Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 33
33 ______________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 _ Oskynsamleg niðurstaða eftir Jóhann * Arsælsson Meðferð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á málefnum sjávarút- vegsins hefur greinilega leitt í ljós að hún er ófær um að leysa sæmi- lega úr erfiðum viðfangsefnum. Ekki skal því mótmælt að ákvörðun um heildarafla er flókin og erfið en einmitt þes vegna þurfti að leggja mikla vinnu í að skoða allar hliðar málsins. Ákvörðunin lokar.flestum mögu- leikum á því að jafna áfallinu af minni veiðum úr þorskstofninum út. Enda bendir ríkisstjórnin einung- is á Byggðastofnun sem möguleika á að rétta hag þeirra sem verst munu fara út úr þessum málum. Það hefðu fáir trúað því fyrir ári að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar færi að vísa málefni af þessu tagi til þeirrar stofnunar og raunar er það enn fráleitara nú vegna með- ferðar ríkisstjórnarinnar á stofnun- inni við fjárlagagerð í vetur og reglugerð sem forsætisráðherra hefur sett hefur nánast gert stofn- uninni ókleift að gera yfirleitt nokk- uð til hjálpar þeim sem eru í raun illa staddir þar sem fullnægjandi veðsetninga er krafist í öllum tilvik- um. Hvernig hefði átt að standa að ákvörðun um heildarafla? Mjög skiptar skoðanir eru um hve mikið er óhætt að veiða úr þorskstofninum og þess vegna þurfti á miklu meiri umfjöllun að halda og samráði við alla aðila málsins. Þann tíma átti ríkisstjórnin að tryggja með því að loka ekki málinu eins og hún hefur gert með ákvörðun sinni um heildarafla úr öllum tegundum sem kvótabundnar eru. Ef niðurstaðan eftir umfjöllun með öllum aðilum málsins og endur- skoðun á öllum forsendum sem mögulegt er að meta hefði orðið sú að draga verulega saman í veiðum á þorski þurfti að tryggja þrjú aðal markmið með úthlutuninni: 1. Að áfallið yrði sem minnst fyrir þjóðarbúið. 2. Að ekki myndaðist ójafnvægi milli byggðarlaga vegna mismun- andi skerðingar því ærinn er sá vandi fyrir. 3. Að ekki myndaðist ójafnvægi milli útgerða vegna mismunandi skerðingar því það eykur á þann rekstrarvanda sem leysa þarf. Fyrsta markmiðið, að draga úr áfallinu fyrir þjóðarbúið, var eðli- legt að uppfylla með því að auka veiðar í öðrum tegundum, einstakar ákvarðanir um aukningu eru hins vegar mjög umdeilanlegar og hefðu þurft betri skoðun. Lykillinn að því að uppfylla bæði annað og þriðja markmiðið var að jafna skerðingunni milli útgerða þannig að þær fengju svipaða skerðingu í þorskígildum. Þetta hefði átt að framkvæma með eftirfarandi hætti: Taka bráðabirgðaákvörðun um að úthluta veiðiheimildum úr öllum stofnum eins og tillögur Hafrann- sóknarstofnunar gerðu ráð fyrir. Taka allar forsendur um mat á þorskstofninum ásamt öllum öðrum atriðum málsins til markvissrar at- hugunar og stefna að því að taka ákvarðanir um viðbótarúthlutanir fyrir áramót. Þegar ákvarðanir um heildarafla í öllum tegundum hefði síðan legið fyrir átti að nota viðbótarúthlutan- irnar bæði í þorski og öðrum teg- undum ásamt veiðiheimildum Hag- ræðingarsjóðs til að jafna út mis- mun skerðingarinnar, þannig að allar útgerðir fengju svipaða skerð- ingu í þorskígildum. Með því að vinna að málinu með þessum hætti hefði margt unnist. Óll aðalmarkmiðin sem nefnd voru hér að framan hefðu náðst. Tími hefði unnist til að fjalla betur um alla þætti málsins og ná betri sam- stöðu með þjóðinni um niðurstöð- una. Dregið hefði verið úr hinu þjóð- hagslega áfalli með ákvörðunum um viðbætur. Ekki hefði verið auk- ið á byggðavandann með mismun- andi skerðingu milli byggðarlaga. Útgerðirnar í landinu hefðu staðið jafnfætis á eftir. Ef unnið hefði verið með þessum hætti að málinu hefði ríkisstjórnin getað tekið á vandanum með al- mennum aðgerðum en situr nú uppi eftir flaustrið og flumbruganginn með það að hafa skapað sér ný byggðavandamál og enn erfiðari vanda í útgerðinni en verið hefði ef skynsemin hefði fengið að ráða. Jóhann Ársælsson „Samkvæmt kórani kvótamanna eiga nefni- lega útgerðirnar ákveð- inn hluta í hverjum fiskistofni og það að hrófla við því er að brjóta iögmálið.