Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
7
Tónlistar-
hátíð hefst á
Kirkjubæj-
arklaustri
Tónlistarhátið verður í félags-
heimiiinu Kirkjuhvoli á Kirkju-
bæjarklaustri dagana 21.-23.
ágúst. Tvo fyrri dagana hefjast
tónleikarnir kl. 21 en lokatón-
leikamir hefjast kl. 17.
Á föstudaginn verða flutt verk
eftir Haydn, fyrir fiðlu og selló,
sónata í e-moll fyrir selló og píanó
eftir Brahms, Variationir fyrir selló
og píanó eftir Martinu, þá verða
leikin fjórhent verk eftir Rakhman-
inov og 6 ljóð eftir Tsjajkovskíj
verða sungin við undirleik sellós og
píanós.
Á laugardag verður m.a. flutt
Liebeslied og La Gitana eftir Kreisl-
er, og Sónata fyrir fíðlu og píanó
eftir Turina, 4 ljóð eftir Garcia
Lorca, Le Grand Tango fyrir selló
og píanó eftir Piazzella og argent-
ínsk tangóljóð sungin af Jorge
Chaminé við undirleik Olivers
Manoury sem leikur á bandóneon.
Á sunnudag verða flutt önnur
argentínsk tangóljóð, verkið Conte
eftir Janacek á selló og píanó,
Dumky (píanótríó) eftir Dvorak, 3
ljóð Villa-Lobos og 4 argentínsk ljóð
eftir Gustavino, sungin, og leikið
undir á píanó.
Auk áðurtaldra tónlistarmanna
koma fram Auður Hafsteinsdóttir
fíðluleikari, Christophe Beau selló-
leikari, Edda Erlendsdóttir píanó-
leikari, og Marie-Francoise
Buccquet píanóleikari.
(Fréttatilkynning)
Sigurður Á. Friðþjófsson
Ljóðabók eft-
ir Signrð A.
Friðþjófsson
ÚT ER komin ljóðabókin Kross-
götur eftir Sigurð Á. Friðþjófs-
son. Krossgötur er önnur ljóða-
bók höfundar en auk þess hefur
hann gefið út tvær skáldsögur,
smásagnasafn og viðtalsbók.
Einnig hefur komið út bók með
þýðingum Sigurðar á ljóðum
sænska (jóðskáldsins Göran
Sonnevi.
í ár eru liðin 18 ár frá því Sig-
urður kvaddi sér hljóðs með ljóða-
bókinni Fúaveggir, sem ófáanleg
hefur verið um langt skeið. Ljóðin
í Krossgötum hafa orðið til á löng-
um tíma, þau elstu eru frá áttunda
áratugnum og þau yngstu voru
ort í ár.
Sigurður hefur undanfarin ár
starfað sem blaðamaður, nú síðast
sem ritstjóri Helgarblaðsins.
Krossgötur eru fjörutíu síður
að stærð. Útgefendur er Sáfi, en
Steinmark sá um prentun. Bókin
er fáanleg í helstu bókaverslunum
en einnig hjá höfundi.
Sá liprasti í bænum!
KOSTAR STAÐGREIDDUR, líOMINN Á QÖTUNA FRÁ:
DAN-UKI"£jiJ
BRIIVIBORG
FAXAFENI 8 • SIMI91 - 68 58 70