Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B
187. tbl. 80. árg.
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Borís Jeltsín Rússlandsforseti hvetur landa sína til að efla umbótastefnuna
fyrstu sporin
til eðlilegs lífs
Moskvu. Reuter.,
RÚSSAR minntust þess í gær að liðið var ár frá valdaránstilraun
nokkurra harðlínumanna sem m.a. héldu Mikhaíl Gorbatsjov Sovét-
forseta í stofufangelsi um hríð. Fjölmiðlar sýndu myndir frá ágúst-
dögunum en að öðru leyti var fátt í þjóðlífinu sem minnti á afmæl-
ið. Aðeins nokkrir tugir manna, þar á meðal Gorbatsjov, voru við-
staddir minningarathöfn við grafir þriggja manna sem létu lífið í
andófi gegn valdaránsmönnum. Borís Jeltsín forseti flutti sjónvarps-
ávarp þar sem hann sagði að landið væri að ná sér eftir vesöld
kommúnismans og hvatti þjóðina til að efla umbótastefnuna.
Um milljón manns hefur að sögn
embættismanna í Moskvu látið skrá
sig á lista yfir þá sem tóku þátt í
að veija Hvíta húsið, aðalstöðvar
Jeltsíns ágústdagana rómuðu. í
reynd mun mestur fjöldi andófs-
manna hafa verið nokkrir tugir
þúsunda þegar mest var.
Jeltsín sagði að landsmenn
myndu reisa Rússland úr rústum
og um erfíðleikana sem við væri
að etja sagði hann: „Ef ég gæti
kveðið þá á brott með forsetatilskip-
un væri ég löngu búinn að undirrita
slíka skipun. En slíkt gerist aðeins
í álfasögum og þjóðsögum. Við er-
um að taka allra fyrstu skrefin á
leið til venjulegra, mannlegra lífs-
hátta og að sjálfsögðu hrösum við,
hrösum oft. En flestir skilja og vita
að ekki verður aftur snúið. Rússland
myndi ekki þola annað tímabil
kommúnisma."
Gorbatsjov hefur gagnrýnt harð-
lega stefnu Jeltsíns og telur hann
ganga of hratt fram á braut mark-
aðsvæðingar. Að sögn danska
blaðsins Berlingske Tidende sagði
hann fyrr í vikunni að líkja mætti
aðgerðum stjórnvalda við „ný-
bolsévisma", litið væri á fólk sem
tannhjól í vél en ekki mannverur.
Margir róttækir umbótasinnar
eru vonsviknir og segja að fátt
hafi breyst í raun í valdakerfinu
þrátt fyrir að Sovétríkin séu hrunin,
búið sé að banna kommúnistaflokk-
inn og auka frelsi fjölmiðla. Alex-
ander Kítsíkín, ofursti og þingmað-
ur sem situr í nefnd er kannar starf-
semi öryggislögreglunnar, KGB,
segir að skipt hafi verið um menn
í æðstu embættum en aðrir starfs-
menn hindri rannsókn á þætti lög-
reglunnar í valdaráninu. Hann seg-
ir að harðlínumenn í æðstu stöðum
bíði rólegir færis. „Hvað tryggir að
þetta sé eitthvað annað en stutt hlé
meðan þeir safna kröftum á ný?“
spurði Kítsíkín í sjónvarpsviðtali.
Reuter
Harðlínumenn syrgja
Hópur liðsforingja og fleira fólks úr röðum kommúnistahreyfingar á rússneska þinginu kom saman í gær
við gröf Sergejs Akhromejevs marskálks sem hengdi sig er valdaránstilraun harðlínuafla fór út um þúf-
ur. Liðsforingjarnir lyftu hnefa og hrópuðu: „Ég strengi þess heit“ er ofursti hvatti menn til að endur-
reisa Sovétríkin. Tveir rauðir fánar voru lagðir yfir gröfina.
Sameinuðu þjóðirnar telja nýja herferð „þjóðernishreinsana“ hafna:
Hætta á nýrri flóðbylgju
bosnískra flóttamanna
Zagreb, Sarajevo, Washington. Rcuter.
Eruin að taka
Frakkland:
Dvínandi
stuðningur við
Maastricht
París. Reuter.
STUÐNINGUR við Maastricht-
samkomulagið fer dvínandi í
Frakklandi samkvæmt tveimur
skoðanakönnunum sem birtar
voru í gær. Frakkar ganga tU
þjóðaratkvæðagreiðslu um sátt-
málann 20. september.
Samkvæmt könnun sem birt var
í tímaritinu L’Evénément du jeudi
ætla 53% Frakka að greiða sátt-
málanum atkvæði sitt en 47% að
hafna honum. Önnur könnun, sem
gerð var fyrir japanska verðbréfa-
fyrirtækið Daiwa Securities, sýndi
fram á 54% stuðning við
Maastricht-samninginn.
