ ásamt 26. Dfl og hvítur á tveim peðum meira og unnið tafl. 21. Hxe7+! Larsen hefur líklega yfirsést þessi snjalla leikflétta. 21. - Kg8 Eftir 21. - Kxe7, 22. gxf6+ - Kxf6, 23. Dxg4 vinnur hvítur auðveld- lega. 22. Hg7+ - Kf8, 23. Dfl! - Kxg7, 24. Dxf6+ - Kg8 Eða 24. - Kh7, 25. De7+ - Kg8, 26. Hf2 og við hótuninni 27. Hf8+ mát er ekkert að gera (26. — Re6, 27. Df7+ mát.) 25. Dxg6+ - Kf8, 26. Hf2+ - Ke7, 27. Dg7+ - Ke8, 28. Dxh8+ Karlsson á nú auðunnið tafl og Larsen gefst upp eftir nokkra tilgangs- lausa leiki. 28. - Kd7, 29. Dh7+ - Kc6, 30. Df5 - Dxf5, 31. Hxf5 - Re6, 32. h4 - He8, 33. Kf2 - a6, 34. a4 og svartur gafst upp. 9. e4! 13. Bxh3 - Dxh3, 14. Rc5 - Df5. MONGOOSE FJALLAHJÓL Nú býöst þér gulliö tækifæri, dragöu því hjólakaupin ekki lengur. JU? bú hjólar á MONGOOSE hjólum allan ársins hring. Vandlátir Vatnajökulfarar, skíöalandsliö íslands, Hreystimannafélagiö og þú velja aö sjálfsögöu MONGOOSE fjallahjól. SWITCHBACK - Góöur kostur á flestum leiöum! Mjúkur og þægilegur hnakkur VELO Vel-lite afturbremsur Tannhjólakrans meö skekktum tönnum (Hyperglide) Shimano 70 CS smellugírar Undirskiptar shimano 70 STI gaffalbremsur Álgjarbir Alhliöa kubbadekk Fljótlæsibúnaöur á gjörö AITA - Fjallahjóliö sem fer alla leiö! Mjúkur og þægilegur hnakkur VELO Gel-lite Proponent afturbremsur Tannhjólakrans meö skekktum tönnum (Hyperglide) Shimano 500 LX smellugírar Undirskiptar shimano Exage STI Proponent gaffalbremsur Álgjaröir ARAYA VP-20 Alhliöa kubbadekk Fljótlæsibúnaöur á gjörö RAÐGREIÐSLUR “vÍsa Notum hjálm. Viröum vibkvæma náttúru landsins. Fjallahjólabúöin GAP G. Á. Pétursson hf. Nútíðinni, Faxafeni 14, sími 68 56 80 Fjallhressir sölumenn! Vibhalds- og varahlutaþjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.