Morgunblaðið - 20.08.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992
21
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Aflvaki Reykjavíkur
Ríkisstjórn, sem Sjálfstæðis-
flokkur er í forystu fyrir,
stefnir markvisst að víðtækri
einkavæðingu í landinu. I borg-
arstjórn Reykjavíkur vinna sjálf-
stæðismenn hins vegar að stofn-
un hlutafélags um þróunarfyrir-
tæki sem á að heita Aflvaki
Reykjavíkur hf. og hefur það
að markmiði að efla atvinnulíf
í Reykjavík. Ekki er óeðlilegt
að spurt sé hvort sjálfstæðis-
menn í ríkisstjórn og sjálfstæðis-
menn í borgarstjórn Reykjavík-
ur stefni hér í gjörólíkar áttir.
Það þarf hins vegar ekki að vera.
Á löngu árabili hefur íslenzka
ríkið eignast hlut í atvinnufyrir-
tækjum eða fyrirtækin sem slík,
sem eðlilegt gat verið út frá
sjónarmiðum og aðstæðum fyrri
tíma. Breyttar aðstæður og ný
viðhorf kalla á sölu þessara fyr-
irtækja eða hlutabréfa í fyrir-
tækjum. Að því er nú unnið af
hálfu ríkisstjórnarinnar eins og
raunar í flestum löndum beggja
vegna Atlantshafs og víða ann-
ars staðar.
Fjögurra ára kreppuástand
og samdráttur í atvinnulífi
ásamt vaxandi atvinnuleysi
veldur því hins vegar að spyrja
má með réttu hvort einhvers
konar atbeini opinberra aðila
þurfi að koma til í því skyni að
örva atvinnulífið á nýjan leik.
Bersýnilegt er að slík sjónarmið
liggja að baki hjá Reykjavíkur-
borg þegar rætt er um stofnun
hins nýja fyrirtækis, sem á að
verða eins konar bakhjarl at-
vinnulífsins í Reykjavík. Að því
leyti til eru sjálfstæðismenn í
borgarstjórn Reykjavíkur í takt
við þær umræður sem nú fara
fram í Evrópu og Bandaríkjun-
um um réttmæti sérstakrar at-
vinnumálastefnu sem opinberir
aðilar eigi þátt í að móta.
Þær hugmyndir um stofnun
Aflvaka Reykjavíkur hf. sem nú
eru til umræðu á vettvangi borg-
arstjómar em til orðnar í fram-
haldi af ákvörðun Markúsar
Arnar Antonssonar borgarstjóra
fyrir tæpu ári um mótun lang-
tímastefnu borgarinnar í at-
vinnumálum, m.a. með hliðsjón
af hugsanlegri þátttöku íslands
í Evrópska efnahagssvæðinu. í
framhaldi af því hefur verið
unnið að undirbúningi slíkrar
tillögugerðar á vegum borgar-
innar.
í greinargerð með þessum til-
lögum kemur fram að sveitarfé-
lög á landinu hafa lagt fram
umtalsverða fjármuni til at-
vinnulífsins. Þannig hafa kaup-
staðir samtals greitt um 1.700
milljónir króna til atvinnulífsins
á síðustu fímm árum og á sama
tíma lagt fram um 1.800 milljón-
ir króna í ábyrgðum. Af þessari
upphæð hafa 2,4 milljarðar
gengið til útgerðar og físk-
vinnslu.
Reykjavíkurborg sjálf hefur
haft umtalsverðan kostnað af
því samdráttarástandi sem ríkir
í atvinnumálum. Tekjutap borg-
arinnar vegna þess að aðstöðu-
gjöld og útsvör hafa verið af-
skrifuð og af öðrum ástæðum
nemur um 1.500 milljónum
króna á nokkrum árum. Á þessu
ári hefur borgin lagt fram 370
milljónir króna til þess að leysa
atvinnuvanda skólafólks.
