Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 15 Scotland Yard og upphaf löggæslu Islenskir rannsóknarlögreglumenn á sögufrægum lögregluslódum eftir Gunnlaug Snævarr og Sigurgeir Sigmundsson Fyrsta grein Árið 1829 var frumvarp Sir Robert Peel um umbætur í lög- reglu Lundúna samþykkt í breska þinginu. Frumvarp þetta kvað á um stofnun nýrrar lög- regluskrifstofu í Westminster og að komið yrði á laggirnar fastalögreglu með því sniði sem kunnugt er nú á dögum. Fram til ársins 1829 hafði skort á skipulagningu í framkvæmd laga. Allt frá því á þrettándu öld höfðu menn verið skipaðir „lög- gæslumenn" (lögregluþjónar) og þess krafist af þeim, eins og fóget- um og dómurum, að þeir héldu friðinn. Eftir því sem borgir uxu og iðnaður þróaðist, jókst lögleysa að sama skapi. Um byijun átjándu aldar voru lögregluþjónar, sem skorti hvers konar sérþjálfun og voru illa búnir, óhæfir til að ráð við hinn öra vöxt glæpa og að halda upp lögum og reglu. Þetta varð mál sem allur almenningur lét sig varða og kom af stað tals- verðum umræðum. Fyrsti vísir að formlegri lögreglu Fyrstu skrefin í áttina að skipu- lögðu lögregluliði voru tekin af Henry Fielding, skáldsagna- og leikritahöfundinum sem var einnig dómari fynr Westminster og Middlesex. Árið 1749 hófst Field- ing handa við að skipuleggja lítinn hóp launaðra lögregluþjóna í fullu starfi. Lögreglumenn þessir höfðu bækistöð á dómaraskrifstofunni í Bow Street og gengu brátt undir nafninu „Bow Street hlaupararn- ir“. Aðalstarf þeirra var að láta glæpamenn svara til saka fyrir dómstóli. Árið 1782 var komið á fótgang- andi næturvarðflokkum sem ríð- andi varðflokkar tóku svo við af árið 1805 og störfuðu á aðalvegum innan 16 mílna frá London. Hug- myndin um varðflokka hafði verið reynd um tíma fjörtíu árum áður af Sir John Fielding blinda, hálf- bróður Henry Fielding sem einnig var dómari í Bow Street. Það var ekki fyrr en árið 1822 af stofnaðar voru varðflokkasveitir til að koma í veg fyrir glæpi að degi til. í lok átjándu aldar unnu þúsund- ir manna óheiðarlega fyrir sér á skipum sem sigldu á troðfullri Thamesá. Þá var það að félagar í hinu virta Vestur-Indíufélagi fylgdu eftir tillögu sem einn dóm- aranna í East London, Patrick Colquhoun og John Harriot og höfðu skrifstofu í Wapping. Þessi sjólögregla var fyrirrennari Tha- mesár-deildarinnar nú á dögum sem enn hefur höfuðstöðvar í Wapping. Vegna útþenslu Lundúnaborgar á átjándu og fyrri hluta nítjándu aldar var löggæsla orðið mál sem snerti alla þjóðina. Ástandið versn- aði enn eftir lok Napóleonsstyijald- anna árið 1816 en það var ekki fyrr en árið 1821, þegar Robert Peel gekk inn í ráðuneyti Liver- pools lávarðar sem innanríkisráð- herra, að löggæsla höfuðborgar- innar var tekin til alvarlegrar at- hugunar. Peel hafði verið írlandsmálaráð- herra frá 1812 til 1818 og hafði stofnað fast lögreglulið þar og voru meðlimir þess kallaðir „Peel- ers“ eftir stofnanda þess. Þegar Peel var falin ábyrgð á að halda uppi lögum og reglu í Englandi, ákvað hann að endurbæta ensku sakamálalöggjöfina, einkum þá kafla hennar sem fjölluðu um íslenskir lögreglumenn stilla sér upp til myndatöku með breskum starfsbróður. - /{« 1 íf ; l 1 Stórborgarlögreglan nú á dögum er ólíkt fjölskrúðugri en fyrr á árum en á myndinni sjást fulltrúar hinna ýmsu deilda hennar. dauðarefsingu. í þá tíð voru rúm- lega tvö hundruð afbrot og mörg þeirra smávægileg sem þó lá refs- ing við. Þingnefndir höfðu verið skipað- ar til að rannsaka glæpi (lögbrot) og skipulag löggæslu 1812, 1818 og 