Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 40
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVlK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÖLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSÁSÖLU 110 KR. Skákþing Islands: Margeir o g Jielgi eru enn efstir MARGEIR Pétursson og Helgi Ólafsson eru enn efstir og jafn- ir á skákþingi íslands, og hafa báðir 2Vi vinning eftir þrjár uraferðir. í þriðja sæti er Hauk- ur Angantýsson með 2 vinninga og eina skák til góða. Fjórða umferð hefst í íþróttahúsinu við Strandgötu i Hafnarfirði kl. 17 í dag. Skákum þriðju umferðar lyktaði þannig að Margeir Pétursson gerði —jafntefli við Helga Ólafsson, Jón Garðar Viðarsson vann Þröst Ámason, Haukur Angantýsson vann Sævar Bjamason, Róbert Harðarson vann Þröst Þórhallson, Ámi Ármann Ámason vann Jón Árna Jónsson, og Hánnes Hlífar Stefánsson vann Björn Frey Bjömsson. ----444---- Arstími safnana að hefjast Dómsmálaráðuneytið hefur veitt félögum og samtökum leyfi til opinberra fjársafnana allar helgar septembermánaðar og þijár fyrstu helgar októbermán- aðar. Öðrum er ekki veitt leyfi á sama tíma og geta nýir aðilar því ekki skipulagt safnanir um helgar á þessum vinsælasta söfnunartima ársins. Dómsmálaráðuneytið veitir leyfi til opinberra fjársafnana samkvæmt sérstökum lögum. Mest er sóst eftir leyfum í september og október. Eru flestar þeirra fyrirfram fráteknar fyrir samtök sem hafa fasta fjáröfl- unardaga, svo sem skáta, SÍBS, Blindrafélagið og Flugbjörgunar- sveitina. Björg Jónsdóttir í dómsmálaráðu- neytinu segir að ekki séu veitt leyfi fyrir nema einni söfnun í einu og því sé erfitt að komast að á þessum tíma. Skýrsla Ríkisendurskoðunar og yfirskoðunarmanna ríkisreiknings: Blómkálið niðurfyrir 100 kr./kg FRAMBOÐ á íslensku blómkáli er nú í hámarki, ásamt kinakáli og spergilkáli, og er verðið nú í lágmarki að sögn Kolbeins Ágústssonar sölustjóra hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Hann sagði að kílóið út úr búð ætti nú að vera undir 100 kr., ,en í byijun uppskerutímans var það tæplega 400 kr. „Það lágmarksverð á blómkáli sem fólk hefur beðið eftir í allt sumar er nú komið, en þetta stend- ur væntanlega stutt, eða eitthvað fram í næstu viku. Magnið í ár er svipað og í fyrra, en mun seinna á ferðinni,“ sagði Kolbeinn. Staða ríkissjóðs versnaði um 50 milljarða 1987-1990 Lífeyrisskuldbindingar ríkisins jukust um rúma 5 milljarða á árinu 1990 PENINGAJLEG staða ríkissjóðs versnaði um rúma 50 milljarða króna frá árínu 1987 til loka ársins 1990 og var hún neikvæð um 63,2 millj- arða króna í árslok 1990. Með peningalegri stöðu er átt við peningaleg- ar kröfur og eignir ríkissjóðs að frádregnum skuldum. Þetta kemur fram í skýrslu yfirskoðunarmanna ríkisreiknings og Ríkisendurskoðun- ar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 1990. Af versnandi pen- ingalegri stöðu ríkissjóðs má rekja 30,6 milljarða til hallareksturs ríkis- sjóðs en aðrar breytingar skýrast af hreyfingum á efnahagsliðum og af endurmati. Auk þessa hvíla á ríkissjóði lífeyrisskuldbindingar sem námu um 51 milljarði króna í árslok 1990 en alls jukust skuldbinding- ar A-hluta ríkissjóðs vegna lífeyrissjóða um 5.066 milljónir króna á árinu 1990. 