Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 62
J62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 AÐALFUNDUR SAMBANDS SVEITARFELAGA A SUÐURNESJUM Herínn er ekki á förum frá Keflavíkurflugvelli - segir Karl Steinar Guðnason eftir fund með framkvæmdastjóra NATO Gríndavík. KARL STEINAR Guðnason alþingismaður sagði, á 15. aðal- fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, að framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins hefði tjáð sér að varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli væri alls ekki á förum frá íslandi. Ýmsar breyting- ar væru í vændum en brottför ekki á dagskránni. Fyrirfram var talið að helstu mál fundarins yrðu atvinnumál í ljósi þess mikla atvinnuleysis sem ríkir á Suðumesjum. Umræða um þau mál náðu þó ekki því flugi sem reiknað var með og töluðu menn um að þar sem mikið hefði verið fjallað um þau mál bæði á Alþingi og í fjölmiðlum dagana fyrir fund- inn hefði ekki verið mikið eftir að tala um á fundinum. Aðra ástæðu höfðu menn á orði, þá að menn vissu ekki um hvað þeir ættu að tala vegna reynsluleysis sveitar- stjómarmanna að fást við slík mál því þau hafa ekki komið upp á borð til þeirra í þeim mæli sem nú er. Mikil umræða var hinsvegar um afnám aðstöðugjalda af fyrirtækj- um og tekjustofna sveitarfélaga í kjölfar ræðu Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar varaði hann eindregið við því að sveitarfé- lögin létu leggja þennan skatt nið- ur á hlaupum, eins og hann orðaði það. Að nýir tekjustofnar þyrftu að koma í staðinn og það yrði frá- gengið áður en aðstöðugjaldið yrði fellt niður. í umræðunni kom fram að út- svar þyrfti að hækka um 1,88% til að vega upp þann tekjumissi sem sveitarfélögin verða fyrir við missi aðstöðugjalda eða að ríkið gæfi eftir tekjuskatt sem því næmi til að þurfa ekki að hækka skatt- prósentu. Fram kom hjá Vilhjálmi að að- stöðugjöld nema að meðaltali um 16% tekna sveitarfélaga. Útsvar er hins vegar um 60% af skatttekj- um sveitarfélaga, fasteignaskattur um 17% og framlag úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga um 7%. í umræðunni um afnám að- stöðugjaldsins komu fram mjög mismunandi sjónarmið. Björvin Lúthersson oddviti í Höfnum taldi það myndi ríða svo litlu sveitarfé- lagi sem Hafnir væru að fullu að Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvík, verður samkvæmt hefðinni næsti formaður SSS. missa þennan tekjustofn. Fundur- inn samþykkti síðan ályktun þar sem varað er eindregið við þeim hugmyndum um breytingu á sjálf- stæðum tekjustofnum sveitarfé- laganna nema til komi aðrir sam- bærilegir tekjustofnar. Of dýr og mikil yfirbygging Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands ræddi þvínæst um atvinnumál. Hann hóf mál sitt á því að segja að hann væri ekki í stakk búinn til að ræða atvinnu- mál á Suðumesjum, sérstaklega þar sem ekki væru forsendur fyrir því að fjalla um þau í einstökum kjördæmum. Hann kvað þó dökkt framundan í atvinnumálum þjóðar- innar og svartsýni ríkjandi í þeim málum sökum þess að fyrirtæki hér á íslandi væru hart keyrð og vegna breyttra skilyrða. Stjómend- ur fyrirtækja væra hættir að hlaupa milli bankastofnana og famir að stjórna og einnig hættir Grindavík Miklir möguleik- ar við Bláa lónið “T* Grindavík. GRÍMUR Sæmundsen framkvæmdastjóri Heilsufélags við Bláa lónið hélt erindi um nýsköpum og ný atvinnutækifæri við Bláa lónið á aðalfundi SSS á laugardaginn. Hann kom víða við í erindi sínu og ræddi um að sundurlyndi sveitar- stjómanna á svæðinu hefði staðið í vegi fyrir að uppbygging á heilsu- og almennri þjónustu hefði verið eðlileg á undanfömum áram. Hann nefndi að heilsuferðaþjónusta væri nú mikið til umræðu innan EB og nefndi tvær ástæður. Óhefðbundnar lækningar, en gerðar séu þær kröf- ur til staða sem bjóða upp á þær að þeir standist vísindalegar rann- sóknir um árangur til þess að hægt sé að styrkja sjúklinga til að