Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 Farsæld, frelsi og friálshyggja Békmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Frjálshyggjan er mannúðar- stefna. Stofnun Jóns Þorláksson- ar, 1992, 151 bls. Nú eru 17 ár frá því að Margar- et Thatcher var kjörin leiðtogi brezka íhaldsflokksins. Hún sat síð- an samfellt í forsætisráðherrastóli á Bretlandi frá 1979 fram til 22. nóvember 1990. Frá 1980 til 1988 var Ronald Reagan forseti Banda- ríkjanna. Thatcher hafði afgerandi áhrif á stjómmál í Bretlandi og víð- ar um heiminn. Reagan hafði sömu- leiðis víðtæk áhrif á bandarísk stjórnmál. Bakgrunnur að þeim breytingum sem fylgdu þessum tveimur stjóm- málamönnum var sá að hefðbundn- ar hagstjórnaraðferðir réðu ekki við þann vanda sem ríkin þurftu að glíma við. Það gekk ekki lengur að velja á milli aukinnar verðbólgu og minna atvinnuleysis eða meira at- vinnuleysis og minni verðbólgu; mikil verðbólga fór saman við mik- ið atvinnuleysi. Þessu fylgdu önnur Hljómdiskar Oddur Björnsson Þetta er það flottasta pottpúrrí sem ég hef heyrt! Þeir,_ sem fylgd- ust með opnunarhátíð Olympiuleik- anna í Barcelona í sjónvarpinu, ættu að vera sammála fyrir sitt leyti. Pacido Domingo, José Carreras, Montserrat Caballé, Teresa Berg- anza, Giacomo Aragall og Juan Pons, syngjandi brotabrot úr fræg- um aríum, dúettum, kvartettum og sextettum — og líka aríur í heilu lagi, er einna líkast því að finna ilminn af matreiddri skógarhænu og Don Faustino (sem hefur fengið viðhorf til velferðarríkisins, hlut- verks verkalýðsfélaga og ríkisfyrir- tækja, en tíðkast höfðu í stjórnmál- um eftirstríðsáranna á Vesturlönd- um. Þessar breytingar eru stundum kallaðar frjálshyggjubylgjan. Hún reið yfir á íslandi eins og annars staðar. Það er óhætt að segja að Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi verið aðalhugmyndasmiður þessarar bylgju á íslandi. Hann var óþreytandi við að réttlæta þær hug- myndir sem voru uppistaða þessar- ar bylgju í blöðum, útvarpi og á fundum víðs vegar um landið. Nú væri ekki óeðlilegt að huga að því hvemig þessar hugmyndir hafa staðizt tímans tönn. Á Bret- landseyjum er ljóst að það sem virð- ist ætla að verða langlífast í hug- myndum Thatcherstjórnarinnar eru einkavæðing ríkisfyrirtækja og lög- gjöf um verkalýðsfélög. Efnahags- stjórn Thatcheráranna er miklu umdeildari, engum blöðum er um það að fletta að stjórn peninga- magns sem hagstjómartækis var aflögð, enda reyndist ekki sem skyldi. Vöxtur brezka efnahagslífs- ins á níunda áratugnum var mikill borinn saman við næsta áratug á undan, en sé hann skoðaður í sam- að „rúka“ hæfilega). Þetta ærir upp í manni hungrið að heyra verkin öll í slíkum flutningi. Hátíðarbragurinn (eða öllu heldur bragðið) og fersk- leikinn leynir sér ekki. 0g nóg um það. Það er út í hött að vera með samanburð eða gefa einkunnir í svona tilviki. Carreras syngur Vesti la giubba úr Pagliacci óvenju vel — enda þótt maður hafi heyrt aríuna „klikkaðri" Það sama má segja um síðustu aríuna úr Otello; það má líka spyrja sig hvort Berganza sé ekki dálítið kúltivemð Carmen. Caballé minnir á fjallið Montserrat (sem ég hygg vera í Katalóníu — og ég asnaðist upp á í eina tíð, og sá ekki eftir —); og þeir félagar, hengi við öll eftirstríðsárin er hann ekki sérlega mikill. Þetta em dæmi úr orðræðum manna á Bretlánds- eyjum þegar þeir reyna að meta arf níunda áratugarins. Þessi bók Hannesar er safn greina og ritgerða frá árunum 1986 til 1992. Bókin skiptist í tvo hluta. Sá fyrri er átta íslenzkar greinar. Síðari