Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 19 Tafir á hjálparflugi Bandaríkjamanna í Sómalíu: Franskir læknar lýsa áður óþekktum hungursvæðum Nairobi, París. Reuter. FULLTRÚAR frönsku samtakanna Læknar án landamæra segjast hafa uppgötvað svæði í Sómalíu þar sem ríki jafnvel enn skelfilegri neyð en áður var vitað um þar í landi. I héruðum umhverfis borgirnar Ba- idoba, Bardera, Dinsor og Audinie í vesturhluta landsins liggi manns- lík eins og hráviði um allt. „Margir naga föt sín eða geitarskinnspoka. Vatnsskorturinn er ægilegur og fólk drekkur úr pyttum sem verða æ grynnri... Flest minni þorp hafa verið yfirgefin, húsin brennd eða eyðilögð á annan hátt,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna. Zhírínovskí Smáríkin eign Rússa? Einn þekktasti þjóðemis- sinninn úr röðum rússneskra stjómmálamanna,- Vladímír Zhírínovskí, formaður Fijáls- lynda lýðræðisflokksins, segir að Eistland, Lettland og Lithá- en séu enn hluti Rússlands. „Ég vil eðlileg samskipti við Finnland og hin Norðurlönd- in,“ sagði hann í viðtali við Vasabladet í Finnlandi í gær. „En látið málefni Eystrasalts- landanna og sjálfstæðisbaráttu þeirra eiga sig. Þau eru hluti Rússlands“. í yfírlýsingunni segir einnig að skyndikönnun hafí leitt í ljós að öll börn undir fímm ára aldri hafí sýnt merki um næringarskort, þar af 80% mjög alvarlegan skort. Umfangsmikil áætlun Banda- ríkjamanna um að hefja loftflutn- inga á mat og öðrum hjálpargögn- um til sveltandi íbúa Sómalíu, er hefjast átti í dag, tefst nokkuð vegna þess að fyrst þarf að fella tré við flugvöll sem nota átti í land- inu. Markmiðið er að 145.000 tonn af matvælum verði flutt til landsins en talin er hætta"á að hálf önnur milljón manna deyi þar úr hungri á næstunni. Notaðar verða 11 flug- vélar í hjálparfluginu og sumar afar stórar, af tegundinni C-141. Sagði talsmaður Bandaríkjastjómar að trén væru of nálægt mjóum braut- um vallarins sem er í borginni Wajir. Álgert stjórnleysi ríkir í Sómalíu og vopnaðir óaldarflokkar stela hjálpargögnum þegar færi gefst. Oöldin hófst er einræðisherranum Mohammed Siad Barre var steypt af stóli fyrir hálfu öðru'ári en þá hófst borgarastríð. Tugþúsundir manna liggja þegar í valnum, flest- ir hafa dáið úr hungri en margir falla einnig fyrir byssum sem nóg er af; risaveldin kepptu lengi um hylli Siad Barre sem þá öll vopn með þökkum. Sameinuðu þjóð- imar hófu hjálparflug til Sómal- íu á laugardaginn en nokkrar alþjóðastofnanir, þ. á. m. Rauði krossinn, byrjuðu að liðsinna fólki á nokkmm svæðum fyrir fáeinum mánuðum. Frakkar hófu að fljúga með birgðir frá nágranna- ríki Sómala, Djibouti, í gær til borg- arinnar Baidoba en einnig senda þeir 2.000 tonn af matvælum með skipi til höfuðborgarinnar Mogadis- hu. Fyrr í mánuðinum sendu Frakk- ar skip með um 2.200 tonn af mat til Mogadishu en það tók tíu daga að losa skipið vegna framferðis stríðandi óaldarflokka í borginni. Bandaríkjamenn munu senda nokk- ur hundruð hermenn á vettvang til að tryggja að hjálpargögnin komist til þurfandi fólks. Breska vikuritið The Economist segir í forystugrein að þegar að- stæður séu jafn ægilegar og í Sóm- alíu eigi menn ekkert að hafa áhyggjur af því hvort eitthvað af matvælum lendi hjá vopnuðu óald- arhyski sem reyni ef til vill að græða á því að selja þau. Slíkar vangavelt- ur skipti engn máli, á endanum hljóti matvælin að metta almenning í landinu, komist nóg af þeim á áfangastað. Senda beri mat úr geymslum Evrópubandalagsins, þar