Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 9 NIKON F4 Til sölu vel með farin Nikon F4 myndavél með mótordrifi. Einnig þrjár mjög góðar linsur: Nikkor 135 mm f 2.0 Nikkor 50 mm f 1.4 Nikkor 24 mm f 2.8 Upplýsingar veittar í síma 612502. Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ, ráðleggur um val á.KAM- innréttingum í versluninni Metró fimmtudag og föstudag ki. 14-18 og laugardag kl. 11-14. í hinni glæsilegu KAM-línu eru eldhúsinnréttingar, baðherbergisinnréttingar og fataskápar. Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. JtflMETRÓ __________í MJÓPP_________ ÁLFABAKKA 16 • REYKJAVÍK • SÍMI 670050 INNRÉTTINGAR HANDBOLTA- SKÓLI VALS Handknattleiksdeild Vals mun standa fyrir hinum árlega og vinsæla handboltaskóla nú í ágúst. Námskeiðin verða: 10. til 14. ágúst 17. til 21. ágúst Hvert námskeið verður tvískipt: Kl. 09.00-12.00 f. '81-'84 Kl. 13.00-16.00 f. '77-'80 íþróttakennarar og vanir leiðbeinendur hafa umsjón með kennslu. Landsliðsmennirnir Geir Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Valdimar Grímsson og Guðmundur Hrafnkels- son koma í heimsókn. Skráning er í símum 623730 og 623731 frá kl. 09.00-12.00 og frá kl. 17.00-19.00 á skrifstofu Vals, Hlíðarenda. PUIHH^ ÍSBENDING Vextir og kjarabarátta^ Björn G. Ólafsson ' í kjarasamningunum í v«r urðu engar I kauphækkanir umfram verðbolgu þratt I fvrir að kaupmáttur tímakaups^ ha tl yfirleitt staðið í stað síðustu tvb ar eðal minnkað. Hins vegar hafa launþega-l sarntökuum|aman£Lskeið lagt áherslu) Hvern veg má auka kaupmátt? Ofanskráð er umfjöllunarefni Björns G. Ólafssonar, þjóðfélagsfræðincjs hjá Byggðastofnun, í Vísbendingu. I síðustu kjarasamningum fólust engar kauphækk- anir umfram verðbólgu, segir höfundur. Forystumenn launþega lögðu áherzlu á lækkun vaxta. Þeir telja beint samband milli afkomu og vaxtastigsins. Að öðrum kosti væru þeir á rangri leið. Markmið kjarasamninga hlýtur að vera, segir Björn, að ná fram auknum kaupmætti með einum eða öðrum hætti. Skuldir heim- ilanna hafa vaxið mjög Björn G. Ólafsson seg- ir: „Skuldir heimila í lána- kerfinu hafa vaxið ört síðustu árin. Þannig var staða útlána til hcimila 215 milljarðar árið 1991 eða um 35% af heildarút- lánum. Árið 1987 var hlutfallið 29%. Hlutur atvinnulífsins var hins vegar 281 milljarður árið 1991 og hins opinbera 113 milljarðar. Lækkun vaxta skiptir þannig verulegu máli í útgjöldum heimilanna. Gallinn er bara sá að í hópi launþega eru marg- ir spariíjáreigendur. Þar af leiðandi er vaxtalækk- un ekki sameiginlegt hagsmunamál launþega. Þegar á allt er litið er vaxtalækkun sennilega meira hagsmunamál fyr- ir atvinnurekendur en launþega. Ef til vill hefur það vakað fyrir forystu- mönnum launþega að spoma gegn því kyn- slóðabili sem virðist hafa myndast á milli fjár- magnseigenda sem eink- um eru af eldri kynslóð- inni og ungs fólks sem er að reyna að koma þaki yfir höfuð sér. Talið er að helmingur sparifjár einstaklinga sé í eigu fólks sem komið er yfir sextugt Annað mikilvægt markmið launþegasam- taka er að tryggja fulla atvinnu launþega. Lækk- un vaxtakostnaðar hjá fyrirtækjum getur hjálp- að