Morgunblaðið - 20.08.1992, Side 18

Morgunblaðið - 20.08.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 F Þú ert öruggur með FRAM smur- og loftsíur. l^fnaúsL Borgartúni 26 Slini: (91) 62 22 62 Dit RÆSTIVAGNAR Dit rœstivagninn er léttur og mebfœriíegur meb tveimur fötum. Alltaf er skúrab meb hreinu vatni þar sem sápuvatn og skolvatn er abskilib i tveimur 13 lítra fötum. MULTIPRESS SYSTEM ® pressan vindur moppuna 95% og ekki þarf ab taka hana af til ab vinda hana. Dit 226 i/Stœrb: 78x39x88 SÞyngd: 10 kg. %/Rúllupressa %/2 fötu kerfi i/47 cm. moppa %/Moppa, moppugrind og álskaft, abeins 900 gr. á þyngd. DIT vagnarnir eru sérstaklega hannabir til ab draga úr atvinnu- sjúkdómum sem fylgja rœstingum, svo sem vöbvabólgum. Þeir eru einnig sérstaklega húbabir til ab varna ofnœmi fyrir nikkel. SKIPTIMARKAÐUR Á RÆSTÍVÖGNUM Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - Sími: 91- 685554 Bandarískir repúblikanar: Vangaveltur um ráðherraskipti senuþjófur á flokksþinginu Reuter George Bush Bandaríkjaforseti ásamt Prescott, bróður sínum, á veitingastað í Houston. Voru þeir raunar fimm saman í mat en þeg- ar Bush vildi borga fyrir allan hópinn tók eigandinn það ekki i mál og bað þá bara vel að njóta. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. REPÚBLIKANAR tilnefndu í gærkvöldi George Bush Banda- ríkjaforseta og Dan Quayle vara- forseta til að sækjast eftír öðru kjörtímabili i embættí fyrir hönd flokksins, en ummæli forsetans um að búast mætti við uppstokk- un ráðherra ef hann bæri sigur úr býtum í forsetakosningunum í nóvember hleyptu af stað vangaveltum, sem yfirskyggðu flokksþing rebúblikana í Hous- ton í gær. Bush reyndi að draga úr umfjölluninni í gær með þvi að segja að hann hefði ekkert að athuga við stjóm sína. Bush sagði í viðtali við sjónvarps- stöðina PBS á þriðjudag að hann myndi gera miklar breytingar á stjóm sinni næsta kjörtímabil og búast mætti við „mörgum nýjum andlitum". Ráðherrar og forystumenn úr stjóm Bush voru mjög áberandi í ræðustóli á flokksþinginu á þriðju- dag, en Bush sagði að margir þeirra yrðu ekki í sinni næstu stjóm. Þeg- ar Bush var spurður hvort hann myndi losa sig við alla ráðherra sína sagði hann: „Ég myndi ekki segja hvem og einn einasta, en ...“ Nokkrir frammámenn í stjóm Bush sögðu að þeir myndu gera eins og forsetanum þóknaðist. „Það væri mjög undarlegt ef hann breytti engu á öðm kjörtímabili sínu — það gera allir forsetar," sagði William Reilly, stjómandi Umhverfisvernd- arstofnunarinnar (EPA). Um nokkmt skeið hefur verið talið að þeir sem fara með efna- hagsmálin yrðu látnir fara fyrstir ef stokkað yrði upp í stjórninni. Þeir em Nicholas Brady fjármála- ráðherra, Michael Boskin, formaður Efnahagsráðgjafamefndar forset- ans, og Richard Darman, fjárlaga- stjóri. íhaldsvængur Repúblikana- flokksins hefur löngum haft horn í síðu Darmans og Boskins og vænir þá um að hafa neytt forsetann til að ganga á bak orða sinna um að leggja ekki á nýja skatta. Einnig er hermt að Darman hafi sagt að efnahagsbati myndi koma af sjálfu sér og sagt Bush að best væri að gera ekki neitt þegar radd- ir voru um að fylgja þyrfti vinsæld- um Bush í Persaflóastríðinu eftir með efnahagsaðgerðum. Brady tók undir þetta með Darman og þeir sögðu að Bush þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur, hann myndi vinna næstu kosningar þótt hann væri sofandi. Einn helsti hvatamaður aðgerða var Jack Kemp, húsnæðismálaráð- herra. Kemp flutti eina bestu ræð- una á flokksþinginu á þriðjudag og