Morgunblaðið - 20.08.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
27
leika sína. í þessari viðleitni kennar-
ans fólst margt: Gott innsæi og
glöggur skilningur á börnum.
Manngæska. Virðing fyrir því sem
ólíkt er og umburðarlyndi. Ríkur
metnaður bæði fyrir eigin hönd og
annarra.
Ég á Jóni Þórðarsyni bamakenn-
ara margt að þakka og það eiga
fleiri.
Gísli Gunnarsson.
Fyrir fáeinum dögum var mér
tilkynnt, að Jón Þórðarson frá Borg-
arholti hefði andast hinn 12. ágúst
sl. Jón var kennari minn í Austur-
bæjarskólanum á sjötta áratug
þessarar aldar, og hann er mér
einkar minnisstæður af ýmsum
ástæðum. Mig langar til þess að
minnast hans hér nokkrum orðum.
Við nemendur Jóns vorum í
H-bekk, er var í stofu á annarri
hæð í norðurálmu Austurbæjarskól-
ans. Þetta var á ámm kalda stríðs-
ins svonefnda. Fimbulkuldi ríkti oft
í samskiptum stórvelda, og friður
hékk stundum á bláþræði. — En
það var jafnan hlýtt og notalegt í
H-bekknum, þar sem Jón Þórðarson
réð ríkjum.
Það er dálítið undarleg, en um
leið ljúf tilfinning að hverfa um 40
ár aftur í tímann og koma í hugan-
um í gamla bekkinn sinn. Jón
kenndi lestur, skrift, reikning, mál-
fræði, réttritun, ritgerð og margt
fleira. Hann kenndi okkur að þekkja
ýmis fjarlæg lönd og hætti þar, en
einkum fræddi hann nemendur um
landið okkar, ísland, þjóðina og
menningu hennar í víðasta skiln-
ingi. Jón notaði sérstakar
vinnubækur í kennslunni, og þar
átti nemandinn að leggja sitt af
mörkum, en ekki að vera óvirkur
þiggjandi. Við fórum t.d. í heimsókn
í Þjóðminjasafnið, og síðan áttum
við að teikna þar muni og gera einn-
ig grein fyrir þeim skriflega.
Eitt sinn fórum við í ferð á sögu-
slóðir Njálu undir leiðsögn Jóns, en
sú bók var honum hugleikin og rit-
skýringar hans afar lifandi. — Og
Jón kenndi okkur að umgangast
bækur af tilhlýðilegri virðingu. Við
skyldum safna bókum með reglu-
bundnum hætti og hafa af þeim
gagn og ánægju. Jón hafði glögga
tilfinningu fyrir fagurbókmenntum,
og hann útlistaði gildi þeirra af
mikilli smekkvísi. Hann var ljóð-
elskur og fékkst sjálfur við ljóða-
gerð, þótt hann flíkaði því lítt.
Jón fékk okkur til þess að æfa
leikrit og taka þátt í leiksýningum.
Þær voru í sýningarsalnum í suður-
álmu skólans, og síðar lékum við á
bamaskemmtunum í Austurbæjar-
bíói. Það var bæði ánægjulegt og
gagnlegt að taka þátt í þessum
sýningum.
Jón Þórðarson hafði sérstakt vald
yfír bekknum okkar. Ef það vildi
til, að einhveijir krakkar færu að
tala saman, gaf hann rólega merki
með hógvæmm hætti, og krakkam-
ir hættu þá þegar allri tmflun. Þessi
agi, sem Jón hafí á bekknum, var
með öllu laus við ógn eða hörku
af hans hálfu, enda var hann and-
vígur öllu slíku. Hann lét okkur
vinna vel og samviskusamlega. Við
bámm mikla virðingu fyrir honum,
og þótti öllum vænt um Jón Þórðar-
son, kennara okkar.
