Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 35 Heimsend hamingja? Frá Margréti Jónsdóttur: INN Á heimili mitt barst bréf þann 17. ágúst sem við nánari skoðun reyndist vera svo kallað „hamingju- bréf“. Við þetta bréf má ýmislegt athuga. í upphafí þess er sagt að upprunalega bréfið hafí verið skrif- að í New England og hafí farið 10 sinnum umhverfís jörðina í það minnsta. í þriðju málsgrein er síðan sagt að keðjan hafí byijað í Venesú- ela og upprunalega bréfíð hafí ver- ið skrifað af Saulnton Dur Hof, trú- boða í S-Ameríku! Það vita allir að New England er ekki í Venesúela og þaðan af síður Venesúela í New England. Nú var bréfíð farið að líkj- ast spaugi en þá rak ég augun í flennistóra setningu sem stóð milli málsgreinanna tveggja: „Þetta er ekkert spaug“ Nú. Skýringin gæti ef til vill verið sú að bréfíð hefur jú farið 10 sinnum kringum jörðina og það verða nú flestir ruglaðir á því að fylgjast með slíku hringsóli. Þegar þessum þokukennda inn- gangi sleppti tók við annar söngur þar sem gífurlegri hamingju var heitið þeim sem sendir afrit til 20 annarra aðila. Heppnir bréfrítarar voru síðan tíundaðir og dæmi tekin um heppni þeirra. Til dæmis sendi Christian Dior 20 hamingjubréf árið 1953 og nokkrum dögum síðar vann hann 2 milljónir í happa- drætti. En þá fór að síga á ógæfu- hliðina í bréfinu. Ýmsar sögur voru sagðar af fólki sem rauf keðjuna, sendu ékki bréfin, og fyrr en varði dundi óhamingjan yfír. En til allrar hamingju fínnst lausnin í eftirfar- andi tilmælum sem er beint til við- takanda: „GEYMDU EKKI BRÉF- IÐ - SENDU ÞAÐ ÁFRAM INNAN 96 TÍMA“ Staðreyndin er hins veg- ar sú að þetta eru ekki tilmæli. Þetta er nafnlaus hótun. Mér fínnst fáránlegt að einhver geti sent mér nafnlaust bréf og haft í hótunum ef ég fer ekki eftir tilmælum. Þeir sem senda slík bréf eiga að skrifa undir svo hægt sé að láta vita hvort maður hafí nokkum áhuga á því að taka þátt í svona leik. Eg er nú einu sinni þannig gerð að ég vil taka mínar ákvarðanir sjálf og vil helst ekki láta aðra taka þær. Það hefur lukkast vel hingað til þar sem ég tel mig bæði heppna og ham- ingjusama með líf mitt. P.S. Einmitt á þessum stað í Frá Júlíönnu S. Jónsdóttur: Fyrir skömmu síðan fór ég með nýjar sparibuxur til að fá þær hreinsaðar hjá Efnalauginni Hvíta húsið í Kringlunni 8-12. Eigandinn tók við buxunum og sýndi ég henni tvo bletti neðst á skálmunum sem hún gerði enga athugasemd við. Að öðru leyti voru buxumar hrein- ar. Tveimur dögum síðar kom ég til að sækja þær og við athugun kom í ljós stór blettur sem hafði ekki verið í buxunum áður. Ég fór að undra mig á þessu við eigandann sem var einnig við afgreiðslu þenn- an dag og hafði hún þá skýringu á blettinum að líklega hafí starfsfólk- ið óviljandi skvett aflitunarefni á þær og þar af leiðandi kominn ljós bleikur blettur ofarlega á aðra skálmina á annars kremlituðum buxum. Hún sagðist ætla að reyna að fjarlægja blettinn með einhveij- um ráðum og bað mig að koma tveimur dögum síðar og sækja bux- umar. í þriðja sinn lagði ég leið mína í Efnalaugina Hvíta húsið og enn var þar eigandinn við afgreiðslu en nú var annað hljóð í henni. Nú hélt hún því fram að líklega hafí blettur- inn verið til staðar þegar ég upphaf- lega kom með buxumar og dró til baka að hafa sagt að aflitunarblett- Hamingjubréfínu er þess getið að ekki þurfí að senda peninga. Það var nú gott. Ég vil síður þurfa að borga fyrir svona bréf. Ein frekar óhress en alls ekki óhamingjusöm. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Einiberg 7, Hafnarfirði urinn hafí komið af þeirra völdum. Hún þvemeitaði fyrir allt sem hún hafði sagt mér þegar ég kom í ann- að sinn og sýndi mér þvílíkan hrottalegan dónaskap fyrir framan fullt af fólki að ég hef aldrei orðið fyrir öðm eins. Hún kvað Efnalaug- ina Hvíta húsið ekki vera ábyrga fyrir því að eyðileggja rándýrar sparibuxur fyrir mér og með öðmm orðum sagði mig ljúga til um fyrri samskipti okkar og bað mig ekki einu sinni afsökunar á þessu. Ég undra mig á því að manneskja með þann munnsöfnuð, ofstopa og frekju sem eigandi þessarar efna- laugar hefur skuli velja sér starf sem krefst kurteisi og virðingar fyrir viðskiptavininum. Ég veit um fólk sem hefur svip- aða sögu að segja af þessari efna- laug og greinilegt er að hvorki minn fatnaður né annarra er í ömggum höndum hjá Efnalauginni Hvíta húsið. JÚLÍANNA S. JÓNSDÓTTIR, Seljugerði 12, Reykjavík Pennavinir Fanga á Litla-Hrauni langar til að eignast pennavini. Hann heitir því að skrifast á við alla sem vilja skrifa honum. Hann er 26 ára og áhuga- mál hans em tónlist og ýmislegt fleira: A.L.