Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 Eiginmaður minn, + JÓN GUÐJÓNSSON verslunarmaður, Hvassaleiti 56, er látinn. Sigríður Sveinsdóttir, t FRIÐRIK DAVÍÐSSON frá Ásláksstööum, Vatnsleysuströnd, sem andaðist 2. ágúst, verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álfta- nesi í dag, föstudaginn 7. ágúst, kl. 13.30. Hermann Friöriksson. Móðir okkar, + MÁLFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Miklubraut 72, lést 24. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram. Magnús Ólafsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Agnar Guðmundsson. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR frá Reynistað, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, HEIÐBJÖRT ÓSKARSDÓTTIR, Vföimýri 4, Sauðárkróki, lést 5. ágúst í Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Jarðarförin auglýst síðar. Viðar Vilhjálmsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Hulda Vilhjálmsdóttir, Þórarinn B. Jónsson. Minning: Kjartan Eggertsson Fremri-Langey Fæddur 16. maí 1898 Dáinn 29. júlí 1992 Hvemig manstu afa þinn? Ég man manninn sem að vori sat við opið á vélarhúsinu í bátnum, strauk tóbakstaumana úr skeggbroddun- um og kyssti mann velkominn. Ef hann var að taka á móti öðmm en okkur vinnumönnunum var amma búin að láta hann raka sig. Á leið- inni fram í Langey stakk hann höfð- inu upp úr vélarhúsinu, stundum stýrði hann sjálfur eða sagði okkur til með hendina fyrir aftan bak. Maður lærði fljótt hve mikið maður átti að beygja. Ég man manninn sem stóð berfættur í dögginni með orf og ljá og kenndi manni að binda sátur. Manninn sem skóf og spýtti selskinn. En hann var meira en örskot af manns eigin ævi. Því vil ég að þetta fylgi með í minningu um hann. Kjartan fæddist í Fremri-Langey, sonur hjónanna Eggerts Thorberg Gíslasonar og Þuríðar Jónsdóttur. Þar ólst hann upp og var yngstur af tíu börnum þeirra. Sextándi maí var í fjölskyldunni oft nefndur „stóri dagur“ eftir að hann fæddist, vegna nokkurra atburða sem gerðust þennan dag auk fæðiingar drengs- ins. Kjartan var í æsku eftirlæti móð- ur sinnar. Hann nam í foreldrahús- um en faðir hans kenndi börnum sínum og tók önnur til náms. Hann fór á Bændaskólann á Hvanneyri haustið 1915 og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur eftir tvo vetur. Árið 1920 hóf hann búskap í Fremri-Langey. Kvæntist 30. apríl 1921, Júlíönu Einarsdóttur frá Jónína R. Kristjáns- dóttir ogAðalsteinn F. Loftsson — Kveðja + Elskuleg dóttir okkar, unnusta, systir, mágkona, frænka og tengdadóttir, UNNUR MARÍA RÍKARÐSDÓTTIR, Kotárgerði 10, Akureyri, lést af slysförum í Sviss 2. ágúst sl. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Skátahreyfinguna á Akureyri njóta þess. María Árnadóttir, Ríkarður B. Jónasson, Stefán Gunnarsson, Katrín Björg Ríkarðsdóttir, örn Arnarson, Darri Arnarson, Ríkaröur B. Ríkarðsson, Tryggvi Már Gunnarsson, Bára Stefánsdóttir, Gunnar Tryggvason. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Vffilsgötu 6, Reykjavík. Jón Einarsson, Katrín Einarsdóttir Hudson, Árni Einarsson, Sveinn Einarsson, Ásthildur Einarsdóttir, Baldvin Einarsson, Guðrún Einarsdóttir, ■ Vilborg Berentsdóttir, Robert Hudson, Jakobina Björnsdóttir, Svava Stefánsdóttir, Helgi Haraldsson, Guðrún Ingibergsdóttir, Hreinn Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Aðalsteinn Friðrik Fæddur 2. júní 1915 Dáinn 1. september 1986 Jónína R. Fædd 11. janúar 1920 Dáin 30. júlí 1992 Mig langar að minnast þessara vina minna og frænda, Alla og Jónu í Erluhólum, með fáeinum orðum. Margar og góðar voru samveru- stundimar á Dalvík og í Reykjavík með þeim og okkar fjölskyldu minni á Bjarkarbrautinni. Á þessari stundu er mér efst í huga að senda kveðjur til Elsu dóttur þeirra og