Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 64
 MORGVNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Bjartur NK hefur þrisvar sinnum dregið tundurdufl úr hafdjúpinu. Bjartur NK fær tnndur- dufl í vörpu í þríðja sínn SKIPVERJAR á skuttogaranum Bjarti NK fengu virkt tundur- dufl í veiðarfærin í gær um 15 sjómílur austur af Gerpisflaki. Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar flugu austur og gerðu duflið óvirkt um borð í skipinu áður en það lagðist að höfn á Neskaupsstað. Þetta er í þriðja sinn sem Bjartur NK dreg- ur tundurdufl úr cljúpum sjávar. Sveinn Benediktsson skipstjóri á Bjarti sagði að trollið hefði verið í tætlum eftir þennan drátt. Duflið var af enskri gerð og var lagt í síð- ari heimsstyrjöldinni. „Menn eru hálfstressaðir þegar þetta kemur um borð. En við sjáum ekki hvað er í trollinu fyrr en það er komið upp á dekk. Þá er ekki annað að gera en að festa það. Ég hafði strax samband við Landhelgisgæsluna og fékk ráðleggingar um hvemig ætti að bregðast við þessu. Það var lagð- ur einhver hellingur af þessum dufl- um á stríðsárunum, ég hef heyrt talað um 110 þúsund dufl. Þetta er þriðja duflið sem Gæslan hefur gert óvirkt og sem Bjartur hefur fengið í troll," sagði Sveinn. Kókaínmálið Tálbeitan manekki málsatvik MAÐUR sá sem gegndí hlut- verki tálbeitu lögreglunnar i kókaínmálinu sagði fyrir hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær að hann myndi ekki hvort hann sjálfur eða hinn ákærði í mál- inu hefði komið fyrir 1,2 kg af kókaini i bílaleigubíl þeim sera ákærði ók á flótta sínum undan lögreglunni aðfaranótt 17. ágúst sl., en fyrr um kvöld- ið höfðu mennirnir átt í viðræð- um um að „tálbeitan“ keypti efnið af hinum ákærða. Pram kom hjá manninum að hann hefði kynnst ákærða í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg þar sem þeii afplánuðu sam- an refsingu. „Tálbeitan" kvaðst hafa gefíð sig fram við lögregluna og hafíð samstarf við hana um málið, meðal annars í von um að það yrði til þess að mál sem er óaf- greitt gegn honum og varðar fjár- mögnun á innflutningi á þremur kílóum af hassi yrði tekið mildari tökum en ella. Sjá nánar á miðopnu. Tveir Islendingar í áhöfn Cargolux-þotunnar sem hreyfíll rifnaði af Lentu flugvélinni sjálfir er sjálfstýr- ing bilaði í aðflugi SJÁLFSTÝRING Cargolux-þotunnar, sem hlekktist á í lendingu í Lúxemborg síðdegis á sunnudag, sló út og urðu Magnús Guðmunds- son flugstjóri og áhöfn hans að hætta aðflugi. Talsverð þoka var en áhöfnin gerði aðra lendingartilraun án þess að nota sjálfstýr- ingu. Lenti þotan þá í jaðri flugbrautarinnar með þeim afleiðingum að ytri stjórnborðshreyfillinn straukst við jörðu og rifnaði frá vængnum. Áhöfnina, fjóra menn, sakaði ekki en auk Magnúsar var annar íslendingur í áhöfninni, Björn Sveinsson flugvélstjóri. „Á þessu stigi er ekkert vitað hvað óhappinu olli. Rannsókn stendur yfír og leiðir hún vonandi fljótlega í ljós hvað gerðist,“ sagði Nicole Mathieu talsmaður flugfé- lagsins Cargolux í samtali við Morgunblaðið í gær um atvikið á Findel-flugvellinum. Þotan sem hlekktist á er af gerðinni Boeing 747-100. „Það hefur ekkert komið fram sem bendir til bilunar í vél- inni og flugmennimir tilkynntu ekki um neina bilun,“ sagði Mathi- eu. Sömuleiðis staðhæfði hún að ekkert hefði verið að veðri, 17 hnúta vindur hefði verið eða kaldi. Magnúsi flugstjóra tókst að halda þotunni á réttum kili í lend- ingunni og nema giftusamlega staðar. Magnús starfaði lengi sem flugmaður í Bretlandi, hjá flugfé- lögunum British Airways og Virg- in Atlantic. Þotan var að koma frá Istanbul í Tyrklandi og var að sögn Mathi- eu með 84 tonn af vömm innan- borðs eða rúmlega hálfhlaðin. Talsmaður Boeing-verksmiðj- anna sagði Reuters-fréttastofunni að svo virtist sem öryggisboltar, sem héldu hreyflinum neðan í vængfestingu, hefðu gefíð sig er vængurinn straukst við jörðu, rétt eins og ráð væri fyrir gert við smíði flugvélarinnar. Eiga boltam- ir að gefa sig rekist hreyfillinn á fyrirstöðu til þess