1822. Arið 1828 skipaði Peel aðra nefnd og voru það niðurstöður hennar sem ruddu lögreglufrum- varpi hans brautina árið eftir. Frumvarpið um umbætur á lög- reglu höfuðborgarinnar, sem lagt var fyrir þingið 15. apríl 1829, mætti að lokum lítilli andstöðu og 30. september sama ár varð lög- regluliðið formlega til. Fyrstu eitt þúsund lögregluþjónar höfuðborg- arlögreglunnar voru flokkaðir í 6 deildir og stjómað frá aðalskrif- stofu í Whitehall Place nr. 4. Að ári liðnu hafði lögregluliðið aukist í 3.000 og 17 deildir höfðu verið myndaðar, þrátt fyrir að mikill fy'öldi hinna upprunalegu lögreglu- þjóna hefði verið rekinn fyrir drykkjuskap. Til að stjórna þessu nýja lög- regluliði skipaði Peel tvo friðar- dómara. Þeir vom ekki opinberlega kallaðir „Forstöðumenn höfuð- borgarlögreglunnar“ fyrr en önnur Iögreglulög höfðu verið samþykkt árið 1839. Ásamt þeim skipaði Peel John Wray gjaldkera eða „a receiver" en starf hans var að ann- ast fjármál lögreglunnar og búnað. Fyrstu dómararnir vora Sir Charles Rowan ofursti sem gegnt hafði herþjónustu undir stjórn her- togans af Wellington í Peninsular stríðinu (1808) og í orastunni við Waterloo og Richard Mayne, mun yngri maður sem var sonur írsks dómara og málafærslumanns við norðurfaranddómstólinn. Rowan Lögreglumenn frá því á síðustu öld voru ekki árennilegir. og Mayne þróuðu sameiginlega þær reglur sem þeir vildu að hið nýja lögreglulið byggði starf sitt á... Hálfri annarri öld síðar eru þessar viðmiðunarreglur — þekkt- ar undir heitinu „Aðalmarkmið" — enn virtar af sérhveijum lögreglu- foringja í Lundúnalögreglunni: Aðalmarkmið skilvirkrar (duglegrar) lögreglu er að koma í veg fyrir glæpi; næsta mark- mið er að koma upp um lög- brjóta og refsa þeim ef glæpur hefur verið framinn. Að þessum markmiðum verður öll viðleitni lögreglunnar að beinast. Vernd- un mannslífa og eigna, varð- veisla friðar meðal almennings og engir glæpir munu ein til vitnis um hvort sú viðleitni hefur borið árangur og hvort þau markmið sem lögreglunni voru ætluð hafi náðst. Þrátt fyrir þessi lofsverðu mark- míð mættu fyrstu „Peelers" Lund- úna miklum fordómum og gagn- rýni og nokkur tími leið áður en almenningur sætti sig við þá. Inn- an tuttugu ára var farið að stofna önnur lögreglulið um allt land. Var byggt á reynslu Lundúnalögregl- unnar og þau í mörgum tilfellum skipulögð af lögregluforingjum úr Lundúnalögreglunni sem höfðu verið sérstaklega fluttir til annarra lögregluliða. Lögin um sérstaka löggæslu- menn frá 1831 kváðu á um að sérstaka lögregluþjóna mætti skipa þar sem tveir eða fleiri hér- aðsdómarar eða kjördæmadómarar höfðu ástæðu til að ætla að ein- hver uppþot eða óeirðir hefðu átt sér stað. í London var lögunum ekki beitt fyrr en 1848 þegar 17.000 manns buðust til að gerast sérstakir lög- regluþjónar í „Chartist" óeirðun- um. Hinir „sérstökustu" hafa alltaf haft mikilvægu hlutverki að gegna og náðu sér virkilega á strik í báð- um heimsstyijöldunum. Afstaða almennings til lögregl- unnar batnaði stöðugt eftir að Viktoría prinsessa varð drottning árið 1837. Þjóðin var að verða sér stöðugt meðvitaðri um hin alvar- legu og félgsalegu vandamál sem var að fínna í Lundúnum og mörg lög vora samþykkt til þess að hafa stjórn á ýmsum málum. Eftirlit með mörgum þessara nýju laga kom í hlut lögreglunnar sem komst að raun um að hún var að gegna viðbótarskyldustörfum sem áttu lítið eða ekkert skylt við uppranalegt starf hennar sem var að koma í veg fyrir glæpi og halda friðinn. En þetta varð þess vald- andi að hún (lögreglan) komst