Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Einsöngstónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Baritonsöngvarinn Keith Reed og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari héldu tónleika á veg- um Styrktarfélags íslensku óper- unnar sl. laugardag. Á efnis- skránni voru ensk, amerísk, ít- ölsk, þýsk, frönsk og íslensk sön- glög. Keith Reed .hefur starfað hér á landi í nokkur ár en nýlega verið ráðinn við óperuna í Det- mold og voru þetta því eins kon- ar kveðjutónleikar að sinni. Tónleikamir hófust á tveimur lögum eftir Vaughan-Williams, The Vagabond og Linden Lea. Bæði þessi lög voru mjög vel sungin og var þar kominn sá Keith Reed sem muna má frá söng hans í hlutverki Jago í Ot- ello og Marcello í la Bohéme. í L’ultima canzone eftir Tosti og Musica Prohibita eftir Gastoldon mátti heyra að enn á Keith Reed eftir að ná að fullu valdi á veik- um og háum tónum, sem og einn- ig mátti heyra í þýsku lögunum, og þá brá einnig fyrir of lágri tónstöðu. Þrátt fyrir þetta var Der Tambor eftir Wolf mjög vel flutt og sömuleiðis Die Beiden Grenadiere eftir Schumann, en það lag flutti söngvarinn á mjög persónulegan og áhrifamikinn máta. Die Mainacht og Von ewi- Keith Reed ger Liebe eftir Brahms voru af- burða vel flutt. Ólafur Vignir Albertsson Don Kíkóte-lögin eftir Ravel, í fjarlægð eftir Karl 0. Runólfs- son og Bikarinn eftir Markús Kristjánsson náðu ekki fyllilega að blómstra í söng Keith Reed, en það gerðist hins vegar í þrem- ur lögum eftir Sveinbjörn Svein- bjömsson, (Sverrir konungur, Kvöldsöngur og Sprettur) og síð- asta söngverki tónleikanna, Eri tu, úr Grímudansleiknum eftir Verdi. Keith Reed er mjög góður söngvari, hefur hljómmikla rödd og túlkar mjög vel, eins og í tveimur gamansömum lögum eftir John Duke, samlanda söngvarans. í heild voru tónleikamir góðir og samstilling söngvara og sam- leikara hans, Ólafs Vignis, var mjög góð. Keith Reed er söngv- ari sem á framtíð fyrir sér og verður fróðlegt að fylgjast með honum, og það mun gert, því hér uppi á Fróni á hann marga aðdá- endur. Börkur Amarson Suðurlandsleikhús ið stofnað á Hellu Myndlist Eiríkur Þorláksson Börkur Amarson hélt á síðasta ári eftirminnilega sýningu á ljós- myndaverkum sínum í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti, en hann var þá nýkominn frá ljósmyndanámi erlendis og hafði ýmislegt athyglis- vert fram að færa. Einkum tóku gestir eftir hversu auðveldlega Börkur sameinaði ýmsa þætti tæknivinnslunnar í Ijósmyndinni, og hvað tölvutæknin gat verið máttugt verkfæri í því sambandi. Nú stendur yfir í Gallerí Úmbru neðst við Amtmannsstíginn sýning á nokkmm ljósmyndum frá hendi Barkar, þar sem hann heldur áfram að kanna þá möguleika sem þessi miðill býður upp á. Á sýningunni em fímmtán ljósmyndir, sem skipt- ast í þijá flokka. Myndirnar em ekki unnar á hefðbundinn ljós- myndapappír, heldur þykkari graf- íkpappír, sem gefur þeir sérstaka áferð; innrömmun og uppsetning er jafnframt smekklega unnin. í fyrsta myndaflokknum eru súlur frá ýmsum menningarlöndum og -skeiðum settar inn í íslenskt lands- lag; í gras, meðal kletta, ársanda og stuðlabergs. Þessi samsetning tekst yfírleitt vel, og dregur fram hina mismunandi formþætti efnis- ins; fjölbreytt litun verður síðan einnig til að styrkja þessar ímyndir. Annar flokkurinn sýnir drengs- andlit innan um framandi súlur, sem enn á ný era tákn mismunandi menningarheima; skýringarmyndir um gerð súlnanna styrkir þessa ímynd. Gmnnur myndanna og and- lits drengsins er hins vegar hverju sinni lagður með leturgerðum fornra menningarheima, þannig að dreng- urinn er á allan hátt mótaður af þeirri arfleifð, sem menning okkar byggir á. Þriðji flokkurinnn ætti síðan að vera lesendum Morgunblaðsins kunnuglegur, því hér er um að ræða myndir af listamönnum, sem birst hafa í Menningarblaðinu í sumar og haust í tengslum við sýningar viðkomandi Iistamanna. Þetta em vel unnar myndir, en þó er líklegt að myndin af þeim