Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 38 BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson íslenskir keppnisspilarar þekkja margir Höyland-bræð- urna norsku, þá Sven-Olaf og Sam Inge, enda hafa þeir oft spilað í norska landsliðinu. En færri þekkja yngsta bróðurinn — Jim Idar Höyland. Þar til í vor, er hann komst í bridspressuna fyrir vörn sína í éftirfarandi spili í Noregsmótinu í tvímenningi: Sjötta tilnefningin. Norður gefur. Norður ♦ 732 ♦ 10876 Vestur t Austur ♦ ÁG86 4 095 ♦ 92 llllll ¥3 ♦ KG1072 suður ♦ 985 ♦ 104 4X104 +D98762 ♦ ÁKDG54 ♦ D6 ♦ G3 Vestur Norður Austur Suður Jim Idar Sven-Olaf — Pass Pass 1 hjarta 1 spaði 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: tígulsjöa. Botninn blasti við bræðrunum þegar sagnhafi hleypti heim á tíguldrottningu í fyrsta slag. En Höylandinn ungi var ekki á því að leggja árar í bát. Sven-Olaf hafði látið tígulfimmuna duga í byrjun, svo Jim Idar sá að makk- er átti 98. Þær upplýsingar reyndust lykillinn að því að halda tapinu í lágmarki. Þegar sagn- hafi spilaði hjörtunum notaði Jim fyrsta tækifæri til að henda tígulkóngi og svo gosa. Það voru skilaboð til makkers um að halda dauðahaldi í 98 í tígli. Eftir 6 slagi á hjarta var þetta staðan: Norður ♦ 2 ♦ - Vestur ♦ Á4 Austur ♦ ÁG ♦ 5 ♦ D ♦ - II ♦ - ♦ 102 Suður ♦ 98 ♦ - ♦ K104 ♦ D ♦ - ♦ 6 ♦ - Suður spilaði nú tígli og Jim Idar lét tíuna og tryggði makker þar með innkomu á níuna til að spila spaða í gegnum kóng suð- urs. Það blasir auðvitað við hvað hefði gerst ef vestur hendir ekki ofan af tíglunum. Honum verður spilað inn á tígul og spaðakóng- urinn verður 11. slagur sóknar- innar. Þegar til kom fengu bræðum- ir meðalskor fyrir að halda sagn- hafa í 10 slögum. Umsjón Margeir Pétursson Á Ólympíuskákmótinu í Manila kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Lajos Portisch (2575), Ungverjalandi, og Jeroen Piket (2.615), sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 26. g2 — g4 í erfiðri stöðu til að freista )ess að ná mótspili á kóngsvæng. 26. - Bxb2+!?, 27. Kxb2 - Dg7+, 28. Kcl? (Leiðir til von- lausrar stöðu. Eini varnarmögu- leiki hvíts var 28. Ka3!) 28. — Dal+, 29. Bbl - Hb8, 30. Dc2 - Bd3, 31. Rxd3 - exd3, 32. Dc4 - Hxbl+, 33. Kd2 - Db2+, 34. Ke3 — He8,35. Kf3 — Hbxel og svartur er orðinn heilum hróki yfir. Það kom í hlut Andras Adorj- an að bjarga heiðri Ungverja í þessari viðureign og jafna metin með sigri yfir Van Wely. Adorjan var þó í mikilli ónáð hjá ungverska liðsstjóranum og tefldi sárafáar skákir, fæstar af öllum í liðinu. STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú er ekkj rétti tíminn til að fá aðra á þitt band. Ágreiningur gæti hæglega komið upp varðandi fjármál- in og starfið. Naut (20. apríl - 20. mafl Fylgstu vel með útgjöldun- um. Fyrr en varir gætir þú hafa eytt háum fjárhæðum. Komdu til móts við sam- starfsmann. Tvíburar (21. mal - 20. júní) 5» Hreinskilni þín gæti sært einhvern náinn í dag. Láttu aðra flnna að þú metir þá. Farðu gætilega með pen- inga. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$6 Þér getur fundist þú vera sniðgenginn vegna þess hve félagi þinn er upptekinn. Of miklar áhyggjur af smámun- um æsa þig upp. Slappaðu af. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú virðist eiga mörg verkefni óleyst og ekki hafa mikinn tíma aflögu fyrir aðra. Vinur sýnir ekki réttan lit. Mcyja (23. ágúst - 22. september) Þér er enn efst í huga þróun mála á vinnustað í gær, en tímanum er betur varið í annað en vangaveltur um lífsþægindi. Ekki gagnrýna aðra. Vog (23. sept. - 22. október) jp*® Einhver spenna kemur upp milli fjölskyldu og tengda- fólks. Hugsanlega þarf að fresta fyrirhuguðu ferðalagi af heimilisástæðum. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Smá vandamál gæti komið upp vegna peninga, en þú þarft ekki að hafa of miklar áhyggjur. Hafðu samt taum- hald á fjármálunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) & Það er til lítils að fara að gagnrýna aðra og draga sig svo í hlé. Reyndu að eiga góð samskipti við aðra og meta skoðanir þeirra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Frestaðu ákvörðun um mikil afköst í vinnunni í dag. Það eru of margir sem þarfnast þín við annað. Forðastu streitu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þig langar ekki beinlínis til að forðast aðra, en það er fátt sem freistar í félagslíf- inu. Vinur getur farið í taug- amar á þér í dag. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !£* Þú virðist upptekinn af mál- efnum annarra í dag. Þú færð ef til vill ekki nægan tíma fyrir fjölskylduna. Stattu við gerða áætlun. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI 'q&u \1 Grenu Þín, toaí/vu.' . Aé£>t J sjóz/ BébÐ/es'AHs LJÓSKA —— : ^ —— í . _ BANKINN-ÞETTA Btt, spftfetsJóDVK ‘AK6tco6Sz stkanuak. —— i— u FERDINAND SMAFOLK Heimski hundur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.