Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 Minning: Jón Þórðarson frá Borgarholti Fæddur 11. júlí 1902 Dáinn 12. ágúst 1992 Jón Þórðarson, sá góði kennari við Austurbæjarskólann, er látinn. Hann var okkur nemendum sínum mjög kær, og upp í hugann koma margar minningar frá þeim árum sem hann kenndi okkur, en það var stuttu eftir heimsstyijöldina síðari. Við áttum því láni að fagna að hafa hann sem kennara nánast öll bamaskólaárin. Og lagði hann grunninn að mörgu því sem við búum að ennþá í dag. Prúðmannleg framkoma hans var sannarlega til fyrirmyndar, enda hraut aldrei hnjóðsyrði af vör- um hans, í stað ávítana kom alvar- legur svipur og hæfílega löng þögn, sem heltók mann. En það var ekki oft sem sá svipur sást, oftar kannski viprumar um munninn þegar hon- um var skemmt. Og við hvísluðum því að Jón væri að „hlæja innan í sér“. Trúlega hefur verið erfítt að hafa hemil á tápmiklum krökkum, eins og alltaf er, og til að það mætti takast virkjaði Jón alla með því að ala á hæfílegum samkeppnisanda, en sá andi var í formi leikja; við kepptum milli bekkja, raða og kynja, Og keppt var í sögu, landa- fræði, reikningi o.s.frv. Umbunin var sú að fá að leika sér úti í heil- an tíma. En þá leiki skipulögðum við sjálf og urðum að gæta þess vandlega að tmfla ekki kennslu- stundir hjá öðmm. Við fengum að vita að við bæmm ábyrgð á því sem við gerðum. Meðai okkar ríkti góð samstaða sem Jón efldi, án þess að vera sjálfur miðdepillinn. Við lærðum að vera með öðmm og taka tillit til þeirra. Önnur umbun var sú, ef við leyst- um eitthvað vel af hendi, að fá að lesa í bókum, sem stóðu uppi á hillu, og tilheyrðu ekki námsefninu. Þær bækur komum við með sjálf og lán- uðum hvert öðm. Þannig lærðum við að sjálfsagt var að lesa og fræð- ast um fleira en það sem manni var beinlínis uppálagt í skóla. Við skild- um seinna, ef við skildum það ekki þá, að allt nám er í rauninni sjálfs- nám. Brageyrað var þjálfað með því að láta okkur yrkja, enda ortum við kynstrin öll uiú náttúmna, bekk- inn og annað, stundum í alvöm, stundum í kerskni. Og stóðum keik og þuldum afurðimar, og skemmt- um okkur vel. Aðrir spreyttu sig á sögum, eða frásögnum, og allt var þetta sett í „vinnubækur“. Við lærð- um að tjá okkur, og það sem meira var, kennarinn hlustaði alvarlegur á „skoðanir" okkar, sem stundum vom settar fram í hita, en á þeim áram var sjaldgæft að nemendum leyfðist slíkt. Það uppgötvuðu þeir þegar síðar var sest á aðra skóla- bekki. Og þessum skemmtilegu ámm, því skemmtileg vom þau, lauk með skólaferðalagi sem var hápunktur alls og stóð í þijá daga. Við fómm um Snæfellsnesið. Nú á dögum yrði erfítt að skýra hvílíkt ævintýri slík ferð var í augum bama. Ekki var verra að geta fjármagnað ferðina að mestu sjálf, með því að gefa út skólablað. Þetta var alvöru blað, prentað í prentsmiðju. Eins og nærri má geta þurfti Jón að leggja mikla vinnu í þetta allt. Og eins og nærri má geta fannst okkur það sjálfsagt. Starf kennara er þannig vaxið að sjaldnast sér hann beinan árang- ur af því, árangur kemur ekki í ljós fyrr en löngu seinna, kannski ekki fyrr en eftir tugi ára. Og þá sem undiraldan í nið kynslóðanna. Þótt Jón Þórðarson sé látinn býr hann og starf hans enn með okkur, í því sem við gerðum og emm enn- þá að gera. Álfrún Gunnlaugsdóttir, Erla Sigurbjörnsdóttir og Kolbrún Valdemarsdóttir. Jón Þórðarson kennari frá Borg- arholti er fallinn frá níræður að aldri. Jón Þórðarson var einstakur maður, frábær kennari og lærifaðir sem veitti nemendum sínum vegar- nesti er entist í áratugi. Það em einstök forréttindi að hafa haft hann að kennara. í