Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D/E wgiuiWaMfe STOFNAÐ 1913 176.tbl.80.árg. FOSTUDAGUR 7. AGUST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frekari sannanir fyrir voðaverkum í fangabúðum Serba Vitni lýsa morðum og öðrum hryðjuverkum Travnic, Bihac, Sarajevo. The Daily Telegraph, Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti fyrirskipaði í gær tafarlausa rannsókn á hvort Serbar séu sek- ir um þjóðarmorð í Bosníu. Breskir fréttamenn sem rætt hafa við flóttamenn í Norður- Bosníu segja að Serbar stundi skipulagt ofbeldi í „þjóðernis- hreinsunum" sínum, en telja sig ekki hafa sannanir um að þeir reki útrýmingarbúðir á borð við nasista. Fréttamaður ITN-sjón- varpsins, sem fékk aðgang að Omarska-búðunum sagði fanga greinilega vannærða og ástand fólksins réttlætti kröfur um taf- arlausa rannsókn á aðbúnaði þess. Fólk sem kom frá Omarska sagði að barsmíðar og nauðganir væru þar daglegt brauð. Bush krafðist þess að fangabúðir Serba yrðu opnaðar eftirlitsmönn- um og að „þjóðernishreinsunum" þeirra yrði tafarlaust hætt. Hann útilokaði ekki að bandarískir her- menn yrðu sendir á vettvang og krafðist líka herts viðskiptabanns á Serbíu og boðaði að Bandaríkin tækju upp fullt stjórnmálasamband við lýðveldi Júgóslavíu sem lýst hafa yfir sjálfstæði frá stjórninni í Belgrad. Flugvöllurinn í Sarajevo hefur verið lokaður vegna bardaga í þrjá daga en Bush sagðist ekki ennþá tilbúinn til að skipa hermönn- um að grípa þar til vopna. Blaðamenn The Daily Telegraph hafa rætt við flóttamenn sem kom- ið hafa til bæja á yfirráðasvæði Króata og múslima og telja sig geta staðfest fréttir af skipulögðum hryðjuverkum Serba. Flóttamenn- irnir eru flestir konur, börn og gamlir karlmenn, en Serbar virðast halda yngri mönnum eftir. Fólk sem kom frá Omarska-búðunum sagði að þar væri um 3.000 mönnum haldið í vörubílageymslu, þar sem þeir gátu ekki einu sinni lagst til svefns vegna þrengsla. Fangar væru ítrekað barðir til óbóta. Einn flóttamannanna sagðist hafa borið tvo menn burtu örenda eftir bar- smíðar. Annar sagðist hafa orðið vitni að aftöku þriggja manna. Múslimsk kona sagðist hafa verið neydd að bera eld að tíu húsum í þorpi sínum og hún hafí séð lík liggja eins og hráviði á leið til fangabúða í Trnjopole, þar sem um 5.000 manns eru taldir vera í haldi. Önnur kona sagðist hafa séð konu skotna til bana þar sem hún var að gefa barni sínu brjóst og að nauðganir væru daglegt brauð í búðunum. Milan Panic, forsætisráðherra Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjalla- lands), fór í gær með fréttamönnum til fangabúða í Serbíu, og sðgðu þeir að múslimskir fangar sem þeir sáu þar virtust vel hirtir. Panic neitar að nokkrar einangrunar- eða útrýmingarbúðir sé að finna í Serb- íu og Svartfjallalandi. Eélagamir fallnir Særður bosnískur hermaður syrgir tvo fallna félaga sína eftir að sprengj þeirra í Bosanski Luzine. Reuter a frá herbúðum Serba sprakk í búðum ítalíuþing samþykkir hert lög gegn mafíunni Fangelsi fyrir að fá að- stoð mafíu í kosningum l>/.... Tl.« i,..:!.. T..l...