hlutinn er tveir fyrirlestrar á ensku, samdir fyrir fundi á vegum Mont Pélerin samtakanna. Þessar greinar em allar samdar á sama tíma og Hannes hefur sent frá sér sex bækur og tengjast efni bókanna með ýmsum hætti. Þessar greinar bera höfundi sínum vitni: Þær eru lipurlega skrifaðar, skýrar og skor- inorðar og fjalla allar um frelsi með einum eða öðram hætti. í íslenzka hlutanum eru allar greinarnar utan þijár, sem em minningar og afmæl- isgreinar, innlegg í íslenzka orð- ræðu um átök líðandi stundar. Ég hygg að markverðastar af greinunum í fyrri hlutanum séu tvær: Önnur um auðlindaskatt, hin vörn fyrir tjáningarfrelsi. Það er ekki ástæða til að fjölyrða nú um auðlindaskatt, enda em það býsn sem um hann hafa verið rituð og rædd. Ritgerðin „Til varnartjáning- arfrelsi" er ræða sem Hannes flutti FROMTHt OfnaAt BARCttONft GAMtS CfRlMONY Amgall Imm Po*s Aragall og Pons, em báðir feikna- góðir og vandaðir söngvarar. Og Domingo er sannkallaður sunnu- dagur meðal tenóra (jafnvel þótt Kristján okkar Jóhannsson sé með- talinn). Raddgæði og óbrigðult „musikalitet" sjá fyrir því. Hveiju er svo við að bæta? Kauptu diskinn, og hlustaðu á þessa spænsku aristókrata þegar þú kemst í ólympískt stuð! Hannes Hólmsteinn Gissurarson fyrir Sakadómi Reykjavíkur þegar hann, ásamt tveimur öðrum, var ákærður fyrir að hafa brotið lands- lög í október 1984 í verkfalli opin- berra starfsmanna. Það má draga röksemdir Hannesar fyrir því að bijóta lög saman í tvær: Almanna- heill hafi krafizt þess og stjórnar- skráin heimili það, þegar hún stang- izt á við lög. Það er svo fróðlegt að sjá hvernig þetta fer saman við þá skoðun að löghlýðni sé einhver mikilvægasta dygð hvers samfé- lags. Síðari hluti bókarinnar er tvær ritgerðir á ensku, sem meira er í lagt en í ritgerðir fyrri hlutans. Sú fyrri er um heimspekilegar forsend- ur fijáls samfélags. Sú síðari um samruna ríkja Evrópubandalagsins. Seinni ritgerðin er skemmtilegar hugleiðingar um stefnu Evrópu- bandalagsins. Hannes er vinsam- legur hugmyndinni um sammna Evrópuríkjanna og leggur til að stefnt verði að nánu ríkjasambandi en ekki verði til eitt ríki. Hann var- ar við því að tekinn verði upp sam- eiginlegur gjaldmiðill undir yfir- stjóm seðlabanka. Slíkur banki verði á endanum tæki stjórnmála- manna. Ritgerðin um heimspekilegar for- sendur fijáls samfélags er metnað- arfyllsta ritgerðin í þessu safni. Olympískt stuð Hannes byijar þar á að hafna leiks- lokarökum fyrir fijálsu samfélagi og hallast síðan að ýmsum rökum klassískrar íhaldsstefnu í bland við hughyggjurök ættuð frá Hegel. Mér virðist að andmæli Hannesar gegn leikslokarökum séu á misskilningi byggð, og það er einkennilegt að hann hugar ekki að röksemdum Johns Stuarts Mills í Frelsinu um þetta efni, sem eru miklu öflugri en menn hafa yfirleitt haldið. Eins og kunnugt er var Mill einhver glæsilegasti smiður leikslokakenn- inga í sögu heimspekinnar. Ég held að ástæða sé til að taka mikið mark á sjónarmiðum í klassískri íhaldsstefnu, en ég er ekki viss um að túlkun Hannesar sé fyllilega sannfærandi. Flestar þessara ritgerða era skrifaðar sem innlegg í það sem stundum er kallað hugmyndabar- átta. Ég er ekki viss um að aðrir menn riti slíkar greinar betur á ís- lenzku nú um stundir. En það er hins vegar ástæða til að hyggja að ýmsum gmndvallaratriðum í þeim skoðunum sem flokkast hafa undir fijálshyggju. Eitt atriðið er eðli og hlutverk ríkisins. Það er ekki eins sjálfgefið og maður kynni að halda að menn hafi réttindi, sem séu í mikilvægum skilningi forsenda og