Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 13 þyrmingar eins og t.d. kyrkingar- og hengingartilraunir, bit um allan líkamann, brunasár eftir sígarettur ásamt beinbrotum á höfði og limum. Hugmyndaauðgin er slík að hún gef- ur þekktustu pyndingameisturum veraldarsögunnar ekkert eftir. Börn- in fara heldur ekki varhluta af of- beldinu. Þau hafa orðið vitni að því, þegar „best“ lætur. Sum hafa verið beitt líkamlegu- og/eða kynferðis- legu ofbeldi, þeim ógnað með hnífum, gæludýr þeirra pynduð að þeim ásjá- andi og svo mætti lengi telja. Þetta er raunveruleikinn eins og hann er á ótrúlega mörgum íslenskum heimil- um. Enginn skyldi ætla að hann fínn- ist ekki í öllum stéttum hjá öllum tegundum af mannfólkinu sem á í flestum tilfellum það eitt sameigin- legt að búa við ofbeldi. Það er svo merkilegt þetta með umræðuna um ofbeldi á konum og það viðhorf sem oft kemur fram hjá fólki sem að öllu jöfnu hefur hina mestu skömm á ofbeldi og hafnar því hiklaust sem leið í mannlegum samskiptum. Þegar ofbeldið gerist innan veggja heimilisins verður hegð- un konunnar aðalatriðið en ofbeldis- maðurinn, þ.e.a.s. hinn ábyrgi aðili, fellur í skuggann. Konan hlýtur að hafa gert eitthvað til að fá svona útreið. Hélt hún fram hjá? Er hún ekki bölvuð subba — fyllibytta — eyðslukló o.s.frv.? Leitin að skýring- unum heldur áfram og næst er spurt; Ætli hann hafi átt erfiða æsku? Hann hlýtur að lemja af því hann drekkur, hann er atvinnulaus eða stressaður og svo mætti lengi telja. Skýringanna er sem sagt annað hvort leitað í neikvæðri hegðun þo- landans eða mildandi aðstæðum ger- andans. Það má svo endalaust velta sér upp úr því hvemig fólk leysir ágrein- ingsefni sín á milli, það er í raun einkamál hvers og eins. Það hættir hins vegar að vera einkamál þegar misþyrmingar og nauðung eru notað- ar í mannlegum samskiptum og aldr- ei réttlætanlegt né að gefnu tilefni. í raun færi betur að enginn léti of- beldi afskiptalaust, og mörg hroðaleg slys væri hægt að forðast ef fólk sinnti sinni borgaralegu skyldu og skipti sér af þar sem vitað er af of- beldi. Ekki bara á götunni þegar ráðist er á saklausa vegfarendur, heldur líka í heimahúsum og alls staðar annars staðar þar sem grunur er á að slíkt sé í gangi. Ástæða þess er einföld. Ofbeldi verður aldrei út- rýmt meðan við réttlætum eitthvert form þess. Engin manneskja á hokk- umtíma skilið að vera beitt líkamlegu ofbeldi, hótunum eða annarri nauð- ung. Ofbeldi er alltaf tilefnislaust. Höfundur starfar hjá Samtökum um kvennaathvarf. ♦ ♦ ♦ ■ LANDSMÓT Votta Jehóva, Ljósberar, verður haldið í fþrótta- húsinu í Digranesi, Kópavogi, dagana 7. til 9. ágúst 1992. Á dagskrá föstudagsmorguninn verður aðalræðan Ljósberar — í hvaða tilgangi? Stef laugardags- ins er Þið eruð yós heimsins — látið ijós ykkar skína (Matteus 5:14, 15>. Á árdegisdagskránni verður flutt skírnarræða þar sem þeir sem hafa vígst Jehóva hafa tækifæri til að láta skírast. Síðdeg- is verður flutt ræðusyrpa sem nefnist Ljósi varpað á nærveru Krists og opinberun. Sunnudeg- inum hefur verið valið stefið Hegð- ið ykkur eins og börn ljóssins (Efesusbréfið 5:8). Á árdegisdag- skránni verður ræðusyrpa þar sem verður fjallað um skyldur fjölskyld- unnar. Hápunktur mótsins verður síðdegis á sunnudeginum þegar fluttur verður opinberi fyrirlestur- inn Fylgi ljósi heimsins. ■ LEIRLISTANÁMSKEIÐ verður haldið dagana 10.-21. ág- úst á Framnesvegi 29. Námskeið- ið er fyrir börn á aldrinum 8-11 ára. Unnið verður í rauðleir og steinleir og læra bömin að gera flautur, grímur, leikbrúður o.fl. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Ásdís Olgeirsdóttir og Olga S. Olgeirsdóttir. Heilsuræktardag- ar á Reykhólum Miðhúsum. NÚ ER að ljúka fimmta starfssumri Heilsuræktarinnar í Reykhóla- skóla en hún er á vegum hjónanna Sigrúnar Ólsen listmálara og Þóris Barðdals myndhöggvara. Til þeirra hafa margir sótt sér hvíld og byggt upp heilsu sína bæði líkamlega og andlega. Athyglisvert er að stór hópur fólks kemur ár eft- ir ár til þess að njóta þessarar ein- stöku og einu starfsemi sem er hér á landi. Á Reykhólum er náttúrufeg- urð mikil og útsýni allt frá Skor að Snæfellsjökli. Þeir sem vilja geta farið í bátsferðir og skoðað fegurð eyjanna sjá fuglalífið og selina og njóta hins mikla útsýnis. Glæsileg sundlaug er á Reykhólum með nudd- pottum og gufubaði. Tónlistarvið- burði hafa þau hjón verið með á heimsmælikvarða en Reykhólakirkja hefur mjög góðan hljómburð. Frétta- ritari hefur átt þess kost að njóta gestrisni þeirra hjóna og hann hefur fengið að njóta tónlistarinnar sem þar er iðkuð og er jafngild því er heyra má í frægustu óperuhúsum erlendis. Hið íslenska listafólk leggur sitt að mörkum um leið og það dvel- ur í Reykhólaskóla. Nú síðast gafst 'kostur á að hlusta á þau Signýju Sæmundsdóttur og Bergþór Pálsson óperusöngvara Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Frá tónleikunum í Reykhólakirkju, f.v. Þóra Fríða Sæmundsdóttir, þá Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Bergþór Pálsson og Signý Sæ- mundsdóttir. syngja við undirleik Þóru Fríðu Sæ- mundsdóttur, sem einnig lek einleik á píanóið, verk eftir Bach. Áður hafði Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari haft ein- leikstónleika í Reykhólakirkju. Ég hygg að það sé ekki ofmælt að listafólkið fýllti guðshúsið fögrum tónum þakklátum dvalargestum. Síðast á dagskránni var „Faðir vor“ flutt af Bergþóri Pálssyni við undirleik Þóru Friðu Sæmundsdóttur á kirkjuorgelið. Þeim sem nutu þess- ara stunda í Reykhólakirkju gleym- ast þær ekki. Þökk þeim sem veittu. - Sveinn W NYTT: SÆNSKUR GOLFDUKUR Á KYNNINGARVERÐI Veggfóðrarinn býður mikið úrval Bodo ,/"™WG4R/ og Galant vinyl i - —■ gólfdúka. Dúkur- ' inn hentar á flest AFSLÁTTIID gólf á heimilum TMh"||wnm» og vinnustöðum. Yfirlag dúksins er ÞRJATIU GERÐIR AF VEGGDUK A TILBOÐSVERÐI Veggfóðrarinn býður veggdúk til nota í blautrýmum, t.d. á böðum, íeldhúsumog lAFSLÁTtllÞ þvottahúsum, ............ á afar góðu verði. 20% VEGGFÓÐUR ÞRJÁTÍU GERÐIR A TILBOÐSVERÐI Veggfóðrarinn hefur yfir 230 gerðir vegg- fóðurs á lager. I’ar að auki er hægtl aðveljaúryfir AFSLÁTTIiÖ 1600 gerðum TaÉ»«— í sérpöntun. ALAGSDUKUR OG FLÍSAR FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR Á KYNNINGARVERÐI Veggfóðrarinn býður ITV 2,5 mm gegnhcilar flfsar í stærðinni 30x30 cm, ásamt miklu úrvali af álagsdúkum á mjög hagstæðu verði. v t R 20% lAKtirruRÍ óvenju þykkt og slitsterkt. Fjöldi lita og mynstra. Landsins mesta úrval. Nú bjóðum við 30 gerðir með 30% afslætti. Gerið góð kaup. Verð kr. 1.104 fm Verð frá kr. 820 fm Verð kr. 697 rúllott (5 fm) | Verð frá kr. 792 fm tVEGGFOÐRARINN \-J VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI EÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK SÍMAR: (91) - 6871 71 / 687272 W NYTli SÆNSKT P A R K E T A TILBOÐSDAGAR VEGGFÓÐRARANS kynningarverði Veggfóðrarinn býður J Lambada parket, slitsterkt náttúm- parket frá Svt- þjóð á sérstöku kynningarverði: Allar viðartegundir á kr. 2.950^,. Einnig plastparket, allar tegundir á kr. 2.640 fm. IyÍ*Gfi 20% &Á n UR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.