leita sér lækninga á slíkum stöðum. Hin ástæðan er að heilsuferðaþjónustan er mikil uppspretta nýrra atvinnu- tækifæra og er yfírleitt mjög arð- bær atvinnustarfsemi. Grímur nefndi að 9,4 milljónir Þjóðveija ferðuðust og dvöldust á heilsudval- arstöðum í Þýskalandi á síðasta ári. Grindavíkurbær ásamt íslenska heilsufélaginu stofnaði Heilsufélag- ið við Bláa lónið hf. Tilgangur HBL er mótun, þróun og markaðssetning gjaldeyrisskapandi heilsuþjónustu við Bláa lónið og hins vegar þróun, markaðssetning og framleiðsla á heilsu- og fegranarvöram tengdum hráefnum úr lóninu. „Ég tel að sé rétt á málum hald- ið geti Bláa lónið orðið gífurleg lyftistöng fyrir allt atvinnulíf á Suðumesjum, menn þurfa að sam- eina krafta og allir munu hagnast. Sendum út á sextugt djúp sundur- lyndisfíandann," sagði Grímur í lok erindis síns. - FÓ að ýta á undan sér vaxandi verð- bólgu og fáist í dag við raunstærð- ir sem væri jákvæð þróun. Nei- kvætt væri hins vegar að ekki hafí gengið eftir það sem lagt var af stað með í ársbyijum 1990 í þjóðarsáttarsamningunum. Þórar- inn spáði hrani hjá mörgum sjávar- útvegsfyrirtækjum á næstunni vegna mjög slæmrar stöðu. Þórarinn ræddi þvínæst um að- stöðugjald á fyrirtæki og kallaði það ranglátan skatt sem hefði margfeldisáhrif og mætti kalla hann landsbyggðarskatt því hann legðist m.a. á flutningskostnað og kæmi fram í hærra verði til neyt- enda. Hann endaði á því að tala um hve miklu væri eytt í hagsmu- nagæslu ýmiskonar, bæði meðal atvinnurekenda og verkalýðs, og hún væri svo mikil að hún mundi duga í milljónaþjóðfélögum. Hér færu um 2-3 milljarðar í verka- lýðspólitík á ári, hér væra 197 sveitarfélög í ekki stærra landi og öll slík yfirbygging gerði okkur erfítt fyrir í allri samkeppni. Herinn ekki á förum Alþingismennimir Jón Sigurðs- Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Fundarmenn á 15. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum. son iðnaðarmálaráðherra, Ólafur bigur ,, Ola Ragnar Grímsson og Karl Steinar Guðnason ávörpuðu síðan fundinn og kom fram hjá Karli Steinari að hann væri nýkominn af fundi með framkvæmdastjóra NATO. Hann hafí tjáð sér að herinn væri alls ekki á föram frá Islandi, ýmsar breytingar væra í vændum en brottför ekki á dagskránni. Eftir að hafa afgreitt mál og ályktanir var ný stjórn tilnefnd til næsta aðalfundar að ári. í nýrri stjóm verða Jónína Guðmundsdótt- ir frá Keflavík, Kristján Pálsson frá Njarðvík, Edvard Júlíusson frá Grindavík, Sigurður Bjamason frá Sandgerði, Sigurður Jónsson frá Gerðahreppi, Jón Gunnarsson frá Vatnsleysustrandarhreppi og Björgvin Lúthersson frá Hafna- hreppi. Samkvæmt hefð gengur formennska milli sveitarfélaga og nú á Njarðvík að tilnefna formann sem verður Kristján Pálsson bæjar- stóri. - FÓ Grindavík Ályktað um atvinnumál Gríndavík. FIMMTÁNDI aðalfundur SSS afgreiddi ályktanir um sjávarútvegs- mál, atvinnumál tengd varnarsvæðinu, tekjustofna sveitarfélaga og þjónustumál. Starfshópur um þjónustu ræddi ýmis mál sem flokkast undir at- vinnumál. í heilbrigðismálum var rætt um að til þess að framkvæmd- ir geti hafist við D-álmu við Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs verði að gangast fyrir því að samkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfé- laga um íjármögnum hennar. Þá var nefnt að he§a framkvæmdir við Garðvang. Í ferðaþjónustu var lögð áhersla að að tryggja áfram rekstur Ferðamálasamtakanna. Nefndin telur að helsta von í aukn- um umsvifum í ferðaþjónustu sé uppbygging við Bláa lónið og því nauðsynlegt að tryggja framgang þess verkefnis og flýta ef kostur er. Bent var á kosti Suðumesja sem ráðstefnusvæði, lýst yfír ánægju með þjónustu við Seltjöm varðandi veiðiskap og beindi því til Hitaveitu Suðumesja að kanna hvort mætti útbúa goshver á Reykjanesi. í byggingariðnaði telur nefndin nauðsynlegt að auka viðhald opin- berra bygginga vegna þess ástands sem ríkir í