að lágmarks- skemmdir verði á væng og elds- neytistönkum. Cargolux-þotan er sömu teg- undar og ísraelska þotan sem hrap- aði niður á íbúðarhverfí í Amster- dam fyrir mánuði eftir að stjóm- borðshreyflamir tveir höfðu rifnað af henni. Einnig fórst tævönsk þota sömu gerðar í desember sl. eftir að hreyflar rifnuðu af. í báð- um tilvikum vom aðstæður þó frá- bmgðnar því sem var í Lúxemborg. Keuter Slökkviliðsmaður við hreyfil Cargolux-þotunnar utan flug- brautar á Findel-flugvellinum í Lúxemborg. Á innfelldu mynd- inni sjást leifar vængfestingar ytri stjórnborðshreyfils þot- Sambandið segir upp öllum starfsmönnum SAMBANI) íslenzkra sam- vinnufélaga hefur sagt upp öll- um starfsmönnum sinum, 15 að tölu. Að sögn Guðjóns B. Ólafs- sonar, forstjóra Sambandsins, er gert ráð fyrir að samningum SÍS og Landsbankans um yfir- töku bankans á eignum Sam- bandsins til uppgjörs á skuldum Uúki á næstunni. Uppsagnir síð- ustu starfsmannanna, þar á meðal forstjórans, taka gildi um áramót og þar með sér fyr- ir endann á atvinnurekstri Sam- bandsins. Eftir að Sambandinu var breytt í eignarhaldsfélag og deildir þess gerðar að hlutafélögum, hafa að- eins um 15 manns unnið á aðal- skrifstofu fyrirtækisins í Sam- bandshúsinu á Kirkjusandi. Flest- um þeirra er sagt upp nú þegar, að sögn Guðjóns B. Ólafssonar, en uppsagnir nokkurra taka gildi um áramót, þar á meðal eins rit- ara, húsvarðar og bókara. Upp- sögn Guðjóns sjálfs tekur gildi um áramót. Uppsagnarfrestur starfs- manna er ýmist þrír eða sex mán- uðir. Gert hefur verið ráð fyrir að með samningum Sambandsins við Landsbankann um skuldauppgjör og yfirtöku á eignum líði atvinnu- rekstur SÍS undir lok. „Þama er verið að gera ráð fyrir að samn- ingum við Landsbankann ljúki einhvem tímann á næstunni. Þá verður náttúrlega ekki mikið eftir hjá Sambandinu sjálfu,“ sagði Guðjón. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um hvar samningarn- ir við Landsbankann væru staddir. Skipasmiðjan sem gera átti við Búrfellið ekki ríkisstyrkt Pólveijar fara ekki fram á skaðabætur PÓLSKA skipasmíðastöðin sem samgönguráðuneytið hafði samið við um viðgerð á flutningaskipinu Búrfelli gerir ekki kröfur um skaðabæt- ur vegna riftunar á samningnum. Að sögn Rúnars Guðjónssonar, deild- arstjóra í samgönguráðuneytinu, hefur ráðuneytið undir höndum skrif- lega yfírlýsingu frá skipasmíðastöðinni um að hvorki nú né síðar verði slíkar kröfur lagðar fram á hendur eigenda Búrfellsins. Skipasmíðastöð- in pólska var einkavædd fyrir þremur árum og samkvæmt fyrirspum- um ráðuneytisins hefur hún ekki notið neinnar opinberrar fyrirgreiðslu. Einar Hermannsson skipaverk- fræðingur var á vegum samgöngu- ráðuneytisins í Póllandi og ræddi hann við fulltrúa pólsku skipasmíða- stöðvarinnar sem gert hafði samning við ráðuneytið um viðgerð á flutn- ingaskipinu Búrfelli. Samgönguráðu- neytið rifti þeim samningi og fer við- gerð skipsins fram á íslandi. í grein- argerð frá Einari segir m.a. að skipa- smíðastöðin hafi verið rekin sem einkafyrirtæki sl. þtjú ár og ekki notið neinnar opinberrar fyrir- greiðslu þann tíma. Stöðin kaupi stál af pólskum stáliðjuverum á hálft þýskt mark hvert kg, sem er stál- verð sem býðst innlendum sem er- lendum kaupendum. Vinna við viðgerð á Búrfellinu hófst 1 síðustu viku í Stálsmiðjunni, að sögn Skúla Jónssonar forstjóra fyrirtækisins. Hann sagði að að öðru leyti væri verkefnastaðan afar léleg. Búrfellið breytti heilmiklu fyrir fyrir- tækið í desembermánuði, en fyrir utan það væru afar fá verkefni fram- undan. Engar uppsagnir væru þó á döfínni. „Við reiknum með að þurfa að draga úr yfirvinnu og jafnvel skera hana alveg niður éf ekki ræt- ist úr þessu,“ sagði Skúli. „Ég hef jafnframt vaxandi áhyggjur af því að þegar staða út- gerðarinnar er svo erfið sem raun ber vitni, að þá verði ekki farið út í neinar stórframkvæmdir. Ég sé því ekki fram á annað en að næsta ár verði afar þungt í skipasmíðaiðnaðin- um,“ sagði Skúli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.