Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 Sigurður Kristins son - Minning Fæddur 27. október 1912 Dáinn 26. júlí 1992 Að morgni sunnudagsins 26. júlí sl. lést Siguður Kristinsson, Unnar- braut 28 á Seltjamarnesi; á hjúkr- unardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Andlát hans kom ekki á óvart, því að hann hafði um langa hríð glímt við þann sjúkleika, er að lokum dró hann til dauða. Hann fæddist í Reykjavik hinn 27. októ- ber 1912 og var því tæplega áttræð- ur er hann lést. Að leiðarlokum er mér bæði ljúft og skylt að minnast nokkmm orðum þessa frænda míns og föðurbróður. Foreldrar Sigurðar vom þau Kristinn Gíslason, trésmiður og (Guðvaldína) Kristín Guðmunds- dóttir, er allan sinn búskap bjuggu hér syðra, fyrst að Framnesvegi 14 í Reykjavík og síðan að Hæðarenda á Seltjarnarnesi. Kristinn var fædd- ur að Högnastöðum í Hmnamanna- hreppi hinn 12. júní 1882 og lést í Reykjavík hinn 27. ágúst 1935. Kristín var hins vegar Norðlending- ur, fædd að Leifsstöðum í Öxarfirði hinn 29. janúar 1834 en lést í Reykjavík hinn 26. janúar 1956. Böm þeirra voru Guðmundur, f. 22. janúar 1906, d. 1. apríl 1976; Þor- grímur, f. 2. desember 1906, d. 8. júlí 1991; Guðrún, f. 1. febrúar 1909, d. 18. apríl 1935; Jórunn, f. 2. febrúar 1910, og kjörbarn þeirra, Kristín Unnur, f. 24. október 1927. Þær systur, Jórunn og Kristín, lifa nú einar þennan systkinahóp. Ekki fer á milli mála, að lífsbar- átta almennings var harðsótt hér á landi allt fram til 1940. Verulegt atvinnuleysi var landlægt, árum og áratugum samana, og menn máttu hafa sig alla við til að hafa í sig og á. Börn og unglingar urðu að taka til hendinni jafnskjótt og kostur var á og áttu ekki völ á öðru en brýn- ustu skólagöngu, væru ekki einhver efni fyrir hendi, sérstakur atbeini annarra, er betur voru settir, nema þau og nánustu aðstandendur þeirra væru reiðubúnir til að leggja á sig sérstakt harðræði árum sam- an. í þeim efnum sat íjölskylda Kristins og Kristínar við sama borð og aðrir. Börn þeirra skorti hvorki gáfur, vilja né annað atgervi. En aðstæður skorti með öllu til þess, að þau sem og flestallir aðrir ungl- ingar á þeim árum, fengju óskum sínum fullnægt. Þau hlutu að leita eftir launuðum störfum jafnskjótt og þau höfðu burði til þess. Gilti það jafnt um Sigurð sem þau hin. Vinna á saltfiskreitum var ungl- ingavinna þess tíma, bæði hjá Kveldúlfí, Alliance og öðrum tog- araútgerðarfélögum, sem þá voru með fiskreiti á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Frændi minn hafði þó ekki hugsað sér að gera það strit að ævistarfi sínu. Áhugi hans, eins og Þorgríms bróður hans, og fjöl- margra annarra ungra daglauna- manna á þeirri tíð, beindist mjög að því nýja samgöngutæki, sem þá var að ryðja sér braut. Þeir brutust í því að taka bílpróf og fengu síðan störf sem bifreiðastjórar hjá Bif- reiðastöð Steindórs. Þar störfuðu þeir bræður um langt árabil. Lengst af mun Sigurður hafa starfað við akstur langferðabifreiða norður í land, en líka og jafnframt suður með sjó. Hann var alla tíð mikill gleðimaður og hafði yndi af, þegar svo bar undir, að segja frá ævintýr- um sínum á þessum miklu ferðalög- um. Honum lét vel að segja frá og hafði glöggt auga fyrir því skop- lega, sem fyrir augu og eyru bar. Þegar breski herinn kom til ís- lands árið 1940 var sem allt at- vinnulíf landsmanna leystist úr læð- ingi. Atvinnuleysið hvarf sem dögg fyrir sólu og breyttist í andstæðu sína. Hugur manna og kjarkur jókst stórum og ótrúlegir draumar tóku að rætast. Meðal þeirra voru leynd- ar óskir íjölmargra leigubifreiða- stjóra um að þeir gætu eignast eig- in bifreiðir og orðið eigin herrar. Að því var þó ekki hlaupið því að bílar voru ekki fluttir til landsins nema í litlum mæli, einvörðungu