Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 BREF ITL BLAÐSINS h Ef Jxún, Kemar ekJci.. nnyndir þh uíLjcl kotna, Í4Í Niagara.-fbssarmO. ?" Kjóllinn er góður. Þú sýnist áratugum yngri. Gleymdu því ekki drengur minn: Að því kemur að þú átt þetta allt ... HÖGNI HREKKVÍSI // HANN HEFtiR.feOAðlST í PONSIP/ ° Aðalstræti 6 101 Reylgavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 | > | Anægjuleg tíðindi Frá Eddu Þráinsdóttur: Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist um heimsbyggðina að Róbert Ja- mes Fischer ætlar að fara að tefla á ný. Það er einnig ánægjulegt að heyra að hann er í góðu formi, eftir því sem fréttir færa okkur. Minna ánægjuleg var þó frásögn í máli og myndum af heimsmeist- araeinvíginu 1972 í Morgunblaðinu 26. júlí sl. Frá Sigurði Harðarsyni: Ég finn yfirleitt til sorgar í hvert skipti sem ég verð var við það hve mjög fólk getur látið stjórnast af trúgimi sinni. Stundum liggur við að ég bregðist við af óþolinmæði en ég reyni að að halda aftur af mér vegna þess að mig grunar að sumt af þessu fólki geti ekkert við þessu gert. Því hefur verið sagt með sannfæringarkrafti að viðkom- andi málefni sé sannleikur. Dagleg innprentun kenninga allt frá barn- æsku er vel þekkt fyrirbæri (heila- þvottur). Þegar búið er að segja þér ákveðinn hlut reglulega alla ævi getur þú varla annað en tekið honum sem staðreynd. Þar að auki verður þú hæstánægð(ur) með þinn hugsunarhátt og telur þig hafa himin höndum tekið. Sé reynt að mótmæla eða benda á aðrar leiðir verður þú bæði undrandi óg reið- (ur) yfir því að viðkomandi persóna skuli dirfast að reyna að lítillækka þinn heilaga sannleik. Þegar svo er komið fyrir fólki er illa komið fyrir rökréttri hugsun. Allar hugsanir byggjast á þeirri rökleysu að ef þú getur ekki sann- að eitthvað þurfír þú bara að trúa því og gera það þannig að sannleik. Þetta er m.a. notað til að stimpla trúarbrögð inní fólk. T.d. í bækl- ingi sem mér var sendur segir að til að breiða út orðið og „bjarga“ Síðan heimsmeistara-einvígið var haldið á íslandi eru liðin 20 ár og heil kynslóð vaxin úr grasi á þeim tíma. Það hlýtur að hljóma undarlega að heyra að aðalmálið um svo merkan atburð skuli vera, að tekist hafi að halda þeim tveim mönnum að tafli, sem þó voru komnir til þess að tefla. Hvernig það tókst að fá heimsmeistaraein- vígið haldið hér á landi á þessum tíma, hver var svo stórhuga að fá fleirum skuli fólk senda þennan bækling til kennara, lækna og fleiri lykilpersóna í þjóðfélaginu (auk annarra). Kennarar og læknar eru einmitt persónur sem umgangast fólk mjög mikið í daglegu starfi sínu. Þeir geta þess vegna komið orðinu að hjá fleirum en aðrir. Verst þykir mér þegar börn, með óþroskaðar tilfínningar og ómótað- ar skoðanir verða fyrir svona inn- rætingu. Þau fá aldrei færi á að mynda sér eigin skoðanir, þau eru látin gleypa allt hrátt. SIGURÐUR HARÐARSON, Holti I, Selfossi. Frá Frá Heimi Steinssyni: Það er útbreiddur misskilningur, að Ríkisútvarpið þiggi fjárframlög úr ríkíssjóði. Þessa misskilnings gætir í bréfi sem birtist á bls. 56 í Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. ágúst. Þar segir: „ ... við verðum að borga nær tvöfalt það gjald, sem innheimt er með afnotagjöldum, þ.e. gegnum ríkissjóð, sem borgar árlega marga tugi milljóna með Ríkissjónvarpinu aukalega." Hér er máli hallað. Hið rétta er, slíka hugmynd, og hver vann að henni á Alþjóðaþingi FIDE, virðist ekki skipta íslendinga máli. Verst er þó hvernig fjölmiðlar hafa rætt og ritað um Róbert Fisch- er á undanförnum árum. Einn vinnufélagi minn sagði við mig, hvernig getur Fischer farið að tefla aftur? Eins og fréttir hafa verið af honum hér á landi á undanförn- um árum, þá hef ég haldið að hann væri geðsjúklingur. í greininni á sunnudaginn voru þó vinsamleg skrif um Fischer, en þó þurfti að hnýta því aftan við, að Fischer væri blankur um þessar mundir. Þar með var gefið í skyn, að Fisch- er ætlaði að fara að tefla pening- anna vegna. Ef svo væri, hefði Fischer