Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Signrður fer frá SÍF SIGURÐUR Haraldsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Sölu- sambands íslenskra fiskfram- leiðenda, lét af störfum fyrir- varalaust í síðustu viku. Dagbjartur Einarsson, stjómar- formaður SÍF, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að Sigurður hefði látið af störfum vegna ágreinings sem komið hefði upp, en vildi ekki tjá sig um málið að öðm leyti. Sigurður Haraldsson vildi að- spurður ekki tjá sig um af hveiju hann hefði látið af störfum hjá SÍF. Lagði til manns meðhnífí KONA á fimmtugsaldri stakk karlmann á sjötugs- aldri í læríð með hnífí þegar þeim sinnaðist aðfaranótt laugardagsins í ibúð í Reykjavík. Konan var í heimsókn hjá manninum í íbúð hans er þeim sinnaðist, með þeim afleiðing- um að konan fór fram í eldhús og náði í hníf með 27 cm löngu blaði, sem hún lagði til manns- ins. Hún stakk hann 2-3 sinn- um í lærið. Maðurinn var fluttur á slysadeild, þar sem í ljós kom að meiðsli hans voru ekki al- varleg. Konan var hins vegar flutt á lögreglustöðina til yfir- heyrslu, en Rannsóknarlög- regla ríkisins tók við rannsókn málsins. Auglýsir eftír hús- gagnasmiðum til starfa í Brisbane HAFSTEINN Fiiippusson rekur húsgagnaverksmiðjuna Deskmasters í borginni Brisbane í Ástralíu. Hafsteinn auglýsti í Morgunblaðinu sl. sunnudag eftir húsgagnasmiðum til starfa. „Ég ætlaði að sjá hvort ég gæti fengið íslenska húsgagnasmiði til starfa. Það er nóg fyrir húsgagna- smiði að gera héma í Brisbane. Það fer eftir viðbrögðum innflytjenda- skrifstofunnar hvað ég get ráðið marga menn. Menn þurfa að fá at- vinnuleyfi og það getur verið erfitt. Þetta er lokað land nú orðið og ekki eins og það var áður fyrr. Það getur vel verið að ég fái eitthvað af svörum við auglýsingunni, kannski engin," sagði Hafsteinn í samtali við Morg- unblaðið. Hafsteinn sagði að hann væri með 30-35 menn í vinnu. Hann hefur búið í Brisbane frá því árið 1980 og hóf rekstur húsgagnaverksmiðj- unnar 1981. Þar eru aðallega fram- leidd skrifstofuhúsgögn, að mestu leyti fyrir innanlandsmarkað. Þegar Hafsteinn var spurður hvort gott væri að búa í Brisbane, kvaðst hann ekki hafa í huga að flytjast annað. „Þetta er eins og með öll lönd, það hefur sína kosti og galla. Þetta er barátta eins og alls staðar." Hann sagði að í augnablikinu væri skortur á húsgagnasmiðum í Brisbane og ef skortur væri á starfs- mönnum iægi beinast við að ráða íslendinga. Hafsteinn sagði að inn- flytjendum stæði engin opinber fyr- irgreiðsla til boða, menn yrðu að treysta á sjálfa sig og vinna. Hann sagði að nokkrar íslenskar fjölskyld- ur væru í Brisbane, en þær væru samt fleiri í Sidney og Melboume. Loðnu landað á Þórshöfn. Morgunblaðið/Líney Loðmikvótinn aukinn um 320 þúsund lestir Aldrei áður sést eins mikið af eins árs gamaili loðnu í aflanum HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur lokið árlegri haustmæl- ingu á loðnustofninum hér og leggur til að heildarloðnukvótinn verði aukinn um 320.000 lestir, úr 500.000 í 820.000 lestir. í hlut Efiing atvinnulífs á Suðumesjum Góður samstarfsvilji Sameinaðra verktaka - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra JÓN Halldórsson, formaður stjórnar Sameinaðra verktaka, átti fund með Davíð Oddssyni forsætísráðherra í gær vegna hugmynda um þátttöku íslenskra aðalverktaka í uppbyggingu atvinnulifs á Suður- nesjum. Að sögn Davíðs kom fram góður samstarfsvilji af hálfu stjómarformanns Sameinaðra verktaka. íslenskra skipa koma 78% af heildarkvótanum, eða tæp 640.000 tonn, en á siðustu vertíð veiddu þau alls um 670.000 tonn. íslendingar hafa mest veitt 1,053 milljónir tonna af loðnu en það var vertíðina 1986-87. Farið verður í annan loðnuleiðangur strax eftir áramótín og þá verður kvótínn aukinn enn frekar ef tíl- efni gefst tíl, að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings. Fyrir tonn af loðnu upp úr sjó hafa fengist 4.000-4.200 krónur í haust og miðað við það verð fást 2,6-2,7 milljarðar fyrir 640.000 tonna loðnukvóta is- lenskra skipa. Hjálmar Vilhjálmsson segir að hann hafi aldrei áður séð eins mik- ið af eins árs gamalli loðnu og í leiðangrinum í haust, sem þýði góð- „Við ræddum um afstöðu gagn- vart því að Aðalverktakar kæmu inn I aðgerðir sem miða að