Eg skildi það ekki fyrr en all-
löngu síðar, að ég stend í þakkar-
skuld við hinn snjalla kennara minn
og hógværa húmanista, og að leið-
arlokum í þessum heimi er honum
þakkað fyrir margt gagnlegt og
fagurt, er hann kenndi svo vel á
sínum tíma. — Ég sendi bömum
hins látna og öðrum vandamönnum
hans innilegar samúðarkveðjur og
bið þann sem öllu ræður að blessa
minningu Jóns Þórðarsonar frá
Borgarholti.
Ólafur Oddsson.
Haustið 1951 er mér minnistætt
því að þá var ég að hefja skóla-
göngu í Austurbæjarskólanum í
Reykjavík. Sjö ára drengurinn, ný-
lega fluttur í skólahverfíð og alls
ókunnur barnaheimilum og skólum,
var fullur eftirvæntingar. Á móti
okkur bömunum í D-bekk tók
elskuleg kennslukona, Katrín Jóns-
dóttir, sem kenndi okkur fyrstu vik-
umar. í lok september kvöddum við
hana með söknuði því að annar
kennari átti að taka við bekknum
til frambúðar. Drengurinn kveið
hinu óvænta enda góðu vanur. En
þær áhyggjur hans og annarra
barna í D-bekk reyndust ástæðu-
lausar. í stofunni, í norðuraustur-
álmu Austurbæjarskólans, birtist
glaðlegur miðaldra maður sem tal-
aði til okkar skýmm og mildum
rómum og náði strax góðu sam-
bandi við bekkinn. Það átti eftir að
koma betur í ljos þá sex vetur sem
framundan vom.
Nokkrar breytingar urðu ’á skip-
an D-bekkjar fyrstu árin, m.a.
vegna þess að í hann komu böm
úr skóla ísaks Jónssonar fyrir
yngstu árgangana, en upp úr því
vom breytingar litlar allt til bama-
prófs vorið 1957. í bekknum ríkti
góður andi enda Jón afbragðs kenn-
ari sem naut virðingar, trausts og
vináttu nemenda. Sem dæmi um
þau tengslsem mynduðust má geta
þess að ég flutti úr skólahverfinu
árið 1955 en gat ekki hugsað mér
að segja skilið við minn elskulega
kennara og bekkjarsystkini. Því
fékk ég leyfi til að sækja Austur-
bæjarskólann vestan úr bæ einn
vetur og innan úr Vogum annan til
að brúa bilið.
Minningar mínar um Jón Þórðar-
son, sem nú er látinn háaldraður,
em mér kærar og ég veit að marg-
ir gamlir nemendur hans bera svip-
aðar tilfínningar í brjósti. D-bekk-
urinn 1951-1957 var að sjálfsögðu
aðeins einn af mörgum sem hann
kenndi á löngum starfsferli og því
em vafalaust fjölda margir sem
kveðja hann nú með virðingu og
þökk. Mér er oft hugsað til þess
hve Jón veitti okkur gott vega-
nesti. Að því búum við alla tíð.
Hann var vel gefinn og fjölfróður
kennari sem tókst að gera námið
áhugavert og halda góðri reglu í
bekknum með hæfílegum aga.
Hann lagði í fyrstu áherslu á
trausta undirstöðu, lestur, skrift og
reikning, lagði sérstaka alúð við
íslenskt mál og síðar var tekið til
við lesgreinar svo sem íslandssögu
og landafræði. Þá var stutt í rit-
gerðasmíði og vinnbókargerð enda
Jón meðal brautryðjenda slíkra
kennsluhátta. Síðar varð mér ljóst
að með vinnubókagerðinni var hann
að örvar okkur til sjálfstæðra vinnu-
bragða. Hann sinnti ekki aðeins
bekknum í heild heldur laðaði hann
einnig fram hæfíleika hvers og eins,
t.d. við að skrifa ritgerðir eða teikna
í vinnubækur. Þannig gerði hann
engar athugasemdir við það þótt
ég væri örvhentur og beitti aðeins
vinstri hendi því að hann sá að mér
gekk sæmilega að teikna og lita
og bæta rithöndina með forskrift.
