Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 Hafnar glæsihöll Gorbatsjovs BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hefur afhent Úkraínustjóm til eignar íburðarmikla sumarhöll sem Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- forseti hafði til umráða á Krím- skaga við Svartahaf. Gorbatsjov var þar í stofufangelsi í þijá daga meðan harðlínumenn réðu landinu í ágúst sl. Að sögn úkra- ínsks þingmanns sagði Jeltsín að höllin væri „ónothæf til fundahalda og móttöku“ auk þess sem hún væri „dýr í rekstri". Spillingar- ákæra í Frakklandi JEÁN-Claude Gaudin, hægri- sinnaður héraðsstjóri á frönsku Rívíerunni, var í gær ákærður fyrir pólitíska spillingu. Gaudin er sakaður um að hafa búið til opinbert starf handa vildarvini og misnotað aðstöðu sína með öðrum hætti. Hneykslismál hafa tröllriðið frönskum stjómmálum undanfarna mánuði. í vor varð helsti keppinautur Gaudins í héraðsstjómmálum á Rívíer- unni, fjármálajöfurinn Bemard Tapie úr Sósíalistaflokki Francois Mitterrands forseta, að láta af ráðherraembætti vegna ákæm um fjármálamisferli. Aukín geisla- virkni við Tsjernóbyl SKÓGARELDAR í grennd við Tsjemóbyl-kjamorkuverið í Rússlandi hafa valdið því að rykmagn í loftinu hefur aukist og þar með geislavirkni á sum- um stöðum, að sögn embættis- manna í gær. Ekki er þó talið að fólki stafi hætta af þessari þróun en stór landsvæði, einkum í Gomel-héraði, em enn óhæf til landbúnaðar eftir kjamorku- slysið 1986. Akvörðun frestað í Honecker-máli DÓMSTÓLL í Berlín frestaði í gær ákvörðun um það hvort sleppa skyldi Erich Honecker, fyrrverandi leiðtoga Austur- Þýskalands, úr fangelsi vegna lélegrar heilsu hans. Beðið er eftir skýrslu óháðra lækna um málið og þar að auki vildu dóm- arar fá meiri tíma til að fínna öraggan bústað handa Honec- ker yrði hann látinn laus. Rússar fá lán Alþjóðagj aldeyrissj óðurinn samþykkti á miðvikudag að veita Rússlandi lán sem nemur rúmlega milljarði Bandaríkja- dollara (55 milljörðum ÍSK). Markmiðið er að styðja við bak- ið á umbótastjórn Borís Jeltsíns forseta sem á nú mjög í vök að veijast, m.a. vegna vaxandi gagnrýni almennings í landinu. Smakkarar til reiðu STJÓRNVÖLD í Indónesíu hyggjast ekki taka neina áhættu þegar leiðtogafundur Samtaka óháðra ríkja hefst í Jakarta i byijun september. Leiðtogarnir verða.alls 105, flestir frá Þriðja heiminum, og heilbrigðismála- ráðherra landsins segir að 71 smakkari muni kanna hvort maturinn, sem leiðtogarnir hest- húsa, fari vel í maga. Átakasvæði 1 Moldovu: Mannréttindabaráttan í Suður-Afríku: Reuter Óeirðalögreglumenn í Höfðaborg í Suður-Afríku hleypa svartri stúlku í gegnum raðir sínar og inn í skóla, sem er eingöngu ætlaður hvítum nemendum. Stúlkan var í hópi svertingja, sem ætlaði að mótmæla stefnu stjómvalda með því að setjast að í skólanum. Lögreglan mein- aði hópnum inngöngu fyrst í stað en kom síðar til móts við hann með þvi að leyfa eitt hundrað mótmælendum að fara inn i skólann. Gæslusveit- ir við stjórn Moskvu, Róm, Reuter. FRIÐ ARGÆSLU S VEITIR tóku við stjórn austurhluta Moldovu á miðvikudag eftir að stríðandi fylk- ingar lögðu niður vopn. Herflokk- ar Moldovumanna og slavneskar uppreisnarsveitir mörkuðu hlut- laust svæði meðfram Dnestr-hér- aði í austurhluta lýðveldisins kvöldið áður. Enn er reynt að fá Armena og Azera til að leysa deil- una um Nagorno-Karabak með friðsamlegum hætti. Gæslusveitimar, sem era frá Rúss- landi og Moldovu, hófu þegar að eyðileggja jarðsprengjur á hlutlausa svæðinu í Moldovu og sagði TASS- fréttastofan síðdegis að um 115 sprengjur, flestar ætlaðar skriðdrek- um, væra óvirkar. Friðarsveitirnar komu til Moldovu fyrir rúmri viku. Hundruð manna hafa látist þar í átökum síðan í mars. Ró hefur ríkt að mestu í Suður- Ossetíu, sem lýst hefur yfír skilnaði við Georgíu. Ýfírmaður friðarsveita sem þangað vora sendar fýrir mán- uði, Stanislav Svanov, sagði þó að nýlega hefði komið til skotbardaga milli Georgíumanna og Osseta í nokkrum þorpum. 