Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Kynferdisafbrot gegn bömum Kærum vegna kynferðisbrota gegn bömum hefur fjölgað undanfarið. Meiri umræða og opnari um þessi alvarlegu brota- mál, sem lengi lágu í þagnar- gildi, skýrir að hluta til fleiri kærur. Kastljós almenningsat- hygli og -umræðu beinist meir og meir að þessum alvarlegu brotamálum, sem flokka verður til grófustu ofbeldisverka, það er „sem brot gegn lífí og líkama“. Athyglin beinist ekki sízt að meðferð, rannsóknum og dómum í þessum málum og máski fyrst og fremst að stöðu ungra fómar- lamba nauðgana og sifjaspella til að ná rétti sínum. Drífa Krist- jánsdóttir, forstöðumaður Með- ferðarheimilisins að Torfastöð- um, setti fram alvarlegar athuga- semdir við meðferð brotamála af þessu tagi, sem og hugmyndir um úrbætur, í opnu bréfí til dóms- málaráðherra í Morgunblaðinu 26. júlí sl. Athugasemdir hennar, ábendingar og málflutningur eru með þeim hætti að ekki verður fram hjá þeim gengið. í viðtali við Morgunblaðið sama dag sagði Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri, að Rannsóknarlögregla ríkisins hefði gert ýmsar breytingar til að bæta meðferð kynferðisaf- brotamála og að þau mál hafí forgang hjá RLR. Starfsmenn RLR hafí sérstaklega kynnt sér meðferð slíkra mála í Noregi, en Norðmenn standi framarlega á þessu sviði. Rannsóknarlögreglu- stjóri segir bezt að mál af þessu tagi fari fyrst um hendur bama- vemdaraðila, áður en þau komi til lögreglu. Hann segir og að það sé löngu tímabært að huga ræki- lega að verklagsreglum og rétt- arfarsreglum, sem lúta að rann- sóknum þar sem bám er fómar- lamb afbrots, bæði við lögreglu- rannsókn og meðferð máls fyrir dómi. Það hafí valdið sér von- brigðum að ekki var tekið sér- staklega á þessum þáttum í tengslum við endurskoðun á lög- um um meðferð opinberra mála. Gísli Pálsson lögreglufulltrúi sem vinnur m.a. að rannsóknum kynferðisafbrota gegn bömum, segir í viðtali við Morgunblaðið, að upplýsingum um-slík brot sé yfírleitt fyrst beint til félagsmála- stofnana og barnavemdamefnda. Starfandi sé siíjaspellsteymi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, sem kanni möguleg kynferðisaf- brot gegn bömum. Hópurinn hitt- ist vikulega, og oftar ef þörf kref- ur. í teyminu er lagt mat á hvert mál og því markaður farvegur. Niðurstöður rannsókna Félags- málastofnunar og sérfræðinga eru sendar til RLR sem tekur ákvörðun um framhald málsins. Forræði sakamálsins er í höndum RLR en meðferðarþátturinn snýr að Félagsmálastofnun. Af orðum rannsóknarlögreglu- stjóra og lögreglufulltrúa má draga þá ályktun, að meðferð þessara alvarlegu brotamála hafí þróast undanfarið og sé enn að þróast til réttrar áttar, þótt enn þurfí betur að gera, m.a. að því er varðar verklags- og réttarfars- reglur. Opið bréf Drífu Kristjáns- dóttur, forstöðumanns Meðferð- arheimilisins að Torfastöðum, til dómsmálaráðherra, og reynslu- saga skjólstæðings hennar, sem misnotuð var sem bam kynferðis- lega, benda hins vegar til þess, að enn sé langt - fyrir ung fóm- arlömb misnotkunar og sífja- spella - í land þeirrar málsmeð- ferðar, sem þau em í þörf fyrir og eiga rétt á. Drífa Kristjánsdóttir telur nauðsynlegt að viðmót þeirra, sem fara með rannsókn á kyn- ferðisbrotum gegn bömum, gagnvart fómarlömbunum, verði annað og betra en verið hefur, að hennar dómi. Þetta eigi ekki hvað sízt við um yfírheyrslur yfír ungum þolendum