Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 37
ií«l MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 37 Þingsályktunartillaga um lækkun húshitunarkostnaðar Ríkissjóður yfirtekur skuldir Hitaveitu Eyra JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að unnið sé að því að fram- fylgja tillögum svonefndrar orkuverðjöfnunarnefndar frá vorinu 1991. Ráðherra greindi frá í umræðum í gær að ríkissjóður hefði yfirtekið stóran hluta af skuldum Hitaveitu Eyra, þá var jafnframt staðfest að byggðasamlag hefði verið stofnað um orkuveiturnar á Selfossi, Eyrar- bakka og Stokkseyri. Iðnaðarráðherra telur einnig að hugmyndir sem ræddar hafa verið í ríkisstjórn geti leitt til lækkunar á hitunarkostn- aði á svonefndum köldum svæðum. í gær var til umræðu þingsálykt- unartillaga fjögurra framsóknar- manna: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að ljúka áætlun um lækkun húshitunarkostnaðar sem sett var fram í tillögu til þingsálykt- unar sem flutt var á 113. löggjafar- þingi 1990-91, 453. máli.“ Pyrsti flutningsmaður og framsögumaður, Jón Helgason (F-Sl), benti á að þáverandi og núverandi iðnaðarráð- herra hefði haustið 1990 skipað nefnd til að gera tillögur um verð- jöfnun á raforku og undirbúa frum- varp um það efni. I nefndinni hefðu verið fulltrúar allra þáverandi stjórn- málafiokka. Á grundvelli tillagna nefndarinnar hefði iðnaðarráðherra flutt tillögu til þingsályktunar um lækkun húshitunarkostaðar. Því miður hefði ekki náðst samstaða um að afgreiða þessa tillögu fyrir þing- lok en eigi að síður. hefði núverandi ríkisstjórn tekið fyrstu skrefin í átt til jöfnunar en síðan virtist þessum tillögum hafa verið stungið undir stól. Og á síðustu vikum hefðu kom- ið fram hugmyndir og tillögur sem margir óttuðust að myndu valda auknum verðmismun á orku. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra vildi svara ýmsu sem fram kom í ræðu framsögumanns. Iðnaðarráð- herra vísaði því á bug að tillögum svonefndar orkuverðjöfnunarnefnd- ar hefði verið stungið undir stól. Hann rifjaði upp að eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar hefði verið að auka niðurgreiðslur til hit- unar íbúðarhúsnæðis og breyta framkvæmd þeirra til jöfnunar. Með þeirri ákvörðun mætti segja að fyrsta áfanga af þremur í tillögum orkuverðjöfnunarnefndar hafi komið til framkvæmda. ið sauðijárinnleggið. Sláturfélagið æki við öllu því sláturfé sem menn ildu, þar væru engar takmarkanir, g því ekki þörf á að láta þá bændur em keyptu hlutabréf ganga fyrir. r arðandi svínakjötsinnleggjendur agði Páll að þeir væru með lang- ímasamninga við Sláturfélagið og >eir hefðu látið heilmikið í B-stofn- eildina. Guðmundur Lárusson, formaður .andssambands kúabænda, sagði að 1S væri augljóslega að gera á hlut ramleiðenda nautgripakjöts. Hann agði að Landssambandið hefði annað möguleika á sölu þessara lutabréfa en enginn möguleiki virt- it vera til að selja þau. Guðmundur agði að þetta væru að sínu mati erðlausir pappírar auk þess sem eir veittu engin réttindi í félaginu. ‘áll Lýðsson sagði að of snemmt æri að afskrifa verðgildi hlutabréf- nna. Enginn vissi nema þau myndu á verðgildi um leið og félaginu tæk- st að rífa sig upp og færi að greiða rð. Hann tók það fram að SS myndi kki fara gjaldþrotaleiðina. Jón á Hálsi fékk slátrun fyrir naut- ripi sína á Hvammstanga. Gísli í 'tri-Ásum sagðist ekki vita hvernig ann gæti leyst sín mál. Sláturfélag uðurlands er eini sláturleyfíshafinn hans svæði og hann þarf að fá ;yfi hjá hreppsnefnd og sauðfjár- eikivörnum sem hann sagði að háð æri geðþóttaákvörðun til að flytja gripina í önnur sláturhús. Hann sagði óeðlilegt að þurfa að flytja nautgri- pina úr heimabyggð til slátrunar og það kostaði sitt. Hann sagðist þó frekar slátra gripunum' heima en að leggja þá inn í SS með þeim skilyrð- um sem þar væri boðið upp á. Iðnaðarráðherra sagðist hafa með bréfi til stjórnar Landsvirkjunar 21. maí 1991 áréttað markmið orku- verðjöfnunarnefndar. 