Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 (Ajrmstrong KERFIS-LOFT Yíir 250 gerðir aí loftaplötum. CMC - upphengikerfi og lím. Leitið tilboöa EINKAUMBOÐ TEPPABUÐIN BY GGING AVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 26. SÍMI 91-681950 Tðlvunámskeið 20. ágúst-4. september Windows 3.1 • PC grunnur 26.- 28. ágústkl. 9:00-12:00 eða 2. • 4. september kl. 16:00-19:00 •tt Macintosh fyrir byrjendur Ritvinnsia, gagnasðfnun og síýrikerfi 20. ág - 3. sep. kl. 19:30-22:30 tvisvar í vikn eða 24.-28. ágústkl. 13:00-16:00 ••• QuarkXpress umbrot 31. ág. - 4. seg.Jd. 16:00-19:00 Kennarabraut Macintosh Frábært Macintoshnámskeið fyrir kennara 20. ág - 3. sep. kl. 19:30-22:30 tvisvar í viku eða 24. - 28. ágúst kl. 13:00-16:00 ••• WordfyrirWindows g 24.- 28. ágústkl. 16:00-19:00 | ••• Word 5.0 á Macintosh 24.- 28. ágústkL 16:00-19:00 eða kvöldnámskeið mán og mið. 26. ág.-8. sep. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásveai 16 • stolnað 1 mars 1986 Sími 68 80 90 ’igJK) CW Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir fljótt stíflum Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að þaö er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 77878. © Tilbúinn stíflu eyðir Tvíliliða eða tvísaga? Um tvíhliða samning Alþýðubandalagsins og Evrópubandalagsins. eftir Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðubandalagið ákvað á mið- stjórnarfundi sínum nýverið að taka afstöðu gegn EES-samningnum. Formaður flokksins fékk það lítt öfundsverða hlutverk að skýra það fyrir þjóðinni, hvers vegna flokkur- inn sat í ríkisstjóm í þijú ár, án þess að stöðva viðræður um EES. Tvíhliða samningur Fyrsta innlegg hans í þá umræðu birtist í Morgunblaðinu 8. júll sl. þar sem hann dregur fram gömlu hugmyndina um tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið. Niðurstaða hans er að „Ef ísland hafnar að verða samferða hinum EFTA-ríkj- unum í aðildarumsókn að EB, þá er eina raunhæfa leiðin að hefja nú þegar í haust formlegar samn- ingaviðræður milli Íslands og EB um framtíðarskipan samskipta landsins við bandalagið, sjálfstæðan tvíhliða samning milli Islands og EB um viðskipti og samvinnu.“ Þessi nýja stefna er þeim athygl- isverðari fyrir þær sakir að Sjálf- stæðisflokkurinn, á meðan hann var í stjómarandstöðu undir forystu Þorsteins Pálssonar, hampaði mjög hugmyndinni um tvíhliða viðræður. En ekki einungis Alþýðuflokkurinn, heldur Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið einnig, leitt af sama formanni, hafnaði þeirri leið. Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun þegar fyrir lá að EES skil- aði árangri langt umfram björtustu vonir en hann hafði þor til að viður- kenna að hafa haft rangt fyrir sér, sbr. grein Bjöms Bjamasonar hér í Morgunblaðinu um það efni. Inntakið í þessum tvíhliða samn- ingi, telur Alþýðubandalagið, ætti að vera í stómm dráttum hið sama og EES-samningsins, þ.e. að færa íslandi ávinninginn af ijórfrelsinu í viðskiptum, en án stofnanaþáttar EES-samningsins, sem er ætlað að tryggja áhrif EFTA-landa á reglu- mótun, eftirlit og framkvæmd með leikreglum viðskiptalífsins. Hér skal farið nokkmm orðum um þessa hugmynd um tvíhliða samning. Grein formannsins er full af rangfærslum og mistúlkunum, sem ekki verða allar eltar uppi hér. Forsaga EES Fyrst er þess að geta að samn- ingaviðræður um EES-samninginn stóðu frá 19. desember 1989, þegar utanríkisráðherrafundur EFTA og EB, sem fór fram í Brussel, tók ákvörðun um nánara samstarf að- ildarríkja þessara samtaka, þar til 2. maí 1992, þegar EES-samning- urinn var undirritaður í Óportó. Þessar viðræður hófust undir EFTA-formennsku íslands og þeim lauk undir formennsku íslands. Tvær ríkisstjómir stóðu að samn- ingnum, en þar áttu sæti fjórir af fimm núverandi stjómmálaflokkum á þingi. Engin ábyrg ríkisstjórn gæti leyft sér að standa