til við að tryggja at- vinnu hjá fyrirtækjum sem eru nýög skuldsett. Vaxtalækkun getur einn- ig örvað framkvæmdir og þannig örvað atvinnu- lifið. Hins vegar er ekki líklegt að eins til tveggja prósenta vaxtalækkun örvi framkvæmdir og skili aukinni atvinnu fyrr en eftir talsverðan tíma. Auk þess gæti vaxta- lækkun minnkað spamað sem aftur dregur úr framboði lánsfjár og þar með minnkar fram- kvæmdagetan. Vextir ráðast af mörg- um þáttum sem erfitt eða ómögulegt er að stjóma í markaðshagkerfi. Með auknu frelsi i fjármagns- hreyfingum milii íslands og annarra landa verður enn erfiðara að stjóma vöxtum og sennilega ógerlegt." Leiðin er lækkun tekju- skatts og mat- vælaverðs Síðar fjallar höfundur um aðrar og að hans mati ömggari leiðir til að auka kaupmátt: „Þar vill undirritaður benda á tvenní: iækkun tekjuskatts og Iækkun matvælaverðs. Tekjuskattur hefur hækkað undanfarin ár og Iækkun hans þýddi kjarabót fyrir þorra launþega. Aðalástæðan fyrir því að launþega- samtökin ættu að beijast fyrir lækkun tekjuskatts er þó sú að tekjuskattur er nánast sérskattur á launþega. Tekjuskattur getur ekki verið réttlát leið til tekjiyöfnunar fyr- ir ríkissjóð á meðan sjálf- stæðir atvinnurekendur eða einyrkjar geta nán- ast skammtað sér tekju- skatt sjálfir. Eftirlit með virðisaukaskatti og öðr- um óbeinum sköttum er talið vera mun áhrifa- ríkara, Nú má benda á að varla sé skynsamlegt að stefna að lækkun tekju- skatts þegar staða ríkis- sjóðs er afieit og spam- aðaraðgerðir eða beinn niðurskurður stendur yf- . ir á mörgum sviðum þjónustu. Eg tel þó að hægt sé að draga vera- lega úr ríkisútgjöldum á móti tekjuskattslækkun án þess að draga úr þjón- ustu sem fólk telur sig þarfnast og vill greiða fyrir með sköttum. Hér er um að ræða útgjöld vegna framleiðslu- styrlqa, einkum til land- búnaðar, og útgjöld til opinberrar stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga... Onnur leið til að bæta afkomu launafólks er að lækka matvælaverð. Það er hægt að gera með því að létta innflutnings- hömlum af landbúnaðar- vömm. Enginn vafi er á þvi að hægt væri að bjóða landbúnaðarafurðir á verulegra lægra verði ef innflutningur væri fijáls, jafnvel þótt tollar yrðu á erlendu vöranum fyrst um sinn...“ Undir engnm kringumstæð- um Enn segin „Undir engum kring- umstæðum ættu launþeg- ar að fallast á tillögur um launalækkun með niðurfærslu eða gengis- fellingu. Hugmyndin með slíkum tillögum er að koma í veg fyrir at- vinnuleysi og lokun fyrir- tækja í sjávarútvegi. Gallinn er sá að slíkar aðgerðir munu koma í veg fyrir nauðsynlega fækkun fyrirtækja og skipa í sjávarútvegi. Án hagræðingar og fram- leiðniaukningar er hætta á stórauknum halla- rekstri fyrirtækja og rík- issjóðs í kjölfarið. Þá hækka vextir eða verð- bólga vex. Að visu mætti fjármagna hallarekstur- inn með erlendum lánum en slíkt er aðeins ráðlegt ef um skammtímavanda- mál er að ræða sem virð- ist ekki vera núna.“ HRINGDU OG FAÐU SENT EINTAK. Pöntunarlistinn kostar 250 kr. + póstburöargjald. ifreeMM/iz PÖNTUNARLÍNA 91-653900 BÆJARHRAUN114 • 220 HAFNARFIRÐI , Jj w SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.