“ En hvers vegna var þessari leið hafnað af ríkisstjórninni? Skýringin á því virðist aðeisn geta verið ein. Það er að þau öfl sem vilja halda vemdarhendi yfir eignarréttinum á kvótanum hafi metið það meira að veija hann heldur en að leysa vand- ann á skynsamlegasta máta. Samkvæmt kórani kvótamanna eiga nefnilega útgerðirnar ákveðinn hluta í hverjum fiskistofni og það að hrófla við því er að bijóta lögmál- ið. Úr því að þau öfl sem vilja venda kvótakerfið fóru með sigur af hólmi í þessu máli er full ástæða til að óttast að erfitt verði að ná fram skynsamlegri niðurstöðu við endurT skoðun fiskveiðistefnunnar. Það kann að vera að einhverjum fínnist þessi skrif tilgangslítil og of seint fram komin en við þvf er það svar að ríkisstjórnin hefur haft alla þessa möguleika til skoðunar og hafnað þeim. Hún hefur hundsað allt samráð við stjórnarandstöðuna og einnig við sjávarútvegsnefnd Alþingis. Skipstjóri þeirrar skútu virðist hringsnúast í brúnni með kíkirinn fyrir blinda auganu og ekkert skeyta um það þó honum sé bent á sker í siglingaleiðinni. Ríkisstjórnin hefur með ákvörð- unum sínum lokað flestum leiðum til að draga frekar úr þeim vanda sem samdrátturinn í þorskveiðinni skapar. Eini möguleikinn sem eitt- hvað munar um og enn er til staðar er að aflaheimildar Hagræðingar- sjóðs verði notaður alfarið til að bæta þeim sem verst fara út úr skerðingunum þær upp. Þessum möguleika hefur ríkis- stjórnin hafnað en ef allir sem málið varðar leggjast á eitt hlýtur ríkisstjórnin að sjá sitt óvænna og fallast á þá tilhögun en það mun ekki gerast fyrirhafnarlaust og því má enginn liggja á liði sínu. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið á Vesturiandi. V estmannaeyjar: Leiguflug Vals Andersen 10 ára Vestmannaeyj um. Tíu ár eru nú liðin frá því Valur Andersen flugmaður í Eyjum fékk flugrekstrarleyfi. Á þessum 10 árum hefur starfsemi Leiguflugs Vals aukist talsvert. Þegar hann byijaði hafði Valur til umráða eina fjög- urra sæta vél en í dag telur flugflotinn fjórar vélar með 24 sæti sam- tals. Leiguflug Vals hefur ekki aðeins stundað hefðbundið leiguflug því að síðastliðin sex ár hefur Valur gegnt veigamiklu öryggishlut- verki fyrir Eyjamenn með sjúkraflugi frá Eyjum. I upphafi reksturs leiguflugsins hljóp Valur í það í hjáverkum, en hann er byggingameistari og hefur stundað smíðar samhliða fluginu. Pyrstu árin var hann einn í fluginu en síðan fékk hann menn til liðs við sig yfir sumartímann þegar mest var að gera. I sumar eru þeir þrír sem sinna fluginu en yfir vetrartímann eru þeir tveir. „Fyrsta vélin sem ég byijaði á fyrir 10 árum var Piper Cherokee, 4 sæta vél, en síðan seldi ég hana og keypti fimm sæta vél af Tobaco gerð. Það má síðan segja að þetta hafi byrjað af fullri alvöru hjá mér fyrir sex árum er ég keypti 8 sæta ■ ATFERLISFRÆÐINGURINN Roger Abrantes heldur námskeið Og fyrirlestra á vegum Hundarækt- arfélags íslands dagana 10.-18. ágúst. Abrantes heldur tvö námskeið sem ætluð eru öllum hundaeigendum í húsnæði HRFÍ í Sólheimakoti, þar verður bæði verkleg og bókleg kennsla og í þjálfun verður byggt á atferlisfræði og tjáningarformi hundsins. Hvort námskeiðið um sig verður 4 kvöld og hefjast þau 10. og 14. ágúst kl. 19. Abrantes býður einnig upp á einkatíma fyrir þá hundaeigendur sem telja sig eiga við sérstök vandamál að stríða og verður tímasetning þá eftir samkomulagi. Ætlunin er að Abrantes haldi fyrir- lestur um hundaþjálfun og atferli á Akureyri 18. ágúst ef næg þátttaka fæst. Robert Abrantes rekur Etolog- isk Institut, rannsókna- og þjálfun- arstöð fyrir hunda í Slagelse í Dan- mörku en auk þess starfrækir hann neyðarvakt fyrir gæludýraeigendur í samstarfí við dýraverndunarsamtök Danmerkur. Abrantes hefur skrifað fjölda bóka um atferli dýra og heldur vél, tveggja hreyfla Piper Navajo. Þá var ég kominn með tvær vélar í rekstur og þjónustan jókst þannig að þetta varð umsvifameira," segir Valur. Með komu Navajo vélarinnar hófst sjúkraflugið hjá Val sem hefur síðan verið veigamikill öryggisþáttur fyrir Eyjamenn. Þessar tvær vélar hafði Valur í þjónustu sinni þar til fyrir rúmu ári er hann seldi Navajo vélina og festi kaup á 10 sæta Piper Chieftain vél. Síðasta sumar bættist fjögurra sæta Piper Warrior vél í flotann, en þá vél keypti Valur ásamt Pétri Jónssyni, flugmanni, og er hún ætluð bæði til flugkennslu og leigu- Roger Abrantes atferlisfræðing- ur. fyrirlestra um allan heim. Skráning á námskeið og fyrirlestra Abrantes fer fram á skrifstofu Hundaræktar- félags íslands milli kl. 14 og 18. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Flugmennirnir Valur Andersen og Pétur Jónsson við Piper Ciftein vél Leiguflugs Vals á Vestmannaeyja- flugvelli. flugs. í vor stækkaði flugflotinn enn, er Valur bætti annarri Tobaco- vél í flugflotann. Starfsemin hefur því aukist talsvert á þeim 10 árum sem liðin eru síðan Valur hóf flug- reksturinn. Leiguflug Vals flýgur mest til staða á Suðurlandsundirlendinu, Sel- foss, Hellu, Hvolsvallár og Bakka í Landeyjum, en einnig er talsvert um flug til Reykjavíkur og svo til nán- ast allra annarra staða landsins. „Selfoss og Bakki eru líklega þeir staðir sem við fljúgum mest til. Mest er flogið til Selfoss yfír vetrar- tímann en Bakka á sumrin og flug á Bakka er sífellt að aukast. Við getum ekki flogið á stóru vélinni á Bakka, þar sem flugbrautin er ekki nógu löng, en það er unnið að leng- ingu hennar svo vonandi kemur að því að hægt verður að fljúga þangað á stærri vélum. Við fljúgum því mest á Selfoss og til Reykjavíkur á stóru vélinni en einnig er talsvert um flug til annarra staða á landinu. Litlu vélarnar þijár fljúga allar mik- ið á Bakka, sérstaklega yfir sumar- tímann og fólk virðist alltaf kunna betur og betur að meta að fljúga milli Bakka og Eyja. Það er ekki nema 6 mínútna flug milli Eyja og Bakka og fargjaldið er einungis 1.000 krónur á sæti þannig að þetta er lang ódýrasta ferðin milli lands og Eyja. Það er ekki nema eins og hálfs tíma akstur frá Reykjavík á Bakka þannig að það er ekki lengi verið að skjótast þangað úr bænum. Hópar eru talsvert farnir að not- færa sér flugið á Bakka og taka síðan rútur þaðan. Vestmannaeying- ar sem eru mikið á ferðinni eru nú farnir að hafa bíla staðsetta á Bakka, en þar hafa verið reistar bíl- geymslur sem menn geta keypt.“ í vetur hefur flug til Eyja eftir myrkur að mestu leyti legið niðri og hefur það oft hamlað flugsam- göngum. „Það voru dregnar upp ein- hveijar gamlar reglur um flug hing- að í myrkri sem ekki hefur verið farið stíft eftir þar til í vetur. Nú er verið að vinna að uppset.ningu hindranalýsingar á fjöllin hér sem kemur til með að breyta þessu aftur til batnaðar þannig að næsta vetur á myrkur ekki að hamla flugi hing- að,“ segir Valur. Þó leiguflugið sé stór hluti af flug- rekstri Vals þá eru aðrir þættir mjög mikilvægir sem þjónustu og öryggis- þættir fyrir Eyjamenn og bátaflot- ann við suðurströndina. „Við þjón- ustum bátaflotann talsvert. Bæði fljúgum við með áhafnir til og frá Eyjum til annarra staða og einnig hefur það komið þó nokkrum sinnum fyrir að við höfum flogið með vara- hluti sem við höfum hent niður til báta úti á sjó. Sjúkraflugið er síðan mikilvæg öryggisþjónusta fyrir Vestmanna- eyinga og allan þann mikla bátaflota sem er að veiðum hér við suð- urströndina. Við höfum farið í 35 til 40 sjúkraflug árlega síðastliðin 6 ár og það sem af er þessu ári erum við búnir að fara í 22 sjúkraflug. Oft eru þessi flug farin við erfiðar aðstæður og oft er veðri þannig háttað að hægt er að taka á loft hér þó vonlaust sé að lenda. Það skiptir því miklu að hafa vélina staðsetta hér í Eyjum. Við erum tilbúnir að fara af stað örfáum mínútum eftir að kallað er út og erum til taks all- an sólarhringinn. Þá munar það líka miklu fyrir lækna og hjúkrunarlið sem fer með í sjúkraflugið að kom- ast aftur heim með okkur eftir að 'sjúklingurinn er kominn í læknis- hendur í Reykjavík og það hefur talsverðan sparnað í för með sér líka. Valur segist þokkalega bjartsýnn á framtíðina. Hann telur að vaxta- broddurinn felist í auknu flugi milli Bakka og Eyja því á tímum sam- dráttar sé mikilvægt að geta boðið upp á ódýr fargjöld og flugið á Bakka verði ugglaust alltaf ódýrasta leiðin þar sem flugtíminn sé afai stuttur og styttri leið milli lands og Eyja sé vart hægt að fara. Grímur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.