Morgunblaðið - 03.11.1992, Page 29

Morgunblaðið - 03.11.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 29 ERLENT Talin hætta á að Maastricht falli á breska þinginu eyndi mjög að halda góðum tengsl- m við embættismenn Þjóðveija í lúdapest, hafi útvegað nasistum egabréf í skiptum fyrir brottfarar- jyfi til handa gyðingum. Fleira efur gert sendimanninn tortryggi- :gan í augum Sovétmanna. Vitað ar að Wallenberg hafði náið sam- and við stjórnvöld í Washington n einnig áttu fyrirtæki Wallen- erg-ættarinnar mikil viðskipti við 'ýskaland öll stríðsárin. Síðast er getið um Wallenberg í iGB-skýrslu frá 11. mars 1947. Ireska blaðið segir líklegt að ör- ggislögreglan hafi um síðir áttað ig á að Wallenberg væri óvenju nkilvægur fangi sem handtekinn efði verið á röngum forsendum. eir hafi óttast að hann myndi ekki ira fögrum orðum um fangavistina f hann fengi að fara heim. Á end- num hafi verið ákveðið að leysa íálið með hefðbundnum hætti og nyrða Wallenberg án frekari yfir- heyrslna og skýrslugerða. Er Svíar reyndu að grennslast fyrir um af- drif hans var fyrstu árin svarað út í hött en síðar að hann hefði fengið hjartaslag og dáið í fangelsinu 1947. Varað við afleiðingun- um fyrir efnahagslífið London. Reuter. MICHAEL Heseltine, viðskipta- og iðnaðarráðherra Bretlands, sagði í gær, að biði breska ríkis- stjórnin ósigur í atkvæða- greiðslu um Maastricht-samn- inginn á þingi á miðvikudag, yrði það ekki aðeins mikið áfall fyrir John Major forsætisráð- herra, heldur stóralvarleg tíð- indi fyrir breskt efnahagslíf. Þótt Major leggi hart að þing- mönnum Ihaldsflokksins að sam- þykkja Maastricht er taiið, að enn séu 35 þeirra ákveðnir í að greiða atkvæði gegn honum. Það yrði nóg til að fella hann þrátt fyrir stuðn- ing 20 þingmanna fijálslyndra demókrata enda ætlar Verka- mannaflokkurinn, sem í sjálfum sér er hlynntur Maastricht, að segja nei því hann lítur svo á, að ■ atkvæðagreiðslan snúist um traust eða vantraust á stjórnina. „Ef ríkisstjórnin bíður ósigur í þessu máli mun traust manna á bresku efnahagslífi bíða mikinn hnekki og það mun draga úr fjár- festingu erlendra fyrirtækja og atvinnusköpun í landinu," sagði Heseltine í viðtali við breska út- varpið, BBC, og hann varaði fé- laga sína í íhaldsflokknum við: „Snúist þið gegn forsætisráðherr- anum og ríkisstjórninni á miðviku- dag munuð þið vakna á fimmtudag upp við pólitískt tómarúm í sjálfu hjarta stjórnkerfisins með skelfi- legum afleiðingum.“ Fjölmargir frammámenn í bresku efnahagslífi birtu um helg- ina bréf í dagblaðinu Times þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við Major og sögðu, að óvissan um afstöðu Breta til Evrópumálanna væri farin að hafa slæm áhrif í efnahagslífinu og þau yrðu enn alvarlegri felldi þingið Maastricht- samninginn. Mjúk og falleg föt á minnstu börnin. Allur okkar fatnaður er úr náttúrulegum efnum. m Reuter Flóð á Ítalíu Miklar rigningar hafa verið á Ítalíu undanfarna daga. í bænum Poggio a Caiano einangruðust um þúsund manns eftir að áin Ombrone flæddi yfir bakka sína eftir sólarhrings stanslaust úr- helli. Hér má sjá nokkra íbúa sigla um götur bæjarins á gúmmí- bát með húsmuni úr heimilum sínum. Bosníu- Serbar ekki með í friðar- viðræðum ÞING lýðveldisins sem Serbar hafa stofnað innan Bosníu sam- þykkti í gær að fulltrúar þess tækju ekki þátt í friðarráðstefn- unni á vegum Sameinuðu þjóð- anna og Evrópubandalagsins í Genf fyrr en gengið yrði að öll- um helstu kröfum þess. Þingið vill að lýðveldið verði viðurkennt og að gengið verði út frá sjálfsá- kvörðunarrétti Bosníu-Serba í viðræðunum. Enn óvissa um GATT Sérfræðingar Evrópubandalags- ins og Bandaríkjastjórnar í land- búnaðarmálum reyndu í gær að finna lausn á deilunni vegna GATT-viðræðnanna en virtist miða lítið áleiðis. Talsmaður bandaríska landbúnaðarráðu- neytisins sagði engar nýjar til- lögur liggja á borðinu. Hann vildi ekki leggja mat á líkurnar á samkomulagi en sagði menn hafa átt góðar viðræður og að báðir aðilar reyndu að finna við- unandi lausn. Deila Bandaríkja- stjórnar og EB um landbúnaðar- mál er það eina sem stendur í vegi fyrir nýju GATT-samkomu- lagi, sem talið er munu hafa í för með sér að allt að 200 millj- arðar dollarar bætist í veltuna í hagkerfi heimsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.