Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA
íslandsmeistarar Hauka í flórða flokki í knattspymu kvenna. Neðri röð til vinstri: Harpa
Þórsdóttir, Kristjána Ás Guðjónsdóttir fyrirliði, Eva Sif Jóhannsdóttir. Efri röð frá vinstri: Magnús
Jónasson formaður knattspymud., Ríta Björk Þorsteinsdóttir, Sigríður Rakeí Jónsdóttir, Kolbrún
Bjamadóttir, Guðrún Jóna Jónsdóttir, Þóra Lilja Sigurðardóttir, Elís Þór Rafnsson þjálfari, Heiða
Hrólfsdóttir.
Fyrstu íslands-
meistarar Hauka
HAUKAR eignuðust fyrstu íslands-
meistara sína í knattspyrnu í rúmlega
sextíu ára sögu félagsins þegar fjórði
flokkur Hauka varð Islandsmeistari í
fjórða flokki kvenna.
Urslitakeppnin í þessum flokki fór fram
á Akranesi fyrir skömmu. Fjögur lið
kepptu til úrslita og eftir tvær umferðir af
þremur var ljóst að Haukar mundu mæta
Valsliðinu sem verið hefur nær ósigrandi
síðustu misseri. Valsstúlkunum nægði jafn-
tefli til að veija titil sinn í þessum flokki
en Haukastúlkumar komu á óvart og sigr-
uðu 2:1 í spennandi viðureign. Guðrún Jóna
Jónsdóttir skoraði fyrra mark Hauka eftir
fimm mínútna leik eftir góðan undirbúning
Hörpu Þórsdóttur og Harpa bætti öðra marki
við úr þröngu færi fyrir Hauka í upphafi síð-
ari hálfleiksins. Undir lokin náði Valur að
minnka muninn.
Úrslit í öðram leikjum urðu þessi:
ÍA-Haukar..........................1:1
UBK-Valur..........................0:0
Valur-ÍA...........................4:2
Haukar-UBK.........................1:0
Valur - Haukar.....................1:2
ÍA-UBK.............................4:0
Haukar hlutu því fimm stig, ÍA og Valur þrjú en
ÍA hreppti silfurverðlaun á betra markahlutfalli. UBK
varð í fjórða sæti með eitt stig.
Markheppnir
landsliðsmenn
Morgunblaðið/Frosti
Elður Smðri Guðjohnsen og Nökkvi Gunnarsson stóðu sig vel með drengja-
landsliðinu á Norðurlandamótinu.
Eyjamenn eiga mögu-
leika á tveimur titlum
„MÓTIÐ var óneitanlega
skemmtilegt, enda er alltaf
gaman þegar vel gengur,"
sögöu knattspyrnumennirnir
Nökkvi Sveinsson úr KR ojg
Eiður Smári Guðjohnsen IR,
sem báðir voru í sviðsljósinu
með íslenska drengjalandslið-
inu á NM í Noregi fyrr í þess-
i um mánuði.
IVIökkvi og Eiður eru báðir
* ”framlínumenn og þeir vora á
skotskónum í ferðinni. Nökkvi var
markahæsti maður liðsins, skoraði
sex mörk í leikjunum fjórum. Eið-
■ ur Smári sem lítið fékk að spreyta
sig kom inná í leiknum gegn Finn-
um um þriðja sætið og skoraði
jöfnunarmarkið. Vítaspymu-
keppni þurfti til að skera úr um
hvort liðið hreppti bronsið og Eið-
ur Smári brást ekki í síðustu
spymunni sem tryggði liðinu sig-
urinn.
Nökkvi vildi litlu spá um fram-
tíðina. Hann hefur engu minni
áhuga á golfíþróttinni eins og
knattspymunni og segir sjálfur að
hann hafí lítinn tíma til að vera
heima hjá sér. „Það er hægt að
vera lengi í knattspymu og streða
fyrir einni medalíu en svo tekur
sigrar maður á golfmóti og upp-
sker verðlaun fyrir tugi þúsunda,"
sagði Nökkvi sem hefur tekið mikl-
um framföram á stuttum tíma.
Hann sagðist lítið hafa hugsað um
golfíð þangað til í fyrra þegar
hann byrjaði af fullum krafti. Ar-
angurinn hefur ekki látið á sér
standa og Nökkvi er nú með níu
í forgjöf og hefur sigrað á tveimur
opnum mótum í sumar.
„Eiður er yngsti landsliðsmaður
íslands í knattspymu, hann verður
fjórtán ára á næstu dögum. Faðir
hans Amór hefur lengi leikið með
A-landsliðinu en hann hefur
reyndar lýst því yfír að draumur
hans sé að leika landsleik með
syni sínum. En á Eiður von um
að svo geti farið?
„Það er náttúrulega allt hægt.
Ég yrði að komast í A-liðið ansi
ungur en það væri meiriháttar
gaman ef að það tækist,“. sagði
Eiður Smári sem sjálfur á sér
draum, að verða atvinnuknatt-
spyrnumaður á Ítalíu.
