Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 29 ERLENT Talin hætta á að Maastricht falli á breska þinginu eyndi mjög að halda góðum tengsl- m við embættismenn Þjóðveija í lúdapest, hafi útvegað nasistum egabréf í skiptum fyrir brottfarar- jyfi til handa gyðingum. Fleira efur gert sendimanninn tortryggi- :gan í augum Sovétmanna. Vitað ar að Wallenberg hafði náið sam- and við stjórnvöld í Washington n einnig áttu fyrirtæki Wallen- erg-ættarinnar mikil viðskipti við 'ýskaland öll stríðsárin. Síðast er getið um Wallenberg í iGB-skýrslu frá 11. mars 1947. Ireska blaðið segir líklegt að ör- ggislögreglan hafi um síðir áttað ig á að Wallenberg væri óvenju nkilvægur fangi sem handtekinn efði verið á röngum forsendum. eir hafi óttast að hann myndi ekki ira fögrum orðum um fangavistina f hann fengi að fara heim. Á end- num hafi verið ákveðið að leysa íálið með hefðbundnum hætti og nyrða Wallenberg án frekari yfir- heyrslna og skýrslugerða. Er Svíar reyndu að grennslast fyrir um af- drif hans var fyrstu árin svarað út í hött en síðar að hann hefði fengið hjartaslag og dáið í fangelsinu 1947. Varað við afleiðingun- um fyrir efnahagslífið London. Reuter. MICHAEL Heseltine, viðskipta- og iðnaðarráðherra Bretlands, sagði í gær, að biði breska ríkis- stjórnin ósigur í atkvæða- greiðslu um Maastricht-samn- inginn á þingi á miðvikudag, yrði það ekki aðeins mikið áfall fyrir John Major forsætisráð- herra, heldur stóralvarleg tíð- indi fyrir breskt efnahagslíf. Þótt Major leggi hart að þing- mönnum Ihaldsflokksins að sam- þykkja Maastricht er taiið, að enn séu 35 þeirra ákveðnir í að greiða atkvæði gegn honum. Það yrði nóg til að fella hann þrátt fyrir stuðn- ing 20 þingmanna fijálslyndra demókrata enda ætlar Verka- mannaflokkurinn, sem í sjálfum sér er hlynntur Maastricht, að segja nei því hann lítur svo á, að ■ atkvæðagreiðslan snúist um traust eða vantraust á stjórnina. „Ef ríkisstjórnin bíður ósigur í þessu máli mun traust manna á bresku efnahagslífi bíða mikinn hnekki og það mun draga úr fjár- festingu erlendra fyrirtækja og atvinnusköpun í landinu," sagði Heseltine í viðtali við breska út- varpið, BBC, og hann varaði fé- laga sína í íhaldsflokknum við: „Snúist þið gegn forsætisráðherr- anum og ríkisstjórninni á miðviku- dag munuð þið vakna á fimmtudag upp við pólitískt tómarúm í sjálfu hjarta stjórnkerfisins með skelfi- legum afleiðingum.“ Fjölmargir frammámenn í bresku efnahagslífi birtu um helg- ina bréf í dagblaðinu Times þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við Major og sögðu, að óvissan um afstöðu Breta til Evrópumálanna væri farin að hafa slæm áhrif í efnahagslífinu og þau yrðu enn alvarlegri felldi þingið Maastricht- samninginn. Mjúk og falleg föt á minnstu börnin. Allur okkar fatnaður er úr náttúrulegum efnum. m Reuter Flóð á Ítalíu Miklar rigningar hafa verið á Ítalíu undanfarna daga. í bænum Poggio a Caiano einangruðust um þúsund manns eftir að áin Ombrone flæddi yfir bakka sína eftir sólarhrings stanslaust úr- helli. Hér má sjá nokkra íbúa sigla um götur bæjarins á gúmmí- bát með húsmuni úr heimilum sínum. Bosníu- Serbar ekki með í friðar- viðræðum ÞING lýðveldisins sem Serbar hafa stofnað innan Bosníu sam- þykkti í gær að fulltrúar þess tækju ekki þátt í friðarráðstefn- unni á vegum Sameinuðu þjóð- anna og Evrópubandalagsins í Genf fyrr en gengið yrði að öll- um helstu kröfum þess. Þingið vill að lýðveldið verði viðurkennt og að gengið verði út frá sjálfsá- kvörðunarrétti Bosníu-Serba í viðræðunum. Enn óvissa um GATT Sérfræðingar Evrópubandalags- ins og Bandaríkjastjórnar í land- búnaðarmálum reyndu í gær að finna lausn á deilunni vegna GATT-viðræðnanna en virtist miða lítið áleiðis. Talsmaður bandaríska landbúnaðarráðu- neytisins sagði engar nýjar til- lögur liggja á borðinu. Hann vildi ekki leggja mat á líkurnar á samkomulagi en sagði menn hafa átt góðar viðræður og að báðir aðilar reyndu að finna við- unandi lausn. Deila Bandaríkja- stjórnar og EB um landbúnaðar- mál er það eina sem stendur í vegi fyrir nýju GATT-samkomu- lagi, sem talið er munu hafa í för með sér að allt að 200 millj- arðar dollarar bætist í veltuna í hagkerfi heimsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.