Skúla dóttursonar, Steina syni þeirra og Siggu konu hans, svo og barna þeirra, Alla, Bróa, Guðnýjar Jónu og Kristjáns. Á stórum stund- um verða öll kveðjuorð lítilmótleg. En mig langar að þakka þeim sam- fylgd og tryggð árin sem við áttum saman, og kveðja þau með bæninni eftir Matthías Jochumsson: Ég fel i forsjá þina, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. Blessuð sé minning þeirra. Helga Björk Sigvaldadóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, ÓSKARS SUMARLIÐASONAR, Búðardal. Henný Berndsen og börn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, HAUKS STEFÁNSSONAR, Víðigrund 13, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 12-G og gjörgæslu Land- spítalans fyrir einstaka umönnun. Fyrir hönd systkina, tengdaforeldra og annarra vandamanna, Minný Leósdóttir. Bíldsey og bjuggu þau lengi í Lang- ey. Haustið 1947 hættu þau að vera á vetrum í Langey og áttu annað heimili hjá Selmu dóttur þeirra og Baldri Gestssyni sem bjuggu og búa á Ormsstöðum. Höfðu þau þó bú áfram í Langey. Frá 1980 hafa þau svo dvalist í Reykjavík. Kjartan og Júlíana eign- uðust átta börn. Júlíana og sex börn lifa hann. Kjartan gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í sveit sinni. Var formaður Búnaðarfélags Klofningshrepps um árabil (1935-54 og í stjóm 1929-54) og fulltrúi þess á aðal- fundum Búnaðarsambands Dala og Snæfellsness lengi. Hann hóf fyrst- ur fastar áætlunarferðir á sumrum milli Hnúksness og Stykkishólms upp úr 1930 og hélt þeim til 1947. Annað aðalstarf Kjartans auk bú- skapar, var barnakennsla. Hann kenndi börnum sínum heima og tók önnur börn úr næsta nágrenni til náms. Hann var ráðinn farkennari í Fellsstrandar- og Klofningshrepp- um 1946 og var til 1961, var kenn- ari í Skarðshreppi 1960-61 og 1961-65 í Klofningshreppi einum. Eins og sjá má á þessu var Kjart- an afi minn ekki bara eyjabóndi sem réri vor og haust til fiskjar. Það er rétt að geta þess hér, að um tíma í Langey um 1940, var þar silfur- refabú. Afi minn var alvarlega þenkjandi maður. Honum var fátt óviðkomandi. Lífsins gáta og nátt- úrulögmál voru honum hugleikin. Síðustu bækur sem 'hann las áður en hann varð blindur voru jarð- fræði Þorleifs Einarssonar og Bibl- ían. Honum var um munað að koma á framfæri vitneskju og ræða við fólk. Hann fór með gesti út á tún í Langey og spurði „sérðu það sem ég sé“? Og hann sýndi þeim hilling- una af Látrabjargi við ystu hafs- rönd Breiðafjarðar og sagði „nótt- laus voraldar veröld". Alltaf að kenna og eitt kenndi hann öðru fremur en það var að „hálsa bár- una“ eins og hann sagði. Hann stóð ekki í illdeilum og ef honum fannst hann eða aðrir væru órétti beittir sagði hann „að allt óréttlæti hefnir sín síðar“. Og í umræðum um stjórnmál eða trúmál þegar menn gjarnán eru dæmdir hafði hann eft- ir þessi orð „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Gaman var af afa sífellt með góðar tilvitn- anir. En eflaust manstu eftir honum sem léttum spaugsömum manni. Þú varst að fara að hátta þig á baðstofunni og hann kominn undir sæng á undan þér þá segir hann undan sænginni „farðu nú út fyrir mig að pissa“. Og nú er hann allur og horfin hans tíð, hans verklag, hans hugsun. Þú stendur eftir í baðstofunni og horfír á Klofninga- fjallið, slærð í barómetið og þér fínnst hann vera þarna. Eða þú gengur um holtin og móana í Lang- ey og þér finnst hann ganga með þér. Frekar lítll, boginn í herðum með stórar hendur eins og hann ætli að fanga vindinn. Hann er klæddur í stígvél, brúnar buxur, græna Álafossúlpu með derhúfu og undir henni fallegur skalli. Þannig man ég afa minn samofin náttúr- unni í Langey. Það er svo gott að hafa lifað þesa tíð. Fyrir hana vil ég þakka. Eggert Eggertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.