undirstaða ríkisins. Það er raunar eitt aðalatriði klassískrar íhalds- stefnu að ríki, ríkisvald og skipulegt samfélag séu forsenda þess að við getum talað um réttindi. Fijálshyggjan er ekki ein heldur em fijálshyggjumar margar. Einn vandinn við þær hugmyndir sem hæst bar í fijálshyggjubylgjunni var að gera grein fyrir farsæld manna, en hún er margflókin. Farsældin varð hálfgert vandræðabarn, því að hún felst ekki einvörðungu í því að vera fijáls heldur ýmsu öðru eins og til að mynda því að eiga til hnífs og skeiðar. Reynt var að leysa þetta með ýmsum hætti eins og með hug- myndinni um öryggisnet, en það virðast ýmsir agnúar á þeirri lausn, bæði fræðilegir og pólitískir. En kannski hefur mesta breyting fijálshyggjubylgjunnar verið sú að færa til miðjuna í hugmyndum manna um stjómmálavanda ýmiss konar. Menn leita einfaldlega ekki lengur einvörðungu að félagslegum lausnum svokölluðum við ákvarðan- ir í stjómmálum. Augu manna hafa opnast fyrir því að fijáls markaður getur leyst margan vanda. Þetta er markverð breyting og mikilsverð. Kantata í Skálholtskirkju _________Ténlist____________ Öm Óskarsson Um verslunarmannahelgina var framflutt á Sumartónleikum í Skálholtskirkju Kantata eftir Óliver Kentish sem hann tileinkar Helgu Ingólfsdóttur. Verkið er skrifað fyrir blandaðan kór, sópr- an, drengjarödd, alt, tenór og baritón einsöngvara, einleikshlut- verk fyrir sembal, óbó og básúnu auk annars sembals, orgels og lítillar strengjasveitar. í efnisskrá að tónleikunum segir höfundur að kantatan sé bygð á „Liljulaginu" með texta úr Gamla testamentinu, „Jerem- íasi“ og „Harmaljóðunum“ fléttað saman við vers úr „Lilju" eftir Eystein Ásgrímsson munk. Verk- ið skiptist í þrjá meginþætti og tekur rúma klukkustund í flutn- ingi. Hver þáttur endar á Lilju- stefinu sem birtist eins og eins- konar þrástef í gegnum verkið. Er það sungið af altrödd í mis- munandi útfærslum hveiju sinni. Eftir að byijunartextinn úr Jeremíasi hafði verið lesinn, hófst einskonar inngangur eða prelodía fyrir einleikssembal, sem er hugs- aður sem rödd spámannsins Jer- emía í verkinu. Þessi einleik- skafli, sem jafnframt er lengsti einleikskafli verksins, var mjög vel leikin af Helgu Ingólfsdóttur og tjáði sterklega þá þjáningu sem kemur fram í upphafstextan- um. Á eftir fylgdi stutt millispil fyrir strengi sem virkaði eins og brú á milli hins innhverfa inn- gangs og meginhluta verksins. Þáttur einsögnvara í kantötunni er stór og gerði miklar kröfur til flytjenda, bæði varðandi tækni- lega og listræna útfærslu. Frammistaða einsöngvaranna var almennt mjög góð og skiluðu Michael Jón Clarke og Hildigunn- ur Halldórsdóttir sínum hlutverk- um sérlega vel. Af einstökum ein- Þriðja tónleikahelgi Sumartón- leika í Skálholti var haldin um verslunarmannahelgina, þar sem sérstök áhersla var lögð á söngv- erk. Meðal flytjenda var sönghóp- urinn Hljómeyki. Hélt hann tón- leika á laugardag sem vom endur- teknir á mánudag. Sótti sá sem þetta skrifar síðari tónleikana. Á efnisskrá tónleikanna vom verk eftir Pablo Casals, Benjamín Britten, Igor Stravinskíj og Gunn- ar Reynir Sveinsson. Stjómandi kórsins var Sigursveinn D. Magn- ússori. Tónleikarnir hófst á verkinu O vos omnes eftir hin merka spánska mannvin, tónskáld og sellóleikara Pablo Casals. Verkið leikurum var ánægjulegt að hlýða á leik Peters Tompkins, sem hef- ur mjög fallegan tón á óbóið, auk þess sem Örnólfur Kristjánsson átti nokkrar fallegar einleiks- hendingar á sellóið. Flutningur verksins var í heild góður. í upphafí mátti finna