ekki við gerðan samning eða að gera ekki það sem í hennar valdi stæði til þess að samningurinn öðlist gildi á stjórnskipulegan hátt. Annars yrði litið svo á að við íslendingar hefðum samið í vondri trú og að íslandi sé ekki treystandi í alþjóðasamskipt- um. í þessu sambandi breytir það engu að mörg EFTA-ríki hafa nú sótt um EB aðild. Austurríki var þegar búið að sækja um inngöngu í EB þegar EES-samningaviðræð- umar hófust. Önnur EFTA-ríki stefndu ekki þá að aðild, en sú staða breyttist í kjölfar nýrrar stöðu heimsmála. Ástæður fyrir breyttri afstöðu þeirra em margvíslegar og verða ekki raktar hér. Formaðurinn undrandi En formaður Alþýðubandalags- ins finnur að því í grein sinni að þessi lönd skuli voga sér að sækja um aðild að EB, án þess að biðja ísland um leyfi! Hann orðar þetta svo: „Satt að segja er það sérkenni- legt að hvorki utanríkisráðherra né ríkisstjóm íslands hafa flutt hinum samningsaðilunum að EES undmn íslenskra stjómvalda yfir þessu framferði ríkja (að sækja um EB aðild — innsk.) sem talið var í góðri trú að ætluðu sér að verða sam- ferða íslandi." Og síðar segir: „Það er staðreynd sem íslendingar verða að horfa á að EFTA-ríkin og EB hafa í engu hirt um ísland í þessari ákvarðana- töku síðustu mánuði.“ Þessi afstaða formannsins ber vott um óraunsæi. Að sjálfsögðu geta öll EFTA-ríkin, sjálfstætt, tekið ákvarðanir um ör- yggis- og viðskiptamál sín, þ.á m. að sækja um EB aðild, án þess að spyrja önnur EFTA-ríki um leyfi. Hvers vegna ekki tvíhliða samningnr? Hugmyndin um tvíhliða samning við EB hefur áður verið vandlega íhuguð, skoðuð frá öllum hliðum og hafnað, af ástæðum sem hafa verið margreifaðar. Þær ástæður em enn í fullu gildi. Með því að taka þátt í marghliða samningavið- ræðum með hinum EFTA-ríkjunum reyndist unnt að fá ávinning fyrir ísland, sem er í litlu hlutfalli fyrir það sem látið var á móti. Þannig létu stærri EFTA-þjóð- imar töluvert af mörkum til þess að fá samninginn í gegn. Svisslend- ingar og Austurríkismenn gerðu tilslakanir i vegagerð og flutninga- málum, Norðmenn létu veralegar veiðiheimildir af hendi og hinar rík- ari EFTA-þjóðir greiddu vemlega fjármuni í þróunarsjóð EB. íslend- ingar nutu alls þessa. Fyrir EB var það einnig kapps- mál að láta innri markað þess ná til EFTA-ríkjanna, bæði af pólitísk- um og efnahagslegum ástæðum, en EFTA-markaðurinn skiptir vem- legu máli fyrir EB. Við slíkar kring- umstæður var hvorki tími né vilji til að láta stórmál á borð við EES- samninginn stranda á kröfum gagnvart íslandi. Þessa stöðu tókst okkur íslend- ingum að notfæra okkur til hins ítrasta í samningaviðræðunum. Sá árangur verður aldrei endurtekinn í tvíhliða samningum, þegar EB stendur frammi fyrir afmörkuðu viðfangsefni, hefur nægan tíma og er laust við sviðsljósið sem EES- samningamir voru í. Þessu til frekari áréttingar má benda á nýlegan fríverslunarsamn- ing Færeyinga við EB frá desember 1991. Þrátt fyrir að Færeyjar séu hluti af aðildarríkinu Danmörku náðu Færeyingar mun lakari samn- ingum en Islendingar. Samningur- inn jafngildir því að um 90% af flsk- útflutningi þeirra til EB er toll- frjáls, á meðan EES-samningurinn tryggir íslendingum um 96,5% toll- frelsi. EES lagt niður? Formaðurinn heldur því fram að bæði Evrópubandalagið og hin EFTA-ríkin hafí nú þegar ákveðið þá stefnu að leggja EES og EFTA niður á næstu tveimur til þremur ámm með umsókn margra EFTA- ríkja að EB. Þetta er mikill mis- skilningur. Jafnvel þótt öll hin EFTA-ríkin gangi í EB stendur EES-samningurinn eftir sem áður og hefur framkvæmdastjóm EB staðfest þann skilning. Áð sjálf- sögðu yrði að gera breytingar á stofnanaþætti samningsins og taka mið af breyttum fjölda aðildarríkja EFTA megin. En þær breytingar myndu í engu raska gmndvallaratr- iðum samningsins fyrir íslands, þ.e. aðild að innri markaði Evrópu og tollfríðindi fyrir