slíkra brota. Hún leggur og áherzlu á, að lærð- ur sálfræðingur eða geðlæknir aðstoði við skýrslutökur strax frá byijun málsmeðferðar. Ennfrem- ur að kona eða konur verði við- staddar yfirheyrslur, stúlkuböm- um til stuðnings. Þá segir hún „að breyta verði lögum er lúta að ákæmm og dómum í siija- spellsmálum, þann veg að réttur fórnarlambsins verði mun sterk- ari en nú er“ og vísar til laga í Bandaríkjunum og á Norðurlönd- um sem fyrirmynd. Áhugasamtök og opinberir að- ilar hafa gert sitt hvað til að stemma stigu við kynferðisaf- brotum af þessu tagi og einnig til stuðnings þolendum. En betur má ef duga skal. Það er skylda hins opinbera, sem og almenn- ings, að leggja eym við ábending- um Drífu Kristjánsdóttur, Boga Nilssonar og annarra, sem gerst þekkja til þessara mála. Það þurfa állir að leggjast á eitt um að rétta hlut fórnarlamba kyn- ferðisafbrota. í viðtali við Morg- unblaðið í dag lýsir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra full- um vilja til þess að bæta meðferð þessara mála. Það er ljóst, að unnið hefur verið að slíkum um- bótum undanfarin misseri og nauðsynlegt að því umbótastarfi verði haldið áfram af fullum krafti. Morgunblaðið/Þorkell Frá blaðamannafundi þar sem undirbúningsnefnd bókmenntahátíðarinnar kynnti dagskrá hátíðarinnar. Á myndinni eru talið frá vinstri: Einar Kárason, Thor Vilhjálmsson, Ömólfur Thorsson, Sigurður Val- geirsson, Lars-Áke Engblom og Heimir Pálsson. Fjöldi erlendra höfunda á bók- menntahátíð í næsta mánuði BÓKMENNTAHÁTÍÐ verður haldin hérlendis dagana 13. til 20. sept- ember og er þetta í þriðja sinn, sem hún er haldin. Hún mun að mestu leyti fara fram í Reykjavík en einnig verður farið í heimsóknir út á land. Fjöldi erlendra höfunda víðs vegar að úr heiminum sækir ísland heim af þessu tilefni, þeir halda fyrirlestra og lesa upp úr verkum sínum. Ókeypis verður inn á atburðina og fór aðsókn árin 1985 og 1987, þegar hátíðin var haldin hér síðast, fram úr björtustu vonum aðstandenda og eru dæmi um að 500 manns hafi sótt einn fyrirlestur. Um 20 norrænum skáldum hefur verið boðið til hátíðarinnar og auk þess nokkrum úr öðrum heimshlutum ásamt 6 til 8 íslendingum, sem enn hefur ekki verið ákveðið hveijir verða. Meginviðfangsefni hátíðarinn- ar verða að þessu sinni fjögur: Bama- bókmenntir, norrænar bókmenntir og umheimurinn, frásagnarlistin, eðli hennar og hlutverk, og módem- ismi. Aðstandendur hátíðarinnar vilja leggja áherslu á það að norrænar bókmenntir og höfundar einangrist ekki frá umheiminum og þess vegna er lögð áhersla á að fá höfunda fyr- ir utan það svæði til að vera með. Auk þess var það markmið að fá sem flesta höfunda, sem standa í framlín- unni og em umræddir núna, til að koma. Meðal gesta á hátíðinni verða Roy Jacobsen, Jon Fosse, Erik Fosnes Hansen og Anne-Cath. Vestly frá Noregi, Sven Otto S., Kirsten Thomp og Klaus Rifbjerg frá Danmörku, Gunilla Bergström, Katarina Frost- enson og Torgny Lindgren frá Sví- þjóð, Rosa Liksom, Antti Tuuri og Olli Jalonen frá Finnlandi og Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum. Meðal annarra erlendra gesta á hátíðinni verða Pascal Quignard frá Frakk- landi, Péter Esterházy frá Ungveija- landi, Cristoph Ransmayr frá Aust- urríki, Martin Amis frá Englandi, Hans Magnus Enzensberger frá Þýskalandi, Evgení Vasiljevits Kut- usov frá Rússlandi og John Balaban frá Bandaríkjunum. Nokkrar bækur verða gefnar