frá Bandaríkjunum og skammtaðir í ofanálag, eins og svo mörg lífsgæði á þeim árum, svo furðulegt sem það kann að þykja nú. Sigurður var ákveðinn í að verða sér úti um eig- in leigubíl og háði harða baráttu fyrir því við úthlutunamefndir og ráð. Að lokum hafði hann sigur og enn er mér í fersku minni hve ánægður hann var og stoltur af farkostinum, Dodge eða Plymouth árgerð 1944 eða svo, þegar hann kom með hann gljáfægðan heim fyrsta sinni. Hann var þá félags- bundinn hjá Bifreiðastöðinni Hreyfli og starfaði síðan þar, allt þar til hann lét af akstri leigubíla upp úr 1960 eða svo. Er mér óhætt að segja, að hann hafi þá verið búinn að fá sig fullsaddan af því starfi, óreglulegum vinnutíma og óvissum tekjum, sem því fylgdu. Hóf hann þá störf á nýjum og gjörólíkum vettvangi, er hann gerðist verk- stjóri hjá Pétri Kr. Árnasyni, bygg- ingameistara í Reykjavík. Á þeim árum var Pétur umsvifamikill bygg- ingarverktaki og var víða með verk- efni. Gerðist Sigurður fljótlega hans hægri hönd við framkvæmd dag- legra verka og var hans aðalverk- stjóri í hartnær áratug. Eftir það réðst hann til Seltjamarnesbæjar þar sem hann starfaði sem verk- sjóri í áhaldahúsi bæjarins allt þar til hann lét af störfum vegna ald- urs. Hygg ég að hann hafi kunnað þessum störfum vel, svo greindur og hygginn sem hann var; og látið vel að fara með mannaforráð. Nokkm eftir að hann fór á eftirlaun tók heilsan að bila, en þá hafði honum tæpast orðið misdægust alla ævi. Tók þá að halla undan fæti. Sigurður kvæntist hinn 5. júní 1943 Huldu Þorbergsdóttur, út- vegsbónda í Bræðraborg í Garði. Hlaut hann þar góða og glæsilega konu, svo sem hún á kyn til, sem var honum ómetanleg stoð og stytta alla tíð. Em börn þeirra sem hér segir: Bergþóra, hárgreiðslumeist- ari, gift Róberti Róbertssyni, hús- gagnasmíðameistara, búsett í Kópavogi, em börn þeirra: Hulda María, Sigurður Arnar og Ema Bryndís; Guðrún Kristín, hár- greiðslumeistari, gift George Donn- ley Golden, fv. höfuðsmanni í bandaríska flughernum, búsett í Virgínu í Bandaríkjunum, em börn þeirra: Robert Donnley og Theresa Kristín; Jómnn Hulda, hárgreiðslu- meistari, gift Eyjólfi Magnússyni, rafvirkjameistara, búsett í Reykja- víkj sonur þeirra er Ingi Þór. Áður en Sigurður kvæntist eign- aðist hann son með Sigríði Jónsdótt- ur í Reykjavík, hinn 25. desember 1935. Er það Kristinn Sigurðsson, vélstjóri og vélvirkjameistari í Nes- kaupstað. Kona hans er Hulda Auð- unsdóttir og börn þeirra em: Auður Helga, Kristín, Siguijón og Rán. Þegar ég renni nú huganum yfir æviferil frænda míns heitins finnst mér ljóst, að hann hafi í flestu þeg- ið meira úr móðurætt sinni en föð- urætt. í útliti svipaði honum meira til móðurfólks síns og skapferlið var fremur á þá lund en hina. En vita- skuld voru jafnframt rík einkenni úr báðum ættum. Hann var prýði- lega greindur maður, kröftugur og kjarkmikill og hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Mér er enn í barns- minni hvílíkt yndi hann hafði af söng á sínum yngri ámm, einkum glæsilegra tenóra, og reyndar alla tíð. Og ég er viss um að hann hefði þegið það með þökkum að fá fleiri ár við betri heilsu í ævilokin til þess að geta legið í bókum og grúskað í þeim, svo fróðleiksfús sem hann var, ekki síst þar sem tóm- stundir áður fyrr vom ætíð í knapp- asta lagi. Þá hefði hann líka getað sinnt betur ættfræðiáhuga sínum, hefði tóm gefist til þess. Sjálfsagt er að þakka allt það, sem gafst, en samt hefði ég gjarnan unnt frænda mínum alls þessa til viðbótar. En um það tjóir ekki að fást. Hann er nú horfinn til annarra og betri heima og þangað fýlgja honum blessunaróskir ættingja og vina. Sérstakar samúðarkveðjur færi ég ekkju hans, Huldu Þorbergsdóttur, með ósk um bætta heilsu og góð ár