Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 i VERkfalu „ 14&hofum ekki fengié samn'mg stScw. /7V2/" Afsakið hve seint við kom- um, hún hélt á leiðarlýsing- unni. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Ferðamenn o g veðurathuganir Frá SigurðiÞór Guðjónssyni: ÉG VIL vekja athygli á því að engar veðurfregnir berast frá ein- hveijum fjölsóttustu ferðamanna- stöðum landsins: Þingvöllum, Mývatni, Hallorms- stað með Atlavík og Skaftafelli. Á Þingvöllum voru veðurathug- anir gerðar árin 1934 til 1983 en þá var veðurstöðin flutt að Heið- arbæ. Eftir að sú stöð hætti fyrir skemmstu hafa engar veðurathug- anir verið gerðar í Þingvallasveit. í Reykjahlíð við Mývatn hefur ver- ið veðurfarsstöð síðan 1937 en þaðan koma ekki veðurskeyti. Á Hallormsstað var einnig veðurfars- stöð frá árinu 1937 og þar til í fyrra er stöðin virðist hafa verið lögð niður. Þá voru einnig gerðar sams konar athuganir á Skriðu- klaustri árin 1952 til 1979 . í Skaftafelli hafa verið gerðar úr- komumælingar frá árinu 1964 en ekki aðrar veðurathuganir. Það gagnast ekki nema að litlu leyti að líta til nálægra veðurstöðva hvað þessa staði varðar. Þingvellir eru t.d. mjög sérstakir um veður. Og þó veður á Grímsstöðum og Mývatni kunni að vera áþekkt er mikill munur á hitafari. Einnig er talsvert hlýrra á Hallormsstað, og reyndar enn hlýrra á Skriðu- klaustri, heldur en á Egilsstöðum samkvæmt niðurstöðum mælinga meðan athugað var samtímis á öllum stöðvunum. Hallormsstaða- skógur er reyndar eitthvert veður- sælasta hérað á öllu landinu á sumrin. Það er blátt áfram óveij- andi hvað varðar þekkingu okkar á íslenskri sumardýrð, sem vill þó stundum snúast upp í sumarhryll- ing, ef veðurathuganir leggjast þar niður með öllu. Þá liggur það í augum uppi að lítið mark er tak- andi á veðurskeytum frá Fagur- hólsmýri fyrir Skaftafell. Þar hafa t.d. aldrei verið gerðar hitamæling- ar. Er hitafar þar þó mjög forvitni- legt rannsóknarefni. Á hitakortum fyrir júlíhita 1931- 1960 er ekki gert ráð fyrir að 11° jafnhitalínan, sem nær vel austur fyrir Kirkju- bæjarklaustur, nái að Skaftafelli. Þar er þó ekki við neinar mælingar að styðjast. Júlíhiti á Fagurhóls- Frá Margréti Friðriksdóttur: HÓPUR fólks frá Félagi eldri borg- ara á Suðumesjum átti mikla dýrð- ardaga austur á landi fyrir skömmu. Að því tilefni skulu mikl- ar alúðarþakkir færðar öllum þeim, sem gerðu dvölina eystra ógleym- anlega. Hópurinn dvaldist í Kirkjumið- stöðinni að Eiðum, dagana 30. júlí til 4. ágúst, í hinu bezta yfírlæti enda er þar fyrirmyndarstaður í fögm umhverfí. Húsráðendur þar, ungt og elskulegt fólk, sýndi okkur einstaka alúð og elskusemi, hjart- hlýjan í öndvegi og andrúmsloft eins og á bezta heimili. Allur viður- mýri var á sama tíma 10.7 sam- kvæmt mælingum. Og þó Skafta- fell liggi nokkm hærra þarf ekki annað en koma þar til að maður trúi ekki öðm, en júlíhiti þar sé 0.3° hærri heldur en á Fagurhóls- mýri. Ég nefni þetta aðeins sem dæmi um hvað veðurfarið í þjóð- garðinum er enn ókannað. Er það varla vansalaust. Þúsundir ferðamann fara um þessa staði á hveiju sumri. Það er því mjög bagalegt að þaðan skuli engar upplýsingar koma um veður, þó ekki væri nema yfír sumarið. Veðurstofan er íhaldssöm og er það dyggð fyrir slíka stofnun. Hún má þó taka meira tillit til ferðalaga landsmanna og annarra um landið en gert var á hennar sokka- bandsárum. En veðurfar allra of- angeindra staða er reyndar merki- legt í sjálfu sér. