Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 Bók um Surtsey á vegum Walt Disney-félagsins Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „SURTSEY - The newest place sney-félagsins. Bókin tilheyrir er 64 blaðsíður og ætluð börnum on Earth“ heitir bók sem kemur Hyperion-bókaflokknum sem er 8-12 ára. Ætla má að þessi bók út í september á vegum Walt Di- ætlaður börnum. Surtseyjarbókin verði mikil landkynning, því sölu- ------------------------------------ svæði hennar nær um allan heim. Neskaupstaður: Astralskur grilbneistari Neskaupstað. SIGURVEGARI í samkeppni Rás- ar 2, sem farið hefur fram á Rá- sinni að undanförnu, um uppskrift að besta grillréttinum var Robyn Vilhjálmsson. Robyn, sem er frá Ástralíu, hefur búið i Neskaupstað sl. 6 ár, en hún kom hingað fyrst til að vinna í fiski og kynntist þá eiginmanni sínum, Sigurði Vilhjálmssyni, verkstjóra í frystihúsi SVN, og hefur verið hér síðan. Þegar Robyn var spurð hvers vegna hún hefði valið fiskrétt til að senda í keppnina sagði hún að fiskur hefði verið mjög sjaldan á borðum heima hjá henni í Ástralíu og henni fyndist fiskurinn hér mjög góður og hún sagðist einnig oft gera tilraunir með ýmsa rétti úr íslensku hráefni og gjarnan þá nota krydd sem hún fengi úr íslenskri náttúru. Þess má geta að í vetur var Rás 2 einnig með uppskriftasamkeppni og þá sigraði einnig húsmóðir frá Neskaupstað. Verðlaunauppskriftin hennar Rob- yn er svohljóðandi: 8 íúðusneiðar, skornar niður með roði. Marenering: 2 msk. rabarbarasulta eða önnur sulta, t.d. Mango Chutney 2 tsk. ferskur engifer, rifinn niður 2 iflsk. jurtaolía 1 tsk. karrý 1 tsk. kúmenduft ’A tsk. chili Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Sigurvegari uppskriftasam- keppni Rásar 2, Robyn Vilhjálms- son. 2 msk. sítrónusafi 2 hvítlauksrif, pressuð. Blanda á saman kryddsultu, engi- feri, jurtaolíu, karrýi, kúmeni, chili, sítrónusafa og hvítlauk í skál og því penslað ofan á lúðubitana báðum megin. Bitarnir eru síðan geymdir í stofuhita í 30 mínútur. Lúðubitarnir eru síðan settir á grillið og meiri mareneringu bætt á sneiðamar. Grilla á báðum megin þar til lúðan er orðin ljósbrún. - Ágúst í kynningarriti um þennan flokk bóka segir m.a.: „Surtsey er staður- inn, þar sem „einu sinni var“ gerðist fyrir aðeins 27 árum. Þetta er yngsti staður Jarðarinnar. Þetta er Surts- ey.“ Síðan er sagt frá því að eldgos á sjávarbotni hafi myndað eyna og þar. hafi átt sér stað grimmileg jarð- fræðileg átök milli náttúruaflanna storma og brims gegn jörð og eldi. Þegar útséð var um að nýja eyjan myndi halda velli hafi íslenzka þjóð- in skýrt hana Surtsey eftir guði elds- ins í goðafræðum. Þá segir: „Vísindamönnum varð ljóst að Surtsey bauð upp á einstakt tækifæri til að sjá hvernig heimurinn leit út fyrir 4,5 milljörðum ára, og til að fýlgjast með því hvernig líf kviknar. Smám saman stækkaði þetta eldfjall og kólnaði og varð móttækilegt fyrir plöntur og dýr.“ Texti og myndir bókarinnar lýsa þróunarsögu Surtseyjar, allt frá átakamikilli tilurð eyjarinnar uns fyrstu dýrin litu þar dagsins ljós. Höfundur bókarinnar er Kathryn Lasky en myndirnar, sem allar eru í litum, tók eiginmaður hennar, Chri- stopher Knight. Þau búa í Cam- bridge, Massachusetts, og hafa unn- ið sameiginlega að nokkrum bókum, t.d. Weaver’s Gift, en fyrir hana fengu þau The Boston Globe-Horn- verðlaunin. Einar Gústavsson forstjóri ís- landsdeildar norrænu ferðamála- skrifstofunnar í New York annaðist alla fyrirgreiðslu við íslandsför höf- undanna. Húsavík: Sjúkrahúsínu færð gjöf Húsavík. Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavik færði sjúkrahúsinu á Húsavik að gjöf mjög fullkomið fæðingarrúm af Magnes-gerð sem kostar með sköttum um 1.300 þús- und krónur en vænst er að virðis- aukaskatturinn verði felldur nið- ur. Við það tækifæri ávarpaði forseti Skjálfanda, Egill Olgeirsson, við- stadda og sagði að samráð hefði verið haft við lækna og ljósmæður sjúkrahússins við val rúmsins, sem talið væri eitt hið fullkomnasta sem nú væri á markaði. Egill sagði að kjörorð Kiwanis- hreyfingarinnar í dag væru „Böm fyrst og fremst“ og hefði því verið tilvalið að tengja gjöfina þessum kjörorðum. Einnig hefðu félagarnir haft áhyggjur í sambandi við niður- skurð í heilbrigðiskerfínu og að hann kæmi fyrst og fremst niður á minni þjónustustofnunum á landsbyggð- inni. En til að koma í veg fyrir þann niðurskurð væri eitt að stofnanirnar væru vel búnar tækjum og mundi Sjúkrahúsið á Húsavík með þessu rúmi teljast mjög vel búið af ekki stærra sjúkrahúsi. Hann sagði að gaman væri að hugsa til þeirra breyt- inga sem orðið hefðu í fæðingarþjón- ustunni síðan hann fæddist fyrir rúmum 40 árum (hann er einn af 11 sonum Ragnheiðar Jónasdóttir, en margir þeirra eru þekktir knatt- spyrnumenn), þá hefði móðir sín ver- ið flutt fram í stofu og fætt á einföld- um legubekk. Hann lauk máli sínu með óskum um að gjöfin yrði til þess að sem flestar fæðingar gætu orðið heima í héraði við þær góðu aðstæður sem hann taldi nú vera. Ólafur Erlendsson framkvæmda- stjóri þakkaði gjöfina. Jón Aðal- steinsson yfirlæknir sagði við þetta tækifæri að hann væri ekki viss um að menn almennt gerðu sér grein fyrir því hve mikils vert væri fyrir svona stórt hérað að hafa starfandi góða skurð- og fæðingarstofu, þó Þingeyingar gerðu það. Hann sagði undanfarin ár hefðu verið árlega gerðir 4-6 keisaraskurðir. Eldri menn myndu líka annað og erfiðara árferði en verið hefði undanfarin ár, margra daga stórhríðar og mun meiri snjóa en síðustu áratugina. - Fréttaritari Eru þeir að fá 'ann ■ Góð veiðivon á nýju svæði GÓÐ veiði er víðast hvar á land- inu og vætan síðustu daga hefur haft áhrif til batnaðar eins og vænta mátti. Meiri úrkomu þarf þó til að koma ánum í venjulega vatnshæð. Rífandi veiði í Langá Hátt í eitt þúsund laxar eru komn- ir á land úr Langá á Mýrum og veiðist vel frá neðsta svæði og allt fram á Fjallið. Sveinn Aðalsteins- son, einn Ieigusala á neðsta svæði árinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um miðja vikuna hefðu verið komnir 520 lax- ar á land af neðstu svæðunum, en á sama tíma í fyrra hefðu verið komnir 340 laxar á land. Og svæð- ið gaf í heild 463 laxa í fyrra, þannig að veiðin nú er þegar kom- in langt fram úr heildarveiði síð- asta sumars. Eitthvað er laust af leyfum á svæðinu næstu daga, en annars sagði Sveinn að nýtingin hefði verið góð í sumar, Langár- menn væru heppnir með viðskipta- vini, þetta væri sami hópurinn og lítið um afföll þrátt fyrir versnandi efnahag landsmanna. Þessa daganna veiðast að jafnaði 12 til 15 laxar á dag á fimm stangir, meira nærri st.