á komandi tímum. En einlægar samúðarkveðjur em líka sendar öll- um börnum hans og fjölskyldum þeirra við andlát hans. Megi þeim öllum famast sem best. Sigurður E. Guðmundsson. Góður drengur er fallinn í valinn. Þótt dauðinn sé líkn fyrir þann sem lengi hefur þjáðst, er hann Sár fyr- ir aðstandendur og endanlegur. Það er mikils virði að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni og fyrir okkur. bræðurnar eru það forrétt- indi að hafa orðið samferða Sigga og hans ljúfu konu, Huldu föður- í dag kveðjum við hinstu kveðju vin okkar og félaga Bjöm Auðunn Jóhannesson eða Auða eins og sum- ir kölluðu hann. Auðunn var fæddur á Efra-Hóli undir Eyjafjöllum 3. nóvember, 1930. Þar var heimili hans allt til þess er hann fluttist að Sólheimum í Grímsnesi 1988. Auðunn var tals- vert mikið á ferðinni þótt aldrei tæki hann bílpróf en bíl átti hann samt og fór á honum víða um sveit- ir eða hver man ekki eftir honum með hjólbörurnar, fínar og pússaðar með gljáfægt skráningarnúmer og endurskinsmerki á þjóðveginum kringum Hvamm undir Fjöllunum? Þar átti hann sinn ævintýraheim líkt og aðrir bíladellumenn fyrr og síðar. Auðunn var búinn að vera sam- vistum við okkur á Sólheimum í aðeins 4 ár og engan hefði grunað að sá tími yrði ekki lengri, allt fram á síðustu daga. Hann var svo lif- andi, hress og glettinn hann Auð- unn. Jafnvel þó að við vissum að hann væri að beijast við þennan vonda sjúkdóm sem engu eirir þá datt okkur ekki í huga að hann kveddi svona fljótt. Bara fyrir nokkrum dögum var hann með okk- ur inni í Þórsmörk og lék þar á als oddi og svo tók hann líka þátt í hátíðarhöldunum á Hard-Rock fyr- ir rúmri viku. Auðunn var ávallt mikill iðjumað- ur. Hjá okkur vann hann lengst af á smíðastofunni og hafði þar sinn eigin hefilbekk þar sem til urðu hinir ýmsu nytjagripir gerðir fyrir hann sjálfan og aðra vildarvini á staðnum. Hann kaus fremur að smíða einhveija þarfa hluti heldur en að taka þátt í að útbúa leikföng eða aðra söluvöru sem aldrei yrði systur okkar. Það var mjög kært með þeim systkinum, Huldu og pabba, svo samgangur var mikill milli fjölskyldnanna. Á bernskuárum okkar voru ófáar heimsóknirnar á Rauðarárstíginn og oft glatt á hjalla, enda dæturnar jafnaldrar okkar. Við minnumst þess frá þessum árum hversu okkur þótti Siggi eiga glæsilega bíla* en hann var þá leigubílstjóri. í okkar augum var Siggi besti bflstjóri í heiminum. Ekki minnkaði álit okkar á bílstjórahæfileikum hans, þegar farnar voru hinar árlegu ferðir í Garðinn til afa og ömmu á jóladag, oft í misjöfnu veðri og ófæru. En alltaf skilaði hann okkur í tæka tíð. Þegar tíminn leið og við uxum úr grasi, fækkaði heimsóknunum, þótt við hittumst reglulega í fjöl- skyldu- og ættarboðum. Kannski kynntumst við þeim heiðurshjónum best eftir lát foreldra okkar. Það var þægilegt að reka inn nefið á Unnarbrautinni og rifja upp gamlar minningar. Siggi var hláturmildur með af- brigðum, svo það var gaman að segja honum nýjustu skemmtisög- uraar, hvort sem sú saga var af okkur sjálfum eða öðrum. Einnig var gaman að heyra Sigga segja frá. Sérstaklega hafði hann gaman af að segja okkur frá ýmsu bralli sem hann og faðir okkar tóku þátt í á fyrri árum sem við höfum annað- hvort gleymt, eða aldrei heyrt. Já, það var gott að hlæja með honum Sigga. Þegar við lítum til baka, til þessara samverustunda með þeim hjónum, kemur þakklæti upp í hugann. Sérstaklega þökkum við þeim umhyggju þeirra við föður okkar eftir að hann veiktist á besta aldri. Síðustu árin átti Siggi við ólæknandi sjúkdóm að etja og vitað var að hveiju stefndi. Elsku Hulda, Bergþóra, Unna og Jórunn. Missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng mun lifa. Við bræðumir og Bubba systir í brúkuð á heimilinu. í frístundum