Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 13 4? ísland og EES; Islendingar vinna mest en hafa fjórða hæsta kaupmáttinn ISLENDINGAR vinna mest og lengst allra þjóða Evrópska efnahags- svæðisins, en þó er verg landsframleiðsla á mann aðeins fjórða hæst hér á landi. Miðað við aðrar þjóðir hafa íslendingar hlutfalls- lega næstlægstan hluta tekna frá þjónustugreinum en næsthæstan frá frumvinnslu. Þá erum við í hópi þeirra þjóða sem notar mestan hluta tekna sinna til neyslu og minnst til fjárfestinga, samkvæmt upplýsingum úr bæklingnum EES í tölum, sem gefinn er út af hag- stofu Evrópubandalagsins. Af EES-löndunum er hlutfall vinnandi manna yfír 15 ára aldri hæst á íslandi, eða 78,4%. Bæði vinna hér hlutfallslega fleiri karlar og konur en annars staðar, eða 85% og 72%. Meðaltal EES er 59% karla og 45% kvenna. íslendingar vinna einnig mest, eða 49,4 stundir á viku að meðaltali. Bretar, Portúgalir og Svisslendingar koma næstir með 43,6, 42 og 41,7 stundir. Verg landsframleiðsla á mann er þriðja hæst á íslandi af EES-ríkj- unum ef tekið er tillit til kaupmátt- ar. Svisslendingar eru efstir, en Lúxemborg fylgir fast á eftir, og Norðmenn eru í Joriðja sæti. Þá ráðstafa Islendingar 79,6% tekna sinna til neyslu, en þar slá aðeins Bretar og Portúgalir okkur við, með 83,5 og 79,8%. Fimm EES-landanna nota minna af tekj- um sínum til fjárfestinga en íslend- ingar, sem notuðu 19,4% á árinu 1990. Vinnsluvirði þjónustugreina á ís- landi árið 1990 var 54,7% heildar- vinnsluvirðisins, en aðeins írar eru lægri. Aftur á móti eru íslendingar næsthæstir í flokki frumiðnaðar- greina með 12,8%. Þar hafa Grikk- ir vinninginn, með 17% heildar- vinnsluvirðis. Mestur hluti útflutnings íslend- inga, eða 76,3%, fór árið 1990 inn á markaði landa á Evrópska efna- hagssvæðinu. Þá komu 66% inn- flutnings frá EES, en mikilvægasta viðskiptaland okkar var Bandaríkin. Vepg þjóöarfpamleiðsla á mann 1990 í EES ríkjum að teknu tilliti til kaupmáttar, þús. kr. LÚXEMBOR #BOSCH fyrir fagmanninn Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt skífustærð 180 mm „SDS“ skífufesting. Lykillaus skífufesting. 2000 W. GWS 20 180S 60PBE Stingsög m/SDS blaðfestingu. Lykillaus blaðfesting. Þreplaus hraðastilling stillanlegt land 550 W. Við bjóðum greiðslukortaþjónustu .fyrir neytendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.