Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 9 Word fyrir Windows 2.0 15 klukkustunda námskeið fyrir þá sem gera kröfur um góða ritvinnslu. Höfum kennt á Word frá árinu 1987. Tölvu- og verkfræðiþjónustan .4° Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar fjr Grensásvegi 16*stofnuð 1. mars 1986 ® hk-9282 einföld , ódýr, örugg GARÐ LYSING sem allir geta sett upp ÞÓRf ÁRMÚLA 11 - 8(MI 681500 RYMINGARSALA Allt á seljast Verslunin hættir Verslunin Rauðhetta, Eiðistorgi. Ávöxtun verðbréfasjóða 1. júlí. Kjarabréf Tekjubréf Markbréf Skyndibréf 6 mán. 7,5% 8,2% 8,2% 6,0% Skandia Tll hmgsbóta fyrlr íslmhdlngm FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF. HAFNARSTRÆTI, S. (91) 619700 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100 IjVofði vinnubúðavist yfír iöfði Stefáns Pjeturssonar? Mlr K" »7*™- Irmtr dhr rtugórt AQ>t«ubUAm. nhu ur LmM. Bmlnr MmMlallMmitaAr nr lyntw Mmkn komntaMU t* ■« rin tt rMlrgtnu, innm Sm4U*juM-. MM og ~|U I kkMi.a|lnM<áU>|MUMk|. M. Aiwór H.MlbMi... d m HM »" Dr. Aradr HimUmU- Mbi 9M1> bMK Mr þU ik mkt mmIA * M U •* bafl Ut Sufte l> IM(M baguf M «r ulM KmM- rt» H •» .tM.HimOr.Uf yi»i m I «bmM«r I Soduftjm J Almannarómur og tengslin við Moskvu Eitt það athyglisverðasta við þær upplýs- ingar sem fram hafa komið hjá Jóni Ólafssyni, fréttamanni ríkissjónvarpsins, og Arnóri Hannibalssyni prófessor eftir athugun þeirra á gögnum í skjalasöfnum í Moskvu, er sú staðreynd að þessar upplýsingar staðfesta þann almannaróm sem áratugum saman hefur verið á ferð- inni um tengsl kommúnista á íslandi við Moskvu og önnur Austur-Evrópuríki. Um þessi tengsl er fjallað í Staksteinum í dag. Stefán Péturs- son og Gúlagið I áratugi hefur verið um það talað að Stefán Pétursson, fymun rit- stjóri Alþýðublaðsins, hafi verið í lífshættu í Sovétríkjuiiurn og að ekki hafi verið ætluruyf- irvalda þar að hann slyppi lifandi frá landinu. Rætt hefur verið um að islenzkir stjómmála- menn hafi beitt sér fyrir því að honum yrði bjarg- að frá Sovétríkjunum með atbeina Dana. Nú hefur þetta umtal og þessi orðrómur verið staðfestur. Samkvæmt gögnum sem Amór Hannibalsson hefur fundið í Moskvu og sagt var frá i Morgunblaðinu sl. laugardag var ætlun sovézkra kommúnista að senda Stefán Pétursson í Gúlagið. Það gefur auga- leið að hann hefði aldrei sloppið þaðan lifandi. Væntanlega hefur kommúnistum hér verið kunnugt um þetta síðar meir, en ekkert bendir til að sú vitneskja hafi haft áhrif á afstöðu þeirra til Sovétríkjanna á þeim tima eða sovézka kommúnistaflokksins. Má það furðu gegna, svo að ekki sé meira sagt. Þótt lengi hafi verið vitað um hvaða hlutskipti Stefáni Péturssyni var ætlað í Sovétríkjunum fyrir meira en hálfri öld hefur hugmyndaflug manna hér ekki verið nægilegt til þess að nokk- ur hafi látið sér til hugar koma að erindrekar kommúnismans hér mundu fara fram á eftir- laun frá sovézka komm- únistaflokknum fyrir störf í þágu hins alþjóð- lega komnrúnisma! Upp- lýsingar Arnórs Hanni- balssonar um að Kristinn E. Andrésson hafi farið fram á slík eftirlaun og fengið eingreiðslu eins og það heitir á nútfma- máli eru því alveg nýjar og segja mikla sögu um þau nánu samskipti sem þarna hafa verið á ferð- inni. Alþjóðleg samskipti Sós- íalistafíokk- sins í viðtali Morgunblaðs- ins við Lúðvik Jósepsson sl. sunnudag, sem vikið var að í Staksteinum í gær, fullyrti þessi fyrr- verandi formaður Al- þýðubandalagsins að frá stofnun Sameiningar- fiokks alþýðu - Sósíal- istaflokksins árið 1938 hefðu sósíalistar á Islandi ekki verið aðilar