Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 Um ofbeldi - að gefnu tilefni 00 eftir Jennýju Onnu Baldursdóttur í Kvennaathvarfinu í Reykjavík höfum við það fyrir vinnureglu að fara vikulega yfir dagblöðin og klippa úr þeim allt sem skrifað er um of- beldi. Við lesum samviskusamlega blöðin spjaldanna á milli og með tím- anum hætti okkur að koma á óvart, bæði umfang og fjölbreytileiki of- beldisins. Starfskonum Kvennaat- hvarfs er þó kunnara en mörgum öðrum um þá tegund ofbeldis sem beinist gegn konum og bömum á íslandi í skjóli friðhelgi heimilanna. Um þann ömurlega raunveruleika er sjaldan skrifað í íslensk dagblöð. Það er því ekki margt sem vekur furðu okkar þegar farið er yfir viku- skammt dagblaðanna. Við kippumst þó við í hvert skipti þegar við sjáum umfjallanir eins og t.d. um stúlkuna sem nauðgað var af þremur mönnum á Keflavíkurflugvelli. Konan var með áverka, !á inni á geðdeild eftir árás- ina og ríkissaksóknari aðhafðist ekk- ert í málinu, yfirmönnum hermann- anna á Keflavíkurflugvelli til mikillar furðu. Okkur brá einnig heldur betur í brún þegar við lásum um konuna í Garðabæ sem var misþyrmt með hamri eftir að eiginmaður hennar hafði sett plastpoka yfír vit hennar og rannsóknaraðilar lögðu nótt við dag til að komast að því „hvað mann- inum hafí gengið til með verknaðin- um“. Flestir þekkja endalok þess máls og óþarfi að rekja þau hér. Þegar harmleikir sem þessir gerast og fordómar samfélagsins koma hvað gleggst í ljós, verður þolandi ofbeldisins, hegðun hans og persónu- leiki þungamiðja. Þetta er greinileg- ast í umfjöllun um nauðgunarmál. Þáttur gerandans verður hins vegar nánast aukaatriði. Meðan að málum er svo komið vona ég innilega að fólki hætti ekki að bregða í brún. í raun ber Samtökum um Kvennaat- hvarf skylda til að láta frá sér heyra í hvert sinn þar sem óvönduð umfjöll- un um viðkvæm málefni eins og lík- amsárásir og kynferðisglæpi ber á góma. Mér segir hins vegar svo hug- ur, að til þess að sinna þeim starfa þy.rftum við heilt stöðugildi til viðbót- ar, og gott betur, ef vel ætti að vera. Svo gerðist það í maí sl. að mér varð illilegar við en oft áður og iýndi ofan í dagblaðið aftur og aftur til að fullvissa mig um að rétt væri les- ið, og er þar því komin kveikjan að þessum pistli mínum. í Dagblaðinu 20. maí sl. er frétt um breytingu skilorðsdóms í Hæsta- rétti þar sem þyngdur er dómur yfír föður 'sem viðurkennt hefur að hafa misnotað 4ra ára dóttur sína kyn- ferðislega. í fréttinni segir á einum stað „Hins vegar kom fram í málinu að faðirinn hafí sjálfur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og tilefnislausu (leturbreyting mín) ofbeldi í æsku“. Ég leyfi mér að fullyrða að engin Jenný Anna Baldursdóttir Níu leiðir til þess að spara bæði tíma, féog fyrírhöfn PATREKSFJORÐUR 'ISAFJORÐUR SAUÐARKROKUR jEr w Wm W 5.430 kr. 8.000 kr. 5.600 kr. 8.400 kr. 5.400 kr. 5.500 kr. 50 mín. lOklst. 45 mín. 12 klst. 45 mín. 5 klst. REYKJAVIK INNANLANDS- FLUG ÍR HAGKVÆMUR KOSTUR REYKJAVIK REYKJAVIK / / AKUREYRI ■ jE* WP 5.970 kr. 6.000 kr. 50 mín. 6,5 klst. ÞINGEYRI ■ HUSAVIK fBr W 5.370 kr. 8.000 kr. 60 mín. 10 klst. u 6.720 kr. 8.400 kr. 55 mín. 8 klst. REYKJAVIK REYKJAVÍK REYKJAVIK EGILSSTAÐIR 7.860 kr. 11.600 kr.+gisting 6.970 kr. 7.000 kr. ftt 4.000 kr. 3.480 kr. 65 mín. 30 klst. 60 mín. 10 klst. 25 mín. 3,5 klst. REYKJAVIK REYKJAVIK HORNAFJORÐUR REYKJAVIK VESTMANNAEYJAR Það sparar þér fnikinn tíma og er í flestum tilfellum ódýrara aðfljúga fram og til baka á APEX50* milli ácetlunarstaða Flugleiða og Reykjavíkur en að ferðast sömu leið með rútu eða á einkabíl. FLUGLEIÐIR Þjóðbraut innanlands *Miðaðer viðaðgreitt séfyrir báðar leiðir, fram og til baka, meða.m.k. tveggja daga fyrirvara og að höfðséviðdvöl ía.m.k. þrjár nœtur. Takmarkaðsceta framboð. Ttmi m.v. aðra leið. „Engin manneskja á nokkurntíma skilið að vera beitt líkamlegu ofbeldi, hótunum eða annarri nauðung. Of- beldi eralltaf tilefnis- laust.u kona né barn sem komið hefur í Kvennaathvarfið hefur gefíð tilefni til misþyrminga. Þessu held ég fram einfaldlega vegna þess að samkvæmt lögum er ofbeldi glæpur og engin manneskja hefur leyfí til, hvorki sið- ferðis- né lagalega — nema ef vera skyldi til bjargar lífí sínu — að mis- þyrma annarri manneskju og stofna þar með lífí og limum hennar í hættu. Það setur því að mér ugg þegar far- ið er að tala um ofbeldi á börnum, eins og í ofangreindri tilvitnun, sem tilefnislaust, eins og bam gæti nokk- um tíma gefið tilefni til ofbeldis. Það er nú þama sem skórinn kreppir, ekki bara hjá háttvirtum Hæstarétti, heldur í þjóðfélaginu öllu. Málum er svo komið, augljós- lega, að taka þarf sérstaklega fram að ofbeldi á barni hafí verið tilefnis- laust. Á annað þúsund kvenna og um 1500 böm hafa leitað til Kvennaat- hvarfsins á þeim tíu ámm sem liðin em frá því að það var opnað. Þegar pistill þessi er ritaður, um mánaða- mótin júlí-ágúst, hafa tæplega 200 komur kvenna verið skráðar í Kvennaathvarfið og enn eitt metárið orðið staðreynd. Til okkar koma kon- ur sem hafa búið við ofbeldi af öllum hugsanlegum gerðum frá andlegum misþyrmingum og allt yfír í djöful- legar pyndingar sem fela í sér mis- BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 RAFSTÖÐVAR ALLT AÐ 30% L Æ K K U N 0,67 kw 49.114 stgr. 1,90 kw 62.627 stgr. 2,15 kw 55.456 stgr. 3,00 kw 80.741 stgr. 3,40 kw 1 fasa 3,80 kw 3 fasa 115.446 stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.