10. apríl á þessu ári hefði hann bréflega ítrekað ósk ríkisstjórnarinnar að heildsölu- verð á raforku til húshitunar yrði lækkað. í þessu bréfi hefði verið á það bent að vegna lágs heimsmark- aðsverðs á olíu væri kostnaður vegna rafhitunar íbúðarhúsnæðis nú svip- aður eða hærri en með olíukynd- ingu, þrátt fyrir auknar niðurgreiðsl- ur. í sama bréfi hefði einnig verið á það bent að sá áfangi sem hefði náðst á síðasta ári hefði fyrst og fremst verið vegna aukinna niður- greiðslna úr ríkissjóði og æskilegt væri að hlutur orkufyrirtækjanna yrði stærri. Þessi sjónarmið hefði hann áréttað á ársfundi Landsvirkj- unar í sama mánuði. Stjórn Lands- virkjunar hefði enn ekki séð sér fært að koma til móts við þessi til- mæli. Það væri álit stjórnarinnar að hvorki verðlagningarsjónarmið né ríkjandi markaðsaðstæður réttlættu slíka verðlækkun af hálfu Lands- virkjunar. Iðnaðarráðherra viidi taka fram að hann myndi enn halda þess- um sjónarmiðum að stjórn Lands- virkjunar. MHflfil Orkuveitur og virðisaukaskattur Iðnaðarráðherra vék nokkrum orðum að vanda þeirra hitaveitna sem hefðu hvað hæstan kostnað. Hann vildi sérstaklega vekja athygli á því að á föstudag í síðustu viku hefði ríkissjóður yfirtekið stóran hluta af skuldum Hitaveitu Eyra, þá var jafnframt staðfest að byggða- samlag hefði verið stofnað um orku- veiturnar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, en það hefði einmitt ver- ið forsenda fyrir stuðningi. Þá lægi einnig fyrir erindi frá Hitaveitu Suð- ureyrar í Súgandafirði þar sem enn væri óskað eftir aðstoð ríkisins. Um það mál væri nú fjallað í iðnaðar- ráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Iðn- aðarráðherra vildi einnig nefna að nú myndi einnig fara fram athugun á stöðu mála hjá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Iðnaðarráðherra vildi einnig full- vissa framsögumann um að ekkert í þeim hugmyndum sem ræddar hefðu verið í ríkisstjórn myndi valda auknum verðmismun á orku. Hann teldi þvert á móti að breytingar á virðisaukaskattskilum orkufyrir- tækja gætu leitt til þess að dregið yrði úr verðmismun á orku. Með því að leggja virðisaukaskatt á orku til húshitunar mætti afla þess fjár sem skort hefði til þess að lækka húshit- unarkostnað á svonefndum köldum svæðum og hjá dýrustu hitaveitun- um. Matthías Bjarnason Menn viðurkenni að gengið er fallið „SUMIR segja að gengisfellingar séu bannorð í þessu þjóðfélagi þó að öllum sjáandi mönnum sé fært að sjá, þótt slæmt sé að viðurkenna, að gengisfelling hefur orðið,“ sagði Matthías Bjarnason (S-Vf). Þing- maður telur að menn hljóti að skilja að það hafi áhrif þegar sterlings- pundið falli um 15%, „nema helst ríkisstjórnin og Seðlabankinn". í gær var fram haldið umræðu um frumvarp til laga um að frá og með næstu áramótum verði óheimilt að verðtryggja fjárskuldbindingar, enda verði lánskjaravísitalan lögð niður. Fyrsti flutningsmaður er Egg- ert Haukdal (S-Sl) en meðflutnings- maður er Matthías Bjarnason (S-Vf). Við fyrstu umræðu hafði Jón Sig- urðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, látið þá skoðun skýrt í ljós að hann teldi þetta frumvarp óþarft og væri hann því andvígur. Matthías Bjarnason sagði við umræðuna í gær að sýna yrði að Alþingi ætlaðist til þess sama af þeim sem fjármagnið ættu og það ætlaðist til af launþeg- um og atvinnurekstrinum. Að haft væri taumhald á launum og líka því sem fjármagnið kostaði. Matthías sagði að ofan á vextina bættist óheyrilegur lántökukostnaður. Matthías benti á að atvinnufyrir- tæki landsmanna væru mjög skuld- sett og ættu hinir háu vextir þar mikla sök. Matthías sagði ennfrem- ur: „Sumir segja að gengisfellingar séu bannorð í þessu þjóðfélagi þó að öllum sjáandi mönnum sé fært að sjá, þótt slæmt sé að viðurkenna, að gengisfelling hefur orðið.