11,3 milljörðum króna sem svarar til um 90% af öllum tekjuskatti ein- staklinga á árinu. Vara yfirskoðun- Fram kemur í skýrslu yfírskoð- unarmanna að á árinu 1990 hafí vaxtakostnaður ríkissjóðs numið Leit tollvarða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Handtekinn með LSD Keflavík. TOLLVERÐIR í Flugstöð Leifs Eiríkssonar handtóku varnarliðsmann af Keflavíkurflugvelli á þriðjudaginn, sem reyndi að smygla ofskynj- unarlyfinu LSD til landsins. Bandaríkjamaður- inn, sem er 19 ára gamall, var að koma frá Amsterdam og lenti í úrtakskönnun, sem fram- kvæmd er regíubundið af sérþjálfuðum tollvörð- um. Við leit á manninum fundust 10 skammtar af LSD, sem hann sagðist hafa keypt í Amster- dam. Efnið er lyktarlaust og því auðvelt að fela það. Rannsóknarlögreglan á Keflvíkurflugvellr hefur nú málið til meðferðar. Þetta er í þriðja sinn á nokkrum dögum sem tollverðir í Leifsstöð hafa handtekið menn með fíkniefni sem lent hafa í úrtakskönnun við komuna til landsins og hafði enginn þessara manna komið sögu fíkniefna hér á landi áður. -BB Morgunblaðið/Björn Blöndal Ofskynjunarlyfið LSD Lítið fer fyrir ofskynjunarlyfínu LSD. Til vinstri á myndinni má sjá 600 skammta sem komið hafði verið fyrir í sígarettupakkanum hægra megin á myndinni. Efnið fannst skömmu eftir að því hafði verið smyglað til landsins. armenn sérstaklega við vaxandi skuldsetningu ríkissjóðs í skýrslunni og vekja einnig athygli á miklum skuldbindingum ríkissjóðs vegna líf- eyrisréttinda starfsmanna ríkisins og annarra. Yfírskoðunarmennirnir, þeir Geir H. Haarde, Lárus Finnbogason og Magnús Benediktsson, vekja einnig athygli á að kostnaður við ýmsar fasteignir ríkissjóðs fór 355,2 millj- ónum kr. fram úr fjárheimildum á árinu 1990, sem er liðlega tvöföldun á fjárheimildum ársins. Er kaup og sala ríkissjóðs á eignum þrotabús Sigló hf. á Siglufirði og önnur við- skipti þeim tengd gagnrýnd sérstak- lega í skýrslu Ríkisendurskoðunar og yfírskoðunarmanna. „Upphaflegur tilgangur kaupa ríkissjóðs á þessum eignum var sá að tryggja kröfu sína að fjárhæð 64,4 milljónir króna en niðurstaða viðskiptanna var sú að ríkissjóður tapaði alls 177,1 milljón króna eða 112,7 milljónum króna meira en tap- ast hefði ef ekkert hefði verið að- hafst til að veija kröfuna. Yfírskoð- unarmenn telja í ljósi þessa tilviks að bæta þurfi vinnubrögð vegna kaupa og sölu ríkissjóðs á fasteign- um, vélum og tækjurn," segir m.a. í skýrslunni. Jeppi valt við Hvalfjörð JEPPI valt á Hvalfjarðarvegi skammt frá Brynjudal um átta- leytið í gærkvöldi. Bifreiðin var á leið inn með firðinum er óhapp- ið varð. Farþegi var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild, en ökumaður slapp lítið meiddur. Að sögn'lögreglu er óvíst um til- drög slyssins. Bifreiðin, sem er af Bronco-gerð, er gjörónýt. Vegurinn var rakur en annars ágæt aksturs- skilyrði og engir aðrir bílar á vegin- um er slysið varð. Meðferðarstofnunin á Vogi: 150 stórneytendur amfetamíns á ári EITT hundrað og fimmtíu stómeytendur amfetamíns hafa greinst ár- lega á meðferðarstofnuninni á Vogi frá 1983. Níu stórneytendur kóka- íns greindust á Vogi á síðasta ári og hafa 5-10 stórneytendur greinst árlega frá 1984. Stómeytendur em þeir sem hafa neytt efnanna minnst vikulega í hálft ár. Þetta kemur fram í viðtali við Þórarin Tyrfíngsson, yfirlækni á Vogi. Þórarinn segir að vel hafi tek- ist til með meðferð þessa fólks, en fimmtungur þeirra sem prófí kókaín ánetjist efninu á sjúklegan hátt. Sjá viðtal á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.