-V.93 Litla-Hraun VELVAKANDI Varasöm viðskipti Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt.FHI, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14, og veitir viðskiptavinum ráðleggingu um val á málningu. Verið velkomin (Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. METRÓ í MJÓDD Álfabakka 16 • Reykjavík • Sími 670050 - stabur fagurkerans - stabur sœlkerans - stabur allra vib öll tœkifœri SEX-BAUJAN VEITINGASTAÐUR v/EIÐISTORG Boröapantanir og uppl. í síma 611414 & 611070 • Fax 611475 GULLARM- BAND BARNAARMBAND úr gulli tapaðist nýlega. Armbandið er merkt með upphafsstöfunum AYÍP og er fínnandi vinsamleg- ast beðinn um að hringja í síma 623073 eftir klukkan 18. KETTLINGAR NÍU vikna gömul læða og högni fást gefíns. Kettlingamir eru kassavanir og hvítir að lit með grábrúnum flekkjum, ákaflega elskulegir að sögn eiganda. Nánari upplýsingar í síma 12213. LEÐURJAKKI LEÐURJAKKI tapaðist mið- vikudagskvöldið 12. ágúst í Seljahverfinu í Breiðholtinu. Leðuijakkinn er svartur á lit, þykkur með belti og innihélt bankabók. Fundarlaunum er heitið. Finnandi vinsamiegast hringi í síma 673365. MYNDAVÉL SJÁLFVIRK myndavél týndist á ferðalagi á Eskifírði annan ágúst síðastliðinn. Sennilegast er talið að hún hafi gleymst á leiksvæði við Strandgötu. Finnandi er vinsamlegast beð- inn um að hafa samband í síma 681916. GLERAUGU ARMANI-gleraugu töpuðust á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyj- um um verslunarmannahelg- ina. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 813966. KETTLINGAR ÞRÍR 10 vikna gamlir kettling- ar fást gefíns. Um er að ræða einn fresskött, gráan og hvítan, og tvær læður, önnur í sama lit en hin sv.ört og hvít. Kettl- ingamir hafa allir verið kassa- vandir. Upplýsingar fást í síma 18566. ÞRÍR angórablendingar, 8 vikna gamlir, fást gefíns. Tveir þeirra em högnar og era þeir hvítir og gráir. Læðan er grá. Kettlingamir era kassavandir og nánari upplýsingar eru véitt- ar í síma 77636. EYÐUM GEITUNGUM Anni Marie Bjarnason: GEITUNGAR era skaðræðis kvikindi. Ég hef mikla en slæma reynslu af þeim erlendis frá. Þeir stinga og sprauta eitri sem vejdur bólgu og eymslum og stundum getur jafnvel farið að grafa í sárið. Það er tómt mál að tala um að „geitungar hafí numið land“ hér og þar. Það á að útrýma þessum ófögn- uði. 820 Eyrarbakki Enskur bankastarfsmaður, 21 árs, óskar eftir pennavinkonum á aldrinum 16 til 21 árs. Hann hefur áhuga á ferðalögum, tónlist og íþróttum: Graeme Tagg, 28 Sylvia Avenue, Match End, Pinner, Middlesex, 1 England Ólofuð 28 ára Ghana-kona með áhuga á ljósmyndun, tónlist, ferða- lögum o.fl. Annie E. Montford, P.O. Box 904, Oguaa District, Oguaa, Ghana. Þýsk kona* 38 ára, sem lærir íslensku í frítíma sínum en á í erfíð- leikum með málfræðina, vill reyna að bæta úr með því að komast í samband við einhveija sem eru að læra þýsku og eiga við svipuð vandamál að stríða: Claudia Heib-Bewersdorff, Kriismannstrasse 35, D-6250 Limburg, Germnay. Nítján ára Nígeríupiltur með áhuga á ferðalögum, bókalestri, bréfaskriftum og söng: Ugochukwu Ekwen, 14 Rorobi Street, Oloti-Apapa, Lagos, Nigeria. Norskur 28 ára karlmaður vill komast í samband við 18-30 ára konur með áhuga á íþróttum og ferðalögum: Rune Reklev, Vardevn. 21a, 1108 Oslo, 145.000 KRONA VERÐLÆKKUN Á HONDA ACCORD Gerðu raunhæfan samanburð á verði og gæðum. Eftir að verðið á Accord hefur verið lækkað ber hann höfuð og herðar yfir keppinautana. Verð eftir lækkun: Accord. EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,- 33 1 Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,- • H) HOKTDA Norge. ÁRÉTTRI LÍNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.