byggði hann svo bílskúr fyrir bílinn sinn, verkfæri og fleira. Hann vildi ekki vera iðjulaus. Með þessum fá- tæklegn orðum viljum við á Sól- heimum þakka fyrir samfylgdina við góðan dreng og biðja algóðan Guð að gæta hans fyrir okkur þar til við hittumst aftur handan móð- unnar miklu. Heimilisfólkið á Sólheimum. Sunnudaginn 2. ágúst frétti ég að vinur minn Auðunn Jóhannesson væri látinn. Það kom mér þó ekki á óvart því ég vissi að hann var haldinn sjúkdómi sem svo marga leggur að velli. Auði, eins og hann var alltaf kallaður, átti heima á Efri-Hól sem var næsti bær við okkar. Hann kom oft í heimsókn bæði til foreldra minna og svo okk- ar, enda auðfúsugestur. Við áttum saman margar samverustundir bæði í starfi og leik. Hjálpsemi Auða og góðvild í okkar garð var einstök sem aldrei bar skugga á enda var Auði sannur vinur vina sinna. Stutt var i brosið, og hlýja trausta handtakið var sem innsigli á það ókomna. Hann bar virðingu fyrir sveitinni sinni og sveitungum sínum var hann hjálplegur ef á þurfti að halda. Fyrir það skal þakk- að. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og Auði hafi alltaf verið í góðu skapi, þannig kom hann mér fyrir sjónir frá fystu tíð. Hag Maríu og Andrésar fóstur- foreldra sinnar bar Auði mjög fyrir bijósti, enda naut hann umhyggju þeirra og ástúðar meðan kraftar þeirra entust. Þega Andrés fellur frá 1988, verða þáttaskil í lífi Auða. 12. ágúst 1988 fytur Auði frá Efri- Hól að Sólheimum í Grímsnesi þar sem hann dvaldi síðustu æviárin. Það hafa verið þung spor fyrir hann Auðunn Jóhannes son - Minning Fæddur 3. nóvember 1930 Dáinn 2. ágúst 1992 35 Bandaríkjunum sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Kristinssonar. Atlasynir. Það er svo margt sem okkur langar til að segja um elskulegan afa okkar, en auðvitað'getum við ekki komið því öllu fyrir hér. Það yrði efni í heila bók. Það var ekkert sem afí vildi ekki gera fyrir okkur. Það þurfti ekki nema eitt símtal og þá var hann kominn, hvemig sem á stóð, ef hann hélt að okkur vantaði eitt- hvað. Og ekki má gleyma ömmu. Við leituðum ekki síður til hennar, enda ekki svo sjaldan suðað um að fá að gista hjá afa og ömmu. Og ekki munum við að það hafí nokk- um tímann verið neitt því til fyrir- stöðu. Afí var svo frændrækinn. Hann vildi alltaf vera í nánum tengslum við fókið sitt. Þegar við vomm yngri féll varla úr helgi að hann færi ekki með okkur eitt af öðm í heim- sókn til systkina sinna og frænd- fólks. En auðvitað kom að því að við þóttumst vera orðin of stór og upp úr því vaxin að fara í slíkar heimsóknir. En afi hætti því ekki meðan hann hafði heilsu til. Því miður nutu öll bamabömin hans ekki jafnt. Það gerði fjarlægð- in á milli okkar. Fjögur okkar búa á Neskaupstað og tvö í Bandaríkj- unum. En jafn vænt þótti honum um okkur öll. Hann var svo ánægð- ur með allt sitt fólk og gladdist svo mikið þegar okkur gekk vel. Svo var hann svo ánægður með ömmu og allt sem hún gerði, var sífellt að klappa henni og stijúka og ekkert var of gott fyrir ömmu. Það var svo sannarlega satt. Elsku amma okkar. Við biðjum góðan guð að styrkja þig og styðja. Guð blessi afa okkar. Kveðja frá bamabörnunum. og ég veit að oft reikaði hugur hans austur til heimahaganna. Þátt- ur Gyðu Jónsdóttur og hennar íjöl- skyldu í lífi Auða, ekki síst í veikind- um hans nú síðustu árin, var ómet- anlegur. Fyrir það viljum við fjöl- skyldan þakka þér Gyða mín af heilum hug. Kannski þekktu hann fáir, en margir nutu glaðværðar hans á lífsleiðinni. Ég kveð góðan félaga og þakka honum fyrir sam- verustundirnar. Sendum ættingjum öllum samúð- arkveðjur. Hugi Magnússon. Sérfræðingar i l>lómnskr<‘> (iiiitiim \ iD öll (ækil'æi'i Skólavörðustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.