því að milda atvinnuleysisstöðuna á Suð- umesjum. Það var engin ákvörðun tekin en það er ljóst að það er góð- ur samstarfsvilji fyrir hendi af hálfu þessa aðila," sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið. Davíð sagði að þeir ætluðu að hittast aftur að viku liðinni og þá myndi liggja fyrir með hvaða hætti þetta yrði framkvæmt. ídag WalUnberg-málið Er haldið hlífískildi yfir eina vitn- inu? 28 Af innlendum vettvangi Kúabændum gert að greiða fjórð- ung innleggs í B-stofnsjóð SS 36 Kvikmyndahátíðin Harðfiskur Nótt í leigubíl - Á endasprettinum - Stund milli stríða 44 Leiðari Taaplöga 45% faaldam h{á Fram u;" mgm ntw "Hm Pjjj§| SH Aslhldur 4 Iai8 fKR ' . Einörð afstaða forsætisráðherra 32 Iþróttir ► Mikil fækkun áhorfenda í 1. deiidinni í knatlspymu. HandknattJeiksdómari segir þjálfara hafa gengið í skrokk á sér eftír leik um helgina. Sparisjóð- ir breyta vöxtum SPARISJÓÐIRNIR lækka útlánsvexti á óverðtryggð- um skuldabréfalánum um 0,15% og hækka útlánsvexti á verðtryggðum skulda- bréfalánum um 0,15% nú um mánaðamótín. Útláns- vextir bankanna eru óbreyttir og innlánsvextir breytast ekki, en vextir á erlendum myntum breytast talsvert hjá sparisjóðunum og flestum bankanna. Vextir á óverðtryggðum skuldabréfalánum í algeng- asta flokki samkvæmt upplýs- ingum Seðlabanka íslands eru 13,1% eftir breytinguna, sam- anborið við 12,25% hjá Lands- banka íslands og Búnaðar- banka og 12,4% hjá íslands- banka. Vextir á vísitölubundn- um lánum í algengasta flokki eru 9,25% hjá bönkunum en 10% hjá sparisjóðunum. an efnivið í næstu vertíð. Fyrir mánuði hafí veiðanleg loðna verið samkvæmt mælingum um 1,5 millj- ónir tonna en skilja þurfi eftir um 400.000 tonn til að hrygna og þorskurinn þurfi sitt. í haustleið- angrinum hafi hins vegar ekki ver- ið hægt að sjá að þorskur væri í loðnunni en hún hafi verið dreifð og blönduð. Auðveldara verði að mæla loðnuna í janúar, þegar stærri loðnan hafi skilið sig frá smæikinu á leiðinni suður með Austfjörðum. Hjálmar vill þó ekki lofa auknum kvóta í janúar en segir hugsanlegt að eitthvað af loðnu hafi verið und- ir ís, þegar stofninn var mældur 13.- 31. október sl. „Dreifing og háttalag loðnunnar er ósköp svipað og undanfarin haust,“ segir hann. íslendingar fá 78% af heildar- kvótanum en Norðmenn 11% og Grænlendingar 11%. íslensk skip höfðu í gærmorgun veitt 127.000 tonn af loðnu en Norðmenn hafa veitt hér 67.000 tonn. „Færeyingar eru búnir að fiska 41.000 tonn af grænlenska kvótanum en við eigum að fá 30.000 tonn af honum til að geta látið Evrópubandalagið hafa 3.000 tonna karfakvóta hér síðla næsta sumar, sem hefði ekki geng- ið upp ef kvótinn hefði ekki verið aukinn. Við þurfum því að vera búnir að fiska loðnuna áður en EB fær að veiða karfann,“ segir Krist- ján Ragnarsson formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. Hann segist vonast til að Islending- ar fái að veiða a.m.k. eina milljón tonna af loðnu í vetur. Teitur Stefánsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra fiskmjöls- framleiðenda, segist vera ánægður með kvótaaukninguna en vonast tii að kvótinn verði aukinn aftur í jan- úar. Teitur segir verð á loðnulýsi hafa hækkað úr rétt rúmlega 300 dollurum í lok síðustu vertíðar í 420 dollara en meðalverð á þessari ver- tíð sé 385 dollarar. Hins vegar hafi gengið erfíðlega að selja loðnumjöl. Þórður Þorbjamarson borgarverkfr. látinn Þórður Þorbjarnarson, borg- arverkfræðingur, er látínn, 55 ára að aldri. Þórður fæddist í Reykjavík þann 5. ágúst árið 1937, sonur hjónanna Þórðar Þorbjamarsonar Iífefna- fræðings og Sigríðar Þórdísar Claessen. Hann lauk prófi í verk- fræði frá Háskóla íslands árið 1960 og prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1963. Þórður starfaði sem verkfræðingur hjá á Keflavíkurflugvelli 1963, hjá Verkfræðistofu Braga Þorsteins- sonar og Eyvindar Valdimarssonar 1963-1964 og hjá gatnamálastjóra í Reykjavík 1964-1966. Hann var forstjóri Vélamiðstöðvar Reykjavík- urborgar 1966-1971 og forstöðu- maður byggingadeildar borgarverk- frasðings frá 1971 til 1973. Þá tók hann við embætti borgarverkfræð- ings, sem hann gegndi til dauða- dags. Eftirlifandi eiginkona Þórðar er Sigríður Jónatansdóttir. Þau eign- uðust þijú böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.