Morgunblaðið - 20.08.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.08.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 17 Hrun Sovétveldisins og kapphlaup Austur-Evrópuþjóða inn í EB í framhaldinu réði síðan úrslitum um aðildarumsókn þeirra. Formaðurinn heldur því fram að með aðild íslands að EES og á meðan ísland sækir ekki um aðild að EB „er ljóst að ísland einangr- ast í óvissu og biðstöðu þar eð öll önnur EFTA-ríki halda áfram nú þegar í haust og á næsta ári og að þróa í formlegum viðræðum framtíðarskipan sína við EB“. Þetta er einnig fullyrðing sem ekki fær staðist og er þveröfug við raunveru- leikann. Ef ísland hættir nú við aðild að EES og neitar að taka þátt í því nána viðskiptasamstarfi sem í því felst sem hinum Norðurlöndun- um, væri einmitt hætta á að ísland einangraðist frá þeim og öðrum EFTA-ríkjum. EES undirritað til bráðabirgða Formaðurinn nefnir einnig þann möguleika „að biðja strax um form- legar viðræður við Evrópubanda- lagið um tvíhliða samning en stað- festa EES-samninginn sem bráða- birgðaúrræði". Þessi tillaga er því miður einnig með öllu óraunsæ. Ekki er hægt að semja um framtíð- arfyrirkomulag sem ætti að gilda eftir að öll hin EFTA-ríkin hefðu fengið inngöngu í EB vegna þess að engin veit, hvernig aðstæður við munum búa við þá. Það ríkir full- komin óvissa um hvort hin EFTA- ríkin fái inngöngu í EB, hvenær það yrði, hvernig EB þróast í milli- tíðinni og aðstæður í heiminum yfir- leitt. Við vorum því að fórna vissu um ávinning fyrir óútreiknanlega óvissu. Neitunarvald misnotað? Formaðurinn heldur því fram að íslandi verði ólíft innan EES vegna þess að EFTA-ríkin hafi ólík mark- mið. Önnur EFTA-ríki stefna að EB aðild, á meðan ísland byggi á EES sem framtíðarlausn. Þess vegna þurfi ísland „í fjölmörgum tilfellum að segja NEI við hinum ýmsu tillögum EB um ný lög og reglur". Hér er hugsunarvilla á ferðinni sem byggir á því að hinn innri markaður EB sé eitthvað slæmt í sjálfu sér, sem ísland verð- ur að varast og beijast gegn. Það er þvert á móti. Fjórfrelsið meðal samningsaðila, sem EES-samningnum er ætlað að tryggja, er meginávinningurinn fyr- ir Island, sem skapar ómælda vaxt- armöguleika fyrir íslenskt atvinnu- líf. Það er því ekki líklegt að ísland sjái neina ástæðu til þess sífellt að beita neitunarvaldi sínu. Einmitt vegna neitunarvaldisins er einnig ólíklegt að þess gerist þörf. Það tryggir í flestum tilvikum að ísland geti, þegar á undirbúningsstigi til- Jörundur Hilmars- son látinn JÖRUNDUR Hilmarsson dósent í almennum málvisindum við Háskóla íslands og heiðurskons- úll Litháa á íslandi lést á Land- spítalanum í Reykjavík 13. þessa mánaðar eftir stutta legu. Hann var 46 ára að aldri. Jörundur var fæddur 15. mars 1946, sonur hjónanna Hilmars Garðarssonar skrifstofustjóra Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Þorgerðar Jörundsdóttur. Hann stundaði nám við Háskól- ann í Osló í indóevrópskri saman- burðarmálfræði frá árinu 1966 og lauk magistersprófi þaðan 1977. Hann varði doktorsritgerð við Há- skólann í Leiden í Hollandi 1986. Jörundur var stundakennari við Háskóla íslands með hléum frá 1974 og dósent í almennum málvls- indum frá 1989. Eftir hann liggja fimm