Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 28 Breska konungsfjölskyldan Yandaðiumvið tengdadóttur sína London og Seoul. Reuter. Filippusi prins, eigimnanni Elisabethar II Englandsdrottningar, og Díönu prinsessu, tengdadóttur hans, lenti heiftarlega saman fyrr á þessu ári í kjölfar útkomu bókar um stirfið hjónaband hennar og Karls ríkisarfa, að því er dagblaðið Daily Mirror sagði í gær. Þar sagði, að Filippus prins hefði skrifað Díönu harðort bréf og gagnrýnt „almenna hegðan“ hennar eftir að bókin „Díana“ kom út í sumar. Díana svaraði um hæl og sagðist vísa gagnrýni Filippus- ar á bug, en óskaði eftir að fá að endurskoða stöðu sína innan kon- ungsfjölskyldunnar, að því er sagði í frétt Daily Mirror, þar sem vitn- að var í nýja útgáfu bókarinnar, sem kemur út í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Karl og Díana eru um þessar mundir í fjögurra daga heimsókn í Suður-Kóreu og hafa æsifrétta- blöð keppst við að kalla þetta „sáttaferð" þeirra til þess að bjarga hjónabandinu. Samkvæmt fréttum frá Seoul þykir fátt benda til, að sættir séu á næsta leyti hjá ríkisarfanum og eiginkonu hans. Til dæmis komu prinsinn og prinsessan til Heathrow-flugvallar í sinni bifreiðinni- hvort og tekið var eftir því að þau litu ekki hvort á annað er þau gengu út að flug- vélinni sem flutti þau til Kóreu. Sömuleiðis ræddust þau ekki við og jafnan voru margir metrar á milli þeirra í móttöku hjá breska sendiherranum í Seoul. Reuter Fjögurra daga opinber heimsókn Karls Bretaprins og Díönu prinsessu til Suður-Kóreu hófst í gær. Var myndin tekin í kirkjugarði þar sem prinsinn lagði blómsveig að minnisvarða um breska hermenn sem féllu í Kóreustríðinu 1950-53. Norskir námsmenn mótmæla seinkun á útborgun námslána með því að senda fjármálaráðherranum 50 aura póstgírógreiðslur. Norskir námsmenn reiðir Seinkun á útborgnn námslána mótmælt NÁMSMENN í Noregi hafa harðlega mótmælt áætlunum um að skipta útborgun náms- lána niður á fleiri tímabil en EB kannar toll af Rússaþorski Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SALA Norðmanna á rússneskum þorski til Evrópu fyrir um 10 milljarða ÍSK er nú til athugunar hjá framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins, EB. Er hugsanlegt, að norsku seljendunum verði gert að greiða allt að einn millj- arð íslenskra króna í toll. Deilt er um að hve miklu leyti þorskurinn er norskur eða rúss- neskur eða með öðrum orðum hver var vinnslan og virðisaukinn eftir að honum var landað úr rússnesku togurunum. Á þessu veltur í hvaða tollflokk fiskurinn fer en Rússar verða nú að greiða 13% toll af þorski, sem þeir flytja til EB, en norskur saltfiskur er tollfrjáls innan rúms kvóta. Tollur á frosinni flakablokk frá Noregi er þtjú til sjö prósent. Rannsókn EB á þessum málum er tilkomin vegna kvartana fiskiðn- aðarins í Danmörku og Þýskalandi og munu einnig hafa komið ábend- ingar þessa efnis frá íslandi. Það, sem af er þessu ári, hefur verið tekið á móti 60.000 tonnum af rúss- neskum þorski í Norður-Noregi. tíðkast hefur til þessa, að því er fram kemur í norska dag- blaðinu Aftenposten. í drögum að fjárlögum fyrir árið 1993 er lagt til, að námsmenn fái lánin borguð í mánaðarlegum áföngum, en samkvæmt núverandi skipulagi fá námsmenn styrki og lán greidd tvisvar á ári fyrir hveija önn. Með nýja fyrirkomulaginu sparar ríkið 70 milljónir norskra króna (um 700 millj. ísl. kr.) í vaxtakostnað. Námsmenn segjast tapa jafn- miklu og nemur sparnaði ríkisins og hafa efnt til mótmælaaðgerða um allt landið undir slagorðunum „Stöðvið þjófinn". Hafin hefur ver- ið táknræn söfnun til handa fjár- málaráðherranum, Sigbjem John- sen, og hafa námsmannasamtökin hvatt félagsmenn sína til að greiða 50 aura inn á póstgíró og senda ráðherranum og ríkissjóði. Námsmenn benda á, að það komi sér ákaflega illa að hafa ekki námslánin óskipt til ráðstöf- unar við upphaf hverrar annar, bæði vegna greiðslu á húsaleigu, bókakaupa og ýmiss konar stofn- kostnaðar. „Það væri hreinlega verið að stela þessu af okkur námsmönn- um,“ segir Johnny Dahlmo, full- trúi stúdenta við háskólann í Tromse. „Og okkur þykir þessi ráðagerð skjóta skökku við yfirlýs- ingar ríkisstjómarinnar um áhuga hennar á aukinni menntun." Þúsundir póstgírósendinga eru þegar á leið til fjármálaráðuneytis- ins og einnig stendur yfir um- fangsmikil undirskriftasöfnun meðal námsmanna. Jeltsín segir hættu á