félögum Helga Þorgils Friðjónssyni, Tuma Magnús- syni og Daða Guðbjörnssyni verði einna minnistæðust. Öll em verkin á sýningunni unnin með samsetningarmöguleikum tölv- unnar, og því verður sú hugsun áleitin, að hin hefðbundna Ijósmynd- un sé í raun að hverfa; hún sé að- eins til sem hráefni fyrir hreina tæknivinnslu, sem verður stöðugt fullkomnari. Þessi þróun hefur þeg- ar átt sér stað í meira mæli en al- menningur gerir sér grein fyrir, og er full ástæða til að benda fólki á að taka sannleiksgildi mynda í blöð- um og tímaritum með miklum fyrir- vara; samsetningar (og þar með falsanir) em nú ríkari þáttur í ljós- myndun en nokkra sinni fyrr. Með myndum sínum gerir Börkur hvoru tveggja að benda á þessa hættu og einnig þá gífurlegu möguleika til listsköpunar, sem þessi tækni býður upp á. Sýning Barkar Arnarsonar í Gall- erí Úmbm við Amtmannsstíg stend- urtil miðvikudagsins 11. nóvember. Suðurlandsleikhúsið, félag áhuga- fólks um leiklist, var stofnað á Hellu á Rangárvöllum, hinn 24. október síðastliðinn. Markmiðið með stofnun leikhússins er að sameina öll áhugaleikfélög frá Hveragerði til Víkur í Mýrdal, til að styrkja leiklistarstarfsemi á þessu svæði. Fmmkvæði að stofnuninni eiga þau Inga Bjarnason leikstjóri, Leifur Þórarinsson tónskáld og Guðrún Svava Svavarsdóttir myndlistarkona, sem öll em búsett á Hellu. Æfíngar era þegar hafnar á leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á „Leggur og skel," eftir Jónas Hallgrímsson. Að sögn Ingu taka þrír fullorðnir leikendur og eitt barn þátt í sýningunni. „Þetta er sambland af leikhúsi, tónlist og brúðuleikverki og fullorðnu leikend- urnif munu stjóma brúðunum. Við förum af stað með þessa sýn- ingu fyrir yngstu áhorfendurna, fímm til tólf ára og að sjálfsögðu fyrir fullorðna sem ekki hafa glatað æsku sinni," sagði Inga ennfremur. Áætlað er að sýna „Legg og skel“ vítt og breitt um Suðurland í sam- vinnu við skólana. Að sögn Ingu hefur Leifur Þórarinsson samið nýja tónlist við ljóð Jónasar og mun hún verða send til tónmenntakennara við gmnnskóla á Suðurlandi. „Það er til þess að börnin geti lært tónlistina áður en þau koma á sýningu," sagði Inga.„Við byggjum sýninguna nefni- lega þannig upp að börnin taka þátt í henni, meðal annars í keðjusöng." En hvers vegna starfar ekki hvert leikfélag fyrir sig? „Með því að sameina leikfélögin undir einn hatt, verða meiri mögu- leikar á því að setja upp stærri verk og margmennari en hingað til hefur verið hægt. I öðm lagi fínnst okkur fáránlegt að nýta ekki krafta okkar hér. Ég, Leifur og Guðrún Svava höfum starfað saman í fjölmörgum sýningum og við viljum leggja reynslu okkar og kunnáttu fram til okkar byggðalags. Þessi hugmynd kemur í rauninni frá Jóni Laxdal, en hann er sá íslenski leikari sem hefur náð lengst á erlendri gmnd. Hann stofnaði sitt eigið leikhús í Sviss með amatörleikuram. Við Leif- •ur sáum sýningu hjá honum í fyrra- sumar og það var alveg stórkostlegt. Fyrst eftir að hann stofnaði leikhús- ið, sýndi hann hveija uppfærslu þrisvar til fjórum sinnum, en þetta hefur náð miklum vinsældum og nú em 50 til 60 sýningar á hverri upp- færslum. Það er líka mjög skemmti- legt að einn helsti ungi leikari þeirra AÐRIR Háskólatónleikar misser- isins verða miðvikudaginn 4. nóv- ember kl. 12.30 í Norræna hús- inu. Þá leika Hilmar Jensson, Kjartan Valdimarsson og Matthí- as Hemstock verk eftir Paul Motina, Ornette Coleman og Pat Metheny, Kjartan Valdimarsson og Hilmar Jensson. Tónlistina má flokka sem djass og spuna. Tónlistarmennirnir hafa Inga Bjarnason Svisslendinga kemur úr þessum hópi. Ég hef verið að vinna með amatör leikumm í síauknum mæli á síðustu ámm og það hefur verið ákaflega lærdómsríkt. Það eru margir góðir listamenn hér sem ekki hafa fengið skólun og við viljum reyna að auka möguleika þeirra til að njóta sín; til að gefa það sem þeir geta, því það er jú tilgangur listamannsins." allir numið við Berkeley College of Music í Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum auk þess að hafa verið í einkatímum hjá ýmsum aðil- um. Þeir hafa áður komið fram saman en einnig leikið með öðmm djassleikumm, Sinfóníuhljómsveit- inni og fleiri aðilum, innlendum sem erlendum. (Úr fréttatilkynningu.) Innansveitarkróníka Leiklist Hávar Sigurjónsson Leikfélag Mosfellsbæjar: Innansveitarkróníka eftir Halldór Laxness. Leikgerð: Jón Sævar Baldvins- son, Hörður Torfason, Birgir Sigurðsson. Leikmynd: Hörður Torfason. Búningar: Jón Sævar Bald- vinsson, Auður Ragnarsdóttir. Tónlist: Hörður Torfason, út- setn.; Helgi R. Einarsson. Lýsing: Árni Magnússon. Leikstjóri: Hörður Torfason. Þó ekkert sé um það getið í leikskrá að sýningu Mosfellsbæ- inga á Innansveitarkróníku Lax- ness má ætla að sýningin sé eins konar afmæliskveðja til skálds- ins á 90 ára afmæli hans sem var fyrr á þessu ári. Er það ágæt- lega til fundið og ekki síður að velja þetta verk til flutnings, þar sem um króníku úr Mosfellssveit er að ræða. Titill verksins bendir til forms- ins, króníka er nánast eins konar annáll og gerir það verkið kannski lítt hæft - eða mjög erf- itt - til yfirfærslu á leikrænan búning. Á köflum virðist manni af sýningunni sem fremur sé um að ræða sviðsetningu á smellnum atriðum bókarinnar, fremur en að náðst hafí að skapa leikrit upp úr bókinni. En jafnvel þótt ekíri hefði tekist að finna leikrit í þessari sögu er enginn kominn til með að segja að ekki megi gera úr henni ánægjulega leik- sýningu. Þarna er verið að segja sögu, rekja atburðarás, persónu- sköpun lýtur lægra haldi, persón- ur sýningarinnar eru „týpur“ sem gegna hver sínu ákveðna hlutverki í að koma upplýsingum á framfæri, öðra ekki. Á þessu er aðeins ein undantekning. Leikgerðin er sett saman úr fjölmörgum stuttum atriðum sem í meðhöndlun leikstjórans eru skilin skarpt í sundur með myrkvun Ijósa á milli. Atriðin segja þá sögu sem í bókinni felst; aðdragandinn að því að kirkjan á Mosfelli er rifín og hvað varð um kirkjugripina, og er Ólafur bóndi á Hrísbrú settur í aðalhlut- verk í sýningunni, en heldur lítið fer fyrir Guðrúnu Jónsdóttur vinnukonu á Mosfelli, þó hún eigi þarna ágætan sprett. Það er ágætlega til fundið að gera sögumann að fjórum sveitungum en hlutverk þeirra eru vanþakkl- át; að koma upplýsingum á fram- færi og leggja upp næsta atriði er léttvægt til lengdar. Söngur þeirra var ágætur að flestu leyti. Þar sem viðfangsefnið er sag- an, ekki persónur, eru það mis- tök hjá leikstjóra að finna ekki leið að þessari sýningu sem styð- ur framvinduna, fleytir sögunni áfram á sem liprastan hátt og tryggir sem fæst stopp. Stöðugar myrkvanir á milli atriða eru þreytandi og sýna hnökrana á leikgerðinni fremur en að slétta úr þeim. Sú spurning vaknaði með undirrituðum hvort ekki hefði verið heppilegra að fylgja betur eftir þeirri hugmynd sem leikstjórinn bryddar á, að láta leikendur sjást á sviðinu til hlið- ar, og í stað þess að myrkva á milli, láta hvert atriðið flæða inn í hið næsta með sjáanlegum skiptingum. Ekki þvælist Ieik- myndin fyrir, hún er sú sama alla sýninguna og þjónar ágæt- lega, en líklega hefði mátt nýta breidd sviðsins betur. Það er greinilegt að Mosfells- bær býr yfir öflugu leikfélagi og að þar eru góðir kraftar innan- borðs. Leikendur komust ágæt- lega frá verki sínu, hver á sinn hátt, og sérstaklega ástæða til að nefna Grétar Snæ Hjartarson í hlutverki Ólafs á Hrísbrú og Herdísi Rögnu Þorgeirsdóttur í hlutverki Guðrúnar Jónsdóttur. Bæði höfðu góð tök á svipbrigð- um og raddblæ sem lögð voru til persóna þeirra; en í það heila tekið situr sú spurning áleitnust eftir hvort ekki megi krefja áhugaleikara um meira en breyttan raddblæ, andlitskæki og skrýtilegan limaburð. Hér er þó ekki alfarið við leikstjórann að sakast, eða leikendur, því engin persóna sýningarinnar nýtur þeirra forréttinda leikhúss- ins að þróast frá upphafinu til endans. Tríó Hilmars Jenssonar spilar á Háskólatónleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.