Morgunblaðið - 03.11.1992, Síða 49

Morgunblaðið - 03.11.1992, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 49 Söngnr og söng- kennsla á Islandi eftirÁgústu Ágústsdóttur Þegar Ingólfur Guðbrandsson stofnaði Pólýfónkórinn með ágætu söngfólki urðu þáttaskil í íslensku sönglífi. Með fullri virðingu fyrir þeim sem fram til þess tíma höfðu stjórnað kórum hérlendis hljótum við samt að viðurkenna að löngum hafði kveðið við sama, gamla Isa- foldartóninn (alþýðusöng). Hinn „hreina tón“ hafði Ingólfur heyrt erlendis. Honum tókst að gæða söng Pólýfónkórsins þessum tóni. Hann fékk til liðs við sig marga erlenda söngvara, sem sumir voru atvinnumenn í söng. Gagnrýnandi einn sagði um Ara Márus Daníels- son Johnson frá ísafirði, sem var fyrsti óperusöngvari íslands, að hann „syngi eins og menn syngja 5 útlöndum“. Starf Ingólfs Guð- brandssonar stórbætti tónlistar- smekk íslendinga og jók okkur tónlistarskyn. Skólarnir Um miðbik þessarar aldar litu íslenskir tónlistarskólar dagsins ljós. í fyllingu tímans voru stofnað- ar við skólana söngdeildir. Sérstök- um söngskóla var komið á laggim- ar í Reykjavík. Og þá bar svo við að flestir þeir sem einhvem tíma höfðu verið orðaðir við söng voru allt í einu orðnir virðulegir söng- kennarar! Smiðir og kjötmangarar tóku af sér svunturnar og skinu eins og sólin í hópi andagtugra lærisveina sinna. Mikil áhersla var lögð á að allir gætu lært að syngja. Þegar Söngskólinn í Reykjavík útskrifaði fyrstu söngnemendur sína var það eins og við manninn mælt, þeir urðu flestir kennarar við sinn gamla skóla. Ekkert var spurt að því hvort þessir nýju kenn- arar byggju yfir nægri þekkingu eða reynslu á söngsviðinu. Það er athyglisvert að lesa það sem VI ad- ímír Ashkenazí skrifar um þá sem sjálfir hafa ekki getið sér orð á tónleikapalli en ætla sér samt þá dul að fara að kenna öðrum. Vissu- lega mætti hugsa sér að þetta reynslulausa fólk byijaði á því að reyna fyrir sér í kórþjálfun, en fullveðja söngkennarar geta þessir byijendur ekki talist, þar eð bæði kunnáttu og reynslu skortir. Ég hefi orðið vitni að mörgum útskriftartónleikum ungra söngv- ara og kennir þar vægast sagt margra grasa. Stundum fór ekki hjá því að Flora Foster-Jenkins kæmi í hugann og þá af fleiri ástæðum en þeirri einni að nem- andinn fleygði rós til áheyrend- anna í salnum, en það var hin fræga frú oft vön að gera. En það má velta því fyrir sér hvað það er sem kemur ungu fólki til þess að halda að „söngkennari" sem dvaldi hálfan vetur í útlöndum fyrir aldarfjórðungi en lagði svo sönginn á hilluna geti kennt söng svo vel sé. Mikið er sakleysi og vankunnátta hinna ungu nemenda. Eins má spyija hve mikið kunn- áttulaus kennari geti eyðilagt áður en nemandanum verður ljóst hvert stefnir. íslensk söngkona kom spreng- lærð heim frá Þýskalandi eftir fjög- urra vetra söngnám þar í landi. Svo var framburður hennar afbak- aður, að hún söng: „Ó, blessuð vertu summarsoll, er sveipar gulli dall og holl!“ Af hinum sama bren- glaða framburði íslenskunnar þekkjast síðan allir hennar nem- endur. Karlmaður íslenskur hóf að kenna söng við tónlistarskóla. Enginn vissi áður að hann gæti yfirleitt sungið. En orðrómurinn barst fljótt út: „Hann er víst svo afskaplega góður kennari.