fékk um leið að vita að í skoðana- könnun sem fréttastofan AP gerði meðal 1175 fulltrúa á þinginu, kæmi fram að flestir, eða 34 pró- sent, vildu að hann yrði forsetaefni flokksins árið 1996. í gærmorgun sagði í forsíðufrétt dagblaðsins Houston Post að Kemp yrði látinn fara fyrstur sæti Bush áfram. Heyrst hefur að Kemp hafi verið óánægður með að lítið væri á hann hlustað. Hann hefur lagt fram til- lögur um aðstoð til grotnandi kjarna stórborganna. Þegar óreirðimar brutust út í Los Angeles fyrr í sum- ar beindust augu manna að Kemp, sem viðraði óánægju sína opinber- lega í þeirri von að hlustað yrði á sig í stjórninni. Kemp sagði í gær að hann vildi glaður sitja áfram og Bush gerði ekkert til að grafa undan þeim væntingum ráðherrans í yfirlýsingu sem Marlin Fitzwater, talsmaður hans, las. í yfirlýsingunni sagði að Bush hefði hringt í Kemp til þess að fullvissa hann um að orðum sín- um á CíýN hefði ekki verið beint gegn honum og sér þætti leitt að hann hefði verið nefndur sérstak- lega. Yfirlýsing Bush miðaði að því að gera sem minnst úr orðum hans í sjónvarpsviðtalinu á þriðjudag og sagði að hann hefði aðeins átt við „hefðbundna brottför manna úr stjórninni eins og söguleg hefð væri fyrir á öðru kjörtímabili". Fitzwater bætti því við að forsetinn teldi að „stjómin hefði staðið sig vel í starfi". Það hefur gefið þessum vanga- veltum byr undir báða vængi að Bush þykir þurfa að sýna það á flokksþinginu að hann hyggist gera einhveijar breytingar, ekki síst í efnahagsmálum, til þess að snúa almenningsálitinu sér í vil. Sú hug- mynd hefur meðal annars komið upp í herbúðum Bush að James Baker, sem sagði af sér utanríkis- ráðherraembætti til að taka við starfi starfsmannastjóra forsetans og stjórna kosningabaráttu hans, verði áfram í Hvíta húsinu sigri Bush og móti stefnu hans í efna- hagsmálum. Greint var frá þessu á forsíðu dagblaðsins The New York Times í gærmorgun og því bætt við að Baker væri tregur til. Að sögn þykir Baker slík ráðstöfun bera of mikinn keim af því að vera kosn- ingabragð. Bush og leigupennar hans hafa undanfama daga unnið hörðum höndum að tilnefningarræðunni, sem forsetinn heldur í kvöld. Ræðan skiptir miklu um framhald kosn- ingabaráttunnar. Hingað til hefur verið lögð áhersla á gagnrýna Clint- on á flokksþinginu. Utan lofgjörðar um afrek Bush á sviði utanríkis- mála þar sem hann er sagður hafa unnið kalda stríðið, ýmist einn eða með aðstoð Ronalds Reagans, hefur lítið farið fyrir því að áhorfendum hafí verið gefnar ástæður til að kjósa Bush nema til þess að hafna Clinton. Nú þarf Bush að færa framtíðarsýn sína í orð, sé hana að finna, og gera grein fyrir því hvað hann hyggist gera á næstu fjórum ámm, sem hann gat ekki gert á þeim fjórum, sem em að líða. Sakar Allen um kyn- ferðislega misnotkun á sjö ára fósturdóttur New York. Reuter. DEILUR leikaranna Miu Farrow og Woody Allen fara síharðnandi í kjölfar þess að Allen gaf út yfirlýsingu á þriðjudag þess efn- is að hann ætti í ástarsambandi við Soon-Yi Previn, fósturdóttur Farrows. Hefur leikkonan, sem er fyrrum sambýliskona Allens, sakað hann um að hafa leitað á sjö ára fósturdóttur hennar, Dylan. Allen sem hefur farið fram á yfirráð yfir syni þeirra og tveimur fósturbörnum, þ.