kennslunni flétt- aði hann saman leik og starfi og hafði sérstakt lag á því að fá okkur öll til að leggja okkur fram. Undir handleiðslu hans mynduðust óijúf- anleg tryggða- og vináttubönd milli okkar nemendanna. Gamlir nemendur Jóns Þórðar- sonar senda fjölskyldu hans innileg- ar samúðarkveðjur við fráfall hans. I þakklætis- og virðingarskyni við minningu hans hafa þeir í hyggju að stofna minningarsjóð um hann til að gefa út bók með áður óbirtum Ijóðum hans. Framlög til minning- arsjóðsins má leggja inn á banka- bók nr. 222 í Búnaðarbanka Íslands í Garðabæ (0318-höfuðbók 13). Nánari upplýsingar veita Bene- dikt Sveinsson s. 657741, Ester Kaldalóns s. 686346 og Gísli B. Bjömsson s. 627211/71635. Blessuð sé minning Jóns Þórðar- sonar. B. Sv. Góður maður og frábær kennari er genginn. Fátt er heilladrýgra ungum skólanema en að eignast góðan læriföður. í sex vetur var Jón Þórðarson kennari okkar G-bekk- inga. Hann beitti fjölbreyttri kennslutækni og kunni þá list að laða fram það besta í hveijum nem- anda. Hann gerði námið að leik, leikinn að námi. Okkur öllum kom hann til nokkurs þroska. Jón Þórðarson var frumkvöðull á ýmsum sviðum kennslumála, notk- un vinnubóka og tungumálakennslu ungra nemenda, svo fátt eitt sé nefnt. Hann stofnaði einnig einka- bókasafn fyrir nemendur sína. Af öllum kennslugreinum var íslensk- an honum kæmst. Framkoma hans var fáguð og hógvær. Ég þakka Jóni Þórðarsyni ómet- anlega leiðsögn og kennslu. Fjöl- skyldu hans votta ég samúð mína. Blessuð sé minning hans. Esther Kaldalóns. Jón Þórðarson kennari andaðist 12. ágúst síðastliðinn eftir veikindi, níræður að aldri. Jón fæddist 11. júlí 1902 í Borgarholti í Miklaholts- hreppi í Hnappadalssýslu. Foreldrar hans vom hjónin Þórður Pálsson og Sesselja Jónsdóttir, sem bjuggu þar á bæ, og vom þau bæði fædd í Álftaneshreppi í Mýrasýslu. Jón lauk kennaraprófí árið 1929. Jafnframt kennaranámi sótti hann íþróttanámskeið á vegum íþrótta- sambands íslands og Ungmennafé- lags íslands. Hann tók nokkum þátt í fijálsum íþróttum, einkum hlaupum. Jón var í stjóm Ung- mennafélagsins Velvakanda í Reykjavík um skeið og stofnaði deild innan félagsins fyrir unglinga. Jón hélt einkaskóla í Reykjavík 1932 til 1938 en helsti starfsvett- vangur hans var Austurbæjarskól- inn í Reykjavík þar sem hann var kennari í alls 37 ár, eða árin 1935 til 1972. Hann bæði þýddi og fmm- samdi nokkrar vinnubækur í landa- fræði. Jón var ljóðelskur og orti sjálfur, birti ljóð í blöðum og tíma- ritum og gaf út tvær ljóðabækur, Undir heiðum himni árið 1938, og Á fleygri stund árið 1975. Hann samdi bókina Arfleifð kynslóðanna, nokkrir þættir íslenskrar bók- menntasögu til 1750, sem kom út árið 1980. En bókmenntir, saga og landafræði vom mikil áhugaefni hans jafnt í starfí sem í leik. Jón kvæntist árið 1941 Þórunni Elfu Magnúsdóttur rithöfundi. Börn þeirra em: Einar Már, doktor í sagnfræði og kennari við Sorbonne háskóla í París; Magnús Þór (Meg- as) dægurlagasöngvari; Anna Mar- grét, húsmóðir og starfsstúlka hjá tannlækni. Bamabömin em sjö: Jón og Þórann Elfa skildu. Eins og margir aðrir piltar úr sveit sem fæddir voru í upphafí ald- arinnar hreifst Jón af hugsjónum ungmennafélagshreyfíngarinnar og hélt tryggð við þær alla ævi. Þær vom leiðarljós hans alla tíð og hafn- ar yfír dægurþras hverrar stundar og tengdust hugmyndum hans í kennslumálum. Landgræðsla var honum hugleikin en mannrækt var þó kennaranum ávallt efst í huga: Hver einstaklingur átti að fá að þroskast á eigin forsendum og eigin ábyrgð. Ríkur sjálfsagi var sterkur þáttur í lífí hans sjálfs. Ekki alls fyrir löngu var ég