“ En árangur kennslu hans lætur á sér standa. Tvær af okkar þekktustu „prímadonnum" létu svo ummælt í blaðaviðtali að það hefði eiginlega verið tilviljun að þær hófu að læra að syngja! Ég leyfi mér að fullyrða að neist- inn sem tilvonandi söngvari þarf að hafa til þess að söngurinn verði sannfærandi og viðkomandi verði fær um að kenna öðrum, sá neisti þarf að vera til staðar frá upp- hafi. Það er ekki eðlilegt að radd- laus eða raddlítil manneskja fari allt í einu að nema söng, bara til þess að læra eitthvað! Það verður aldrei bam í brók. Prófessor Hanne-Lore Kuhse, Wagnersöngkonan fræga frá Berl- ín, sagði mér eitt sinn að þegar hún hefði verið beðin um að fara að kenna á alþjóðlega tónlistar- námskeiðinu í Weimar hefði hún fyllst kvíða og orðið hugsað til þess hvort hún yfirleitt gæti kennt og hvemig hún ætti að fara að því! Hún hafði þá um 20 ára skeið sungi öll helstu sópranhlutverk ópembókmenntanna í þekktustu óperuhúsum heims. En svo fór að um áratugi hafa Vestur-Evrópubú- ar lagt það á sig að fara í gegnum hið illræmda landamærahlið Checkpoint-Charlie til þess að njóta tilsagnar þessa mikla kenn- ara. Sem dæmi um vinsældir hennar í Weimar má nefna að eitt árið átti Peter Schreier að kenna þar á námskeiði. Þá sóttu níu söngvarar um að hljóta kennslu hans, en milli 40 og 50 vildu komast til frú Kuhse. Það úir og grúir af óhæfum kennurum. Ég kynnti mér kennslu margra söngkennara í Weimar. Þeir sátu makindalega í hæginda- stól og voru greinilega að plata vesalings nemenduma. Þeir voru uppfullir af reglum um það hvert söngvarinn á að horfa, hvað hann á að hugsa meðan hann er að syngja og fleira slíkt ámóta gáfu- legt. Hins vegar þreyttist frú Ku- hse ekki á því að leiða nemendum sínum fyrir sjónir hina tækniiegv hlið söngsins og það hve mikil lík- amleg vinna söngurinn er. Það var vissulega þörf á því að hefja söngkennslu við tónlistar- skólana íslensku. En sú færibanda- vinna sem þar hefur átt sér stað síðastliðin 20 ár er dæmd til að mistakast og er í raun siðleysi. Auðvitað hlýtur að koma að því að íslenskir söngnemendur læri að gera greinarmun á kennara sem ekkert kann sjálfur og getur því ekki kennt og að hinu leytinu kenn- ara sem sjálfur setur sig ekki úr færi að bæta sífellt við þekkingu sína og getu ævilangt. Orðsporið breiðist út með hraða hljóðsins, ýmist til góðs eða ills. Þegar farið er að dásama einhvem er líkt og enginn endir verði á vit- . leysunni. Þegar hundrað litlar • söngkonur trítla um bæinn dásam- . andi ellegar rægjandi einhvem ' kennara eða nemanda lætur ár- angurinn af slíkri iðju sjaldnast á sér standa. Má í þessu sambandi benda á ummæli hinnar heims- þekktu söngkonu Galínu Visjnevskaju-Rostropovítsj, þegar hún settist á skólabekk í Moskvu. Hún kveðst hafa verið svo „hepp- in“ að fá vinsælasta söngkennar- ann í skólanum, „ítalska kennar- ann“, eins og hann var nefndur, af því að hann hafði lært á Ítalíu. Hún segir að kennari þessi hafí verið þekktur af því að eyðileggja raddirnar á mettíma. Það leið ekki heldur á löngu áður en hin mikla sópransöngkona hafði verið úr- skurðuð „alt-rödd“ (!), enda hætti hún á tímabili að riá háu tónunum. Galína lét ekki bjóða sér þetta. Hún beitti dómgreind sinni og fór til gamallar konu í einkatíma. Það sýndi sig að hún kunni tökin á tækninni. Hvað skyldu þær vera margar, litlu „Galínurnar" sem eru að læra söng í Reykjavík og vita innst inni að það er verið að spila með þær? En þær láta sig hafa það af því að þær em hjá svo „fínum“ kenn- uram eða í svo „fínurn" skóla. „ítalski kennarinn" Svo er það vonin um að fá hlut- verk í ópemnni. „Ef þú ert hjá þessum eða hinum kennaranum, þá færðu líklega hlutverk." Hún Jóna litla Jóns frá Búðardal fær bara lélega kennarann. En hún Sirrí litla Möller-Nielsen úr Vestur- bænum fær auðvitað kennarann sem lærði vetrarlangt á Ítalíu. Sama þótt Jóna syngi eins og næturgali en Sirrí sé með mjóa og skræka rödd. Eftir