í greinargerð með tillögunum
segir m.a.: „Auðvitað er þessum
peningum ekki á glæ kastað,
en þegar þessi útgjöld eru orðin
svo mikil sem raun ber vitni
hljóta ýmsar spurningar að
vakna. Þar á meðal sú hvort
ekki komi til álita að snúa vöm
í sókn, draga úr útgjaldavægi
skammtímalausna og fínna var-
anlegri úrræði í þeirra stað, en
leggja meiri áherzlu á tækifæri
til aukinnar verðmætasköpunar
og bæta þannig tjónið af áföllun-
um.“
Ennfremur segir: „Einhverjir
mundu segja að óþarft sé að
Reykjavíkurborg beiti sér á sviði
atvinnulífsins. Svarið við þessu
er að þróun síðustu fímm ára
bendir til að atvinnulífíð þurfí
hjálpandi hönd til vaxtar og
nýsköpunar. Ennfremur að
hagsmunum Reykjavíkur verði
bezt borgið með því að borgin
taki eðlilegt fmmkvæði til
styrktar atvinnulífínu í Reykja-
vík í nútíð og framtíð.“
Þetta er athyglisvert fmm-
kvæði hjá borgarstjóra og meiri-
hluta sjálfstæðismanna í borgar-
stjórn Reykjavíkur. Það á vafa-
laust eftir að vekja upp umræð-
ur innan Sjálfstæðisflokksins,
sem er af hinu góða, um stefnu
flokksins í atvinnumálum á
krepputímum. Hér er ekki um
það að ræða að borgin hyggist
setja upp atvinnufyrirtæki, held-
ur fyrirtæki eða þróunarfélag
sem á að verða bakhjarl atvinnu-
lífsins í borginni. í Reykjavíkur-
bréfí Morgunblaðsins sl. sunnu-
dag var fjallað um þessi málefni
og m.a. bent á nána samvinnu
stjórnvalda, banka og fyrirtækja
í Þýzkalandi og stjórnvalda og
stórfyrirtækja í Frakklandi. En
í báðum þessum löndum hefur
tekizt að byggja upp mjög öflugt
atvinnulíf.
Það er tímabært að umræður
heQist hér um það með hvaða
hætti vænlegast sé að koma
nýrri efnahagsuppsveiflu af stað
og hvernig atvinnulífið verði eflt
á nýjan leik. Þær hugmyndir
sem nú er íjallað um í borgar-
stjórn Reykjavíkur eru íhugun-
arvert framlag til þeirra um-
ræðna.
Kosningu í þing-
nefndir frestað
KOSNINGUM í fastanefndir Alþingis var frestað í gær að beiðni þing-
flokks Alþýðubandalagsins. Þingflokkurinn hefur ekki Iokið vali á
formanni þingflokks eða gengið fyllilega frá verkaskiptingu milli þing-
manna. Aðrir þingflokkar hafa valið fulltrúa í nefndir. Það er ljóst
að nokkrar breytingar verða frá fyrra þingi.
Sjálfstæðismenn völdu fulltrúa í
nefndir í gær. Matthías Bjarnason
(S-Vf) hættir í efnahags- og við-
skiptanefnd en í hans stað kemur
Guðjón Guðmundsson (S-Vl). Matt-
hías var formaður nefndarinnar og
tekur annar fulltrúi sjálfstæðisflokk-
is, Vilhjálmur Egilsson (S-Nv) við
því embætti. í fjárlaganefnd verður
sú breyting að varaformaður nefnd-
arinnar Pálmi Jónsson (S-Nv) hættir
í nefndinni en Sturla Böðvarsson
(S-Vl) tekur við varformannsemb-
ættinu, nýr fulltrúi Sjálfstæðis-
manna verður Ámi M. Mathiesen
(S-Rn). Árni hættir í landbúnaðar-
nefnd, í hans sæti þar sest Ámi. R.
