Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 „Eg,var& benzJnlcxue! Hvcub vildiréu a£ ég kaeml met>, hljó&kutirm ? " Þér hljótið að vera yfirmað- ur eiginmannsins míns? Þetta er í fyrsta skipti sem þú kyssir mig síðan lottóið fór í gang. HOGNI HREKKVISI #HANN VILL HELPUR. A£> þú LESfö TROLLflSÖGÚ." BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Skrýtin sagnfræði Frá Þóri Kr. Þórðarsyni: HINN 24. október var sýndur í sjón- varpi hinn skemmtilegi þáttur Helga Péturssonar, Manstu gamla daga, og fjallaði hann að þessu sinni um hippatímabilið og 68-kynslóðina. Komu þar fram ýmsir blómprúðustu skemmtikraftar þessa örlagaríka tímabils austan hafs og vestan og nemendur úr MH o.fl., með klæða- far þeirra ára, voru fjörgandi áhorf- endaskari, dansandi og raulandi við hljómfallið. Skemmtileg uppákoma, að ég tali ekki um „böndin“ sem léku af list og seiðandi afli — nær óþekktur heimur töfraður fram — og að ógleymdri Kristínu Ólafsdótt- ur, sem í viðtali skilgreindi 68-hreyf- inguna, og svo Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og Svavari Gestssyni, og hélt Helgi Pétursson þar vel á málum að ekki færi út í þras. Það er atriði úr því samtali sem veldur því að ég sting hér niður BlC-láns- býrópenna að hripa niður þessar lín- ur. Hinn hugumprúði Hannes Hólm- steinn flutti undir lok máls síns til lofs 68-hreyfíngunni þá kenningu að einn af ávöxtum hippatímabilsins væri félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Vakti þessi veruleikatúlkun fræðimannsins athygli mína, eins og margar aðrar, og þarf að setja hana betur í fókus svo að heim komi við staðreyndir, hvað mörgum leiðist. Ég gerði grein fyrir aðdraganda að því að stofnað var til kennslu og rannsókna í almennum þjóðfé- lagsfræðum og sett á fót deild sem að lyktum nefndist félagsvísinda- deild HÍ, í Árbók HÍ um árin 1967- 1971. Þar lýsi ég starfi því er Ár- mann Snævarr rektor kom á fót til þessara byltingarkenndu umsvifa á öndverðu rektorstímabili sínu, er hófst 1960. Var hann áhugasamari um þessi fræði en sumir aðrir lög- fræðingar, og unnum við dyggilega að málinu, m.a. í samstarfí við bandaríska félagsvísindamenn fyrir dygga aðstoð Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. En ártöl skipta máli við sögulega túlkun, hvað margur ungur maðurinn forsómar, og því vík ég hér frá efni Árbókargreinar minnar og tala um sjálfan mig, sem varast skyldi eins og heitan eldinn nema nauðsyn beri til. Áhuga minn á félagsvísindum má rekja til námsára minna í Árós- um 1946-49 en sérstaklega til fyrri námsáranna við Háskólann í Chicago 1951-54. Ég missti samt alveg af því að hlusta á Milton Fried- man, sem var prófessor við bísness- skólann í mokkurra metra fjarlægð frá guðfræðideildinni. Heimkominn (1954) fór ég að vinna að félagsvís- indalegum (= safnaðarlegum) túlk- unum á ritningunum og vann að því að koma á fót prófessorsemb- ætti í félagslegri siðfræði við guð- fræðideildina. Og þar eru meðal ljós- ustu punktanna er ég horfi til baka, minningarnar um samstarf okkar Ármanns Snævars á þessum árum, en þar lék ég auðvitað 2. fíðlu af skiljanlegum ástæðum. Én svo ég víki aftur að Hannesi Hólmsteini: Var þá sagnfræði hans algjörlega röng? Hreint ekki. Svo bar við eitt vorið þegar þetta starf var komið á lokastig og áætlanir uppi um að hefja kennslu ári síðar, að framhaldsskólanemendur á stúd- entsprófsári gerðu út íjölmennan flokk er settist upp í menntamála- Frá Friðjóni Guðmundssyni: OPIN fyrirspum til Póststofunnar, Ármúla 25, 108 Reykjavík: Hinn 24. apríl 1992 póstlagði ég áskriftarlista til Samstöðu um óháð ísland með nöfnum 8 manna, sem óskuðu að gerast félagar að sam- tökum þessum. Bréfíð var sent í pósthús R. 5, 105 Reykjavík, eins og bent var á neðanmáls á áskrift- arlistanum. Nafn sendanda var ekki ritað á póstsendinguna, sem var stimpluð móttekin: Reykjavík= 5,27.04.“92. Svo gerist það 16. október 1992, mér til mikillar undrunar, að ég ráðuneytinu og krafðist þess að kennslu í þjóðfélagsfræðum yrði komið upp þegar í stað, á þv.