~......l. n....i__ ^^"^^ Róm. The Daily Telegraph, Reuter. STJÓRN ítalíu tókst í gær að koma í gegnum þingið lögum um aukið frelsi lögreglu til ýmiss kon- ar aðgerða í baráttunni gegn mafiunni. Refsingar fyrir að semja við glæpasamtök gegn því að fá stuðning þeirra í kosningum voru mildaðar. Það var ákaft gagnrýnt af flokki á Sikiley er gert hefur baráttu gegn mafíunni að helsta niáli sínu. Sumir þingmenn gagnrýndu harkalega að yfirvöld fengju svo mikil völd og töldu hættu á misnotk- un. Alfredo Biondi, varaforseti þings- ins, sagði: „Þetta andlát réttarríkis- ins og fæðing lögregluríkisins." Refs- ingin við áðurgreindum tengslum stjórnmálamanna við mafíuna verður allt að sex ár. Lögregla fær nú leyfi til að beita símahlerunum og húsleit í auknum mæli, réttindi fanga sem dæmdir hafa verið fyrir mafíuglæpi verða takmörkuð og vitni gegn sam- tökunum fá aukna vernd. Pina Maesano, öldungardeildar- þingmaður og ekkja eins af fórn- arlömbum mafíunnar, hefur setið í tíu ár á þingi og tekið þátt í að sam- þykkja 113 lög gegn glæpasamtök- unum. Hún var svartsýn á að gagn yrði að þessum aðgerðum. „Það var ekki þörf á nýjum lögum, miklu frem- ur að hafist yrði handa við að fram- fylgja þeim sem í gildi eru," sagði hún. Irakar neita að opna fleiri ráðuneyti Bagdad, Washington. Reuter. ÍRAKAR lýstu því yfir í gær að nýrri eftirlitsnefnd frá Sameinuðu þjóðunum yrði ekki hleypt inn í ráðuneyti þeirra og stofnanir. Bandaríkjaforseti svaraði með kröfu um að írakar færu að ölliiin óskum eftirlitsmanna og sagðist ella vih"a beita hervaldi. _ Sagan af harðlæstum ráðuneytum í írak og hörðum viðbrögðum Banda- ríkjamanna virðist nú ætla að endur- taka sig. Hópi á vegum SÞ var hleypt inn í landbúnaðarráðuneytið í Bagdad eftir langt þóf en engarhern- aðarupplýsingar fundust. írakar kváðust í gær ætla neita leitarmönn- um sem senda á til Bagdad um að- gang að höfuðstöðvum ráðuneyta, slíkar heimsóknir beindust gegn full- veldi íraks og-sjálfstæði. George Bush Bandaríkjaforseti brást hart við yfirlýsingu íraka. Hann var á kosningaferðalagi í Kól- oradó þegar fregnaðist um afstöðu þeirra gagnvart þessum skilmálum í vopnahléssamkomulaginu við SÞ. Málið komst þegar í brennidepil kosningabaráttunnar. Skoðanakann- anir segja fylgi Bush nú komið niður í 33%. Hann naut hylli 91% Banda- ríkjamanna fyrst eftir sigurinn á írökum í Kúveit 1990. ----------? ? ? Nashyrning- ar í hættu Delhi. The Daily Telegraph. INDVERSKIR nashyrningar eru í bráðri útrýmingarhættu þar eð veiðiþjófar drepa þá vejrna horn- anna, sem seljast dýrum dómum sem kynörvandi lyf. Indversk yfirvöld segja að 1.129 nashyrningar séu á verndarsvæði í Assam í norðvestur Indlandi, en umhverfisverndarsinnar segja stjórn- völd vísvitandi falsa tölur og aðeins 3-400 dýr séu eftir. Þeir segja að 400 dýr hafi verið drepin með raf- losti úr háspennulínum á verndar- svæðinu. Veiðiverðir hafa skotið fjóra veiðiþjófa til bana, en óvíst er hvort þeim takist að bjarga nashyrn- ingunum frá aldauða, þrátt fyrir svo harkalegar aðgerðir. Landnemar gyðinga mótmæla Þúsundir manna efndu til mótmæla í Jerúsalem í gær gegn takmörkun- um á landnámi gyðinga á her- numdu svæðunum, nokkrum stundum áður en Yitzhak Rabin forsætisráðherra hélt til Bandaríkj- anna. Þar mun ísraelski ráðherrann ræða við George Bush forseta eftir helgina en Bush hefur látið í ljós ánægju með stefnu hinnar nýju ísraelsstjórnar. Á miðvikudag bannaði stjórnin allt frekara land- nám og hétu leiðtogar Palestínu- manna í gær að gera sitt til að næsta lota friðarviðræðnanna í Washington bæri árangur. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.