Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
Auglýsingin um kostakjör bók- Gömlu auglýsingamar vöktu athygli vegfarenda. MorgunbiaðiS/Ámi Sæberg
bindarans.
Áttræðar auglýsingar koma í ljós
ÞAÐ er augjjóslega engin ný
bóla að lima auglýsingar á
veggi húsa. Það kom í ljós þeg-
ar gamalli klæðningu var flett
af húsi á mótum Þingholts-
strætis og Amtmannsstígs í
gær. Þá komu í Ijós fjölmargar
auglýsingar, bæði fyrirtækja
og félaga, til dæmis hefur
Hjálpræðisherinn auglýst sam-
komur sinar á þessum stað.
Ætla má að auglýsingamar séu
flestar frá árinu 1911, en það
ártal er letrað á eina þeirra. Ein
heillegasta auglýsingin er frá Kr.
J. Buch bókbindara, en hún hljóð-
ar svo: „Óvanaleg kostakjör eru
það að fá band á bækur fyrir
það verð er jeg undirritaður býð
almenningi. Sannfærið yður um
þetta með því að líta inn á vinnu-
stofu mína sem er flutt á „GEYS-
IR“ við Skólavörðustig; þar em
bækur til sýnis, sem standast
fyllilega samanburð við band á
öðmm vinnustofum borgarinn-
ar. Virðingarfylst Kr. J. Buch.“
Veiðimað-
ur týndist
við Fitjaá k
VEIÐIMAÐUR týndist inn af
Filjaárdal í fyrrinótt. Hann fannst
heilu og höldnu eftir um tveggja |
klukkustunda leit.
Að sögn lögreglu varð maðurinn
viðskila við félaga sinn þar sem þeir |
vom að renna fyrir fisk í Fitjaá.
Eftir að hafa ekki séð til félaga síns
í um sex klukkustundir fór hinn til
byggða og tilkynnti um hvarfið. Lög-
regia og björgunarsveit fundu mann-
inn vestan við ána, ekki langt frá
þeim stað sem þeir urðu viðskila.
Ekið á pilt
á reiðhjóli
BIFREIÐ var ekið á ungan pilt á
reiðhjóli á Akureyri í gær. Piltur- |
inn kvartaði undan eymslum í
baki og var fluttur á slysadeild.
Atvikið átti sér stað um klukkan \
12.10 og var pilturinn fluttur með
sjúkrabifreið á slysadeild, að sögn
lögreglu. Ekki var vitað um líðan |
hans í gærkvöldi.
Sjálfstæðismeiin velja fulltrúa í utanríkismálanefnd
Bjöm Bjámason formanns-
efni í stað Eyjólfs Konráðs
BJÖRN Bjarnason alþingismaður var kosinn formannsefni Sjálfstæðis-
flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis f stað Eyjólfs Konráðs Jónsson-
ar á fundi þingflokksins í gær. Að sögn Eyjólfs Konráðs var kosningin
viðhöfð að ósk hans og fleiri þingmanna. Allir 26 þingmenn flokksins
sátu fundinn og urðu niðurstöður kosninganna þær að Bjöm fékk 18
atkvæði en Eyjólfur Konráð sjö. Einn þingmaður skilaði auðu. Þegar
úrslitin lágu fyrir lýsti Eyjólfur Konráð því yfir að hann hefði ekki hug
á að sitja áfram í utanríkismálanefnd. I stað hans mun Ámi R. Áma-
son taka sæti aðalmanns í nefndinni ásamt Birai Bjarnasyni, Geir H.
Haarde og Lám Margréti Ragnarsdóttur.
Morgunblaðið/Kristinn
Kristmundur Skarphéðinsson fjarlægir geitungabúið úr skjólveggnum.