Árnason (S-Rn). í samgöngunefnd
verða formannaskipti, á síðasta þingi
var Árni M. Mathiesen formaður
nefndarinnar en nú tekur Pálmi
Jónsson við þeirri stöðu. Einnig verð-
ur sú breyting í landbúnaðarnefnd
að inn kemur nýr fulltrúi Alþýðu-
flokks, Össur Skarphéðinsson (Á-Rv)
og verður hann varaformaður nefnd-
arinnar. Sigbjöm Gunnarsson
(A-Ne) sem áður gengdi þessari
stöðu, tekur hinsvegar við starfí
varaformanns allsheijarnefndar en á
síðasta þingi skipaði Óssur það sæti.
í utanríkismálanefnd verður sú
breyting að fyrmm formaður nefnd-
arinnar, Eyjólfur Konráð Jónsson
(S-Rv), verður ekki í nefndinni á
þessu þingi. í hans stað kemur Árni
R. Árnason (S-Rn) inn í nefndina
sem aðalmaður. Bjöm Bjarnason
•(S-Rv) tekur við formennsku í nefnd-
inni. Sjálfstæðismenn skipa tvo nýja
varanmenn i utanríkismálanefnd,
Tómas Inga Olrich (S-Ne) og Sól-
veigu Pétursdóttur (S-Rv) en þau
varamannasæti skipuðu áður Árni
R. Ámason og Einar K. Guðfinnsson
(S-Vf).
Hjá framsóknarmönnum og
Kvennalistakonum .vom engar breyt-
ingar á döfínni varðandi nefndaskip-
an en það var talið líklegt að ein-
hveijar bre'ýtingar yrðu meðal full-
trúa Alþýðubandalagsins. Einnig var
kjör formanns þingflokksins óútklj-
áð. Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl)
hafði gert opinbert að hún kynni að
hætta sem þingflokksformaður en
formaður Alþýðubandalagsins, Ólaf-
ur Ragnar Grímssson (Ab-Rn) bað
hana að íhuga þetta mál betur.
Nokkrir Alþýðubandalagmenn hafa
verið nefndir til að taka við starfa
Margrétar, oftast Svavar Gestsson
varaformaður þingflokksins, en einn-
ig hafa verið nefnd Guðrún Helga-
dóttir (Ab-Rv) og Jóhann Ársælssson
(Ab-Vl). Val í þingnefndir ræðst
nokkuð af formannskjörinu.
Alþýðubandalagsmönnum tókst
ekki að ganga frá þessum málum
fyrir þingfund í gær og fóru því
þess á leit að kosningu í nefndir
yrði frestað til næsta þingfundar sem
hefst kl. 10.30 árdegis í dag.
Fjórir nýir vara-
forsetar Alþingis
SALOME Þorkelsdóttir var kjörin forseti Alþingis í gær með 38
samhljóða atkvæðum. Kosningu varaforseta var frestað, en í gær
var samþykkt frumvarp til breytinga á lögum um þingsköp Alþing-
is; varaforsetum er fjölgað úr fjórum í sex. Þessar breytingar öðl-
ast lagagildi með birtingu í Sljórnartíðindum í dag.
Breytingar á þingskaparlögum eru
gerðar til að greiða fyrir þingstörfum
og bæta samstarfsanda þingmanna
og þingflokka í millum. Frumvarpið
sem samþykkt var í gær gerir ráð
fyrir nokkrum breytingum á reglum
um ræðutíma þingmanna og einnig á
skilafresti á skýrslum ráðherra.
Helsta breytingin, sem leiðir af sam-
þykkt frumvarpins, er sú að forsætis-
nefnd þingsins verður skipuð sjö þing-
mönnum, forseta og sex varaforset-
um. Þessi breyting miðar að því að
gera öllum þingflokkum kleift að fá
aðild að forsætisnefndinni, en þó
þannig að höfð sé hliðsjón af þing-
styrk flokkanna.
Á síðasta þingi voru varaforsetar,
Gunnlaugur Stefánsson (A-Al),
Sturla Böðvarsson (S-Vl), Karl Stein-
ar Guðnason (A-Rn) og Björn Bjarna-
son (S-Rv). Nú liggur fyrir að Karl
Steinar og Björn láta af varforseta-
starfí. Það koma því fjórir nýir vara-
forsetar til starfa. Vitað er að Sjálf-
stæðismenn munu tilnefna Pálma
Jónsson (S-Nv) og Framsóknarmenn
munu tilnefna Valgerði Sverrisdóttur.