bækur um málvísindi og tug- ir greina í erlendum og innlendum fræðiritum. Hann stofnaði og rit- stýrði alþjóðlegu fræðiriti um mál- vísindi, Tocharian and Indo- European Studies. Einnig þýddi hann á íslensku nokkur skákrit og lagna um nýjar EES reglur, tryggt sína hagsmuni eða sérþarfir, t.d. með undanþágum eða aðlögun ef tilefni er til. Formaðurinn segir ennfremur að með EES-samningnum verði ísland alltaf í ,já“ eða „nei“ hlutverki gagnvart nýjum reglum á EES- svæðinu. Þetta er grundvallarmis- skilningur. Eins og fram er komið verður hér eftir sem hingað til möguleiki á að einstök lönd semji sig undan einstökum reglum. í EES-samningnum fékk ísland t.d. undanþágu frá reglunum um fjár- festingar í sjávarútvegi, um heil- brigði dýra og margt fleira. Sama gildir um önnur EFTA-ríki á öðrum sviðum. EES-samningurinn veitir því ekki síðri möguleika að þessu leyti en tvíhliða samningur og veit- ir reyndar betri pólitíska samnings- stöðu. Formaðurin heldur áfram: „Góð- vild gagnvart íslandi myndi á skömmum tíma snúast upp í mikið ergelsi og fjandskap vegna þess að ísland væri að hindra fljótvirka aðlögun hinna EFTA-rikjanna að lögum og reglum Evrópubandalags- ins.“ Samkvæmt framansögðu get- ur þessi staða ekki komið upp. Hins vegar er víst að varla er nokkuð sem gæti skapað meira ergelsi gagnvart Íslandi en að ríkisstjómin skipti um skoðun gagnvart EES og færi að biðja um tvíhliða viðræður við EB, eftir það sem á undan er gengið. „Lausn“ Alþýðubandalagsins Formaðurinn lýsir því, hvers kon- ar samning Alþýðubandalagið vilji gera við EB. Af lýsingunni að dæma er erfítt að átta sig á efnislegum mun milli hans og EES-samingsins. Samningur Alþýðubandalagsins ætti að ná til fjórfrelsisins, fijálsra vöruflutninga, fólksflutnigna, þjón- ustustarfsemi og fjármagnsflutn- inga; samkeppnisreglna og stofn- ana, þ.ám. nefndar um eftirlit, gerðardóms og ráðherraviðræðna; rannsókna og þróunar, umhverfis- mála, menntunar og menningar. Sem sagt allt það sama og EES- samningurinn. En hvaða mun dreg- ur formaðurinn fram? 1. Stofnanabákn EES vantar. Á móti kemur álíka „stofnanabákn": Nefnd um eftirlit með samningnum gerðardómur og ráðherranefnd. 2. Báðir aðilar hefðu rétt til þess að gera formlegar tillögur um ný- skipan viðskipta. I framkvæmd hafa öll aðildarríki EES-samnings- ins tillögurétt um nýjar reglur á svæðinu. Hvaða aðili leggur þær formlega fram er aukaatriði. 3. ísland hefði fullt forræði yfír auðlindum og auðlindanýtingu. Með EES-samningnum heldur ísland fullu forræði yfir auðlindum lands- Jörundur Hilmarsson litháíska skáldsögu. Dr. Jörundur stundaði nám í lit- háisku við Háskólann í Vilnius í Litháin 1971-72 og talaði málið. Þegar ísland tók upp formlegt stjómmálasamband við Litháen í lok ágúst á síðasta ári útnefndi Vytautas Landsbergis forseti Lit- háens hann heiðurskonsúl Litháa á íslandi. Jörundur var þríkvæntur og læt- ur eftir sig tvö börn, Þorgerði há- skólanema og Þorstein mennta- skólanema. Eftirlifandi eiginkona hans er Þuríður Elfa Jónsdóttir sérkennari. ins. Fiskimiðin standa utan ramma samningsins. Okkur er í sjálfsvald sett að tryggja eignarhald þjóðar- innar á öðrum auðlindum svo sem virkjunarrétti fallvatna og jarð- varma til frambúðar. 