Kosningabaráttan vegna þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar er nú smám
saman að hefjast en lítið hefur
farið fyrir henni til þessa vegna
sumarleyfa.
Bardagar í Abkhazíu:
Hóta skæruhemaði
gegn Georgíustjórn
Tbilisi. Reuter.
Þjóðernissinnaðir uppreisnar-
menn Abkhaza í fyrrum sovét-
lýðveldinu Georgíu, sem voru
flæmdir frá borginni Sukhumi
af Georgíuher á þriðjudag, hóta
að halda uppi skæruhemaði
gegn stjórninni í Tbilisi. Hafa
þeir sett upp bækistöðvar í bæn-
um Gudauta.
Þing Abkhazíu, sem er hérað í
vesturhluta Georgíu, ákvað í síð-
asta mánuði að stjórnarskrá Abk-
hazíu frá 1925 tæki gildi á ný.
Hefur þetta verið túlkað sem sjálf-
stæðisyfirlýsing af hálfu Abkhaza.
„Skæruhernaður hefur þegar
hafist. Abkhazar munu beijast sem
einn maður þar til síðasti Georgíu-
maðurinn hefur yfirgefið landið,"
sagði Sergei Schamba, einn leið-
toga þings Abkhazíu í gær. Frétta-
stofan Interfax
hafði það eftir
varnarmálaráð-
herra Georgíu að
sveitir stjómar-
hersins réðu ríkj-
um í allri Abk-
hazíu að bænum
Gudauta undan-
skilnum.
Vladislav
Ardzinba, leiðtogi þings Abkhazíu,
gaf í gær út yfirlýsingu þar sem
hann fer fram á fund með Edúard
Shevardnadze, forseta Georgíu, á
hlutlausum stað. Deilan við Abk-
haza er sú alvarlegasta sem so-
véski utanríkisráðherrann fyrrver-
andi, Shevardnadze, hefur þurft
að takast á við síðan hann tók við
embætti í Georgíu.
Shevardnadze
PETER Kessler, talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, sagð; í gær að svo virtist sem Serbar hefðu hafið nýja her-
ferð „þjóðernishreinsunar" á svæðum í norðurhluta Bosníu, sem
þeir hefðu til þessa látið í friði. Sameinuðu þjóðirnar óttast að
Serbar séu að draga hring í kringum svæðið og ætli að hrekja
þaðan á brott Múslíma og Króata. Gæti þetta leitt til þess að allt
að 200 þúsund manns myndu flýja frá þessum hluta landsins á
næstunni að mati SÞ.
Serbnesk yfirvöld í Bosníu segja
íbúana aftur á móti hafa sig á
brott af fúsum og fijálsum vilja. í
þeim hluta Bosníu sem Serbar hafa
einbeitt sér að undanfarið bjuggu
áður 325 þúsund Múslímar og Kró-
atar en að sögn Flóttamannahjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna er ekki
vitað hversu margir hafa þegar
flúið. Segjast Króatar og Múslímar
lifa í stöðugum ótta við hemá-
mssveitir Serba sem þeir telja hafa
það að markmiði að gera svæðið
að hluta Stór-Serbíu, algjörlega
laust við íbúa annarra þjóða. „Tal-
an 200 þúsund flóttamenn er miðuð
við að allt fari á versta veg. Það
þarf hins vegar ekki mikið til að
svo fari og þá kæmi ný flóðbylgja
flóttamanna,“ sagði talsmaður
Flóttamannahjálparinnar.
Samkvæmt tölum Sameinuðu
þjóðanna telja flóttamenn frá
Bosníu nú þegar 1,3 milljón.
Bandaríkjamönnum hafa borist
skilaboð frá Serbíustjóm þess efn-
is að Serbar séu reiðubúnir að
sleppa úr haldi því fólki sem hefst
við í fangabúðum í Bosníu, að því
er bandarískur embættismaður,
sem ekki vildi láta nafns síns get-
ið, greindi frá í gær. Skilyrði Serba
er að Rauðikrossinn og erlend ríki
ábyrgist að taka við fólkinu.
Yfirmenn friðargæslusveita
Sameinuðu þjóðanna í fyrmm
Júgóslavíu segjast vera sannfærðir
um að það hafi verið sveitir Serba
sem skutu á breska flutningavét
við flugvöllinn í Sarajevo á þriðju-
dag og ætla að leggja fram mjög
harðorð mótmæli.
í kjölfar þessa atviks var öllum
flutningum til borgarinnar frestað.
Serbar halda því fram að sveitir
Múslíma hafí skotið á vélina.