(F-Ne). Samtök um Kvennalista
höfðu ekki gengið frá sinni tilnefn-
ingu, en þær konur sem þingfréttarit-
ari Morgunblaðsins innti fregna
nefndu allar nafn Kristínar Einars-
dóttur (SK-Rv). Alþýðubandalags-
menn hins vegar treystust ekki til að
svara. fyrirspurn um fulltrúa banda-
lagsins í nefndinni. En Alþýðubanda-
lagsmenn eiga enn eftir að skipta
með sér verkum, s.s. starfí þing-
flokksformanns, störfum í þingnefnd-
um og þá einnig sæti í forsætisnefnd
Alþingis.
Tuttugn og
tvö laga-
frumvörp
lögð fyrir
Alþingi
Verslunarráð Islands:
Ljósmynd/Kristján Þór Jónsson
Borgarísjaki á Hornbanka
Varðskipið Týr sigldi fram á þennan 80 metra háa, þrítyppta borgarí- að myndin var tekin brotnaði um 30 metra stórt stykki af toppinum
sjaka á Hornbanka út af Vestfjörðum fyrr í mánuðinum. Skömmu eftir lengst til vinstri, og fylgdu því miklir skruðningar og gusugangur.
Borgarstjóri um Aflvaka Reykjavíkur hf.:
Er ætlað að efla einkaframtakið
Áætlaður kostnaður við félagið er um það bil 750 milijónir króna á fimm árum
HLUTVERK Aflvaka Reykjavíkur er að styrkja einkaframtakið, að
sögn Markúsar Amar Antonssonar borgarstjóra. Hið fyrirhugaða
hlutafélag Reykjavíkurborgar um þróunarfyrirtæki muni ná mark-
miðum sínum með styrkjum til nýsköpunar, en sé ekki ætlað að
grípa inn í fijálsa samkeppni. Markús kveðst áætla að beinn rekstrar-
kostnaður Aflvakans muni nema um 30 milljónum króna á ári, verk-
efnisstyrkir 20 inilljónum, en aðrir styrkir um 500 milljónum króna
alls.
Aðspurður kvað Markús Aflvak-
ann ekki fela í sér vantraust á einka-
framtakið. „Hins vegar sýnast mér
ekki vera mjög mikil merki þess að
verið sé að vinna að þeirri nýsköpum
í atvinnulífínu, sem við þurfum
nauðsynlega á að halda. Það er
greinilega brestur í undirstöðu-
greinunum, og það er lífsspursmál
að leita nýjunga. Þess vegna gera
þessar tillögur ráð fyrir að borgin
fari að vinna að eins konar markaðs-
öflun hvað þetta áhrærir."
Markús kvað styrki Aflvakans í
framtíðinni ætlaða til umfangsmik-
illa viðfangsefna. „Við höfum áður
veitt styrki tilýmiskonar athugana,
til dæmis til Islenska heilsufélags-
ins, Háskólans, og til markaðsstarf-
semi ferðamála — núna síðast í
gegnum þátttöku í Ráðstefnuskrif-
stofu íslands," sagði Markús. „í til-
lögunum um Aflvakann er gert ráð
fyrir að þesskonar starfi verði hald-
ið áfram.“
Að sögn Markúsar er gert ráð
fyrir 500 milljóna króna framlög
Áflvakans til nýsköpunar komi ekki
einvörðungu úr borgarsjóði, heldur
væri stefnt að samstarfi við atvinnu-
fyritæki sem hefðu áhuga á slíku
samstarfí.
Aðspurður kvað Markús tillögum
um Aflvaka Reykjavíkur almennt
hafa verið vel tekið af minnihluta
borgarráðs.