dálít- ið óöryggi hjá flytjendum sem minnkaði er líða tók á flutning verksins. Jafnvægi milli radda var yfirleitt nokkuð gott, ef frá er talið básúnusóló sem hljómaði frekast til sterkt og fyrir minn var samið 1942, er Casals var í sjálfskipaðri útlegð í Frakklandi, eftir að Spánn hafði verið yfirtek- inn af fasistum. Þó svo að verkið sé ekki mjög langt er það erfltt í fluttningi. Skiluðu hinir hárfínu innviðir verksins sér vel hjá kóm- um þar sem fágun og vel útfærð túlkun var í fyrirrúmi. Næst á efnisskránni var Hymn to St. Cecilia op 27. eftir Benjam- in Britten. Britten samdi verkið árið 1942 við texta W.H. Auden og er að skrifað fyrir fimm radda kór í þremur köflum. Hér er á ferðinni tilþrifamikið kórverk sem reynir mjög á styrk og sjálfstæðj hjá hinum einstöku röddum. í verkinu bregður oft fyrir stuttum einsöngsköflum sem í öllum tilfell- smekk var spilað með of miklu „vibrato". Hljómsveitin, sem skip- uð var níu strengjaleikurum, hljómaði yfirleitt ágætlega en stundum var eins og enn vantaði örlítið meiri samæfíngu og snerpu til að allt gengi upp. Tónmál kantötunnar er fjöl- breytt, markvisst og skýrt. Þó að verkið geti ekki talist mjög nútí- malegt þá er augljóst að tónskáld- ið ræður vel yfir þeirri tækni og aðferðum sem hann beitir við samningu verksins: Sú aðferð, að bijóta verkið upp í stutta ein- söngs- eða einleiksþætti, hentaði sérlega vel og gaf,þessu annars dramatíska verki litríka áferð. um voru vel af hendi leystir af kórfélögum. Sérstaklega var söngur Hildigunnar Halldórsdótt- ur glæsilegur. Fyrir utan að syngja tandurhreint þá hefur hún bjarta og fallega rödd sem hún beitir af mikilli smekkvísi. Flutn- ingur á verkinu í heild var góður en þó vantaði herslumuninn á að verkið nyti sín til fulls. Þriðja verkið á tónleikunum var Anthem eftir Stravinskíj samið 1962 við ljóð T.S. Eliots. Hér er á ferðinni verk sem skrifað er í stíl raðtónsmíða og aðeins á færi fárra kóra að flytja svo flókið verk. Hljómeyki sýndi í flutningi verksins að það er langt fyrir ofan meðallag. Vel mótaðar hendingar, öryggi og góð túlkun var þama í Sérstaklega fannst mér verkið vel skrifað fyrir kórinn sem að þessu sinni var Hljómeyki. Skilaði kór- inn hlutverki sínu frábærlega vel. Tónskáldasjóður Ríkisútvarps- ins styrkti gerð verksins og hefur þeim peningum verið vel varið, hér er á ferðinni sérlega glæsileg tónsmíð. Tónskáldið, Oliver Kent- ish, stjómaði tónleikunum og var ekki annað að sjá og heyra en að honum færist það ágætlega úr hendi. Vil ég þakka honum, Helgu Ingólfsdóttur og öðrum þeim sem þátt tóku í tónleikunum fyrir ánægjulega og eftirminni- lega tónleika. fyrirrúmi sem gerði þennan flutn- ing mjög eftirminnilegan. Síðasta verkið á efniskránni var Missa Piccola eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Verkið er skrifað fyrir einsöngvara, kór, einleiksflautu og orgel. Kolbeinn Bjarnason lék á flautu og Gústaf Jóhannesson á orgel. Verkið sem skiptist í fimm kafla, Kyri, Gloria, Credo, Sanct- us og Agnus Dei, var frumflutt á Myrkum músíkdögum árið 1983. Eins og annað á þessum tónleikj- um var flutningurinn til fyrir- myndar. Sigursveinn D. Magnús- son stjómaði kórnum af öryuggi og mótaði hendingar oft á tíðum á mjög sannfærandi hátt. Söng- hópurinn Hljómeyki sannaði enn einu sinni að hann skipar mjög mikilvægan sess í íslensku söng- lífi. Kórinn er skipaður úrvals söngvurum og hefur þeim tekist að þróa með sér ótrúlega sam- hæfðan og fágaðan söng. Hljómeyki í Skálholtskirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.