út meðan á hátíðinni stendur og í til- efni hennar. Ber þar að nefna Alla heimsins morgna eftir Quignard í þýðingu Friðriks Rafnssonar en sú bók hefur átt vinsældum að fagna í Frakklandi og nýlega var gerð kvik- mynd eftir henni. Sálmur að leiðar- lokum eftir norska höfundinn Erik Fosnes Hansen mun einnig koma út og fjallar sú bók um Titanicslysið. Endanleg dagskrá kemur út í byij- un september en skipulagið verður líklega þannig að á hveiju kvöldi koma fram 4 til 5 höfundar, þar á meðal einn íslenskur, kynna sig og verk sín og svo verður lesnir upp íslenskaðir hlutar úr verkum þeirra. Áætlað er að hátíðin kosti um 5 milljónir og er hún styrkt af Nor- ræna menningarsjóðnum, mennta- . málaráðuneytinu, Reykjavíkurborg auk erlendra sendiráða á íslandi. Síðasta dag hátíðarinnar verður svo sérstakur bamabókmenntadagur, þar sem ætlast er til að bömin geti haft ánægju af því, sem verður á döfinni, ekki síður en fullorðnir. í undirbúningsnefnd^ bókmennta- hátíðarinnar sitja Lars-Áke Engblom og Guðrún Magnúsdóttir frá Nor- ræna húsinu, Thor Vilhjálmsson, Einar Kárason, Friðrik Rafnsson, Árni Siguijónsson, Ömólfur Thors- son, Halldór Guðmundsson og Sig- urður Valgeirsson. Starfsmaður há- tíðarinnar er Heimir Pálsson. Fríverslunarsamningur milli Islands og Fære^ja hefur verið undirritaður FRÍVERSLUNARSAMNINGUR milli íslands og Færeyja var und- irritaður í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu árdegis í gær. Samningurinn verður lagður fyrir Alþingi þegar það kemur saman um miðjan þennan mánuð en kveðið er á um það til bráðabirgða að hann taki gildi 1. september næstkomandi. Samningur þessi tryggir fríverslun milli frændþjóðanna með flestar vörur. En tví- hliða samningur Færeyinga við Evrópubandalagið, EB, skuldbindur Færeyinga til að leggja á tolla eftir ákvæðum GATT á vörur frá löndum utan EB og þeir hafa ekki gert fríverslunarsamninga við. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og Atli Dam formaður færeysku landstjómarinnar undirrit- uðu fríverslunarsamninginn kl. 10 árdegis í gær en að undirskriftum afloknum gerðu þeir fréttamönnum grein fyrir samningnum. Þeir fögn- uðu því báðir að viðskipti þjóðanna væru nú komin á fastan og varanleg- an grundvöll. Norðurlöndin hafa haft sín á milli ákveðið samráð um frí- verslunarsamninga við Færeyjar og er ákveðið samræmi í fríverslunar- samningum þeim sem Norðurlanda- þjóðirnar hafa gert við Færeyinga og verða undirritaðir á næstunni. Utanríkisráðherra benti á að Fær- eyingar hefðu um margt farið aðrar leiðir en íslendingar og stæðu utan við Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA. Samkvæmt sérstakri einhliða ákvörðun íslenskra stjómvalda hefðu færeyskar vörur fengið sömu með- ferð og vörur frá EFTA-löndum. Það kom fram að íslenskar vörur hefðu átt á brattann að sækja vegna fjár- öflunartolla í Færeyjum. I byijun þessa árs tók ennfremur gildi frí- verslunarsamningur milli Færeyinga og Evrópubandalagsins. Vegna toll- skrárbreytinga sem leiða af þeim samningi hefðu innflutningsgjöld hækkað til muna á ýmsum vamingi sem fluttur hefur verið frá íslandi til Færeyja ef sérstakur friverslunar- samningur hefði ekki komið til. Samningur sá sem undirritaður var í gær er víðtækur og nær til iðnaðarvamings og sjávarafurða. Þar að auki eru í samningnum ákvæði um opinber innkaup, hug- verkaréttindi, opinbera aðstoð og samkeppnisreglur. Færeyingar fá