sjávarafurðir. Þess utan em litlar sem engar líkur á því að hin EFTA-ríkin verði komin í EB innan tveggja til þriggja ára. Eftir að Danir felldu Maastric- ht-samkomulagið innan EB varð þetta strax Ijóst. Samningaviðræð- ur við ný aðildarríki munu byggja á Maastricht-samkomulaginu. Það verður því að leysa úr þeirri flækju, sem þjóðaratkvæðagreiðsla Dana hefur skapað, áður en aðildarvið- ræður EFTA-ríkja geta hafíst fyrir alvöru. Þá er það margreynt að slíkar viðræður geta dregist í mörg ár. Tafír eru einmitt líklegar í að- ildarviðræðum Austurríkis, Sviss, Svíþjóðar og Finnlands, sem hafa þegar látið í ljós margar sérkröfur og undanþáguóskir frá grundvallar- reglum EB. Loks yrðu þjóðþing allra aðldarríkja að staðfesta hugs- anlega stækkun EB. Stofnanir EES Formaðurinn talar um í grein sinni að gera „sjálfstæðan samning við EB ... án stofnanabáknsins" þannig að „ísland og EB yrðu jafn- réttháir aðilar en í EES er EB æðra í allri ákvarðanatöku um ný lög og reglur". Hér er enn á ferðinni piis- skilningur og óraunsæi. EES-samn- ingurinn er þjóðréttarsamningur og sem slíkur byggir á fullkomnu jafn- ræði samningsaðila. Með honum fær ísland áhrif langt umfram stærð sína og efnahagslegt mikil- vægi í heimsviðskiptum. ísland hef- ur neitunarvald gagnvart nýjum reglum á EES-svæðinu, sem í fram- kvæmd veitir því tækifæri til þess að hafa áhrif á efni reglnanna, jafn- vel þótt neitunarvaldinu yrði ekki beitt. Stofnanaþáttur samningsins er einn sá mikilvægasti fyrir ísland vegna þess að með honum er geng- ið eins langt og unnt er til að tryggja fulla framkvæmd samn- ingsins og eftirlit með honum gagn- vart íslenskum hagsmunum, ríkis- borgurum og fyrirtækjum. Slíkt fyrirkomulag er hagstæðast fyrir minni ríkin í öllu alþjóðasamstarfi vegna þess að stærri ríkin era í mun betri aðstöðu til þess að tryggja sína hagsmuni á pólitíska vísp. I þessu sambandi er við hæfí að vitna í orð Einars Karls Haraldsson- ar, framkvæmdastjóra Alþýðu- Jón Baldvin Hannibalsson „Engin ábyrg ríkis- stjórn gæti leyft sér að standa ekki við gerðan samning eða að gera ekki það sem í hennar valdi stæði til þess að samningurinn öðlist gildi á stjórnskipulegan hátt. Annars yrði litið svo á að við Islendingar hefðum samið í vondri trú og að Islandi sé ekki treystandi í al- þj óðasamskiptum.“ bandalagsins, úr efni sem hann tók saman fyrir utanríkisráðuneytið í desember sl. á meðan hann vann hjá almenningstengslastofunni At- hygli hf.: „Sameiginlegur markaður kallar á sameiginlegar leikreglur. Meginreglan er um fjórfrelsið og EB rétturinn er þar lagður til gmndvallar. Fríverslun er óhugs- andi án samkeppnisreglna. Sam- keppnisreglur vemda smærri fyrir- tækin með virku eftirliti og úr- skurðavaldi. í stað reglugerða um eitt og annað munu koma sam- ræmdir staðlar Evrópuþjóða, sem mæla fyrir um gæði vöm og þjón- ustu. EES-nefndin, EES-dómstóll- inn og EB-dómstóllinn skera úr ágreiningsefnum og kæmmálum og opinberar stofnanir eða viðurkennd- ar einkastofnanir hafa eftirlit með því að farið sé að leikreglum." EES sama og EB aðild? Formaðurinn talar um að „ekki (sé) hægt að draga afdráttarlausa stöðvunarlínu milli EES-samnings- ins og EB aðildar". Þetta er einnig rangt. Áður hefur verið að því vikið að margar ástæður liggja að baki ákvörðunar Austurríkis, Sviss, Sví- þjóðar og Finnlands að sækja um EB aðild, en meðal þeirra er ekki aðild þeirra að EES-samningnum. Austurríkismenn höfðu þegar sótt um EB aðild þegar EES-samn- ingaviðræðumar fóm af stað, sem áður sagði. Fyrir Svía vó það þungt að að sænsk fyrirtæki voru í hrönn- um farin að flýja land og erlendar fjárfestingar fóm minnkandi, en beindust í staðinn að EB í kjölfar áætlunar um að afnema öll höft á innri markaðnum fyrir lok 1992. hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar u IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.