Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 21 Viðræður um brottför herja frá Eystrasaltslöndunum Moskvu. Reuter. Utanríkisráðherrar Eistlands og Lettlands og Litháens telja að þokast hafi í samkomulagsátt í deilunni um brottför Sovétherja frá löndunum á fundi talsmanna Eystrasaltsríkjanna með Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu í gær. „Meg- inatriðið er að samþykkt var að leysa þann hnút sem málið er í núna og semja tímaáætlun um brottflutninginn sem henti öllum aðilum,“ sagði Janis Jurkans frá Lettlandi á blaðamannafundi að viðræðunum loknum. Jurkans bætti því við að til að ná þessum árangri hefðu menn ver- ið reiðubúnir að „ganga berfættir til Moskvu". Samanlagt eru yfir 100.000 her- menn úr fyrrverandi Sovétherjum í löndunum og segjast Rússar ekki geta geta kallað þá og skyldulið þeirra heim fyrr en í fyrsta lagi 1994; skortur sé á húsaskjóli handa fólkinu. Eftir að löndin þijú voru innlimuð í Sovétríkin 1940 reyndi Moskvustjómin að auka hlut ann- arra Sovétþjóða, einkum Rússa, í löndunum og er nú svo komið að meira en þriðjungur íbúa í Lettlandi og Eistlandi er af rússneskum stofni og talar aðeins rússnesku. Ný lög hafa verið sett til að takmarka áhrif innflytjendanna, m.a. með því að krefjast þess að allir embættismenn séu mæltir á tungu meirihlutans. Kozyrev hefur sagt að takmarkanir á rétti Rússanna séu „öldungis óvið- unandi“ og hann hefur einnig vísað kröfum Eistlendinga um að fá aftur gömul eistnesk landsvæði í Pskov- F. v. Algirdas Saudargas frá Litháen, Andrej Kozyrev frá Rússlandi, Jaan Manitski, Eistlandi, og lettneski utanríkisráðherrann, Janis Jurkans. Reuter Utanríkisráðherrar í Moskvu héraði afdráttarlaust á bug. Koz- yrev hvatti í gær til tilslakana og sagði þjóðernisstefnu, jafnt í Rúss- landi sem Eystrasaltsríkjunum, geta ógnað lýðræðisþróuninni. Jaan Manitski, utanríkisráðherra Eistlands, sagði ljóst að Rússar vildu gjarnan öðlast sinn réttmæta sess í Evrópu og jafnframt fá fjár- hagsaðstoð frá Vesturlöndum. Þetta myndi Rússum ekki takast nema þeir leystu deiluna um brott- flutninginn sem fyrst. Itar-TASS- fréttastofan hafði eftir Algirdas Saudargas, utanríkisráðherra Lit- háens, er ekki sat fundinn sjálfur, að farið yrði vandlega ofan í kjölinn á nýjum tillögum Rússa. Þjóðargersemum og helstu emb- ættismöimum skyldi bjargað New York. The Daily Telegraph. ÞJÓÐARGERSEMAR skyldu grafnar í jörðu, miklar fjárhæðir í dollaraseðlum varðveittar í rammbyggilegum geymslum undir eftir- liti hermanna og flogið skyldi með helstu ráðamenn til neðanjarðar- byrgis í Virginíuríki. Þessar og fleiri ráðstafanir voru skipulagðar í Bandaríkjunum í valdatíð Dwights Eisenhowers forseta á fimmta áratugnum til að verjast kjarnorkuárás. Meðal einstæðra muna sem arbyrgi, alls um 140.000 fermetra, stjórnvöld voru staðráðin í að koma í öruggt skjól ef stríð brytist út voru sjálfstæðisyfirlýsingin, ein af biblíum Gutenbergs og uppgjafar- yfírlýsingin sem Japanar undirrit- uðu 1945. Sama var að segja um ýmis ómetanleg málverk á Þjóðar- safninu í Washington. Seðlabank- inn átti herbergi í öðru neðanjarð- sem fyllt voru peningaseðlum en sagt er að þau