“ Matthías kvaðst ekki vera tals- maður gengisfellingar en hann vildi líta á hlutina raunsæjum augum. Þegar pundið félli um u.þ.b. 15% glötuðu útflutningsatvinnuvegir sem seldu í sterlingspundum 15% af and- virði sinnar vöru en þeir sem vildu fá gjaldeyri til „að eyða“ kannski að óþörfu eða í það sem mætti draga úr, fengju hann á útsölu með 15% afslætti. „Við fáum ekki skilið og það skil- ur það enginn, nema helst ríkis- stjórnin og Seðlabankinn, að það hafi engin áhrif, þegar sterlings- pundið fellur. Að það eigi engin áhrif að hafa á atvinnuvegina." Matthías sagði einnig: „Það átti heldur engin áhrif að hafa á atvinnu- vegina þegar dollarinn féll. Fyrir einu ári fengum menn 62 krónur fyrir dollarann, núna hefur hann aðeins risið frá því að fara niður í 53 krónur, að mig minnir. Á sama tíma erum við að myndast við að byggja upp nýjar atvinnugreinar.“ Matthías taldi torvelt að byggja upp atvinnugreinar eftir slíkri og þvílíkri gengisskráningu. Ferðamenn myndu t.d. forðast eitt dýrasta land heims- 43. ársþing Landsambands hestamannafélaga Þíngfækkunartíllaga naumlega felld Guðmundur Jónsson kosinn formaður Hestar____________ Valdimar Kristinsson AÐEINS munaði þremur atkvæð- um að þingfækkunartillaga stjórnar Landsambands hesta- mannafélaga yrði samþykkt á ársþingi samtakanna sem haldið var á Flúðum um helgina. 78 þing- fulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni en þar sem um laga- breytingu var að ræða þurftu 2/s mættra fulltrúa að greiða tillög- unni atkvæði sitt til að tryggja henni brautargengi. Yfir 30 tillög- ur voru afgreiddar á þinginu sem þótti frekar friðsamt og virðast hestamenn nokkuð sáttir við til- veruna um þessar mundir. Aðalmál þingsins voru reiðvega- mál og voru flutt þijú framsöguer- indi um efnið. Jón Birgir Jónsson aðstoðarvegamálastjóri mætti fyrir hönd Vegagerðar ríkisins, Ámi Mat- hiesen frá samgöngumálanefnd Al- þingis og Kristján Auðunsson var fulltrúi hestamanna. Eftir framsögu- erindin voru pallborðsumræður sem Kári Arnórsson fyrrverandi formað- ur stjórnaði. Samþykkti þingið þijár tillögur varðandi reiðvegamál. Var þar á meðal samþykkt heimild tii Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Friður og spekt ríkti á ársþingi hestamanna og voru fulltrúar almennt ánægðir með þinghaldið í heild. stjórnar LH að ráða sérfróðan mann sem ynni úr þeim gögnum um reið- vegi sem fýrir liggja og afla nýrra upplýsinga og gera heilsteypta reið- vegaáætlun. Þá var einnig samþykkt áskorun til Alþingis að samþykkja nú þegar breytingar á vegalögum þar sem gert verði ráð fyrir að Vega- gerð ríkisins leggi reiðvegi meðfram akvegum með bundnu slitlagi þar sem umferð ríðandi manna verði ekki fyrir komið annars staðar. Að síðustu skoraði þingið á stjórn sam- takanna að beita sér fyrir því að gömlum reiðleiðum sé haldið opnum og einnig að fá opnaðar eldri götur sem lokað hefur verið. Þótt þingið hafi verið friðsamt var þó nokkuð heitt í kolunum í kynbóta- nefnd þar sem menn deildu um til- lögu þar sem lagt var til að komið yrði á samstarfí málsaðila um gerð nýs dómkerfis. Komst tillagan ekki í gegnum nefnd og var því gerð ný tillaga þar sem lagt var til að LH efndi til ráðstefnu um þessi mál og var hún einnig felld. Kári Arnórsson, Fáki, gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stöðu for- manns og var Guðmundur Jónsson, Herði, varaformaður, kjörinn for- maður. í hans stað var Guðbrandur Kjartansson, Fáki, kosinn varafor- maður. Þá var Kristmundur Hall- dórsson, Gusti, kjörinn meðstjórn- andi og Jón Bergsson, Freyfaxa, og Halldór Gunnarsson, Feyki, endur- kjömir. Auk þeirra eru í stjórn Sig- fús Guðmundsson, Smára, og Sig- björn Björnsson, Faxa. í varastjórn voru kjörin Ágúst Oddson, Sörla, Marteinn Valdimarsson, Glað, Kol- brún Kristjánsdóttir, Hring, Sigur- geir Bárðarson, Geysi, og Stefán Bjarnason, Létti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.