Hann stuðlaði einnig að félagslegu
uppeldi, t.d. með því að Iáta okkur
flytja stutta leikþætti í kennsku-
stofunni og þau sem vildu fengu
að æfa söng og leik fyrir bama-
skemmtanir á sumardaginn fyrsta.
Á þessum árum var sumardvöl í
sveit algeng meðal bama og ungl-
inga úr Reykjavík og var ég svo
lánsamur að fá að vera hjá skyld-
fólki mínu á Hnausum í Austur-
Húnavatnssýslu. Ljóst var að Jón
kunni að meta gildi þess að við-
halda tengslum þéttbýlis og dreif-
býlis enda sjálfur úr sveit, frá Borg-
arholti í Miklaholtshreppi. Hann
kenndi sig gjaman við fæðingarstað
sinn og í skólaferðalagi um Snæ-
fellsnes kom glöggt í ljós hve hlýjan
hug hann bar til átthaganna. Við
sem viidum ekki fyrir nokkum mun
missa af sauðburði á vorin og rétt-
urri á haustin mættum einstökum
skilningi og velvild Jóns. Eitt haust-
ið fékk ég að vera fyrir norðan
nokkuð frameftir október og komu
foreldrar mínir til mín þeim skila-
boðum frá Jóni að ég skyldi lesa
íslandssögu og fá afa minn til að
hlýða mér yfír. Þetta gafst vel.
Þannig háttaði til að flest bömin
í D-bekknum áttu heima í Norður-
mýrinni eða Hlíðunum. Við vissum
öll hvar Jón bjó við Guðrúnargötu
með konu sinni Þómnni Elfu rithöf-
undi og bömunum þremur, Einari
Má, Magnúsi Þór og Önnu Mar-
gréti. Magnús Þór, síðar listamað-
urinn Megas, var reyndar einn okk-
ar D-bekkinga, hugmyndaríkur og
líflegur bekkjarbróðir og auk þess
leikfélagi sumra okkar utan skóla-
tíma. Ég man vel eftir þeim öllum,
sé fyrir mér Jón ganga rösklega
með leðurtösku í hendi upp Egils-
götuna, gjaman í fylgd eigin nem-
enda á leið í skólann. Því er
skemmst frá að segja að okkur
þótti mjög vænt um Jón.
Ég tel það mikla gæfu að hafa
notið hæfileika og góðmennsku
Jóns öll bamaskólaárin. Með timan-
um hefur mér orðið æ ljósara hve
góður kennari getur haft mikil upp-
eldisáhrif og mótað þroska og við-
horf nemenda sinna til lífsins.
Veganestið frá Jón Þórðarsyni
bamakennara hefur vissulega
reynst mér vel bæði í námi og starfí.
Fyrir það þakka ég heilum huga.
Aðstandendum votta ég og kona
mín innilega samúð.
Ólafur R. Dýrmundsson.
ERFIDRYKKJUR
Perlan á Öskjuhlíð
simi 620200
yjaýeuuz'uz.
Opidalladagafrakl.9 22.
—spennandi dleggsdagar í Hagkaup 20. -27. ágúst
Gott brauð með margvíslegu og góðu
áleggi getur verið hin besta máltíð. Brátt
taka skólamir til starfa á ný og smyrja
þarf nesti handa bömunum.
Áleggsdagamir í Hagkaup em kjörið
tækifæri til að fá nýjar hugmyndir og
prófa eitthvað nýtt og spennandi ofan á
brauð. Þar verður kynnt margskonar
álegg, kjötálegg, kæfa, síld og lax, allt á
sérstöku kynningarverði.
Komdu í Hagkaup og fáðu eitthvað
gott ofan á brauð.
HAGKAUP
—allt í einni Jerö