sem offramleiðslan sé varðveitt, og jafnvel komi til greina að varpa matnum niður við mannabyggðir, nánast af handahófi, úr flugvélum, bókstaflega „drekkja landinu í mat“. ------» ♦ ♦---- * Irar kæra niðurskurð Dyflinni. Reuter. IRSKA stjórnin hefur ákveðið að leita álits Evrópudómstólsins á til- lögum framkvæmdastjórnar Evr- ópubandalagsins um niðurskurð á írska fiskiskipaflotanum. Michael Woods, sjávarútvegsráðherra Ir- lands, skýrði frá þessu í gær. í tilkynningu Woods sakaði hann framkvæmdastjómina um að bijóta grundvallaratriði Rómarsáttmálans og spáði hörðum átökum. Irski fiski- skipastóllinn er 50.000 brl. en EB vill skera hann niður í 38.000. Wo- ods segir að það muni hafa skelfileg- ar afleiðingar í för með sér og valda miklu atvinnuleysi. „Orrustan um tána á Fergie“ London. Reuter. ÁSTANDIÐ í Bosníu og hugsan- legar hernaðaraðgerðir í írak eru ekki ofarlega á blaði hjá gulu pressunni í Bretlandi. Það, sem hún vill vita, er hvað líði myndum af hertogaynjunni af Jórvík þar sem hún er berbijósta að kela við kunningja sinn frá Texas á sund- laugarbarmi í Frakklandi. Og ekki nóg með það. Sagan segir, að á einni myndanna sjáist Texasbúinn sjúga aðra stóru tána á Fergie. Þetta mál, sem kallað hefur verið „Orrustan um tána á Fergie“, hefur kætt mjög gulu pressuna í miðri gúrkutíð- inni en Evening Standard heldur því fram, að Da- ily Mirror hafí skotið Sun ref fyrir rass í kapp- hlaupinu um myndimar og greitt fyrir þær allt að 7,5 milljónir ísl. kr. Yfirmaður myndadeildar Daily Mirr- or, John Nead, vildi aðeins segja það um þessa staðhæfingu, að honum hefðu að vísu verið sýndar einhveijar myndir „en heldur óskýrar". Orðrómur var um, að franska tímaritið Paris Match ætlaði að birta myndimar en Iögmenn Texasbúans og milljónamæringsins John Bryans fengu sett lögbann á hugsanlega birtingu þeirra þar. Var haft eftir ritstjóra tímaritsins, að myndimar myndu birtast í bresku blaði í dag, fímmtudag. Bresku blöðin fengu fyrst áhuga á Bryan fyrir íjórum mánuðum þeg- ar hann gerðist fylgdarmaður her- togaynjunnar í ferð um Austurlönd fjær, skömmu eftir að tilkynnt var, að skilnaður þeirra Andrésar prins stæði fyrir dyrum. John Bryan 2 Tveggja daga námskeið um fjármál einstaklinga 27. og 28. ágúst kl. 9-11:30 eða 2. og 3. september kl. 20-22:30 í YIB-stofunni, Ármúla 13a, 1. hæð. 6.900,- kr. Námsgögn innifalin - Ég hef unnid í brádum 20 ár hjá sama fyrirtœki, ég hef ágœt laun en fmnst samt að ég eigi ekki mikib. Hvernigget ég best aukid eignimar og tryggl þannig öryggi og afkomu fjölskyldunnar? Emföl (0L eigiMJ Lögð er áhersla á: Markmib íjjármálum, bæbi til lengri og skemmri tima, þar sem reynt er áb samræma drauma og veruleikann; reglulega uppsetningu á eignum og skuldum meb tengingu vib rekstur heimilis; markvissa eignastýringu þar sem vegin er saman áhœtta og ávöxtun; reglubundinn samanburb á árangri og settum markmibum. Einstakt námskeib jyrir einstaklinga sem vilja hnitmibaba leibsögn vib hámörkun eigna sinna, á hvába aldri sem er. Ldbbdnandi erSigurburB. Stejánsson, framkvœmdastjóri VIB. Þátttaka tilkynnist til afgreibslu VIB, Arnheibar Eddu Rafnsdóttur, í síma 91-681530. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25. BESTU KAUPIN Vegna hagkvæmra innkaupa getum við boðið takmarkað magn af AM ljósritunarvélum á ótrúlega góðu verði. Ódýrar í rekstri, skjót og góö viÖhaldsþjónusta. Dvergshöfða 27, sími 673737.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.