í nánara samband við fólkið og sannaði að hún væri aðal félags- og neyðarþjónustan í samfélaginu. Þegar Lundúnalögreglan var sett á laggirnar var ekkert ákvæði í skipulagi hennar um leynilög-. reglumenn. Enda þótt nokkrir lög- reglumenn gegndu störfum sem óeinkennisklæddir lögregluþjónar var aðaláherslan lögð á fyrirbyggj- andi störf. Bow Street hlaupararnir höfðu unnið að glæpauppljóstranum samhliða Lundúnalögreglunni en voru leystir upp árið 1839 og nokkrir þeirra vora ráðnir hjá nýju lögreglunni til að aðstoða í barátt- unni við glæpi. Ýmiss konar meiri háttar glæpir og tvö banatilræði við Viktoríu drottningu ýttu á yfirvöld um að að hefjast þá þegar handa handa. Árið 1842 var bætt við litlum hópi manna í Leynilögregludeildina en það voru tveir varðstjórar og sex aðstoðarvarðstjórar. Frekari breytingar urðu 1878 þegar yfirmaður glæpamálarann- sókna var skipaður til að stjóma hinni endurskipulögðu Leynilög- regludeild sem þekkt varð undir nafninu Glæparannsóknadeild (CID). Á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var mikil ókyrrð meðal almennings og pólit- ískur æsingur sem olli því að aukn- ar kröfur vora gerðar til lögregl- unnar. Árekstrar við þátttakendur í kröfugöngum úr röðum hinna vaxandi verkalýðshreyfíngar og vanmáttur til að koma í veg fyrir alvarlegar óeirðir vöktu gagnrýni hjá ýmsum aðilum. Á þessu tímabili urðu margar sprengingar í Lundúnum sem Fen- ian hreyfíngin bar ábyrgð á en markmið hennar var sjálfstæði ír- lands. Til að beijast gegn þessum hótunum var árið 1883 stofnuð sérstök írlandsdeild. Síðar var henni breytt í Sérdeild- ina. Velgengni hennar í baráttunni við meðlimi Fenian hreyfíngarinn- ar og aðra byltingarsinna hafði áhrif á yfirvöld sem færðu út starf- svið hehnar til að annast öryggis- ráðstafanir við afmælishátíð Vikt- oríu drottningar. Er tímar liðu hafa skyldustörf Sérdeildar færst yfir á eftirlit með útlendingum og starfsemi sem kann að reynast skaðleg almenningsheill sem og öryggi ríkisins. í næstu grein segir frá þróun Lundúnalögreglunnar á þessari öld. Höfundnr eru Gunnlaugur Snævarr og Sigurgeir Sigmundsson, félagar í FÍR. Bílamarkaóurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 OPIÐ SUNNUDAGA KL, 2 - 6 Vantar á skrá og á staðinn árg. ’90-’92 MMC Lancer GLX '89, rauður, 5 g., ek. 63 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 690 þús. stgr. Ford Ranger STX Plck up '91, plasthús, V6, sjálfsk., upph., 33“ dekkk, álfelgur, 5 g., ek. 16 þ. Eins og nýr. V. 1550 þús. Toyota Corolla DX ’88, grásans, 5 g., ek. 49 þ. V. 550 þús. stgr. BP Lada Sport ’91, rauður, 5 g., lóttistýri, ek. 12 þ. V. 680 þús., sk. á ód. Nissan Micra GL '89, 5 g., ek. 52 þ. V. 420 þús. stgr. Daihatsu Charade TX '88, biásans, 4 g., ek. 60 þ. V. 390 þús. stgr. Isuzu Trooper DLX ’86, 3ja dyra, 5 g., ek 113 þ. Gott eintak. V. 890 þús., sk. á ód. Toyota Touring GLi 4x4 '92, 5 g., ek. 10 þ. Sem nýr. V. 1400 þús. stgr., sk. á ód. V. W. Golf GTi 16v '86, 5 g., ek. 90 V. 790 þús., sk. á ód. Suzuki Fox Samurai 4x4 '90, 5 g., ek. 41 þ. V. 800 þús. stgr., sk. á ód. Daihatsu Feroza DX '89, 5 g., ek. 70 þ. sóllúga o.fl. V. 930 þús. sk. á ód. M. Benz 200 '8t, sjálfsk., ek. 130 Óvenju góður bfll. V. 430 þús. stgr. Volvo 440 turbo '91, sjálfsk., ek. 26 þ. leöurinnr. o.fl. V. 1720 þús., sk. á ód. Honda Accord EX '91, sjálfsk., ek. 34 þ. m/öllu. V. 1480 þús. stgr. Chrysler Laser RS 2000 '90, sportbfll sórfl., V. 1880 þús. sk. á ód. FRABÆRT VERÐ Á FJÖLDA BIFREIÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.