Danir urðu Norðurlanda-
meistarar eftir sigur á Englandi
en Danir era einmitt mótheijar
íslendinga í Evrópukeppninni í lok
september. Engar landsliðsæfíng-
ar hafa verið að undanfömu vegna
þess að íslandsmótið í 3. flokki
stendur sem hæst og úrslitakeppn-
in er framundan. Nökkvi leikur
með KR og hefur skorað um tutt-
ugu mörk í sumar, sama Qölda
og félagi hans í framlínunni, Andri
Sigþórsson. KR sigraði í A-riðli
og því er ljóst að Nökkvi verður
á fullri ferð í úrslitakeppninni.
Eiður sem bæði er löglegur með
þriðja og fjórða flokki IR fær loks
tækifæri til að hvfla sig því félag
hans komst ekki í úrslitakeppnina.
Eyjamenn era efstir í 2. flokki á
íslandsmótinu þegar þremur
umferðum er ólokið. Liðið hefur
hlotið 26 stig, stigi meira en helstu
keppinautamir, Víkingur, en liðin
mætast í Eyjum í lokaumferðinni
3. september. Þegar er ljóst að ÍBV
leikur til úrslita í bikarkeppninni í
þessum aldursflokki. Liðið sigraði
Fram 2:1 í undanúrslitum og mæt-
ir annað hvort ÍA eða FH í úrslita-
leik 27. ágúst.
Bikarkeppni þriðja flokks er skipt
eftir landshlutum. í keppninni á
Norðurlandi eigast við Þór og KA.
KA sigraði í fyrri leik liðanna á
heimavelli Þórs 1:3. KR og Fram
keppa til úrslita á Suðvesturlandi
þann 27. nk.
Úrslitakeppni 2. flokks kvenna
lauk í gærkvöldi. UBK og Stjarnan
unnu fyrstu þijá leiki sína og leikur
þeirra skar úr um hvort liðið hamp-
aði íslandsmeistaratitlinum. Ekki
tókst að afla úrslita fyrir vinnslu
síðunnar. KR varð í þriðja sæti,
Valur í því fjórða og KA í fimmta
sæti.
Haukar sigraðu í 3. flokki kvenna
hjá b-liðum en úrslitakeppnin var
haldin um síðustu helgi á Hvaleyr-
arholtsvelli. Liðið sigraði ÍA 4:1 í
úrslitaleik. Jafnt var eftir venjuleg-
an leiktíma en Haukastúlkur skor-
uðu þrívegis í framlengingunni.
Urslita-
keppnin
að hefjast
Úrslitakeppni í flestura yngri flokk-
um í knattspymu hefst um næstu
helgi. Ijóst er hvaða lið lenda sam-
an í riðlum og hvar leikið verður.
8. FLOKKUR KARLA:
1. og 2. riðill (Umsjón Valur):
KR, FH, Valur, Fram, Leiknir og
Þróttur.
3. og 4. riðill (Umsj. Þór Akur-
eyri):
ÍBV, UBK, Þór, KA, Austri og
Sindri.
■Leikir f riðlakeppninni fara fram
um næstu heigi en úrslitaieikurinn
verður 30. ágúst.
4. FLOKKUR KARLA
1. og 2. riðill (Umsj. Fram):
KR, Fram, ÍA, Fylkir, Selfoss og
HK.
3. og 4. riðill (Umsj. Völsungur
Húsavík):
FH, Víkingur, Völsungur, KA,
Huginn og Austri.
■Mótið hófst í gær og úrslitum
riðlakeppninnar lýkur á sunnudag.
Meistarar verða krýndir eftir úr-
slitaleik 30. ágúst.
5. FLOKKUR KARLA:
1. og 2. riðill (Þróttur Reykjavík):
Fram, KR, Stjaman, Þróttur,
UMFA og HK.
3. og 4. riðill (Þróttur Neskaup-
stað):
ÍBK, Fýlkir, Þór, KA, Austri og
Þróttur N.
■Leikir f riðlakeppninni fara fram
um helgina en úrslitaleikurinn
verður háður 30. ágúst.
3. FLOKKUR KVENNA:
Sex liða úrslitakeppni er haldin
á Siglufirði. ÍA, Týr, Breiðablik,
KR, KS og Sindri leika til úrslita
en úrslitaleikurinn fer fram á
sunnudaginn.
Kjörvari og Þekjukjörvari
- kjörin viðarvöm utanhúss
Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða
grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda
viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvöm og til f mismunandi
litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar.
Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið
glatist, mælum við með Þekjukjör-
vara sem einnig fæst í mörgum litum.
Tvær umferðir eru í flestum tilvikum
nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal
grunna hann fyrst með þynntum glær-
um Kjörvara og mála síðan yfir með
Þekjukjörvara.
Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er
Jmálning'lf
■ það segir sig sjálfi -