aðlögunartíma til ársloka 1994 til að afnema styrki í sjávarútvegi. Þjóðlegt hollmeti í tengslum við samninginn verður gengið frá bréfaskiptum um við- skipti með landbúnaðarafurðir. Ut- anríkisráðherra greindi frá því að samkvæmt þeim myndu íslendingar skuldbinda sig til að aflétta tollum á færeysku „vatni og þeirra ágæta bjór“. Færeyingar fella niður tolla á öllum íslenskum landbúnaðarafurð- um, að frátöldu kinda- og geitakjöti, mjólk og jógurt. En ár hvert munu Færeyingar þó veita tollfijálsa kvóta fyrir 700 tonn af lambakjöti og 100 tonn af unnum kjötvörum úr lamba- kjöti. Ennfremur verður veittur 150 tonna kvóti fyrir því sem utanríkis- ráðherra nefndi „þjóðlegt hollmeti"; svið og innmatur. Atli Dam vakti athygli á því að í samningnum væri ákvæði um að í framtíðinni myndu skrifræði og viðskiptahindranir ekki hamla því að Færeyingar á íslandi gætu borðað hið þjóðlega færeyska lostæti; sken>ukjöt. Viðskipti íslendinga og Færeyinga hafa, til þess að gera, verjð óveruleg undanfarin ár, t.d. fluttu íslendingar á síðasta ári vörur til Færeyja fyrir 772,4 milljónir króna; 0,84% af heild- arvöruútflutningi. Innflutningur frá Færeyjum nam 230,8 milljónum króna; 0,23% af heildarinnflutningi. Jón Baldvin Hannibalsson sagði for- ráðamenn í íslenskum landbúnaði hafa lagt nokkra áherslu á mikil- vægi færeyska markaðarins. Jón Baldvin varð þó að benda á að fram- vegis yrðu ekki greiddar útflutnings- bætur með íslenskum landbúnaðar- afurðum og yrði reynslan að leiða í ljós hvernig þessar vörur stæðu í verðsamkeppni við aðra vörur. En utanríkisráðherra sagði að það yrði nú íslenskra útflytjenda að nýta þau Óvíst að dómskerfið geti tekið á kynferðisafbrotum gegn bömum BETH Grothe Nielsen, lektor í refsirétti við Háskólann í Árósum, segir að mjög megi draga í efa að dómskerfi okkar sé hæft til að taka á málefnum barna sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi. Reglur rétt- arkerfisins krefjist þess að nægar sannanir liggi fyrir svo hægt sé að sakfella hinn ákærða og ef minnsti vafi leiki á að hann sé sekur beri að sýkna hann. I kynferðisafbrotamálum gegn börnum sé það hins veg- ar oftast aðeins barnið og hinn ákærði sem vita hvað gerst hafi og í flestum tilvikum neiti hinir ákærðu öllum sakargiftum. Beth Grothe hélt erindi um þetta efni á ráðstefnu um börn og barnavernd, sem lauk í gær. Beth Grothe segir að réttarkerfið sé grundvallað á því að vernda beri hinn ákærða þannig að tryggt sé að hann verði ekki sakfelldur sé hann saklaus. Út frá þessu grundvallarat- riði ríki reglur um hvaða sannanir þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að sakfella mann eins og sú regla að ef vafí leiki á að hinn ákærði hafi fram- ið glæpinn verði að sýkna hann. „Við erum sammála um að svona verði reglur réttarkerfísins að vera í venju- legum afbrotamálum til að réttlæti sé tryggt. í málum barna sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi liggja hins vegar í fæstum tilfellum fyrir sannanir. í þessum málum er fórnar- lambið barn og í langflestum tilfellum er það bara barnið og hinn ákærði sem vita hvað gerst hefur. Auk þess er það afar auðvelt fyrir veijanda hins ákærða að ómerkja vitnisburð barns,“ segir Beth Grothe. Hún segir að þar að auki neiti flest- ir hinna ákærðu öllum sakargiftum. „Samt sem áður er þess krafist að lagðar séu fyrir sannanir til að hægt sé að dæma í málinu. Réttarkerfið er þannig