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, Skúlagötu 68. gjömingur eins og bezt var á kos- ið. Ferðimar um nágrennið annað- ist afbragðsmaðurinn Sveinn Sig- urbjarnarson af sinni alkunnu lip- urð og ljúfmennsku. Þá má ekki gleyma höfðinglegum móttökum hvarvetna svo sem á Eskifírði og í Neskaupsstað, en alls staðar var okkur tekið með kostum og kynj- um. Við munum lengi búa að endur- minningum þessara unaðsdaga. Kærar þakkir til ykkar allra sem greidduð götur okkar og gerðuð ferðina eins indæla og unnt var. MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR, Brekkubraut 1, Keflavík Ánægjuleg ferð Víkveiji skrifar eir hljóta að vera framsýnir mjög templaramir sem nú þegar em byijaðir að auglýsa útihátíð sína í Galtalækjarskógi um næstu verslunarmannahelgi. Með flennistómm borða þvert yfír Laugaveginn minna þeir á þessa samkomu og er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það getur ekki verið að templumnum hafí láðst að fyka niður auglýsinguna vegna síðustu útihátíðar í byijun þessa mánaðar. Eða hvað? XXX' A Iágætri grein Jóns Hilmars Al- freðssonar yfirlæknis um heilsuvemd kynlífs í nýútkomnu tölublaði Heilbrigðismála er að fínna eftirfarandi málsgrein: „Eitt af því sem einkennir óheillaþróun síðustu tveggja áratuga er út- breiðsla áður ókunnra eða lítt þekktra sýkinga. Gamlar valin- kunnar sýkingar hafa ýmist horfið að kalla af sviðinu eins og sára- sótt eða staðið nokkuð í stað eins og lekandi." xxx * Isíðsumarveðri þar sem sunnan- áttir með tilheyrandi skúraleið- ingum vom ráðandi börðust nor- rænir kylfingar á Norðurlandamóti í Grafarholti um síðastliðna helgi og fögnuðu um leið hálfrar aldar afmæli Golfsambands íslands. Vík- veiji'velti því fyrir sér hvort útlend- ingunum fyndust aðstæðumar ekki erfiðar og það var því ánægju- legt að heyra gestina róma þær mjög. Norski liðsstjórinn sagði hreint út að aðstæður allar væm frábærar. Það var því til að kóróna vel heppnað afmælismót að ís- lenski hópurinn skyldi sigra á glæsilegan hátt og Ulfar Jónsson verða Norðurlandameistari ein- staklinga fyrstur íslendinga. Á sama tíma og áhugi fyrir íþróttinni hefur stóraukist hér á landi hefur getu þeirra bestu fleygt fram. Golfvellir hafa verið gerðir víða um land og fjölgar þeim jafnt og þétt. Á höfuðborgarsvæðinu kom- ast færri að en vilja á helstu vöilun- um þegar mest er að gera og sums staðar er biðlisti manna, sem vilja gerast meðlimir í golfklúbbunum. XXX Skrifari hefur heyrt á fólki, sem ekki þekkir til, að því fínnist lítið til golfíþróttarinnar koma. Það telur golf fánýta tímasóun; spennulausar gönguferðir og svo hægar og áreynslulausar að menn fínni ekki fyrir þeim, styrki sig lítt og eyði aðeins tíma og Ijármunum. Nær sé að arka um fíöll og fím- indi og skoða landið og náttúru þess. Hvíti boltinn sé alls ekki nauðsynlegur, félagsskapurinn ekkert sérstakt fyrirbæri sem að- eins megi finna á golfvöllum eða í golfskálum. Síður en svo. Auk þess séu fjallaferðir meira krefj- andi, um leið gefandi, styrkjandi og bætandi. Ekkert hefur Víkveiji á móti fjallaferðum, en á rabbi við kylf- inga hefur hann heyrt að þeir eru alls ekki tilbúnir að skipta. Haft hefur verið eftir Gísla Halldórs- syni, heiðursforseta Iþróttasam- bands íslands, að það eina vonda við íþróttina sé hve seint hann hafí kynnst henni, en hann var kominn á sjötugsaldur er hann hóf að iðka golf. Gísli er nú tæplega áttræður, missir varla dag úr í golfínu og bætir sig með hveiju árinu sem líður. Skrifari hefur heyrt fólk tala um spennuleysi í íþróttinni en stað- reyndin er sú að í golfí eins og öðrum íþróttum getur blóðþrýst- ingurinn hækkað óhóflega og skrifari hefur séð sómakæra ró- lyndismenn reiðast og roðna meira en góðu hófí gegnir. Jafnvel hætta leik í miðjum klíðum. Reyndar þarf ekki að spyija hvort það sé til eftir- breytni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.