100.000 íbúar af svæðinu era enn í rússneska héraðinu Norður-Ossetíu, en þangað flúðu 15.000 manns frá Suður-Ossetíu þegar bardagar voru hvað harðastir. Mannskæðir bardagar halda áfram í Nagorno-Karabak-héraði í Azerbajdzhan miili Azera og Arm- ena. Ármenar sögðu í gær að sprengjuþota í eigu Azera hefði ráð- ist á höfuðborg héraðsins, Stepana- kert, um nóttina og yfír tveir tugir mana hefðu fallið. Friðarviðræður deiluaðila í Róm undanfama daga hafa gengið illa, m.a. vegna deilna um skipulag þeirra. Ríki Samveldis sjálfstæðra ríkja með Rússland í far- arbroddi reyna ásamt Ítalíu að ganga á milli og verða fundir í Moskvu í dag til að fjalla um ýmsar hliðar deilnanna um yfírráð héraðsins um- deilda. Það er byggt Armenum en umlukið landi Azera. Spenna minnkar í kjölfar í'riðsamlegra mótmæla Jóhannesarborg. Reuter. VÍÐTÆK mótmæli svertingja í Suður-Afríku gegn stjórn hvíta minnihlutans héldu áfram í gær fjórða daginn í röð. Mótmælin hafa víðast hvar farið friðsamlega fram og vonir hafa glæðst um að fulltrúar Afríska þjóðarráðsins (ANC) muni brátt setjast aftur að samningaborði með fulltrúum stjórnvalda um framtíðarskipan mála í landinu. Suður-afríska lögreglan segir að um fjörutíu manns hafí fallið í átök- um í landinu síðan á mánudag en talið er að þau séu ekki afleiðing af mótmælunum heldur framhald á eijum milli ættbálka svertingja. Desmond Tutu erkibiskup lýsti í gær yfir ánægju sinni með mótmælin og kvaðst vera glaður og þakklátur yfir að hingað til hefðu þau farið frið- samlega fram. Hann sagði að um tvær milljónir svertingja hefðu tekið þátt í tveggja daga verkfalli gegn stjórninni og þar af hefðu 400.000 manns tekið þátt í mótmælagöngum á miðvikudag. Svo mikil þátttaka bæri þess vitni að svertingjar stæðu sameinaðir í kröfum sínum um lýð- ræðisleg réttindi. „Við viljum fá að kjósa, ekki á morgun eða í næstu viku. Við viljum fá að kjósa núna. Við viljum lýðræði," sagði Tutu. Atvinnulíf lamaðist að miklu leyti í stærstu borgum Suður-Afríku í gær þegar hópar svertingja settust að í stjómarbyggingum og stórfyrirtækj- um. Nelson Mandela, forseti ANC, lýsti yfír ánægju sinni með þátttök- una í mótmælunum og sagði að ráð- ið féllist á að hefja samningaviðræð- ur við stjórnvöld að nýju um leið og þau féllust á lýðræði til handa svert- ingum. Þessi ummæli, ásamt yfirlýs- ingum F.W. de Klerks, forseta Suð- ur-Afríku, hafa glætt vonir um að á næstunni muni draga úr ofbeldi í landinu og að ANC muni setjast aftur að samningaborði með stjórn- völdum áður en langt um líður. Suður-afrískir atvinnurekendur, sem flestir eru hvítir, hafa áhyggjur af vaxandi efnahagsþrengingum í landinu og í gær hvatti leiðtogi þeirra deiluaðila til að setjast að samningaborði sem fyrst, til að koma í veg fyrir enn frekari samdrátt. „Það gengur ekki lengur að efna- hagslífið sé notað sem vígvöllur í deilúm hvítra manna og svartra. Slíkar baráttuaðferðir koma niður á öllum án tillits til litarháttar. Erlend fyrirtæki eru hætt að fjárfesta í Suður-Afríku og víðtækar verkfalls- aðgerðir veikja efnahaginn og valda enn meira atvinnuleysi en við glím- um við nú þegar,“ sagði hagfræðing- ur samtakanna, Ben van Rensburg, í gær. Austur-Evrópa: Þjóðverjar með efna- hagsráðgjöf Bonn. Reuter. ÞÝSK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust opna skrifstofur fyrir efnahagsráðgjöf í ellefu ríkjum í Austur-Evrópu og fyrr- verandi ríkjum Sovétrílqanna. Hlutverk skrifstofanna verður að greiða fyrir umskiptum í þessum ríkjum, frá sósíalisma til mark- aðshagkerfis, með því að vera stjórnvöldum og fyrirtækjum til ráðgjafar. Ráðgjafarskrifstofumar verða á vegum þeirrar deildar í þýska efna- hagsráðuneytinu, sem sér um tengsl- in við fyrrverandi sósíalistaríki í Austur-Evrópu. Talsmaður ráðu- neytisins sagði að stjórnvöld og fyr- irtæki í þessum ríkjum væru að drakkna í tilboðum frá mistraustum vestrænum ráðgjafarfyrirtækjum, sem bjóða fram þjónustu sína í von um skjótfenginn gróða. Nokkrar rík- isstjómir í Austur-Evrópu hafa kvartað yfír því við Þjóðveija að efnahagsráðgjöf, sem þær hafi keypt af vestrænum efnahagsráðgjöfum fyrir stórfé, komi að litlu haldi. Eitt af markmiðum þýsku ráðgjafarinnar er að bæta úr því og vera Austur- Evrópumönnum innan handar við val á traustum og sérhæfðum ráðg- jöfum. Reuter Prísund kókaínkóngsins ENGAN skyldi undra að kókaínkónginum Pablo Escobar í Kólumb- íu hafí litist illa á að yfírgefa „klefa“ sína sem hér sjást og láta setja sig bak við rimla fangelsis sem ekki er reist og rekið eftir hans höfði. Hann flúði enda með helstu starfsfélögum úr smyglara- stétt nóttina áður en af þessum ósköpum átti að verða.og hefur falið sig vandlega síðan. Flóttinn þykir hneisa fyrir stjórnvöld í Kólumbíu og hafa vinsældir forsetans Cesars Gaviría farið mjög þverrandi. Hann á í basli með efnahag landsins og orkumál en nýjasta hneykslið eru myndimar af íburðarmiklu aðsetri Escobars í fangelsinu þar sem hann réði lögum og lofum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.