hafi verið tæmd um miðjan síðasta áratug. Þótt rúm væri fyrir þúsundir manna í byrginu Mount Weather i Virginíu, þar sem forsetinn og rík- isstjómin áttu að dvelja, var ætlun- in að eingöngu æðstu embættis- menn fengju þar húsaskjól. Vopn- aðir hermenn sem gættu byrgisins höfðu fengið skipun um að skjóta hvem þann til bana sem reyndi að komast ólöglega inn, jafnvel þótt um náin skyldmenni embættis- mannanna væri að ræða. Upptöku- herbergi fyrir sjónvarp var í byrg- inu og þar var komið fyrir kvik- myndaspólu með ræðu forsetans er senda skyldi þegar út ef til styrj- aldar drægi í von um að þannig yrði hægt að draga úr skelfingu almennings. Birgðir alls kyns nauðsynja voru á staðnum, vopn, matvæli og jafn- vel getnaðarvamapillur. Þjóðverjar framleiða hráolíu úr notuðum plastpokum Bottrop. Reuter. ÞÝSKA olíufyrirtækið VEBA Ö1 AG hefur sett upp verk- smiðju í borginni Bottrop til að breyta notuðum plastpokum í hráolíu. „Tilraunir okkar sýna að hægt er að breyta plasti aftur í olíu í nógu miklu magni til að það borgi sig,“ sagði Klaus Niemann, fram- kvæmdastjóri Kohlöl-Anlage Bottrop, systurfyrirtækis VEBA. „Við hyggjumst framleiða hráolíu og flytja hana með leiðslum í olíu- hreinsunarstöðvar. “ Þýsk plastfyrirtæki, sem fram- leiða um 8,6 milljónir tonna af plasti á ári, hafa sætt vaxandi gagnrýni umhverfisverndarsinna. Plastúrgangurinn í vesturhluta Þýskalands er um 2,55 milljónir tonna á ári, þar af eru um 1,3 milljónir tonna grafnar í jörðu, 700.000 tonn brennd og aðeins um 550.000 tonn endurunnin. Hefðbundnar aðferðir við að endurvinna plast hafa ekki gefist vel því fyrst þarf að skilja að ólík- ar plasttegundir og gæði plastsins minnka við hveija bræðslu. Þegar plasti er breytt í olíu þarf ekki að aðskilja tegundimar en helsta vandamálið er hins vegar að ná öðrum efnum, svo sem málmum, gleri og vatni, úr plast- inu. WJÚKT GEt-SÆTI BEINT EÐA HÁTT STÝRI svrmartilbo&s: Örfá eintök af metsölufjallahjólinu smelligírarmeð (HRAÐSKIPTITÖKKUM ataksbremsur KRÓMÓLÝ lettmálmsstell meðæviungri ^ ÁBYRÐG stell í mörgum stærðum, átaksbremsur, svargrænt eða hvítt) á kr. 23.654,- stgr. (áður kr. 29.727,- stgr.) Frá SPECIAUZED, Hardrock Cruz, (21 gíra, Kómólý stell í mörgum stærðum, átaksbremsur, dökkbátt eða hvítt) á kr. 21.521,- stgr. (áður kr. 28.593,- stgr.) Frá GT-USA, Outpost, (21 gíra, Krómólý léttmálmsstell í mörgum stærðum, átaksbremsur, svart eða „inferno" rautt) á kr. 26.974,- stgr. (áður kr. 33.439,- stgr.) Einnig fáein dönsk úrvalshjól frá WINTHER Dæmi: Barnahjól frá kr. 8.836,- stgr. (áður kr. 12.938,- stgr.) Lúxus kvenhjól, 3ja gíra, fótbremsur með öllu kr. 20.930,- stgr. (áður kr. 29.900,- stgr.) 24" hjól (frá 8-10 ára) 26" hjól (frá 10 ára) á kr. 19.836,- stgr. (áður kr.24.929,-stgr.) sterkar álgjarðir fjallahjól. Reiðhjó/avers/unin SUMARTILBOÐIÐ STENDUR AÐEINS í 10 DAGA mm mm R e i ð h j o / a v e r s / u n / n j~— ORKm^ FBCT fWl opið IsgggM l-ÆSJ LAUGARDAGA RAÐQREIÐSLUR FRÁ KL. 10-14 SKEIFUNNI T T VERSLUN SÍMI 679890 - VERKSTÆÐI SÍMI 679891 ALVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJORGRIP Á TOMBOLUVERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.