nokkum tíma skjálfa þær báðar eins „að hætti hússins". Svo fær Sirrí að sjálf- sögðu hlutverk í Óperanni en Jóna fer annaðhvort (ef hún er heppin) í kórinn, eða bara vestur aftur. Hver kann að syngja? Hver get- ur dæmt um það hvort einhver „syngi vel“? Það vill raunar svo til, hvað sem „amatörar" okkar segja, að hjá siðmenntuðum þjóð- um hafa menn ákveðnar hugmynd- ir um það hvemig syngja skuli á faglegan hátt. Eftir að Ari Máras Daníelsson Johnson, sem fyrstur varð íslenskra söngvara til þess að gerast óperasöngvari á erlendri grund (í Þýskalandi), eftir að hann hafði sungið í fyrsta og eina skipt- ið í Reykjavík, komst íslenskur blaðamaður svo að orði: „Hann söng eins og fólk syngur í útlönd- um.“ í Þýskalandi gilda t.d. strangar reglur um framburð orða í söng. Hið sama þyrftum við að tileinka okkur. Margir íslenskir söngvarar lýta söng sinn mjög með vondum framburði. Þegar t.d. Draumaland- Boltamanninum Auk þess gefum við 15% afslátl af öllum vörum i versluninnií4daga! IHoraimblnbib Metsöiubhd á hverjum degi! Ágústa Ágústsdóttir „Niðurstaða mín er sú að með aðstoð misvit- urra kennara og ábyrgðarlausra gagn- rýnenda er svo komið sem raun ber vitni.“ ið eftir Sigfús Einarsson er sungið heýrum vð gjaman: „Þa rangar blómabreiða" og „því þa rerallt se mann ég.“ íslenskur söngvari birtist á sjón- varpsskjánum í vetur leið, lagðist utaní flygilinn eins og drakkinn maður á vínbar og þramaði hið ofurviðkvæma lag Schumanns „Du bist wie eine Blume" svolátandi: „Du bist wiejjjeine Blume"! Hann hafði sloppið við að læra að söngv- ari dregur ekki saman tvö orð nema í hæsta lagi þegar fyrra orð- ið endar á sama samhljóða og er upphafsstafurinn í hinu seinna. Prófessor Hanne-Lore Kuhse lét einhveiju sinni svo ummælt við mig í Weimar að hún þyrfti ekki annað en að sjá nemandann birt- ast í dyrunum til þess að sjá hvort hann væri efni í söngvara eða ekki. Nemandi minn einn, sem hlýðir á alla tónleika sem hann mögulega kemst yfír, segist kominn á það stig að hann heyri hvort söngvari sé á ferð eða ekki óðara en flytj- andinn dregur andann á undan fyrsta tóninum! í Ríkisútvarpinu heyram við í söngvara á hveijum degi (síðasta lagið fyrir fréttir). Því miður, og það er leiðinlegt að þurfa að segja það, virðir ekki einn einasti söngv- ari íslenskur undirstöðureglur sönglistarinnar. Oftast era radd- irnar næstum hljómlausar og vant- ar allan stuðning. Á efri tónum byijar svo skjálftinn mikli, afrakst- ur þeirrar aðferðar að syngja háa tóna án stuðnings. Flestar raddim- ar líkjast bamsröddum, sem ég hygg að sé afleiðing kórsöngsins á Islandi því að nú á dögum gera flestir söngstjórar þá undarlegu kröfu til kórfélaganna að sópranar og tenórar syngi eins og böm. Utkoman er hörmungar-væl, sem fólk með þroskaðan tónlistarsmekk þolir ekki. En hinir hrópa húrra, og því fer sem fer. Nýju fötin keis- arans hafa sjaldan verið fínni en nú, og aldrei hafa skraddaramir haft meira að gera. Það hlýtur að valda mörgum þungum áhyggjum að eftir þann fjörkipp sem sönglíf okkar tók um skeið sem fyrr var sagt skuli stað- reyndin nú vera sú að enginn virð- ist lengur vita hver kann að syngja og hver ekki. Flestir láta segja sér það, alveg eins og í ævintýri H.C. Andersens af nýju fötunum keisar- ans. Niðurstaða mín er sú að með aðstoð misviturra kennara og ábyrgðarlausra gagnrýnenda er svo komið sem raun ber vitni. Höfundur er söngkona. aOODfYEAR VETRARHJÓLBARÐAR 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT m HEKLA F0SSHÁLSI 27 SÍMI 695560 674363

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.