í hausti er þeir væru komnir þar til náms. Uppi varð fótur og fít í ráðuneyt- inu. Dr. Gylfí Þ. Gíslason, sem þá var menntamálaráðherra, tók málið eldsnöggum tökum, sem hans var vandi, og afgreiddi það á stundinni. Sendi hraðboð vestur í Háskóla og voru þar haldnir tveir háskólaráðs- fundir sama daginn. Hygg ég það einsdæmi í allri sögu Háskólans. Gekk allt eftir að boði ráðherra og samþykki háskólaráðs og e.k. bráðabirgða-námskeiðshaldi var komið upp um haustið. Var þá rekt- or Magnús Már Lárusson. Það er í þessum punkti sem sögu- skýring Hannesar Hólmsteins hlýtur sfna réttlætingu. Sendiför mennt- skælinga í ráðuneytið þennan um- rædda vordag hefur sjálfsagt ráðist af æskulýðsvakningunni sem kennd er við ’68 þótt hún tengdist að vísu áhugaefnum manna frá árunum eft- ir stríð, tveimur áratugum áður. Væri þetta fróðlegt rannsóknarefni Hannesi Hólmsteini, enda er oftast eitthvað smellið í bland við það sem upp úr honum rennur. Hafí svo Helgi Pétursson þökk fyrir skemmtilegan þátt. ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON prófessor Aragötu 4, Reykjavík fékk bréf þetta endursent frá Póst- stofunni með þeirri skýringu að þess hafí ekki verið vitjað og að ekki hafí reynst unnt að koma bréf- inu til viðtakanda. Tvennt er hér með ólíkindum: 1. Að Póststofan hafí ekki getað fundið hið rétta póstfang Samstöðu. 2. Að Póststofan skyldi draga í meira en 5 mánuði að „afgreiða" málið endanlega. Því spyr ég: Hver var ástæðan fyrir þessari hallæris- legu afgreiðslu? - sem í mínum huga er gersamlega óviðunandi. FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON, Sandi, Aðaldal. Opin fyrirspurn Vík\erji skrifar Verðlagning hefur löngum verið umdeild hér á landi. Sú tilfinn- ing landsmanna, að seljendur vöru og þjónustu gangi býsna langt í verðlagningu, kemur m.a. fram í ótrúlega fjölmennum verzlunarferð- um, sem famar eru til nálægra landa á haustin. Víkverji rakst um helgina á lítið dæmi um verðlagn- ingu, sem skiptir engum sköpum í útgjöldum fólks en segir kannski einhveija sögu. í „gamla daga“ var ýmis konar sælgæti selt í lausu og vigtað í bréf- pokum. Svo lagðist þetta að mestu af og byrjað var að selja sælgæti í lokuðum umbúðum, fyrst sellófan- pokum _og síðar plastpokum. Nú er sá siður að selja ýmis konar sæl- gæti í lausu að ryðja sér til rúms á nýjan leik. Kaupandinn getur sett ýmis konar sælgæti í plastöskjur og það er síðan selt eftir vigt. Ein tegund sælgætis, sem þannig er hægt að kaupa í lausu er súkkul- aðirúsínur. Þær kosta a.m.k. í þeirri verzlun, sem Víkveiji átti leið um, 99 krónur hver 100 grömm. En á sama stað mátti sjá súkkulaðirúsín- ur, sem voru vandlega pakkaðar í plastpoka, 200 grömm í hvern poka, og pokinn kostaði 129 krónur eða krónur 64.50 hver 100 grömm. Þama munar töluverðu í verði og ætla mætti, að það væri dýrara fýr- ir framleiðanda að pakka súkkul- aðirúsínum í sérprentaða plastpoka en selja þær í lausu með þessum hætti. Kannski á framleiðandinn heldur ekki hlut að máli heldur ein- ungis smásalinn. Getur það verið, að verð á sælgæti í lausu sé svo hátt vegna þess, að seljendur trúi því, að neytandinn átti sig ekki á verðmun af þessu tagi? xxx Eitt af því, sem hið stöðuga verð- lag hefur haft í för með sér, er að verðskyn almennings hefur aukizt til mikilla muna. Og þá kem- ur í ljós, að í mörgum tilvikum er óhóflegt verð á vöru og þjónustu hér, sem væntanlega hefur verið hægt að fra'mkvæma í skjóli ein- angrunar okkar og fjarlægðar til annarra landa. En sú tíð er áreiðan- lega liðin. Kaupmenn hafa haft uppi kröfur á hendur stjómvöldum að gera ráð- stafanir til þess að takmarka hinar miklu verzlunarferðir fólks til ná- lægra ianda. Eina raunhæfa Ieiðin til þess er að sjálfsögðu sú að taka upp verðlagningu, sem er sam- keppnishæf við önnur lönd. Sú skýr- ing, sem í eina tíð var tekin góð og gild, að hér væru innflutningsgjöld svo há og flutningskostnaður svo mikill, gengur ekki lengur. Varla skýrir það verðmun á súkkulaðirús- ínum í plastpokum og í lausu! xxx Víkveiji hefur heyrt marga neyt- endur hafa orð á því, að þetta sé ekki einungis spuming um pen- inga, heldur líka hitt, að fólk vill ekki láta fara svona með sig. Fyrir allmörgum árum, löngu áður en hátt verðlag á laxveiðileyfum varð að almennu umræðuefni, höfðu bandarískir auðmenn, sem höfðu efni á því að borga nánast hvað sem var fyrir laxveiði, orð á því við Vík- veija, að þeir mundu hætta að koma hingað S laxveiði vegna hás verð- lags. Þegar orð var á því haft, að þeir hefðu augljóslega efni á því að greiða þetta gjald sögðu þeir, að það væri rétt, en þeir vildu ekki láta fara svona með sig. Það væri hægt að veiða fisk annars staðar en á íslandi en fyrir mun lægra verð og þeir mundu snúa sér þang- að. Þessi tilfinning er að grípa um sig meðal neytenda á íslandi. Þeir vilja ekki láta fara svona með sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.