atvinnumálum á svæðinu og að hvetja opinbera aðila til að flýta fyrirhuguðum byggingafram- kvæmdum t.d. skólabyggingum. Þá hvatti nefndin sveitarstjómir að nýta sér þá þjónustu sem veitt er á svæðinu áður en leitað er út fyr- ir það. Reynt verði að auka umferð um Keflavíkurflugvöll og að núver- andi lendingargjöld og flugvallar- skattur verði notuð til að koma rekstrargrundvelli undir Flugstöð- ina og henni gert kleift að vinna markvisst að markaðssetningu. Fundurinn samþykkti tillögu um sjávarútveg á Suðurnesjum. Þar er sagt að leita þurfí allra leiða til að auka hlut Suðumesja í fískveiðum og fískvinnslu og það talið áhrifa- ríkasta leiðin til að ijölga atvinnu- tækifæram nú þegar og einkum til að draga úr atvinnuleysi kvenna á svæðinu. Mótmælt er þeim áform- um að skerða rétt krókaleyfisbáta þar sem smábátaútgerð er sá þáttur útgerðar sem hefur vaxið mest á undanfömum áram og viðhalda beri þeirri tvöföldun á kvóta línu- báta sem verið hefur. Fundurinn telur að í ljósi núverandi atvinnu- ástands verði kannað hvort mögu- leiki sé á sérstakri úthlutun aflak- vóta úr Hagræðingarsjóði sjávarút- vegsins til Suðurnesja. Þá vill fund- urinn að farið verði í sérstakt átaks- verkefni til markaðssetningar á unnum ferskum sjávarafurðum á markaði í Evrópu. Hópur sem Qallaði um atvinnu- mál tengd vamarliðinu beindi því til utanríkisráðherra og ríkisstjórn- arinnar að hún hlutist til um að- gerðir í ljósi erfíðs atvinnuástands á Suðurnesjum. Leitað verði tíma- bundinna verkefna fyrir íslenska aðalverktaka eins og tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, ÍAV leggi fram fé til atvinnuppbyggingar á svæðinu, Suðurnesjamenn hafí for- gang til starfa og undirverktöku og veitt verði heimild til að ráða 2-3 starfsmenn til að fylgjast með því að ekki verði gengið á rétt ís- lendinga sem vinna á vamarsvæð- inu. Þá beri að róa að því öllum áram að hugmyndin um að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar til Suðumesja verði samþykkt hið fyrsta, hraðað verði skipun í starfs- hóp um frísvæði og hvort um sé að ræða vænlegan kost til atvinnu- uppbyggingar. Sveitastjórnarmenn á Suðumesjum séu reiðubúnir til að taka að sér verkefni starfshóps- ins og að hafa samráð við sveita- stjómarmenn á Suðurnesjum varð- andi úrlausnir í atvinnumálum. Þessar ályktanir vora afgreiddar án mikillar umræðu. - FÓ Álver í nágrenni Grundartanga? Akranesi. AKURNESINGAR horfa vonaraugum sem aðrir til byggingar álvers hér á landi og átti bæjarstjórinn á Akranesi, Gísli Gíslason, viðræð- ur við forstjóra Kaiser alumnium á dögunum. Á fundinum kynnti Gísli nágrenni Grundartanga sem hugsanlegan valkost ef fyrirtækið gerir alvöru úr hugmyndum sínum um byggingu álvers á íslandi. araðstaða, lega aðflutningslínu með Að sögn Gísla Gíslasonar var þessi fundur afar ánægjulegur og gerðu fulitrúar Kaisers grein fyrir því að heimsókn þeirra væri aðeins forkönnun, sem taka yrði með fyrir- vara, enda hafí ekkert verið ákveð- ið um framhald málsins. Gísli sagð- ist hafa lagt fram ýmis göng varð- andi svæðið í nágrenni Grundar- tanga og ljóst væri af framan- greindum viðræðum að ef til bygg- ingar álvers kæmi á vegum Kaisers þá á svæðið í kringum Grandar- tanga a.m.k. sömu möguleika og önnur svæði. Þrír augljósir kostir á svæðinu geta haft mikla þýðingu vegna staðarvals álvers, góð hafn- tilliti til Landsvirkjunar sem er eins góð og kostur er og ekki síst ef af verður gerð Hvalfjarðarganga, seg- ir Gísli. Ljóst er að þessu máli þarf að fylgja eftir af ákveðni og það era ekki síst sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar sem þurfa að koma sér saman um hvernig halda beri á málum í framtíðinni og gera drög að samkomulagi um þá þætti sem nauðsynlegt er að semja um, þann- ig að slíkt verði ekki til að tefja fyrir framgangi málsins ef af verð- ur, sagði Gísli að lokum. - J.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.