Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
Gæti tekið 3-4 ár að ná hag-
ræðingn í mjólkuriðnaðinum
- segir formaður Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði
ÓSKAR H. Gunnarsson, formaður Samtaka afurðastöðva í ny'ólkuriðn-
aði, segir að tekiðg eti 3-4 ár að koma á þeirri hagræðingu sem talin
er nauðsynleg meðal annars með fækkun mjólkurbúa. Hann segist telja
að fækka þurfi búunum um 5-6 af þeim 15 sem nú eru starfandi. „Þetta
eru allt saman sjálfstæðar rekstrareiningar sem verða að gera upp við
sig hvort þær telja sig geta haldið áfram rekstri eftir að verðmiðlunar-
sjóðurinn hefur verið tekinn í burtu, og þá er spurning hvaða starfs-
skilyrði verða í framhaldi af því. Menn þurfa auðvitað að hafa ein-
hvern tíma til þess að átta sig á því hvað þeir geta gert,“ sagði Óskar.
Viðræður Samtaka afurðastöðva í Óskar að þar væri um að ræða
mjólkuriðnaði og ríkisins um hag-
ræðingu á vinnslustigi mjólkur eru á
byijunarstigi að sögn Óskars, en
hann telur að skriður komist væntan-
lega á þær nú þegar samningur ríkis-
ins við kúabændur liggur fyrir.
„Við munum auðvitað reyna að
ganga í þetta af krafti núna, en ég
á von á því að menn vilji ljúka þessu
sem fyrst þannig að þeir viti hvaða
grundvöllur verður fyrir rekstri og
umfangi þeirrar framleiðslu sem
þama hefur farið i gegn og við hvaða
kjör menn geta átt við að búa á
komandi árum,“ sagði hann.
Varðandi þá fækkun mjólkurbú-
anna sem talin er nauðsynleg sagði
VEÐUR
ákvörðun hvers mjólkurbús fyrir sig.
„Framleiðslumunstur mjólkurbú-
anna er ákaflega misjafnt og þar af
leiðandi misjafnt hver framlegðin er
á hinum ýmsu vörutegundum. Þann-
ig sitja þau ekki við sama bórð, og
spuming hvemig á því máli verður
tekið, en það er ekki alveg ljóst. Ég
hef lýst því yfir að jafnvel geti búun-
um fækkað um 5-6, en það eru þá
þau bú sem eiga hvað erfiðast, og
svo verða menn að taka tillit til vega-
kerfis og annars slíks sem hefur
breyst á umliðnum ámm og áratug-
um. Þá er mjólkurmagnið mun minna
nú en það var þegar uppbygging
þessara stöðva átti sér stað. Svo
verður væntanlega einhver tilfærsla
milli afurðastöðvanna eftir að farið
er að veita heimild til sölu á kvóta,
og þá kemur sú spuming upp hvort
þessar einingar standast rekstrar-
lega séð,“ sagði Óskar.
í ályktun aðalfundar Landssam-
bands kúabænda sem haldinn var
nú í vikunni var þeirri áskorun beint
til mjólkuriðnaðarins að auknum
kröfum neytenda eftir minna með-
höndlaðri mjólk yrði sinnt og jafn-
framt leitað leiða til að draga úr
umfangi umbúða og umbúðakostn-
aði. Óskar sagði að ekkert hefði ver-
ið fjallað um þetta innan Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði fram
að þessu. „Það er til dæmis spuming
hvað neytendur vilja varðandi um-
búðir, en það em auðvitað sumir sem
hafa áhuga á því að fara aftur til
fortíðarinnar að því leyti til. Þetta
er bara hlutir sem ekkert hefur verið
rætt um, en ég hygg nú að flest
verði skoðað þegar þetta kemur frá
framleiðendum á þennan máta,“
sagði Óskar H. Gunnarsson.
