Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) fP* Atburðir dagsins benda til að þú hafír ekki næga stjóm á peningamálunum. Þú þarft að skipuleggja útgjöldin og draga úr eyðslu. Naut (20. april - 20. maí) Einhver spenna rikir í sam- skiptum við einhvem náinn. Þú virðist vita betur hvers þú væntir í lífínu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú ert eitthvað miður þín í dag, en það ætti að lagast með kvöldinu. Sjálfskönnun getur vísað þér leiðina. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >"$8 Einkalífið og viðskiptin eiga ekki samleið í dag. Þrátt fyrir efasemdir í garð vina, fara samskipti við aðra batnandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú tekur ákvarðanir í dag sem koma þér mjög til góða í við- skiptum. Hagsýni og rausæi koma að mestum nótum. Meyja (23. ágúst - 22. september) á* Samtal getur valdið deilum sem eru óþarfar og leiða ekki til neins. Þú vilt fylgjast vel með gangi mála og leitar eftir nánari vitneskju. Vog (23. sept. - 22. október) Tíminn vinnur með þér. Þú fínnur góða lausn á peninga- málunum. Haltu áfram að leita ráða hjá þeim sem til þekkja. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Mörg óútkljáð mál hafa komið upp á milli þín og einhvers náins, en nú eru horfur á betra samkomulagi. Leggðu þig ftam. Bogmaóur (22. nóv. -21. desember) Ef þú hefur verið annars hug- ar í vinnunni ættir þú nú að vera fær um að einbeita þér og sinna þeim verkefnum sem bíða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Annriki getur hafa komið í veg fyrir að þú gætir sinnt þörfum bams eða náins vinar. Gerðu ráðstafanir til úrbóta. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Annir heima fyrir hafa tekið mikinn tíma frá öðrum verk- efnum sem þú þarft nú að snúa þér að og leysa. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) £# Þú hefur verið dálítið annars hugar eða átt erfítt með að koma hugmyndum þínum á framfæri. Reyndu að gera eitt í einu. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI UÓSKA Því lengur sem ég leik þennan leik, þeim mun betur líkar mér hann. En ég hata hann ennþá. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Öll höfum við spilað 3 grönd með Áx á móti tveimur hundum í lit. Ef vömin herjast strax á veikleikann þýðir lítið að sækja sér slag á hina litina. En það er ástæðulaust að gefast upp. Suður gefur, allir á hættu. Norður ♦ ♦ ♦ Vestur 4 Austur ♦ Á6 ....... ♦ ♦ 7532 ♦ ♦ KDG10 ♦ ♦ 984 ♦ Suður ♦ 104 ♦ ÁG6 ♦ Á97 ♦ ÁK763 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pasa 3 grönd AUir pass Utspil: spaðafímma. Suður á átta slagi, klippt og skorið. Ef hann dúkkar lauf, tekur vömin væntanlega 4-5 slagi á spaða. Hvað er til ráða? Einn möguleiki er að drepa á spaðaás og spila meiri spaða. Taki vömin ijóra slagi á litinn, gæti myndast þvingun síðar þegar tíglunum er spilað. En þessu geta AV mætt með því að sækja sér fyrst slag á hjarta. Betri leið er að taka strax tíg- ulslagina. Því vinnst spilið ef sami mótheijinn er með lendina í svöru litunum og hjartahjónin: Vestur ♦ Á6 ♦ 7532 ♦ KDG10 ♦ 984 Norður ♦ D9753 ♦ KD8 ♦ 64 ♦ D105 Austur ♦ KG82 ♦ 1094 ♦ 8532 ♦ G2 Suður ♦ 104 ♦ ÁG6 ♦ Á97 ♦ ÁK763 Vestur má missa hjarta í þriðja tígulinn, en hveiju á hann að henda í þann fjórða? Ef hann hendir spaða, dúkkar sagnhafí lauf og vinnur spilið. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Það er orðið nokkurs konar vörumerki unga lettneska stór- meistarans Aleksei Shirovs (2.710) að vera óhræddur við að fara út á borðið með kónginn í miðtafli. Þetta gekk þó fulllangt í skák hans við Kiril Georgiev (2.610) frá Búlgaríu á stórmótinu í Biel um daginn. Shirov var kom- inn méð kónginn alla leið til h5 og Georgiev, sem hafði svart og átti leik náði að hagnýta sér það: 25. - Da2! (Til að geta fært sér ótrygga kóngsstöðu hvíts í nýt verður svartur að halda drottning- unum á borðinu, hvað sem það kostar) 26. Hhgl (Eftir 26. Dxa8 Dxg2 hótar svartur máti bæði á h3 og f3) 26. - e5!, 27. Dxa8 - Df7+, 28. Kh4 - h6, 29. g4 - hxg5+, 30. Kh3 - exd4, 31. cxd4 - Rf2+, 32. Kg2 - Da2, og með tvo riddara fyrir hrók og sóknarfæri er svartur nú kominn með vinningsstöðu. (Lokin urðu: 33. Db8 - Rd3+, 34. Khl - De2, 35. Hgfl - Hxd4, 36. Db3+ - Kh7, 37. Db5 - Hd6, 38. h4 - Rg6, 39. Dxg5 - Rxh4!, 40. Dxh4 - Hh6, 41. Dxh6+ - Kxh6 og hvítur gaf.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.