Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 11 TÍMABÆR SÖGURITUN Bókmenntir Erlendur Jónsson STRANDAPÓSTURINN. XXV. 156 bls. Útg. Átthagafélag Strandamanna. 1991. BREIÐFIRÐIN GUR. Tímarit Breiðfirðingafélagsins. 50 árg. 192 bls. 1992. Hringvegurinn liggur um Strandasýslu á nokkurra kílómetra kafla. Sá hluti sýslunnar er því í alfaraleið. Norðurhlutinn telst hins vegar með afskekktustu svæðum landsins. Þar hefur byggð eyðst eða strjálast meira en annars staðar kringum landið. Þar af leiðir að Strandamenn hafa margir flust á brott, flestir sennilega til höfuðborg- arsvæðisins. Þeir munu því vera nokkuð margir sem standa á bak við Strandapóstinn sem átthagafé- lag þeirra gefur út. Að venju er fjöldi stuttra þátta í þessum Strandapósti. Endurminn- ingar úr héraði Ieita á hugann sem fyrr. Prentaður er kafli úr minning- um Thors Jensens sem Valtýr Stef- ánsson skráði á sínum tíma. Þar segir Thor frá Borðeyrardvöl sinni. En þangað kom hann 1878, ungling- ur á fimmtánda ári. Þar dvaldist hann á næmasta skeiði ævinnar, nýkominn til landsins, skoðaði hvað- eina með sínu glögga gests auga og sá sumt ef til vill betur en heima- menn sem fæstum hafði veist tæki- færi til að skyggnast út yfir sinn þrönga sjónhring. Undravert er hversu fljótt Thor hefur áttað sig á hinu framandi umhverfi. Borðeyri var þá talsverður staður, verslanir tvær og viðskipti mikil. Vel mátti giska á að vaxtarmöguleikar væru þar ekki síðri en á öðrum rísandi verslunarstöðum norðanlands, t.d. Blönduósi, Sauðárkróki og Húsavík sem nú eru allir komnir með kaup- staðarréttindi. Það fór þó á annan veg. Borðeyri hefur staðið í stað. Þungamiðja sýslunnar hefur fyrir löngu flust til Hólmavíkur. Stefán Gíslason heitir sveitarstjórinn þar. Hin síðari ár hefur fallið í hans hlut að skrá fyrir ritið annál liðins árs. Eru þættir Stefáns einkar skilmerki- legir. Flest er það jákvætt sem Stef- án greinir frá í annálum sínum. Strandamenn eru lítið fýrir hasar og eru því sjaldan í fréttum hjá fjöl- miðlum höfuðstaðarins. Eigi að síður rönkuðu fjölmiðlarnir við sér í fyrra þegar, eins og Stefán segir, »mikið orð fór af músagangi á Hólmavík og Drangsnesi ... Þótti mörgum heldur mikið gert úr plágunni, og var talað um „ljósvakamýs" í þessu sambandi.« Ein öld og áratug betur liggur á milli æskuára Thors Jensens og annáls sveitarstjórans á Hólmavík. Langur tími miðað við aldur ein- staklings en skammur í lífi þjóðar. Það getur verið fróðleg dægradvöl að lesa þætti þessa hvorn á eftir öðrum og bera saman. Hvað hefur breyst? Hefur eitthvað staðið í stað? Mun minna er um kveðskap í þessum Strandapósti en oft áður. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka heldur þó uppi merki ljóðlistarinnar. En hann mun hafa lagt ritinu til meira efni og fjölbreyttara en nokk- ur maður annar gegnum tíðina. Kveðskapur Ingólfs byggist mest á endurminningum hans frá uppvaxt- arárum í Hrútafirði og er þannig samkvæmur öðru efni ritsins. Strandapósturinn varð að sínu leyti fyrirmynd annarra slíkra árs- rita sem gefin hafa verið út vítt og breitt um landið. Margt hvað, sem þar hefur birst, hefur almennt þjóð- fræðigildi. Vonandi heldur ritið sömu stefnu enn um sinn. Breiðfirðingur er líka gróið rit. Ef til vill má segja að hann beri að þessu sinni lærðari svip en Stranda- pósturinn. Menntamenn í höfuð- staðnum leggja ritinu lið. Allt er framlag þeirra á bjargi reist sem geta má nærri en gæti eins átt heima í almennum fræðiritum, t.d. 1 Sögu eða Nýrri sögu. En þarna eru líka þjóðháttalýsingar tengdar endur- minningum svo sem Æskuminning- ar frá Rúfeyjum kringum 1920 eftir Ebbu Hólmfríði Ebenezersdóttur. »Þetta var allt yndislegt,« segir Ebba Hólmfríður. Ekki felst nú mikið í þeim orðum. Allt um það er þáttur Ebbu Hólm- fríðar hátt yfir skrum og skjall haf- inn, bæði greinagóður og skipulegur. Tveir þættir eru þarna um selinn, annar um nytjar þær sem af honum mátti hafa, einkum til matar, hinn um selveiðilög og umræður þar að lútandi á fyrri öld. Sérstaklega skal og nefna þátt eftir Lúðvík Kristjánsson sem ber yfírskriftina Sjómannafélagið Ægir í Stykkishólmi. Félag þetta, sem stofnað var um aldamótin síðustu og starfaði fyrsta þriðjung aldarinn- ar, var ekki stéttarfélag í nútíma- skilningi. Fremur mátti kalla það samtryggingarfélag. Því var t.d. ætlað að »hjálpa sjómönnum, sem framfærslurétt eiga í Stykkishólmi, ekkjum þeirra og börnum, verði þeir hjálparþurfi vegna veikinda, ellilas- burða eða annarra ósjálfráðra at- vika, enda hafi þeir reynst dugandi menn og séu reglusamir.« Félagið stóð líka fyrir dansleik sem haldinn var árlega í Hólminum og taldist til stórviðburða í félagslífi staðarins. Þegar tryggingar komu til sögunnar var félagið talið óþarft. Var það þá lagt niður og sjóðum þess varið til málefnis sem álitið var að koma mundi sjómönnum að hvað mestu gagni, það er til sundlaugarbygging- ar. Þótt Breiðaíjarðarsvæðið hafi fyrrum talist eitt hið blómlegasta á landi hér hafa örlög þess orðið svip- Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka. uð og byggðanna á Ströndum. Eyja- búskapurinn er orðinn hverfandi og heilar sveitir hafa lagst í eyði. Skrá- Lúðvík Kristjánsson setning og varðveisla heimilda er því tímabær, og seint munu söguefnin til þurrðar ganga. _ I. } .Æwbsi I Borgarholtsbraut LANDSBANKINN KOMINN í HJARTA KÓPAVOGS Landsbanki íslands, Kópavogi, tekur til starfa föstudaginn 7. ágúst að Hamraborg 1. ~^r~ I Landsbankanum færðu alla almenna bankaþjónustu. Þar má nefna Einkareikning sem veitir ýmis hlunnindi, Reglubundinn sparnað (RS) sem auðveldar fólki að eignast sparifé, hina kostum hlöðnu Kjörbók, Námu fyrir námsmenn og Vörðu sem er víðtæk ráðgjafar- og fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga. Vertu velkominn í Landsbanka ísiands, Kópavogi. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.