að neinu alþjóðlegu samstarfi. Á blaðamannafundi sem Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi formaður Al- þýðubandalagsins, efndi til fyrir skömmu lagði hann áherzlu á að frá 1968 hefði Alþýðubanda- lagið ekki átt nein flokks- leg samskipti við Sósíal- istaflokka í þeim Varsjár- bandalagsríkjum sem gerðu innrás í Tékkóslóv- akíu það ár. Nú hefur Lúðvík sem sagt upplýst að þessi sam- starfsslit sósíalista hér við skoðanabræður £ komm- únistaríkjunum hafi faríð fram ekki 1968 vegna innrásarinnar í Tékkó- slóvakíu eins og Ólafur Ragnar Grímsson heldur fram, heldur 1938. Hver trúir þessu?! Væntanlega þýðir þessi yfirlýsing Lúðviks að ef farið verð- ur í fundargerðarbækur Sósialistaflokksins frá 1938 til 1968 finnist engin merki um samskipti við sósialista í Austur-Evr- ópuríkjunum á þvi tfma- bili. Það er auðvitað jafn- lítið að marka yfirlýsing- ar Lúðvíks eins og yfirlýs- ingar Ólafs Ragnars. Báð- ir fara með rangt mál eins og komið er í Ijós í þeim gögnum sem fundizt hafa í Moskvu. Skjalasafn Stasi Nú þegar hafa fundizt athyglisverðar upplýs- ingar í skjalasöfnum i Moskvu um tengsl komm- únista hér við kommún- ista í Sovétríkjunum. En ekki er ólíklegt að enn fróðlegri upplýsingar verði dregnar fram í dagsljósið þegar menn fara að rýna í skjalasafn Stasi. Hveijir höfðu milli- göngu um námsferðir ís- lendinga til Austur- Þýzkalands á sínum tíma? Hvaða upplýsingar koma fram i þeim gögnum um athafnir einstakra is- lenzkra námsmanna þar i landi? Þá verður fróðlegt að kynnast þvi hvernig fjall- að er í skjalasafni Stasi um viðskipta- og fjár- hagstengsl kommúnista í Austur-Þýzkalandi við fyrirtæki kommúnista hér á íslandi. Ekki er ólík- legt að þá fáist frekari upplýsingar um fjár- streymið til starfsemi sós- íalista hér. Staðreyndin er nefnilega sú að seinni árin fóru samskipti Sós- íalistaflokksins við hinn alþjóðlega kommúnisma mjög fram i gegnum Austur-Þýzkaland. Það verður þvi forvitnilegt að fylgjast með þvi þegar skjalasafn Stasi verður opnað „fræðimönnum og fulltrúum _ almennings" eins og Ólafur Ragnar Grimsson komst að orði þegar hann „opnaði“ fundargerðarbækur Al- þýðubandalagsins á dög- unum! SALA HLUTABRÉFA I JARÐBORUNUM HF. HEFST í DAG Almenningi gefst nú í fyrsta skipti kostur á að kaupa hlut í opinberu fyrirtæki sem einkavæðist. Stefnt er að sölu 60% hlutafjár og er sölugengi hvers hlutar 1,87. Jarðboranir hf. hafa fengið staðfestingu ríkisskattstjóra á að draga má kaupverð hlutabréfanna frá tekjuskattsstofni einstaklinga almanaksárið 1992. Eigendur hlutabréfanna, Reykjavíkurborg og ríkissjóður, leggja áherslu á að gera Jarðboranir hf. að virku almenningshlutafélagi. Einstaklingar sem kaupa hlutabréf að kaupverði allt að 100.000 kr. fyrir 15. september, geta greitt upphæðina með f jórum jöfnum greiðslum fram til I 5. desember 1992. Lágmarksupphæð kaupa er 30.000 kr. að nafnverði (56.100 kr. að kaupverði). Nokkrar tölur úr ársreikningi 1991 millj. kr. Tekjur (meðalverðlag '91) 197,5 Hagnaður (meðalverðlag '91) 15,9 Eignir í árslok 614,0 Eigið fé í árslok 535,5 Ýmsar kennitölur Hagnaðarhlutfall 8,0 % Veltufjárhlutfall 6,6 Eiginfjárhlutfall 87,2 % Innra virði hlutabréfa 2,27 Allar frekari upplýsingar veita ráðgjafar Kaupþings hf. og Kaupþings Norðurlands hf. Einnig liggur sölulýsing frammi í afgreiðslum annarra verðbréfa- fyrirtækja, Búnaðarbanka Islands og sparisjóðanna um land allt. KAUPÞING HF Kringlunni 5, simi 689080 í eigu Búnaðarbanka íslands og sparisjóðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.