að ræða við skólasystur mína úr bama- skóla á áranum 1946 til 1950, þeg- ar við vomm átta til tólf ára, um námsleiða og virkni nemenda og hún sagði eitthvað á þessa leið: Mér fannst gaman að læra í bama- skóla og í háskóla en ég minnist áranna í gagnfræðaskóla og menntaskóla með lítilli hrifningu. Ég svaraði að bragði að reynsla mín af skólum væri nákvæmlega sú sama og hennar og við fórum síðan að ræða um kennarann okkar í bamaskóla, Jón Þórðarson, og kennsluhætti hans. Jón reyndi að örva allt hið besta sem hann taldi sig geta fundið í hveijum nemanda. Hann hvatti þá til sjálfstæðra vinnubragða löngu áður en það var komið í tísku að tala um slíkt. Ef nemandinn var góður að teikna þá fékk hann .oft að teikna í tímum, jafnvel þótt tíminn væri ekki endilega ætlaður til teiknikennslu. Ef nemandinn hafði fyrst og fremst áhuga á bók- lestri, en lítinn áhuga á teikningu, kom sterklega til greina að hann fengi að lesa góða bók í teiknitíman- um. Gmndvallaratriði í náminu vom samt aldrei vanrækt; þvert á móti var keppst við að ljúka tilskipaðri námsskrá á sem stystum tíma og með sem bestum árangri. Bekkur- inn okkar hafði þannig í ellefu ára bekk Iokið að mestu ef ekki öllu leyti námsskrá tólf ára bekks. Árangurinn náðist með mildi og frelsi. Og að sjálfsögðu með hvatn- ingu, þar á meðal innbyrðis sam- keppni, sem sumir sérfræðingar nú á dögum gætu nefnt gáfnadýrkun í einhverri misskilinni jafnaðar- mennsku. En þess var ávallt gætt að blanda hæfílega saman leik og stafí. Að lokinni góðri vinnu bekkj- arins var gjarnan gefíð frí tiltekinn tíma án tillits til þess hvort það væru frímínútur. Jón Þórðarson var aldrei reiður í minningu minni. Hann hrósaði þegar vel gekk en þegar ég eða einhver annar hafði verið latur eða hyskinn sagði hann ekkert en var alvarlegur og jafnvel hryggur á svipinn. Það var áhrifarík áminning sem seint gleymist. Og eins og fyrr hefur verið vikið að reyndi Jón að laða fram það besta í hæfileikum hvers og eins og fá nemandann til að þróa helstu og sérstæðustu eigin- Erfidrykkjur C ilæsileg kaffi- hiaðborð fallegir salir og mjög góö þjónusta. Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR UÍTEL LimtlllK t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ELÍAS HELGASON netagerðarmeistari, Miðvangi 98, Hafnarfirði, sem lést þann 14. ágúst sl., verður jarðsunginn föstudaginn 21. ágúst kl. 13.30 frá Víðistaðakirkju. Erla Bessadóttir, Sigurrós Elíasdóttir, Helgi Elíasson, Bessi Haildór Þorsteinsson, Agnes Jóhannsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG JAKOBSDÓTTIR húsfreyja, Hraunsholti, Garðabæ, lést að kvöldi 18. ágúst. Valdimar Pétursson, Jakob Valdimarsson, Ástráður Valdimarsson, Margrét Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. I Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, SIGURGRÍMUR GRÍMSSON verkstjóri, Mímisvegi 6 (áður Hjallavegi 12), Reykjavík, lést í Landspítalanum 16. ágúst. Jarðsett verður frá Fríkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Valgerður Bjarnadóttir, Erna Ragnheiöur Sigurgrímsdóttir, Árni Ólafsson, Bjarni Sigurgrímsson, Hjördís Óskarsdóttir, Ingibjörg Sigurgrfmsdóttir, Örn Leósson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlfð, áðurtil heimilis á Lyngholti 5, Akureyri, lést 16. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Aðstandendur. t Elskuleg móðir mín, DÍANA EINARSDÓTTIR, Leifsgötu 26, lést 18. ógúst. Óiafur Jóhannsson. t Eiginmaður minn, HAFSTEINN BJÖRNSSON fv. fulltrúi, Kirkjuteigi 29, Reykjavík, andaðist 18. ágúst síðastliðinn. Ingibjörg Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.