Leyfðar verði
auknar fjár-
festingar
útlendinga
Á FUNDI Verslunarráðs íslands
með ýmsum helstu lánardrottn-
um og viðskiptaaðilum sjávarút-
vegs um vanda atvinnugreinar-
innar kom m.a. fram sú skoðun
að til að auðvelda aðgerðir til
að mæta vandandum bæri að
rýmka bæri heimildir erlendra
aðila til fjárfestinga í sjávarút-
vegi. Vilhjálmur Egilsson fram-
kvæmdasijóri Verslunarráðsins
segir þetta til dæmis varða olíu-
félögin, sem útlendingar eigi
hlut í og félögin eiga útistand-
andi stórar kröfur á hendur
sjávarútvegsfyrirtækjum. Nú er
þessum fyrirtækjum bannað með
lögum að eiga hlut í sjávarút-
vegsfyrirtækjum.
„Það liggur nú þegar fyrir að
innlend fyrirtæki sem eru að hluta
til í eigu erlendra aðila eiga aftur
hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum og
jafnframt að sjávarútvegsfyrirtækj-
unum hefur ekki orðið meint af
þeirri eignaraðild," segir Vilhjálm-
ur. „Samkvæmt túlkun laganna er
þetta hinsvegar ólöglegt og það
kom fram vilji á fundinum að breyta
því til að auðvelda kröfuhöfum að
breyta kröfum sínum í hlutafé.“
Davíð Oddssyni forsætisráðherra
var sent bréf í fpamhaldi af fundin-
um þar sem reifaðar eru helstu
hugmyndir sem fram komu. Helstu
aðgerðir sem taldar eru nauðsyn-
legar, auk framangreinds, felast í -
að bönkum og sjóðum verði gert
mögulegt að breyta kröfum í víkj-
andi lán eða hlutafé. Kröfueigend-
um, sem slíkt gera, verði heimilt
að afskrifa þær í reikingum sínum
vegna skattuppgjörs. Stuðlað verði
að frekari löndunum erlendra físki-
skipa hér á landi og sveitarfélög
verði sameinuð þar sem við á og
atvinnu- og viðskiptasvæði stækk-
uð.
Vilhjálmur Egilsson segir að þeir
sem sátu fundinn, fulltrúar sjáv-
arútvegs og kröfuhafa, hafí verið
sammála um þessi atriði og litið á
þau sem innlegg í umræðu þá sem
nú fer fram um hvernig eigi að
bregðast við vanda sjávarútvegsins.
TUTTUGU og tvö frumvörp hafa
nú verið lögð fram á Alþingi.
Eitt frumvarpið, um breytingar
á þingskapalögum, hefur verið
samþykkt sem lög. Flest þessara
frumvarpa eru flutt vegna þátt-
töku íslendinga í evrópska Efna-
hagssvæðinu, EES.
Við lok þingfundar í gær höfðu
alls verið lögð fram 22 lagafrum-
vörp. 19 stjórnarfrumvörp og 3 frá
þingmönnum. Eitt þeirra, frumvarp
um breytingar á lögum um þing-
sköp, var flutt af þingmönnum í
svonefndri þingskapanefnd, sem
skipuð var í vor. Það frumvarp hlaut
skjóta afgreiðslu og var samþykkt
sem Iög frá Alþingi í gær. Hin þing-
mannafrumvörpin eru frumvarp frá
framsóknarmönnum um ráðstöfun
á aflaheimildum hagræðingarsjóðs
og frumvarp Alþýðubandalags-
manna um breytingu á lögum um
Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Þau frumvörp sem ríkisstjórnin
hefur lagt fram tengjast flest þátt-
töku Islands í evrópsku efnahags-
svæði, EES. Samningurinn sjálfur
og frumvörp um nauðsynlegar laga-
breytingar vegna hans. Þar má
nefna frumvörp um frjálsan at-
vinnu- og búseturétt, um verðbréfa-
viðskipti, öryggi framleiðsluvöru,
húsagöngu- og fjarsölu o.s.frv.
í gær var einnig lagt fram frum-
varp til staðfestingar á bráða-
birgðalögum um Kjaradóm frá 3.
júlí í sumar.