Geitungar skjóta upp
kollinum mjög víða
GEITUNGAR geta byggt bú sín á ýmsum stöðum eins og kona búsett
í Garðabænum komst að raun um á dögunum þegar hún raskaði ró
þeirra þar sem hún var að vinna í garði sínum. Geitungarnir höfðu
byggt sér bú í skjólvegg við hús konunnar og gerðu sig líklega til þess
að gera árás þegar ró þeirra var raskað.
„Ég tel að nú þegar hið Evrópska
efnahagssvæði er í brennidepli og
mikil vinna fer fram í kringum það
sé eðlilegt að menn geri upp við sig
hvemig þeir vilji hafa utanríkis-
málanefnd skipaða við þær aðstæð-
ur,“ sagði Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra í samtali við Morgunblað-
ið.
Davíð sagðist hafa lagt fram
Siglufjörður:
Skemmdar-
verk á bílum
Siglufirði
SKEMMDARVERK vom unnin á
tiu bílum á Siglufirði í hádeginu
síðastliðinn þriðjudag.
Þegar að var komið hafði lakkið
verið rispað svo að stór sá á bflunum,
sem stóðu við Hólaveg, Ártún og
Fossveg á um 600 metra kafla. Að
sögn lögreglu er hér um mikið eigna-
tjón að ræða, en ekki hefur tekist
að hafa upp á hver eða hveijir voru
að verki.
ákveðna tillögu um að þessar breyt-
ingar yrðu gerðar og að hann teldi
að Björn hefði fengið mjög góðan
stuðning innan þingflokksins til for-
mennsku í nefndinni. „Eyjólfur
Konráð taldi eðlilegast og skynsam-
legast að kjósa um þetta með bein-
um hætti í þingflokknum eins og
gert var í fyrra og af því yrðu eng-
in eftirköst. Ég tel að hann hafi
komið fram mjög drengilega í mál-
inu,“ sagði Davíð.
Davið sagði jafnframt að leitað
hefði verið leiða til að gera þessar
breytingar með öðrum hætti. „Ég
er ánægður með hvernig Eyjólfur
Konráð tekur þessu og er þakklátur
fyrir það,“ sagði Davíð. Sagði hann
að þetta hefði verið mjög vandmeð-
farið mál þar sem þingmenn mætu
Eyjólf Konráð mjög mikils. Bæði
Björn og Eyjólfur væru mikils virt-
ir innan þingflokksins.
Eyjólfur Konráð sagðist hafa far-
ið fram á það á þingflokksfundinum
að allir núverandi fulltrúar flokks-
ins í utanríkismálanefnd yrðu sjálf-
kjömir en það hafi ekki verið sam-
þykkt og því hefði kosning farið
fram. Hann sagðist hafa heyrt
umtal um það í um það bil einn
mánuð að breytingar af þessu tagi
kæmu til greina. „Ég frétti þó ekki
fyrr en í dag að það myndi ganga
svona langt. Þegar úrslitin lágu
fyrir lýsti ég því yfir að ég óskaði
ekki eftir áframhaldandi setu í
nefndinni. Ég mun þó starfa áfram
að mínum hugðarefnum, sem em
fyrst og fremst utanríkismálin, og
ég tel að ég geti áfram haft áhrif
á þau. Ég hef alltaf barist fyrir
sjálfstæðisstefnunni, ekki síst í ut-
anríkismálum, og ég mun herða
baráttuna eins og ég get,“ sagði
hann.
Björn Bjamason sagði eftir fund-
inn í gær að ljóst hefði verið af
aðdraganda málsins að ekki næðist
samkomulag um það en þingflokkn-
um bæri skylda til að ákveða hveij-
ir tækju sæti í þingnefndum af
hans hálfu. „Eyjólfur Konráð lagði
til að það yrðu kosningar og þá
urðu menn að ganga til atkvæða
og afgreiða málið með lýðræðisleg-
um hætti,“ sagði Björn. Geir H.
Haarde, formaður þingflokksins,
sagði að eðlilega hefði verið staðið
að kosningunni að öllu leyti en vildi
ekki tjá sig um hvaða ástæður
væm fyrir því að þingflokkurinn
gerir þessar breytingar.