upplausn og borgarstyrjöld í hluta Rússlands Neyðarástandi lýst yf- ir í Kákasus-héruðum Moskvu. Frá Vladímír Todres, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir neyðarástandi í tveimur rússneskum héruðum við rætur Kákasusfjalla vegna átaka sem hann sagði geta leitt til upplausnar á svæðinu og borgarastyrj- aldar. Jeltsín gaf út tilskipun um neyðarástandið, sem nær til hérað- anna Norður-Ossetíu og íngúshe- tíu, og sendi þúsundir hermanna á vettvang til að binda enda á átökin, sem kostuðu tugi manna lífið um helgina. „Líf þúsunda Rússa eru nú í hættu. Átökin milli Norður-Ossetíu og Íngúshetíu hafa þegar kostað saklausa borg- ara lífið. Þeir sem eru sekir um þetta eiga að bera fulla ábyrgð á verkum sínum samkvæmt lögun- um,“ sagði í tilskipun forsetans. Rússneska þingið samþykkti hana skömmu síðar. Jeltsín tilnefndi Georgíj Khízha aðstoðarforsætisráðherra sem leiðtoga sérstakrar bráðabirgða- stjórnar í héruðunum tveimur. Khízha stjórnaði friðarviðræðum um helgina sem leiddu til vopna- hléssamkomulags milli hinna stríðandi fylkinga á sunnudag. Haft var eftir honum í gær að komið hefði verið á lögum og reglu að nýju í héruðunum, en talsmaður rússneska innanríkisráðuneytisins sagði að átökin héldu áfram þótt nokkur þúsund hermanna hefðu verið send á vettvang með fyrir- skipanir um að afvopna fylking- amar og beita til þess valdi ef þörf krefði. Fréttastofan Ítar-Tass sagði að bardagar hefðu geisað í gær í um sex bæjum í grennd við Vladíkavkaz, höfuðstað Norður- Ossetíu, og rússneskir hermenn lent í átökum. Haft var eftir Ak- hsarbek Galazov, forseta þingsins í Norður-Ossetíu, að vopnaðir hóp- ar Ingúsha hefðu komist til Vlad- íkavkaz til að fremja „hryðjuverk“. Tugir þjóðarbrota búa við rætur Kákasusfjalla og hafa lengi eldað grátt silfur. Ingúshar, sem eru um 100.000, hafa gert tilkall til land- svæða í Norður-Ossetíu, en Jósef Stalín lét reka þá þaðan árið 1944 vegna meints stuðnings þeirra við nasista í síðari heimsstyijöldinni og Ossetíumenn settust að í þorp- um þeirra. Ingúshar eru múslimar eins og langflest þjóðarbrotin við rætur Kákasusfjalla en Ossetíu- menn eru kristnir og mjög hollir stjórnvöldum í Moskvu. íngúshar óttast að rússnesku hermennirnir taki málstað íngúsha og fari svo er talið óhjákvæmilegt að upp úr sjóði á meðal annarra þjóðarbrota á svæðinu. Mikil hætta er talin á að bardag- arnir í Norður-Ossetíu, sem um 600.000 manns byggja, verði til þess að allt fari í bál og brand í nágrannahéruðunum. Khizha hef- ur sakað valdhafana í Tsjetsjníju, sem lýsti yfir sjálfstæði frá Rúss- Iandi í fyrra, um að hafa kynt undir átökunum. Wallenberg-málið Er haldið hlífiskildi yfir eina vitninu? ALEXEJ Kondárov, talsmaður rússneska öryggismálaráðuneytisins, viðurkennir að sænski sljórnarerindrekinn Raoul Wallenberg hafi nyög líklega verið myrtur í Lúbjanká-fangelsinu, að sögn breska blaðsins The Observer. „En við vitum ekki til þess að til séu nein skjöl sem staðfesti þetta. Engar skýrslur finnast um réttarhöld og við vitum aðeins um eitt vitni — Dmítrí Kopylanskí. Og hann man ekki neitt“, segir Kondárov. Heimildarmönnum blaðsins þykir margt benda til að embættismenn í Moskvu haldi hlífisskildi yfir vitninu en ekki sé fyllilega Ijóst hver ástæðan sé. Kopylanskí var túlkur KGB þeg- ar Wallenberg var yfirheyrður. Kondárov segir að ekki sé réttlæt- anlegt að ganga harðar fram gegn vitninu, Kopylanski eigi að njóta mannréttinda eins og annað fólk. Kopylanskí er nú 74 ára gamall eftirlaunaþegi í Moskvu og fáir vita um dvalarstað hans enda nafnið hvorki í símaskrá né öðrum opinber- um skrám. Hann er gyðingur og segir rússneskur þingmaður, er hefur hitt manninn, að honum finn- ist sem verið sé að saka sig um svik við eigin þjóð þegar hann sé spurður um þátt sinn í Wallenberg- málinu. Wallenberg tókst að bjarga nær 100.000 gyðingum úr klóm nasista í lok héimsstyijaldarinnar fyrri er hann var sendifulltrúi Svíþjóðar í Búdapest. Sovétmenn handtóku Raoul Wallenberg hann í janúar 1945 er þeir tóku borgina og fluttu hann til Moskvu. Virðist sem þeir hafi grunað hann um að hafa ekki aðeins fengið gyð- ingum sænsk vegabréf til að kom- ast undan heldur hafi hann einnig útvegað einhveijum stríðsglæpa- mönnum nasista slík vegabréf. Kondárov segist hafa séð skjöl um þessar grunsemdir. The Observer telur líklegt að Wallenberg, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.