5-10 stóraeytendur kóka-
íns greinast árlega á Vogi
Talið að um fimmtungur ánetjist efninu
150 STÓRNEYTENDUR amfetamíns hafa greinst árlega hérlendis á
meðferðarstofnuninni á Vogi frá 1983. 9 stórneytendur kókaíns
greindust á Vogi á síðasta ári og hafa 5-10 stórneytendur greinst
árlega frá 1984. Stórneytendur eru þeir sem hafa neytt efnanna
minnst vikulega í hálft ár. Margir hafa byija að neyta efnanna erlend-
is. Að sögn Þórins Tyrfingssonar yfirlæknis á Vogi hefur vel tekist
til með meðferð þessa fólks. Hann sagði að talið væri að fimmtung-
ur þeirra sem prófa kókaín ánetjist efninu á sjúklegan hátt.
Þórarinn sagði að kókaín væri
örvandi efni og neyslu þess fylgdi
aukinn kraftur og vellíðan. „Það
slær á hungur- og þreytutilfínn-
ingu. Ef neytendur eru mikið
drukknir hressast þeir allir upp við
neyslu kókaíns og þeir geta drukk-
ið lengur. Menn verða kraftmiklir
og hömlulausir og fínna mikið til
sín, geta orðið „megalómanískir".
Hættan við sprautuna
Neytendur tala gjarnan um að
víman sé hver með sínu lagi, eftir
því hvort efnið er tekið í gegnum
nefið annars vegar, eða því spraut-
að í æð eða reykt hins vegar. Sama
eigi við um amfetamín. „Við að
sprauta efninu í æð fá neytendur
svokallað „röss“, eða fullnæging-
artilfinningu um allt kviðarholið,
og það er mikið öflugri víma. Það
er talið mjög hættulegt að taka
kókaín í æð eða reykja það vegna
þessara miklu vímuáhrifa. Það eru
þau sem toga fyrst í neytandann.
Eftir langvarandi neyslu efnisins
nota menn það einnig til að forðast
vanlíðan. Þegar kókaínneytendur
hætta skyndilega að nota efnið,
eftir kannski nokkurra klukku-
stunda eða jafnvel eins eða tveggja
daga vímu, fara þeir á svokallaðan
„bömmer". Þeim líður ákaflega illa
og vanlíðanin er mun sterkari af
neyslu kókaíns en amfetamíns. Það
er ekkert sem getur slegið á þessa
tilfinningu nema meira kókaín.
Þegar fram í neysluna sækir og
neytendur hætta að nota efnið ein-
kennist líðanin af miklu þunglyndi.
Neytendur verða órólegir og í miklu
þunglyndisástandi. Þeir eru kvíðnir
og vex allt í augum. Ástandið getur
jafnvel varað í tvær til þrjár vikur.
Fíknin getur auðveldlega blossað
upp þegar neytendur hugsa um
efnið við þessar kringumstæður.
Til þess að koma sér undan efninu
þarf að grípa til ákveðinna að-
gerða. Kókaínfíkn er eins og önnur
fíkn, þetta verður sjúkdómur,"
sagði Þórarinn.
Ævintýralegur fjárhagsvandi
Þórarinn Tyrfingsson segir að
mjög misjafnt sé hve mikið kókaín-
neytendur þurfí af efninu. Þeir sem
hafí ótakmarkaðan aðgang að því
geti neytt óhemjumikils magns.
„Áhrif efnisins varir í stuttan tíma
og menn geta endurtekið tökuna.
En neytendur komast í ævintýra-
legan fjárhagsvanda ef þeir neyta
þessara efna. Líklega er skammt-
urinn mældur í svipuðu magni og
amfetamínið sem nú er á markaðn-
um, nema bara hvað áhrif kókaíns-
ins vara í fímm til tíu sinnum styttri
tíma. Samkvæmt því þarf fímm til
tíu sinnum meira af kókaíni til að
halda neytandanum í sömu vím-
unni. Það er því von að vanur neyt-
andi vilji fremur amfetamín en lé-
legt kókaín sem verið hefur á mark-
aðnum, sem kannski er mikið drýgt
og erfítt að nálgast," sagði Þórar-
inn.