Sjá einnig fréttir af Alþingi
á miðopnu.
„Ég var að þrífa lauf og annað,
og var að hamast við að bursta og
sópa upp við vegginn. Þá dimmir
yfir höfðinu á mér og skyndilega var
mikill hávaði, og ég flúði eins og
fætur toguðu inn í hús.“ Þannig lýs-
ir Þorbjörg Þóroddsdóttir því hvemig
hún komst að raun um að geitungar
höfðu byggt sér bú í skjólvegg við
húsið. Þorbjörg hringdi í Kristmund
Skarphéðinsson meindýraeyði og
fékk hann til að fjarlægja búið.
Erling Ólafsson hjá Náttúmfræði-
stofnun íslands sagði að geitungar
væm mjög fjölhæfir í staðarvali búa
sinna. Vinsælt væri hjá þeim að
byggja bú sín í milliveggjum inni á
lóðum. Einnig væri geitungabú að
finna undir þakskeggjum, í holum í
jörðu, og í blaðþykku hekki. Erling
sagði geitungabú skjóta upp kollin-
um víða um land þessa dagana og
Náttúmfræðistofnunin hefði fengið
þó. nokkrar tilkynningar frá fólki.
Því virtist ekki minna um geitunga
nú en í fyrra.
Matthías
Signrður í 5.—17. sæti
Héraðsdómur Reylqavíkur kveður upp úrskurð í kókainmálinu
Tveir í gæsluvarðhald
vegna raimsóknarinnar
EFTIR þríðju umferð Evrópumeistaramótsins í skák, sem tefld var
í gær, era Nalbandian, Rogozenko, Rasik og Ceteras í 1.-4. sæti,
með 2Vi vinning. Sigurður Daði Sigfússon er í 5.-17. sæti með 2
vinninga.
Evrópumeistaramótið, sem er
fyrir skákmenn undir tvítugu, er
haldið í Sas van Gent í Hollandi.
Þriðja umferðin einkenndist af
mörgum jafnteflum. Sigurður Daði
hafði svart á móti Finnanum Hen-
riksson og upp kom Marshall-árásin
í spænskum leik. Sigurður Daði
fórnaði snemma tveimur peðum og
svo skiptamun og virtist vera með
unna stöðu. Finninn sá hins vegar
við því og komst út í aðeins verra
endatafl. Sigurður sættist loks á
skiptan hlut og lauk því skákinni
með jafntefli, eftir 72 leiki.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp úrskurð um að Steinn
Ármann Stefánsson, 25 ára gamall maður, sem lauk flótta sínum
með 1,2 kíló af kókaíni undan fíkniefnalögreglunni með því að aka
á lögreglubíl og slasa lögreglumann lífshættulega, skuli sæta gæslu-
varðhaldi til 18. september. Einnig var 32 ára gömlum manni, sem
talinn er hafa verið í vitorði með honum um innflutning og dreifingu
á efninu, gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku, en lögregla hafði
gert kröfu um gæsluvarðhald í þrjár vikur yfir honum.
Fíkniefnalögreglan verst allra sóknarlögregla ríkisins með hönd-
frétta af gangi rannsóknar fíkni- um rannsókn á þeim afbrotum sem
efnamálsins, en auk þess sem hún manninum eru gefin að sök með
rannsakar þann þátt, hefur Rann- glæfraakstri sínum undan lögregl-
unni og árás með skærum á lög-
reglumenn sem hugðust handtaka
hann.
Jóhannes Sturla Stefánsson, lög-
reglumaðurinn, sem slasaðist í
árekstri er reynt var að stöðva flótta
mannsins, liggur enn meðvitundar-
laus á gjörgæsludeild Borgarspítal-
ans. Honum er haldið sofandi og
mun það liður í meðferð iækna á
höfuðáverkum hans að láta hann
sofa í nokkra daga enn.