ÍDAGkl. 12.00
/ / Helmild: Veðurstola Islands
(Byggt á vedurspá kl. 16.16 I gær)
xm, VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl voöur Akureyri 16 skýjað Reykjavík 12 úrkoma
Bergen 15 skýjað
Helsinki 16 rigning
Kaupmannahöfn vantar
Narssarssuaq 6 skýjað
Nuuk vantar
Osló 20 lóttskýjað
Stokkhólmur 17 skýjað
Þórshöfn vantar
Algarve 24 þokumóða
Amsterdam 22 þokumóða
Barcelona 27 skýjað
Berlín 24 hátfskýjað
Chicago 14 léttskýjað
Feneyjar 32 þokumóða
Frankfurt 28 léttskýjað
Glasgow 17 skýjað
Hamborg 21 hálfskýjaö
London 20 skýjað
LosAngeles 20 léttskýjað
Lúxemborg 27 skýjað
Madrt'd 28 skýjað
Malaga 28 léttskýjað
Mallorca 28 iéttskýjað
Montreal 18 skúr
NewYork 23 mistur
Orlando 24 háifskýjað
París 27 skýjað
Madeira 24 skýjað
Róm 30 hálfskýjað
Vfn 33 Iétt8kýjað
Washington 21 þokumóða
Winnipeg 14 skýjað
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölskyldan og fuglalífið
Þessi móðir staðnæmdist við lækinn í Hafnarfirði, til að leyfa bömun-
um að skoða fuglalífíð. Veðrið lék við fjölskylduna, en mávurinn virt-
ist athyglinni lítt hrifinn og flaug á brott.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson:
Sex vikna birgðir seld-
ust á tveimur vikum
ÖLGERÐ Egils Skallagrímssonar
setti nýlega á markaðinn nýja gerð
af bjór, Tuborg gron. Aður en
Norðfjarðarvegur:
Lægsta tilboð
7 milijónir
undir áætlun
BORGARFELL hf. átti lægsta til-
boð í lagningu Norðfjarðarvegar,
frá Oddsdal að Norðfjarðará, í
nýlegu útboði Vegagerðar ríkis-
ins. Tilboð fyrirtækisins var 7
milljónum undir kostnaðaáætlun.
Tilboð Borgarfells var rúmar 11
milljónir kr. sem er 61% af kostnað-
aráætlun Vegagerðarinnar sem
hljóðaði upp á rúmar 18 milljónir kr.
Sex aðrir verktakar buðu í verkið.
---------» ♦ '4-
Gjaldþrot
Ragnarsbakarís:
Kröfurnar 33
millj. en eign-
ir 14 milljónir
SKIPTUM í þrotabúi Ragnarsbak-
arís í Keflavík, sem varð gjald-
þrota í desember 1987, er lokið.
Tæplega 30% greiddist upp í höf-
uðstól almennra krafna, sem alls
námu tæpum 27 milljónum króna.
Lýst var í þrotabúið forgangskröf-
um að fjárhæð 6,2 milljónir króna
og greiddust þær að fullu og auk
þess nægðu eignir búsins til greiðslu
á 7,7 milljónum króna upp í almenn-
ar kröfur, sem námu 26,7 milljónum
króna, auk vaxta og kostnaðar frá
upphafsdegi skipta.
bjórinn var settur á markaðinn
hafði Ölgerðin komið sér upp
birgðum, sem áætlað var að myndu
duga í sex vikur. Að sögn Lárusar
Berg, framkvæmdastjóra Ölgerð-
arinnar, seldust þessar birgðir upp
á tveimur vikum.
Hver lögun tekur þijár vikur og
að sögn Lárusar er mikilvægt að
bjór sé ferskur og því er ekki hægt
að safna upp miklum birgðum. Þessi
mikla sala hafí því komið þeim í erf-
iða stöðu þótt tekist hafi að anna
allri eftirspum, en núna væri búið
að ná betur utan um hlutina. Enn
væri þó ekki hægt að koma upp lag-
er, þar sem að öll framleiðsla væri
keyrð beint í áfengisútsölur.
♦ ♦ ♦-----
Sjávarútvegs-
ráðherra Mex-
íkó hérlendis
Sjávarútvegsráðherra Mexíkó,
Guillermo Jimenez-Morales, hóf
opinbera heimsókn sína hér á
landi í gær. Tilgangur heimsókn-
arinnar er að kynnast íslenskum
sjávarútvegi, þar á meðal skipu-
lagi veiða, fiskvinnslu og mark-
aðsstarfi. Heimsókninni lýkur á
laugardag.
Ráðherrann er hér á landi í boði
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra. Mun hann eiga fund með
sjávarútvegsráðherra auk þess að
hitta forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra að máli. Þá mun ráðherr-
ann tala við forseta Alþingis og full-
trúa íslenskra sjávarútvegsfyrir-
tækja. Hann mun og heimsækja fisk-
vinnslufyrirtæki í Vestmannaeyjum
og fara í kynnisferð til Þingvalla.
I fylgd með ráðherranum eru
embættismenn, fulltrúar frá mexí-
kóskum sjávarútvegi og sendiherra
Mexíkó á íslandi, sem aðsetur hefur
í Osló.