Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FTMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
Nýja galleríið opnað á Lækjarbakka
Sdfossi.
NÝTT gallerí verður opnað í dag,
fímmtudaginn 20. ágúst, á Læbj-
arbakka í Gaulveijabæjarhreppi
klukkan 13. Það er til húsa í sal
sem eigandi þess, Þóra Sigurjóns-
dóttir listakona, hefur unnið að í
sumar.
í Nýja galleríinu, eins og það
pefnist, verða ýmis listaverk til sýn-
is, þar sem efniviðurinn er meðal
annars sóttur til náttúrunnar. Til
sýnis eru málverk, málaður rekavið-
ur, steinar og fleira.
Nýja galleríið hjá Þóru á Lækjar-
bakka verður opið fram á haust og
opnunartíminn virka daga verður
klukkan 13- 18 eða eftir samkomu-
lagi. Sig. Jóns.
pnny
..stóri smábíllinn sem hæfir öllum
3 og 5 dyra hlaðbakur • 4 dyra stallbakur • 72 og 84
hestafla vél • 5 gíra beinskipting eða
4 þrepa tölvustýrð sjáifskipting • Hvarfakútur
Verð frá: 694.000,- kr. •
Aukabúnaður (t.d.): Topplúga: 38.000,- kr.
og álfelgur: 29.000,- kr.
HYunoni
...til framtídar
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
Armúla 13 • Súni: 68 12 00
Bein lína: 3 12 36
Rögnvaldur Olafsson
heildsali - Minning
Fæddur 14. ágúst 1942
Dáinn 12. ágúst 1992
Nú er Rögnvaldur Ólafsson lát-
inn, langt um aldur fram eftir erfið
veikindi. Valdi frændi, eins og ég
kalla hann alltaf, var hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom og
mikill bamavinur. Ég minnist dag-
anna í æsku er ég dvaldi stundum
á heimili þeirra hjóna Erlu og Valda.
Það var mikil upplifun fyrir stelpu
úr litlum, rólegum bæ að koma til
þeirra þar sem allt iðaði af lífi og
§öri. Ánægjulegt þótti mér að Valdi
og Erla gætu verið við brúðkaup
okkar í júní síðastliðnum, þrátt fyr-
ir hans erfiðu veikindi og ekki bar
hann þau á torg sem lýsir því vel
hvemig hann var.
Með þessum orðum vil ég þakka
Valda fyrir allt.
Elsku Erla, Solla, Raggi, Rögn-
valdur og Alda, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Anna María og fjölskylda.
Mig langar að kveðja vin minn
Rögnvald Olafsson er lést 12. ágúst
sl. eftir hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Fjölskyldu hans vil ég biðja
styrks frá þeim almáttuga til að
bera sorgina sem nú hefur verið á
þau lögð.
Rögnvaldur fæddist í Reykjavík
14. ágúst 1942. Foreldrar hans vom
Ólafur H. Stefánsson skipstjóri og
Sólrún Elín Rögnvaldsdóttir. Hann
átti einn bróður, Gunnar Ólafsson,
fæddan 1934.
Rögnvaldur kvæntist 25. des.
1962 Þóreyju Erlu Rögnvaldsdóttur
og eignuðust þau fjögur börn. Þau
em Sólrún Elín, fædd 1960, maki
Sigurður Ingvarsson og eiga þau
tvær dætur, Ragnar, fæddur 1962
og á hann eina dóttur, Rögnvaldur
Þór, fæddur 1965, sambýliskona
Anna Helga Jónsdóttir, og Alda
Jenný, fædd 1967.
Rögnvaldur lauk verslunarprófi
frá Verslunarskóla íslands árið
1963, starfaði síðan við skrifstofu-
störf hjá Kassagerð Reykjavíkur, en
réðst þaðan sem skrifstofustjóri til
Dalvíkurhrepps. Þaðan liggur leiðin
aftur suður, er hann tekur við skrif-
stofustjóm hjá Prenthúsi Hafsteins
Guðmundssonar. Síðar starfaði hann
hjá Flugleiðum, uns hann réði sig
til Ferðaskrifstofunnar Útsýnar sem
aðalgjaldkeri. Þaðan réðst hann sem
hótelstjóri á Hótel Borg og starfaði
þar til ársins 1987, en síðan rak
hann eigið heildsölufyrirtæki, R.
Ólafsson, og starfaði við það til
dauðadags.
0 BOSCH
Bor og
1 brotvélar
Bor/brotvél 1100 W. Borar í
stein allt að 50 mm. Þyngd
12,5 kg.
iih
Gunnar Ásgeirsson hf.
Borgartún 24
Sími: 626080 Fax: 629980
Umboðsmenn um land allt
GBH
745 DE
Bor/brotvél 880 W. Borar í stein
allt að 45 mm. Stiglaus rofi.