4. Löggjafarvald og dómsvald yrðu ótvírætt í höndum íslenskra stofnana. Nú er það svo að enginn vafi getur lengur leikið á því hvort EES-samningurinn sé í samræmi við stjómarskrána. Stjórnskipuð .nefnd hæfustu manna hefur látið í ljós á sannfærandi og afgerandi hátt álit sitt um að svo sé. Sam- kvæmt álitinu er löggjafarvald ekki tekið úr höndum Alþingis og er reyndar skýrt kveðið á um það í sjálfum EES-samningnum. 5. íslendingar hefðu sömu mögu- leika til að tryggja jafnvægi á hér- lendum vinnumarkaði og tíðkast hefur í samskiptum Norðurland- anna. Með EES-samningnum eru fyllilega nægjanlegar tryggingar fyrir því að hægt sé að tryggja jafn- vægi á vinnumarkaðinum. Hins vegar er þess að geta að þegar öll hin Norðurlöndin em annað hvort komin í EB eða EES verður lítið gagn af Norðurlandasamningi um vinnumarkaðsmál. Báknið burt? Formaðurinn reynir að lýsa EES- samningnum sem leið inn í stofn- anavirki skrifræðisins í Brussel sem einkennist af opinberum afskiptum í hagkerfinu. Hið sanna í málinu er að EES-samningurinn er leið út úr opinberum afskiptum stjórn- málamanna af viðskiptalífínu með tilheyrandi millifærslum, óheiðar- legri fyrirgreiðslustarfsemi og spill- ingu. Tillagan um að kasta frá sér EES-samningnum og fara í tvíhliða viðræður við EB felur það í sér að hafna ávinningi, sem er þekktur og komast í staðinn í aðstöðu, sem fullkomin óvissa ríkir um. Það er meira en að segja það að gera viðskiptasamning við EB. Tyrkir, svo dæmi sé tekið, hafa fyrir löngu gert samning um auka- aðild að EB, en þeim heur ekkert gengið að fá kjöt á beinið, ávinning sem er í líkingu við þann sem felst í EES. Þó eru Tyrkir 60 milljóna manna þjóð sem hefur mjög veru- lega hernaðarlega og pólitíska þýð- ingu fyrir EB, sérstaklega hin síð- ari ár sem tengiliður við Araba- heiminn. Grein formannsins hefst á ákalli til ríkisstjómarinanr og Alþingis að sýna raunsæi í EES-málinu. í fram- haldi af því sem að framan er rak- ið er vísara fyrir formann Alþýðu- bandalagsins að líta í eigin barm. Höfundur er utanríkisráðherra. Borgarráð: Viðræður um neyðarnúmer hafnar á ný í SVARI Hrólfs Jónssonar slökviliðsstjóra, við fyrirspurn Katrínar Fjeldsted borgarráðs- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um neyðarnúmer í Reykjavík, kem- ur fram að nýjar upplýsingar hafi komið fram er leiði til lægri rekstrarkostnaðar en hár rekstrarkostnaður sé ein helsta ástæða þess að númerið er ekki komið á. Verið væri að vinna nákvæmari rekstraráætlun og er fyrirhugað að hefja viðræður í september við væntanlega sam- starfsaðila það er dómsmála- ráðuneytið og Hafnarfjarðarbæ. Þá segir enn fremur, að allt frá því að tillaga um neyðamúmer kom fyrst fram hafi verið unnið að því að koma því á, þó með nokkrum hléum. Hafí Reykjavíkurborg haft frumkvæðið að þeirri vinnu. Fyrir liggi hugmyndir að rekstrarformi og útboðslýsingu vegna tækja- kaupa en þar til í vor hafi málið legið niðri. HMRHMHHHMHnM * HLBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - altí í einni ferd • ■:................:.....................................................................................

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.