ærstu straumum, en sjaldan minna. Vatn er mjög gott í Langá um þessar mundir, svo er fyrir að þakka vatnsmiðluninni í Langavatni. Pjallið hefur verið að sækja sig mjög að undanförnu og þar eru einnig laus leyfi á víð og dreif. Góð veiðivon á nýju svæði Nú fást í Veiðihúsinu í Nóatúni veiðileyfi í Sogið fyrir landi Þrastarlundar. Lítið hefur farið fyrir því svæði hin seinni ár og það hefur verið rækilega í skugganum af frægari svæðum Sogsins sem kennd eru við Alviðru, Bíldsfell, Ásgarð, Tannastaði og Syðri-Brú. Þrastarlundarsvæðið er andspænis efri hluta Alviðrusvæðisins. Þetta er einnar stangar svæði og er aðal- veiðistaðurinn svokallað Kúagil sem er fyrir ofan Þrastarlundar- brú, nokkru fyrir ofan beygjuna sem sést frá þjóðveginum. Frá Alviðru er Kúagilið minni háttar veiðistaður, en Þrastarlundarmeg- in er Kúagilið löng og falleg breiða þar sem fluga fer afar vel. Lítið hefur verið farið í svæðið enn sem komið er, en þegar menn hafa rennt þar hefur sá silfraði verið við. Einn sem skrapp og hafði að- eins rúma klukkustund aflögu, setti í þijá og náði einum. Allir voru um 8 pund. Hann skrapp aft- ur kvöldstund skömmu síðar og setti í tvo til viðbótar, en var óhepp- Laxinn þreyttur í Soginu hjá Þrastarlundi og á land kom ’ann. inn og missti báða. Var annar mjög stór. Svo fréttist af enn einum sem var einungis í tvo tíma og setti sá í tvo og náði öðrum, 8 punda laxi. Allt var þetta flugu- veiði. En sem fyrr segir er lítil reynsla komin á svæðið og því er verði í hóf stillt. Hér og þar ... Um 550 laxar eru komnir á land úr Laxá á Ásum og síðustu daga hefur verið rífandi veiði og dagsafl- inn farið upp í 40 til 50 laxa. Það sem veiðist þessa dagana er eink- um mjög vænn smálax, 5 til 8 punda. Um miðja helgina síðustu höfðu veiðst 170 laxar í Sandá í Þistil- firði og hópur sem hafði þá nýlok- ið 5 daga veiðitörn fékk 45 laxa, allt að 18 punda fiska. Að sögn Stefáns Á. Magnússonar, leiðtoga hópsins, var mikið af „vel búttuð- um 6 til 8 punda löxurn” í aflan- um. Stærsti laxinn í sumar var 21 pund, en heildarveiðin það sem af er, er þegar orðin meiri heldur en ailt síðasta sumar. Hátt í 900 laxar eru komnir á land úr Elliðaánum og hefur veiði glæðst eftir að regnið tók að hressa ána við. Mikil fluguveiði hefur ver- ið í ánni síðustu vikur og eru það alls konar afbrigði sem ganga. Yfirleitt eru notuð smá númer. Um 200 laxar eru komnir á land úr Stóru Laxá og sá stærsti veidd- ist fyrir fáum dögum á efsta svæð- inu, 23,5 punda á spón. Það er vandséð ofan í ána, en þeir sem til þekkja hafa séð talsvert af laxi í ánni á öllum svæðum. Gamla netasvæðið í Hvítá í Borgarfirði hefur gefið hátt í 100 laxa og talsvert af bleikju og sjó- birtingi. Svæðið hefur komið vel út í sumar, enda hefur áin verið með tærasta móti. Þorkell í Feiju- koti sér um sölu veiðileyfa þar og eru lausir dagar á víð og dreif. Miðá í Dölum hefur verið dijúg síðustu vikur. Um mánaðamótin voru komnir 72 laxar á land og nærri 200 vænar sjóbleikjur. Tölvunámskeið 10. - 21. ágúst '92 Excel 4.0 töflureiknir 10. -14. ágúst kl. 16:00-19:00 Macintosh eða PC •i* Macintosh fyrir byrjendur Ritvinnsla, gagnasöfnun og stýrikerfi 17.- 21. ágústkl. 16:00-19:00 og kvöldnámskeið 10.-24. ágúst, tvisvarí viku ••• Tölvusumarskóli 10-16 ára Frábært námskeið fyrirpilta og stúlkur Kennt á Macintosh eða PC 17. ág. -4. sep. kl. 09:00-12:00 eða 13:00-16:00 ••• Windows 3.1 • PC grunnur 17.-19. ágústkl. 16:00-19:00 ••• Kennarabraut Macintosh Ritvinnsla, gagnasöfnun og tölvunotkun Kvöldnámskeið mán og miðvd. 10.-24. ágúst Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvcgi 16 ■ stofnuð t. mars 1986 Sími 68 80 90 BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 KERTI PAU MEST SELDU í EVRÓPU BRÆDURNIR (DIORMSSCMHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.