Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÚDAGUR 20. ÁGÚST 1992
11
Borgarráð:
Meirihluti fyrir sölu lóð-
arinnar við Listabraut
- segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri
Morgunblaðið/KGA
Frá kynningarfundi Sammenntar. Talið frá vinstri: Hellen Magnea
Gunnarsdóttir, Kristján Jóhannsson, fundarstjóri, Þorsteinn Helga-
son, Ágúst Ingþórsson og Oddfríður Halla Þorsteinsdóttir.
Sammennt:
MARKÚS Örn Antonsson borg-
arstjóri, telur að meirihluti sé
fyrir því í borgarráði að bjóða
lóðina á horni Listabrautar og
Kringlumýrarbrautar hæstbjóð-
anda til kaups. Tillaga þess efnis
hefur verið lögð fram í borgar-
ráði og er gert ráð fyrir að lóðin
verði seld í einu lagi og geta
kaupendur verið einstaklingar,
fyrirtæki og/eða stofnanir, einn
eða fleiri saman. 25% kaupverðs-
ins greiðist með 3 jöfnum greiðsl-
um á 6 mánuðum, fyrst við undir-
ritun kaupsamnings, en eftir-
stöðvar lánar borgarsjóður til 6
ára. Á borgarráðsfundi í gær
lagði Katrín Fjeldsted fram til-
23 milljóiia króna styrkur til íslands
Á ÍSLANDI hefur verið starfrækt síðan í september 1990 Sam-
starfsnefnd atvinnulífs og skóla, Sammennt, og er hún milligöngu-
aðili íslands við Comett-áætlun Evrópubandalagsins. Comett-áætl-
unun gengur út á að efla samskipti skóla og atvinnulífs innan EB
en lönd innan EFTA geta einnig orðið aðilar að áætluninni. Styrk-
veitingar Comett nema um 300 mil\jónum íslenskra króna og rúm-
lega 23 miHjónir fara til verkefna á íslandi.
Skilyrði fyrir styrk frá Comett vegi, og koma í aðgengilegt form
eru nokkur en ófrávíkjanlegt er
að á móti þeirri upphæð sem Co-
mett leggur fram komi önnur jafn-
há eða hærri frá aðilum að verk-
efnunum.
Stærsti styrkurinn, rúmar 16
milljónir króna, fer til verkefnis á
sviði gæðastjórnunar í sjávarút-
vegi. Reynt verður að safna saman
þeirri þekkingu og reynslu, sem
er til staðar í evrópskum sjávarút-
og á framfæri við evrópsk sjávar-
útvegsfyrirtæki.
Verkefninu verður stjómað frá
skrifstofu Sammenntar og felst í
því að útbúa námsgögn fyrir þijú
námskeið um gæðastjómun fyrir
starfsmenn og stjómendur í evr-
ópskum sjávarútvegi. Flestir þátt-
takendur koma frá íslandi en auk
þess standa að verkefninu fyrir-
tæki, stofnanir og háskólar í níu
ríkum EB. Áætlaður kostnaður við
námskeiðið er 43 milljónir króna.
Mismunurinn er aðallega fyár-
magnaður með aðstöðu- og vinnu-
framlagi þeirra fyrirtækja og
stofnana, sem að verkefninu
standa.
Um 2,6 milljóna króna styrkur
verður notaður til að standa að
þremur stuttum þjálfunamá-
mskeiðum um nýja staðla í málm-
iðnaði, geymsluþol matvæla og
pappírslaus viðskipti.
Sammennt fær einnig 3 milljón-
ir króna í styrk frá Comett til að
standa að stúdentaskiptum. Tólf
íslendingar munu fara til starfa í
fyrirtækjum í Englandi, Danmörk,
írlandi, Þýskalandi og Spáni. Tveir
stúdentar frá Belgíu og írlandi
munu koma til íslands og dvelja
hér í sex mánuði hvor um sig.
Loks var veitt rúmlega 1 milljón
króna til að standa að tveimur
starfsmannaskiptum. Kennari frá
Iðnskólanum í Hafnarfirði mun
vera í 6 mánuði við CAE stofnun-
ina í Þýskalandi en þar er unnið
að rannsóknum og þróun á fram-
leiðslutækni í málmiðnaði. Starfs-
maður Iðntæknistofnunar íslands
mun dvelja í 3 mánuði við The
Welding Institue í Englandi og er
dvölin þar liður í uppbyggingu
málmsuðunáms á íslandi, þannig
að það standist ítrustu kröfur sem
gerðar eru í Evrópu.
lögu um að lóðinni verði breytt
í grænt svæði, en afgreiðslu máls-
ins var frestað.
Fyrir liggur umsókn um lóðina
frá McDonald’s veitingahúsakeðj-
unni og í umsögn skipulagsnefndar
kemur fram að nefndin telji ekkert
því til fyrirstöðu að gera ráð fyrir
veitingahúsi á lóðinni.
Borgarráð samþykkti bókun
skipulagsnefndar með fjórum at-
kvæðum gegn einu. Elín G. Ólafs-
dóttir, Kvennalista og Guðrún Ág-
ústsdóttir, Alþýðubandalagi,
áheyrnarfulltrúar á fundum borgar-
ráðs, lögðu fram bókun um að þær
teldu æskilegt að halda lóðinni á
homi Listabrautar og Kringlumýr-
arbrautar auðri og því væru þær á
móti úthlutun hennar.
í bókun Katrínar Fjeldsted, Sjálf-
stæðisflokki, sem greiddi atkvæði
gegn bókun skipulagsnefndar, segir
að hún sé þeirrar skoðunar að á
umræddri lóð eigi ekki að byggja,
heldur sé rétt að rækta hana upp.
„Mér þykir nóg hafa verið byggt
umhverfis Borgarleikhúsið og vek
athygli á því að eina óskerta sjón-
línan að leikhúsbyggingunni er frá
Kringlumýrarbraut. Byggingar á
homi Listabrautar og Kringlumýr-
arbrautar myndu skerða hana.
Umhverfi Kringlunnar er fyrst og
fremst malbik og steypa, þannig að
svæðið hefur grátt og fremur óaðl-
aðandi yfirbragð. Lágvaxinn gróður
á umræddri lóð væri þannig að auki
til prýði í grárri flatneskjunni."
STETNIAUS VATNSMELÓNA, 59, KR./KG.
KANARÍ-MELÓNA 99 KR./KG.
RAUÐBLEK
HUNANGS-
MELÓNA,
99 KR./KG.
Melónur eru bragðmildar en ljúffengar og
umfram allt safaríkar. Nú gefst gott tækifæri til að
kynnast margvíslegum melónum því þær fást á
sérstöku tilboðsverði í Hagkaup.
Hunangsmelónur, jólasveinamelónur, Casaba-
melónur, persneskar melónur, steinlausar
vatnsmelónur - komdu í Hagkaup og fáðu þér
afbragðsgóða og safaríka melónu.
HVÍT HUNANGSMELÓNA, 99 KR./KG.
HAGKAUP
-aUt í einni Jerö
PERSNESK MELÓNA, 99 KR./KG.
CASABA-MELÓNA, 99 KR./KG.