Þórarinn Tyrfingsson
Hann sagði að vanir neytendur
gætu ekki greint á milli ámóta
skammta af amfetamíni og kókaíni
i æð, nema hvað áhrifín af amfeta-
míni vara lengur. Með því að
sprauta efninu í æð reyna neytend-
ur að fá meira út úr vímunni og
drýgja efnið. Oft er líka neysla í
gegnum nefið afar ertandi fyrir
slímhúðina. „Samt sem áður segja
neytendur að það sé öðruvísi að
nota kókaín þegar á heildina er lit-
ið. Yfírleitt telja menn að afleiðing-
ar af neyslu þessara efna séu mjög
áþekkar, þ.e.a.s. vanlíðan, þung-
lyndi og geðveikisástand, en hins
vegar sé það verra þegar kókaín á
í hlut. Það sé meira um geðveikis-
einkenni og meiri hætta á skyndi-
dauðsföllum."
Sjaldnast vitað um
styrkleikann
Þórarinn sagði að neytendur
vissu sjaldnast hver styrkleiki hvers
skammts af kókaíni væri. Þegar
það bættist við að dómgreind neyt-
andans væri skert og neyslan mik-
il, gætu skammtarnir orðið stór-
hættulegir. Þá getur efnið valdið
krömpum og hjartsláttartruflunum
sem geta valdið dauða eða miklum
líkamlegum skemmdum. „Það er
líka talað um að mikill krampa-
kenndur samdráttur geti komið í
kransæðar við kókaínneyslu, sem
enn auki á hættuna. En líklega er
geðveikisástandið sem neytendur
lenda í hættulegast. Þeir fá ofsókn-
arkennd og verða mjög órólegir og
rangtúlka umhverfí sitt. Slíkt geð-
veikisástand getur skapast hjá ein-
staklingi eftir einn skammt, á með-
an annar þarf að hafa notað efnið
í einhvem tíma áður en fer að bera
verulega á því.“
Neytendur tala uni að til þess
að komast í góða vímu þurfi þeir
10 milligrömm af hreinu kókaíni
og ef það hefur verið drýgt með
öðrum efnum, eins og t.a.m. c-vít-
amínsdufti eða kartöflumjöli, getur
hann þurft allt að 50 milligrömm-
um. „Neytandi er kominn í dauða-
skammta, eða mjög hættulega
skammta, þegar þeir neyta 100
milligramma af hreinu kókaíni. Það
er mjög stutt þarna á milli í sjálfu
sér.“
Skuggahliðin
Þórarinn var furðulostinn yfir því
magni kókaíns sem lögreglan lagði
hald á aðfaranótt sl. þriðjudags,
sem var 1.200 grömm af sterku
efni. „Ég veit ekki hvernig í ósköp-
unum menn hafa ætlað að koma
þessu í lóg á þessum markaði. Við
höfum miklar upplýsingar um
ástandið, bæði frá lögreglunni og
eins eru miklar skráningar á öllum
meðferðarstöðvum sem hér eru.
Þarna er urn 1,2 kg að ræða, dreif-
ingu og sölu á þessu magni. Enda
kom það fram, að ég held, við yfír-
heyrslur í Stóra kókaínmálinu, sem
svo var kallað, að mikil vandkvæði
voru á því að koma efninu í lóg.
Það bendir ekkert til þess að það
sé fyrir hendi markaður sem geti
tekið við þessu magni í skjótu
bragði. Sem betur fer er margt sem
bendir til þess að þetta geti verið
einstakir atburðir, en skuggahliðin
er sú að neyslan hefur smám sam-
an verið að vaxa í gegnum árin.
Þeir sem vinna í þessum heimi hafa
bent á það að þó aðflutningsleiðir
hafi verið um Evrópu, um Amsterd-
am, þá gæti það hugsanlega
breyst,“ sagði Þórarinn Tyrfíngs-
son, yfirlæknir á Vogi.