Þyngd aðeins 7,5 kg.
Leiðir okkar Rögnvaldar liggja
saman er við hófum báðir störf- í
nýju Prenthúsi Hafsteins Guð-
mundssonar að Bygggörðum á Sel-
tjarnamesi. Það duldist engum þeim
er kynntist Rögnvaldi að þar fór
maður sem hafði óvenjulega
skemmtilegt lundarfar, alltaf fullur
af lífsgleði og frjöri. Hann hafði ætíð
lag á að draga fram jákvæðu hlið-
amar á öllum málum og gat smitað
út frá sér góða skapinu, léttleikanum
og glensinu, þannig að mönnum leið
vel í návist hans.
Þannig æxluðust málin með tím-
anum að við urðum góðir kunningjar
og vinir, sem hélst áfram þótt við
báðir færum að starfa á öðmm
vinnustöðum. Við störfuðum saman
í Oddfellowreglunni, þar sem ég
kynntist mannkostum hans enn bet-
ur. Við hjónin eigum margar dýr-
mætar minningar frá ferðalögum og
samverustundum með þeim Rögn-
valdi og Erlu.
En nú þegar forsjónin hefur tekið
svo afdráttarlaust í taumana og hrif-
ið vin okkar á brott og erfitt er að
sætta sig við orðinn hlut, vil ég
þakka þeim sem öllu ræður fyrir það
að hafa fengið að njóta vináttu og
samfylgdar Rögnvaldar Ólafssonar.
Ljós yfir vegum hvers lýðs og manns,
vér leggjum með þér út á tímans straum.
M beitir í strenginn, en stefnir til lands,
þótt stríkki og dýpki og vöð séu naum.
Og skriki fótur og falli yfir,
í ijarlægð, í hæðum minningin lifír.
Merkið vort bjarta, þig heimtar hvert hjarta,
því hvað er vort líf, ef það á engan draum.
(Einar Benediktsson: Frelsi)
Árni M. Björnsson.
Þegar við fréttum að Röggi vinur
okkar væri dáinn setti okkur hljóða.
Þó vissum við að hveiju dró. Dauð-
inn kemur alltaf á óvart. Við vitum
að Röggi er kominn þangað sem
honum líður vel. Við áttum því láni
að fagna að kynnast Rögga fyrir
nokkrum árum. Okkur féll strax
mjög vel við frískleika hans og ein-
lægni og tókst með okkur vinátta
sem á eftir að hlýja okkur um hjarta-
rætur um ókomin ár. Það var alltaf
gott að koma til Rögga og Þóreyjar
og ræða málin, þar réði bjartsýni
þeirra hjóna ríkjum, þrátt fyrir að
þau gengju í gegnum mikla erfíð-
leika. Þórey stóð sem klettur við
hlið manns síns í þeirri erfiðu bar-
áttu sem hann gekk í gegnum síð-
ustu árin. Saman börðust þau við
þann vágest sem að Iokum sigraði.
Vinur okkar Röggi var alltaf sami
hressi og káti drengurinn þó að hann
væri oft veikur.
Við þökkum elsku Rögga sam-
fylgdina og biðjum góðan guð að
varðveita hann. Elsku Þórey og böm,
guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar.
Friðjón og Guðrún.
Gamall félagi og skólabróðir er
látinn, eftir erfið veikindi, langt um
aldur fram. Ég get ekki látið hjá
líða að minnast hans með nokkrum
fátæklegum orðum.
Rögnvaldi kynntist ég fyrst í öðr-
um bekk í Versló og tókust strax
með okkur góð kynni og vorum við
sessunautar næstu tvö árin. Valdi
var að sumu leiti ólíkur okkur hinum
nemendunum, var kominn með konu
og krakka og þóttist fær í flestan
sjón. Erla blessunin, kona hans, hef-
ur eflaust ekki alltaf verið öfunds-
verð, að hafa bónda sinn í félags-
skap okkar strákanna sem vomm
lausir og liðugir og .kölluðum ekki
allt ömmu okkar. Mikið var brallað
og framkvæmt á skólaárunum og
vomm við trúlega ekki alltaf til fyrir-
myndar, en Valdi var mikill ærsla-
belgur og tók fullan þátt i öllu, sem
hefur eflaust bitnað á konu og heim-
ili, meðan á þessu stóð. Rögnvaldur
var góður námsmaður, flínkur í fím-
leikum, betri en ég í vélritun og fékk
vélritunarbikarinn við útskrift.
Að námi loknu tók alvara lífsins
við og hóf Valdi strax störf hjá
Kassagerð Reykjavíkur þar sem
hann var í nokkur ár, eða þar til
hann réðst sem skrifstofustjóri til