á m. Dylan, neitar þessum ásökun- um með öllu. í frétt í dagblaðinu Daily News segir að Farrow hafi undir höndum mýndbandsupptöku þar sem barnið lýsir því hvemig Woody Allen hafi misnotað sig kynferðislega. Tals- maður Farrow sagði í gær að upp- öllu rangar og forkastanlegar". taka af þessu tagi „væri til“ og Sagði hann lögmenn Farrows hafa að hún hefði verið gerð fyrr í mán- farið fram á sjö milljónir dollara uðinum áður en forræðisdeilur til að hún myndi ekki gera ásakan- þeirra byijuðu. Farrow og Allen ir af þessu tagi opinberar. Hann deila einnig um hversu. gömul Soon- sagðist ekki hafa fallist á þetta Yi sé. Allen segir hana vera 21 árs tilboð og beint því til sinna lög- gamla en Farrow segir að stúikan, fræðinga að þeir myndu aðstoða sem er af kóresku bergi brotin, sé eins og mögulegt er við þá rann- „hugsanlega“ einungis 17 áragöm- sókn á málinu sem Farrow hefur ul. farið fram á. Allen sagði að sér Woody Allen, sem hefur til þessa hefði orðið svo „bumbult" vegna nánast aldrei tjáð sig opinberlega þessara ásakana að hann hefði um einkalíf sitt, hélt blaðamanna- ákveðið að krefjast forræðisréttar fund á þriðjudag, þar sem hann yfír börnunum til að losa þau úr sagði ásakanir þess efnis að hann umhverfi sem gæti valdið þeim hefði misnotað Dylan vera „með óbætanlegu tjóni. Reulcr. Woody Allen á blaðamannfundi í New York á þriðjudag. Persaflóaríki: Styðja áætlun um flugbann London, Kúveit, Bagdad. Reuter. SENDIHERRA íraks hjá Evrópubandalaginu, EB, sagði í gær, að áætlanir vestrænna ríkja um bann við flugi yfir Suður-Irak væri tyll- iástæða fyrir beinum árásum á landið. Haft er eftir embættísmönnum í arabarílgunum við Persaflóa, að ríkisstjórnir landanna styðji fyrir- hugað flugbann en vonist samt tíl, að komist verði hjá nýjum stríðsá- tökum. Talið er, að flugbann muni gera íraksher mjög erfitt fyrir með sókn gegn shítum í suðurhlutanum og á fenjasvæðunum. Zaid Haidar, sendiherra Iraks hjá EB, sagði í viðtali við breska ríkis- sjónvarpið, BBC, að flugbannið væri ögrun, sem síðan yrði notuð sem ástæða fyrir árásum á írak, en undirrótin væri hins vegar erfíð- leikar George Bush Bandaríkjafor- seta í kosningabaráttunni vestra. Haidar vildi ekki kannast við, að íraski stjómarherinn hefði unnið grimmdarverk á shítum og hélt því fram, að verið væri að beijast við undirróðursmenn, sem komið hefðu frá íran í þeim tilgangi að valda glundroða í landinu. Vestræn ríki og arabískir banda- menn þeirra í Persaflóastríðinu hafa haft náið samráð um fyrirhugað flugbann en arabaríkin óttast, að nýtt stríð geti leitt til þrískiptingar íraks og kynt um leið undir ókyrrð í öllum heimshlutanum. Vilja þau viðhalda Irak til mótvægis við vax- andi hernaðarmátt írana, sem eru auk þess ekki arabar. Stuðningur arabaríkjanna við flugbann og tak- markaðar aðgerðir stafar aftur á móti af því, að stjórnin í Bagdad hefur brotið hvem vopnahlésskil- málann á fætur öðrum. Kornið, sem fyllti mælinn, var þegar hún hafn- aði skilgreiningu Sameinuðu þjóð- anna á landamærum íraks og Kú- veits og ítrekaði kröfu sína til yfir- ráða í furstadæminu. Abduljabbar Mohsen, blaðafull- trúi Saddams Husseins íraksfor- seta, fer ófögrum orðum um Bush Bandaríkjaforseta í grein, sem birt- ist í málgagni stjómarinnar, al-Jum- houriyan, í gær. „Hann gengur fram og aftur fyrir framan Hvíta húsið skelfingin uppmáluð, hreyfír sig eins og btjálæðingur og skimar í allar áttir starandi augurn," segir Mohsen og virðist vera að svara sálfræðilegt úttekt á Saddam Hussein sjálfum en hún kemur fram í grein, sem heitir „Látbragð leiðtoganna", og hefur verið lögð fram á ársþingi bandarískra sálfræðinga. Um Sadd- am segir Mohsen hins vegar, að á hættustund einkennist allt hans fas af „æðruleysi og ró“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.