mótað af fullorðnum' og fyrir þá og börnin sem ekki geta var- ið sig á sama hátt eru þar lítils megn- ug,“ segir hún. Beth Grothe segir að oft séu hinir ákærðu sýknaðir þrátt fyrir að vitnis- burður barnsins hafi verið sannur og í mörgum tilfellum sé ómögulegt að sakfella hinn ákærða jafnvel þó að dómarinn og aðrir í réttarsalnum trúi barninu, vegna þess að sannanirnar sem fyrir liggi séu ekki nægilega sterkar á meðan hinn ákærði neiti í sífellu sakargiftum. Þetta segir hún að sé ástæðan fyrir því að ekki sé ákært í meira en helmingi allra mála sem kærð séu til lögreglunnar í Dan- mörku og í fjórðungi þeirra mála sem ákært sé í sé niðurstaðan sýkna. „Það er því mín skoðun að í þessum málum þjóni réttarkerfið oktfur ekki sem skyldi en því miður hef ég ekki lausnir á takteinum," segir hún. Hún segir að um þessar mundir sé mikil umræða um þessi mál í Danmörku og margar hugmyndir hafi komið upp um hvernig bregðast eigi við þessum vanda. „Sú hugmynd sem gengur lengst af þeim sem nefndar hafa ver- ið er að hætta að dæma í kynferðisaf- brotamálum gagnvart börnum. Þeir sem því halda fram eru margir á þeirri skoðun að það að barnið þurfi að endurupplifa það sem gerst hafi við réttarhöld geti jafnvel haft jafn slæmar eða verri afleiðingar en það sem það þegar hafi orðið fyrir,“ segir hún. Sjálf segist Beth Grothe hafa skipt nokkrum sinnum um skoðun á því hvaða lausn sé heppilegust. „Ég hall- ast að því að vænlegasta leiðin sé sú að reyna að sannfæra þá sem beitt hafi kynferðislegu ofbeldi um að það sé þeim fyrir bestu að játa.“ Hún segist telja að þetta sé hægt að gera með því að gera afleiðingar verknað- arins minna ógnvekjandi fyrir þessa aðila en þær séu í dag. I dag sjái þeir fram á að verða lokaðir inni í fangelsi ef þeir játi. „Ef þeir vissu hins vegar að þeim yrði boðið upp á hjálp yrðu þeir ef til vill viljugri til að játa. Sumum þeirra er eflaust ekki hægt að hjálpa en mörgum er hægt að hjálpa og oft eru þeir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis sjálfir. Þessir menn þarfnast hjálpar en fæstir þeirra átta sig á því,“ segir Beth Grothe. Hún segist telja brýnt að aðrir sér- fræðingar en lögfræðingar, til dæmis sálfræðingar, félagsráðgjafar og læknar, aðstoði við að nálgast gögn sem hægt sé að nota sem sannanir í slíkum málum og aðstoði við að ræða við börnin sjálf. „Að sjálfsögðu verða lögfræðingar einnig að átta sig á því að þessi mál eru frábrugðin öðrum glæpamálum. Börn eru ólík fullorðn- um og það verður að hafa samskipti við þau á þeirra forsendum, ekki for- sendum fullorðinna," segir hún. Hún segist leggja á það mikla áherslu þegar hún kenni fólki í öðrum fræðigreinum en lögfræði, til dæmis tækifæri sem þessi fríverslunar- samningur byði upp á. Ólíkar leiðir til Evrópu í samtali utanríkisráðherra við Morgunblaðið kom fram að hinn tví- hliða samningur Færeyinga við Evr- ópubandalagið væri ekki óumdeildur og væri það margra álit og mat að þessi samningur væri um margt tak- markaður og ekki gallalaus. Umtals- verðir tollar á færeyskum útflutn- ingsvörum stæðu eftir og ýmsar vör- ur yrðu háðar tollfijálsum kvótum. Utanríkisráðherra benti ennfremur á að tvíhliða samningar Evrópubanda- lagsins við nýfijáls ríki Mið- og Aust- ur-Evrópu gerðu ráð fyrir víðtækum tollum, jafnvel væru allt að 60% af Morgunblaðið/Emilía Atli Dam og Jón Baldvin Hannibalsson staðfesta undirskriftir með handabandi. t