ekki hætt að tefla. Hins vegar vill Fischer ekki að skáklistin sé lægra sett en íþróttagreinar og gerir kröfur samkvæmt því. Það er von mín, að íslendingar fái að heyra sannleikann um heimsmeist- araeinvígið 1972 fyrr eða síðar, og að skáklistin verði hafín á ný til vegs og virðingar í fjölmiðlum hér á landi, og að ekki verði haldið áfram á þeirri braut sem verið hef- ur á udnanförnum árum. EDDA ÞRÁINSDÓTTIR aðalgjaldkeri hjá Innheimtudeild Hafnarfjarðar. að ríkissjóður greiðir alls ekkert til Ríkisútvarpsins, hvorki hljóðvarps né sjónvarps. Ríkisútvarpið er að fullu og öllu rekið með afnotagjöldum og auglýs- ingatekjum og nýtur engra annarra framlaga af nokkru tagi. Þetta er ekki sagt hér í því skyni að gagn- rýna ríkjandi ástand. Upplýsingarn- ar eru einungis fram bornar af því að hafa skal það, sem sannara reyn- ist. HEIMIR STEINSSON, útvarpsstjóri. Trúgirni og innræting Ríkissjóður greiðir alls ' ekkert til Ríkisútvarpsins < Víkveiji skrifar Skrifari gluggar í dag í tvö af- mælisblöð, sem nýlega bárust inn á borð hans. Annars vegar er um að ræða Skátablaðið, sem gefíð er út í tilefni af áttatíu ára afmæli skátastarfs á íslandi, og hins vegar blað um Golf á íslandi gefíð út í tilefni af hálfrar aldar afmæli Golf- sambands íslands. xxx ISkátablaðinu rifja nokkrir eldri skátar upp starf sitt í skáta- hreyfingunni, þeirra á meðal PálJ Gíslason læknir og borgarfulltrúi. í upphafi frásagnar sinnar segir Páll: „Fyrst minnist ég 1. desember 1936 þegar við vinirnir og frændurinir Gísli Bjömsson, nú óðalsbóndi á Grund í Eyjafírði, gerðumst skátar í Lundaflokknum, sem frændi okkar Páll H. Pálsson var flokksforingi fyrir. Við unnum skátaheitið hjá sveitarforingjanum Birni Jónssyni, sem síðar varð frammámaður í flug- málum. Skátafélagið Væringjar var þá eins og oftast í miklu húsnæðis- hraki og fór athöfnin fram í rifrildis- húsi niður við enda Hafnarstrætis í Reykjavík. Um tíma höfðum við flokksfundi í kjallara á Ásvallagöt- unni, en þar var svo lágt undir loft að ekki var hægt að æfa flaggastaf- rófið í heild fyrir þá, sem stærstir vom.“ í blaðinu segja yngri skátar einn- ig frá þátttöku sinni í skátastarfinu og grípur skrifari hér niður í frá- sögn Maríu Ellingsen, leikkonu, sem í upphafi frásagnar sinnar seg- ir frá því er hún og vinkonur henn- ar stofnuðu skátaflokk og segir síð- an. „Upp frá þessu breyttust útileg- umar. Áður var farið með rútu upp að dyrum á þægilegan stað, en nú var stefnan tekin á fjöllin og tugir kílómetra þrammaðir yfir hraun og klungur. Nú þýddi ekki að hafa heilu ferðatöskurnar af drasli með- ferðis; sæng, kodda, teppl, vind- sæng og svo framvegis. Aðeins brýnustu lífsnauðsynjar voru teknar með og gott ef að veraldleg gæði misstu ekki gildi sitt fyrir lífstíð." XXX Eins og í skátahreyfingunni var mikill frumbýlingsBragur á golfiðkun hér á landi á fyrstu árun- um. Á golfþingi árið 1943 kom fram að stjórnarmenn höfðu skoðað lönd í Skagafirði þar sem hægt yrði að halda landsmót og komu þrír staðir til álita að mati þeirra. Margt var rætt á aðalfundum ^ Golfsambandsins á fyrstu árunum, til að mynda hvort leyfa ætti konum aðgang að íslandsmóti, en víða er- lendis fá konur ekki enn í dag að- gang að virðulegustu vistarverum vallarhúsa á golfvöllum. Á aðal- fundi Golfsambamdsina árið 1943 var þátttaka kvenna í íslandsmóti til umræðu og í eftirfarandi frásögn af fundinum, sem afmælisblaðið sækir í ritið Kylfing segir svo m.a.: „Þá lá fyrir að taka ákvörðun um hvort karlar einir skyldu eiga rétt á þátttöku í keppni um meistarabik- arinn eða hvort kvenþjóðin skyldi einnig eiga kost á að þreyta um hann keppni Urðu menn ekki á eitt I sáttir. Geðist Jóhann Þorkelsson einn formælandi kvennanna og hélt mjög fram þeirra hlut. Hins vegar { kom fram tillaga þess efnis að úti- loka kvenfólk frá keppni. Af hlífð við flutningsmann verður nafns ( hans þó ekki getið hér, ef það mætti forða honunm frá kvenna- reiði. Tillaga hans var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.