Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
15
Dalvíkurhrepps. Á Dalvík undi Valdi
sér vel og tók mikinn þátt í félags-
störfum, leiklist o.fl. Eftir nokkum
tíma flutti fjölskyldan aftur til
Reykjavíkur og starfaði Valdi um
tíma hjá Prenthúsi Hafstejns Guð-
mundssonar, Flugleiðum, Útsýn og
Hótel Borg.
Árið 1987 ákvað Valdi að prófa
eitthvað sjálfur, setti á stofn heild-
verslun, R. Ólafsson, sem hann
byggði upp með árunum, jafnframt
því sem hann barðist við sjúkdóm
sinn.
Það sem auðkenndi Valda mest
var hversu léttlyndur og glaðsinna
hann alltaf var. Það var sama hvort
um var að ræða reksturinn, sem
ekki var alltaf dans á rósum, eða
alvarleg veikindi, alltaf var hann
samur, glaður og hress og lífgaði
upp á okkur hina, sem erum sívæl-
andi.
Tveimur dögum fyrir andlát Valda
fórum við Póri í heimsókn til hans
og dvöldum fram eftir kvöldi, rifjuð-
um upp gamla daga og lék Valdi á
alls oddi og aðdáunarvert hversu
léttur og kátur hann var, vitandi að
hveiju stefndi. Að morgni annars
dags var hann allur, ekki gat mann
órað fyrir því þegar við kvöddum
hann um kvöldið.
Gamals og góðs vinar er saknað
og bið ég góðan guð að blessa og
styrkja börnin og Erlu sem stóð eins
og klettur við hlið hans öll árin.
Blessuð sé minning hans.
Friðrik Björnsson.
Fráfall góðs vinar kemur manni
alltaf jafn mikið á óvart, enda þótt
vitað væri að hveiju dró. Rögnvaldur
Ólafsson var bara þannig maður að
það var eins og sjálfsagt að hann
yrði alltaf með manni. í okkar huga
verður skarð hans aldrei fyllt. Hann
var einn af þeim sem gerði alla að
betri manneskjum sem fengu að
kynnast honum og umgangast.
Glaðværð hans og jákvætt hugarfar
var mikið. Aldrei bar meira á því
en þegar erfiðleikarnir voru mestir
og þörfín fyrir það var brýnust. Þeir
eru áreiðanlega margir sem Rögn-
valdur náði að hífa upp úr þungum
þönkum á erfiðum stundum. Enginn
var heldur glaðari á góðri stund en
hann. Fáir voru betri sögumenn og
höfðu betra auga fyrir hinu spaugi-
lega og skemmtilega í lífinu. Þær
eru margar minningar sem við eig-
um frá samverustundum með þeim
hjónum, bæði hér heima og erlendis.
Menn eins og Rögnvaldur Ólafsson
eru vandfundnir, þeim gott að kynn-
ast og eiga fyrir vini. Hann var af-
skaplega fjölhæfur maður og gegndi
ýmsum mikilvægum störfum um
ævina.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við aðeins kveðja góðan vin
og þakka fyrir allar ánægjustundirn-
ar sem við áttum saman. Þar eigum
við sjóð góðra minninga sem aldrei
mun tæmast.
Eiginkonu hans, Erlu Ragnars-
dóttur og börnum þeirra og barna-
börnum sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Sigurdór og Sigrún.
Hinir dánu eru ekki horfnir að
fullu, þeir eru aðeins komnir á und-
an. Elsku pabbi okkar, Rögnvaldur
Ólafsson, er dáinn. Okkur langar til
'að minnast hans í örfáum orðum,
sem föður, uppalanda, góðs vinar
og félaga. Það sem kemur fyrst upp
í hugann var hans létta lund. Alltaf
var hann kátur og stutt í gamanyrð-
in og þrátt fyrir erfið veikindi síð-
ustu vikur var góða skapið aldrei
langt undan. Fyrir vikið voru veik-
indi hans okkur, og honum, léttbær-
ari. Hann var hrókur alls fagnaðar
á öllum mannamótum, ræðusnilling-
ur mikill, dáður og virtur af okkar
félögum. Pabbi var alla tíð mjög
duglegur, skipulagður og sinnti sínu
fyrirtæki af miklum áhuga og alúð
til síðustu stundar. Hann var alltaf
reiðubúinn að rétta okkur hjálpar-
hönd hvort sem var við heimanám,
að gefa okkur góð ráð eða að hjálpa
okkur í gegnum lífsins dyr. Eftir að
við fluttum að heiman sá pabbi um
að halda samheldni fjölskyldunnar.
Á bak við hvern góðan mann
stendur traust og sterk kona, sem
mamma svo.sannarlega er. Hún stóð
við hlið hans og styrkti á þeirra lífs-
ins leið, ekki síst í veikindum hans.
Öruggasta leiðin til hamingju er
að gera aðra hamingjusama, og það
gerði pabbi svo sannarlega.
Við þökkum pabba okkar sam-
fylgdina, reynsluna og þekkinguna
sem hann miðlaði til okkar.
Minning föður okkar lifir.
Megi Drottinn styrkja mömmu á
þessum erfiðu tímamótum. Mamma,
við stöndum með þér, okkur þótti
svo vænt um hann.
Sólrún, Ragnar, Rögnvaldur
og Alda.
Elsku afi okkar er farinn til
himna. Hann veitti okkur mikla
gleði og fyllingu í okkar ungu
hjörtu. Gaf okkur alltaf þann tíma
sem við þurftum til að spjalla og
hlæja, segja sögur og hlusta. Allir
ættu að eiga góðan afa. Við þökkum
afa fyrir þann stutta tíma sem við
áttum saman og biðjum Guð að
taka vel á móti honum. Við söknum
hans mikið.
Þórey Erla Sigurðardóttir,
Hulda Sigrún Sigurðardóttir og
Emilia Ruth Ragnarsdóttir.
---------
optibeK
KÍLREIMAR OG
VIFTUREIMAR
MF
REIMSKÍFUR OG
FESTIHÓLKAR
ÍISIUTUNK
SAMSETJAR
REIMARÍ
STÆRÐUM
10/z - 13/a - 17/b - 22/c
Þekking Reynsla Þuónusja
FALKINN
SUÐURIANDSBRAUT 8, SÍMI: 81 46 70
pofttaplöiitwni bw hailin
„ottaplöntor v
Allcar V1
Jukkur ca. 35 sm.
Jukkur ca. 45 sm.
Jukkur ca. 60 sm.
Gúmmítré
Fikus Benjamini ca. 60 sm.
Fikus (tvílitur)
Burknar I
Burknar II
Begóníur
Schefflera
Asparagus
Alpafjóla (stór)