útflutningsvörum þessara landa háð- ar tollum. Jón Baldvin taldi augljóst að tvíhliða samningur við Evrópu- bandalagið myndi ekki skila íslend- ingum þeim árangri sem samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, gerði. Atli Dam formaður færeysku landstjómarinnar dró ekki dul á það að í samningi Færeyinga við Evrópu- bandalagið væru ákveðin atriði og takmarkanir sem gætu valdið erfið- leikum í framtíðinni. En benti þó á að í þessum samningi væru ákvæði sem gerðu ráð fyrir endurskoðun og einnig að Færeyingar fengju sömu kjör og EFTA-þjóðir. Færeyingar vildu meta þróun viðskiptanna og reynsluna, að vissu leyti mætti segja að þeir væru í biðstöðu. En á öðmm sviðum og til lengri tíma litið vildu Færeyingar gjaman nýta marga þró- unar- og samvinnumöguleika í Evr- ópu. Norðurlandamótið 1 skák: Aukakeppni milli Jóhanns og Hellers um sæti á svæðamótinu Agdestein varð Norðurlandameistari með 6V2 vinning SPENNANDI Norðurlandamóti í skák er lokið með sigri norska stór- meistarans Simens Agdesteins og hlaut hann 6V2 vinning. Tveir efstu menn mótsins tryggja sér þátttöku í millisvæðamóti og örugg tafl- mennska Jóhanns tryggði honum sigur í siðustu umferðinni gegn Margeiri og náði hann þar með Svíanum Hellers með 6 vinninga. Þeir tveir heyja aukakeppni um lausa sætið á svæðamótinu en ekki er enn Jjóst hvenær sú keppni mun fara fram. Síðasta umferð mótsins fór fram í gær og áttu að minnsta kosti fjórir moguleika á að hreppa annað tveggja sætanna er tryggði þátttöku á milli- svæðamóti. Agdestein vann sína skák gegn Emst og gulltryggði annað sæt- ið. Hellers gerði jafntefli við Tisdall hinn norska og það þýddi að Agde- stein hafði sigur á mótinu. Jóhann þurfti sigur gegn Margeiri og varðist með svörtu. Hann sneri hins vegar taflinu sér í vil og náði sigri. Hann náði öðru sætinu ásamt Hellers og tapaði reyndar engri skák á mótinu. Helgi Ólafsson átti einnig mögu- leika á toppsæti en náði ekki að hrinda vöm Svíans Karlsson á bak aftur. Hann hafnaði því í fjórða sæti með 5‘A vinning. Af öðrum skákum er það að segja að Jón L. Ámason tapaði á svart gegn Dananum Lars Bo Han- sen. Pia Cramling vann landa sinn Svíann Jonny Hector en öðmm skák- um lauk með jafntefli. Lokastaða mótsins er sem hér seg- ir: Agdestein (N) varð efstur með 6V2 vinning. í 2.-3. sæti urðu Hellers (S) og Jóhann Hjartarson með 6 vinn- inga. Helgi Ólafsson varð fjórði með 5‘/2 vinning. Jafnir í 5.-7. sæti með Morgunblaðið/Þorkell Beth Grothe Nielsen verðandi sálfræðingum, félagsráð- gjöfum eða læknum, að það átti sig á tilgangi réttarkerfisins. „Ég legg áherslu á að fá fólk til að átta sig á mikilvægi þessarar tryggingar fyrir því að saklaust fólk sé ekki sakfellt. Það er afar mikilvægt og að sjálf- sögðu megum við ekki slaka á þeim kröfum þó að við séum að fást við kynferðislegt ofbeldi gagnvart börn- um. Þetta er því flókið og lausnirnar vandfundnar en við verðum að halda áfram að leita þeirra til að réttarkerf- ið geti þjónað börnum á sama hátt og það þjónar fullorðnum," segir Beth Grothe. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra: Meðferð kynferðis- afbrotamála verði gerð mun öruggari „VIÐ höfum mikinn áhuga á því að gera meðferð þessara mála miklu öruggari og þetta viðfangsefni er um þessar mundir til umfjöllunar á milli ráðuneytisins annars vegar og rannsóknarlög- reglunnar hins vegar,“ sagði Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, þegar Morgunblaðið leitaði umsagnar hans um opið bréf Drífu Kristjánsdóttur til ráðherra í Morgunblaðinu fyrir nokkru. Þar voru vinnubrögð í kynferðisafbrotamálum sérstaklega til umfjöllunar. Þorsteinn sagði ennfremur að nú færi fram könnun á því hvort hægt sé að formbinda með ein- hveijum hætti nánara samstarf við félagsmálayfírvöld þegar mál af þessu tagi væru til umfjöllunar. Þorsteinn kvað erfítt að dæma um það hvort umrætt mál, sem Drífa fjallaði um, ætti sér mörg fordæmi eða hvort um væri að ræða langvarandi vandamál. „Umræða um kynferðisafbrot er sennilega opnari en hún hefur áður verið, þannig að það er erf- itt að rrieta hvort það hafa verið brotalamir í þessum málaflokki í lengri tíma, eða hvort að þetta megi fyrst og fremst rekja til þess að vandinn sé að koma upp á síðari árum,“ sagði Þorsteinn. Drífa nefndi sérstaklega að nauðsynlegt kynni að vera að konur yrðu viðstaddar yfirheyrsl- ur til stuðnings fórnarlambi. Þor- steinn vildi ekki kveða upp úr með það hvort kynjaskipting væri nauðsynleg. „Fljótt á litið tel ég þó að fólk af báðum kynjum, ef það á annað borð er vel heima bæði í lögfræðilegri og félagslegri hlið mála af þessu tagi, geti unn- ið að þeim. Kyn ætti því ekki að skipta máli. Aðalatriðið er þó að bregðast við með þeim hætti að meðferð málanna verði örugg og að þolendur geti treyst á faglega meðferð á meðan málin eru til meðferðar," sagði Þorsteinn Páls- son að lokum. 5 vinninga voru Hansen (D), Karlsson (S) og Tisdall (N). Með 4‘/2 vinning í 8.—11. sæti lentu þeir Jón L. Áma- son, Emst (S), Höi (D) og Cramling (S). Margeir Pétursson og Yijöla (F) fengu 4 vinninga og höfnuðu í 12.—13 sæti. 14.—16. sæti vermdu þeir Larsen (D), Gausel (N) og Hector (S). Sautj- ándi varð Finninn Manninen með 3 vinninga en neðstur varð landi hans Westerinen með 2'h vinning. -----» ♦ ♦--- Hvalfjarðargöng: 7 milljarða áviiiningnr SPÖLUR hf. hefur undanfarna mánuði notið ráðgjafar tveggja erlendra fyrirtækja sem reiknað hafa út arðsemi og gert áætlanir um fjármögnun vegna fyrirhug- aðrar vegtengingar um utanverð- an Hvalfjörð. Aðalframkvæmdin sem um ræðir er gerð jarðganga undir Hvalfjörðinn á Hnausa- skersleið. Ráðgjafar Spöls hf. komust að þeirri niðurstöðu að um álitlega framkvæmd sé að ræða. Hagfræðistofnun Háskóla íslands hefur reiknað út þjóðhags- legan ávinning af gerð Hvalfjarð- arganga og telur ávinninginn nema rúmum 7 milljörðum króna á 30 árum. Það voru Nomura Bank Intemat- ional og Babcock & Brown í London sem Spölur hf. leitaði ráðgjafar hjá. Að sögn Gylfa Þórðarsonar formanns stjórnar fyrirtækisins telja ráðgjaf- amir Hvalfiarðargöng álitlegan kost en benda á að nauðsynlegt sé að leggja fjárhagslega og tæknilega vinnu í undirbúning áður en endanleg ákvörðun er tekin um framkvæmdir. Að mati Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands er þjóðhagslegur ávinn- ingur af gerð ganganna 7.106 millj- ónir króna miðað við 30 ár, en það er sá tími sem reiknað er með að þjónustugjöld verði innheimt fyrir að fara um göngin. Mat Hagfræði- stofnunar miðast við að göngin verði opniið á árinu 1996. Verði göngin opnuð seinna dregur úr þjóðhagsleg- um ávinningi af gerð þeirra. Gylfi Þórðarson segir að stefnt verði að því að hefja gerð Hvalfjarð- arganga á næsta ári. Að öðrum kosti telur hann að framkvæmdir muni dragast um mörg ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.