Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
257. tbl. 80. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 10. NOVEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Borís Jeltsín heimsækir Bretland
Böndin treyst með
vináttusamningum
Lundúnum. Reutnr. ^
Lundúnum. Reuter.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
kom í opinbera heimsókn til
Bretlands í gær. Hann ræddi
meðal annars við John Major,
forsætisráðherra Bretlands, og
Rússland
Fasteignir
fari upp í
skuldirnar
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morgunblaðsins.
JÚTÍJ Deijabín, sendiherra
Rússlands í Finnlandi, telur ekki
ólíklegt, að Rússar vilji fá að
greiða skuldir sínar við Finna
með fasteignum eða jafnvel eign-
arhlut í ýmsum náttúruauðlind-
um. Kemur þetta fram í viðtali
við sendiherrann í stærsta dag-
blaði í Finnlandi, Aamulehti.
Rússar skulda finnsku ríkis-
ábyrgðastofnuninni 2,5 milljarða
fínnskra marka, 29,5 milljarða
ÍSK., en áhugi hennar fasteignavið-
skiptum erlendis er talinn mjög tak-
markaður og svo er einnig um
fínnsku bankana, sem eiga sömu
upphæð útistandandi hjá Rússum.
Aftur á móti er talið, að ekki sé
loku fyrir það skotið, að finnsk iðn-
fyrirtæki hafí áhuga á greiðum
aðgangi að rússneskum hráefnum.
Hugmyndir Rússa um fasteignir
í stað peninga voru nokkuð uppi á
borðinu þegar Borís Jeitsín, forseti
Rússlands, var hér í sumar en bent
er á, að erfítt geti verið að meta
fasteignir í Rússlandi til fjár eins
og nú er ástatt í landinu.
að fundi þeirra loknum undirrit-
uðu þeir fyrsta vináttusáttmála
ríkjanna frá árinu 1766.
Breskur embættismaður sagði að
í viriáttusáttmálanum væri kveðið
á um hvernig samskipti ríkjanna
ættu að vera í framtíðinni, auk
þess sem ríkin skuldbyndu sig til
að virða vestræn gildi í efnahags-
og stjórnmálum. „Það er mjög
heppilegt að þessi heimsókn á sér
stað nú þegar umbótastefnan mæt-
ir andstöðu í Rússlandi og hún ger-
ir okkur kleift að sýna stuðning
okkar við umbætur og lýðræðisþró-
un,“ sagði embættismaðurinn.
Borís Jeltsín sagði að vináttu-
samningurinn myndi binda enda á
„hernaðarlega móðursýki og húg-
myndafræðileg átök“ sem hefðu
einkennt samskipti ríkjanna til
þessa.
í dag ávarpar Jeltsín sameigin-
legan fund beggja deilda breska
þingsins, snæðir hádegisverð með
Elísabetu drottningu og flytur
ávarp í kauphöllinni í Lundúnum.
Rúm hálföld frá „Kristallsnóttinni“
Um 40.000 manns söfnuðust saman í Munchen í Þýskalandi í gær til að mótmæla kynþáttahatri en þá
voru jafnframt liðin 54 ár frá „Kristallsnóttinni", sem var nokkurs konar upphaf að gyðingaofsóknum
nasista. í gær fór allt friðsamlega fram en í fyrradag grýttu öfgafullir vinstrimenn Helmut Kohl kanslara
og Richard von Weizsacker, forseta Þýskalands, þegar þeir fluttu ræður og töluðu gegn útlendingahatri.
Sjá Stjórnleysingjar ...“ á bls. 30.
Skyndifundur utanríkisráðherra Evrópubandalagsins í Brussel
GATT-viðræður verði taf
arlaust teknar upp aftur
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
Utanríkisráðherrar Evrópu-
bandalagsins (EB) vöruðu í gær
við alvarlegum afleiðingum yfir-
vofandi viðskiptastríðs á milli
bandalagsins og Bandaríkjanna
og hvöttu til, að samningaviðræð-
ur við Bandaríkjamenn um niður-
greiðslur á landbúnaðarvörum
yrðu teknar upp aftur tafarlaust.
Þá höfnuðu þeir kröfum Frakka
um að fresta frekari samninga-
umleitunum en birta þess í stað
fyrirætlanir um refsitolla á banda-
rískar vörur á Evrópumarkaði.
í yfirlýsingu ráðherranna er bent
á, að stigmagnandi viðskiptastríð á
milli Bandaríkjanna og EB yrði öllum
til tjóns. Ráðherrarnir ítreka þess
Utanríkisráðherra Noregs á Norðurlandaráðsþingi
Hefðbundið öryggissamstarf
Norðurlanda ekki útilokað
Árósum. Frá Ólafi Þ. Stephenaen, blaðamanni Morgunblaðsins.
THORVALD Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, lét falla
ummæli, sem túlkuð eru svo, að hann hafi vitfað gefa í skyn, að
Norðurlöndin kynnu innan tiðar að starfa saman í varnarbanda-
lagi, er hann flutti skýrslu um utanríkismál á 41. þingi Norður-
landaráðs, sem hófst í Árósum í Danmörku í gær. Skýrsla Stolten-
bergs markar tímamót í norrænu samstarfi. Norðurlandaráði
hefur aldrei áður verið flutt skýrsla um utanríkismál.
„Norðurlandaráð er nú þegar
mikilvægur vettvangur umræðna
um utanríkis- og öryggismál.
Forsætisráðherrar Norðurlanda
ræða í auknum mæli mál, sem
varða utanríkisstefnu, á fundum
sínum. Utanríkisráðherramir
hittast oftar en áður,“ sagði Stolt-
enberg. „Þróunin í Evrópu leiðir
af sér samstarf Norðurlandanna
um mál, sem áður voru ekki á
dagskrá. Ég útiloka alls ekki, að
innan skamms getum við séð
fram á, að Norðurlöndin vinni
saman, ekki aðeins að nýjum ör-
yggismálanna, heldur einnig hin-
um hefðbundnu. Einnig hér á það
við, að því meir sem Norðurlönd-
in taka þátt í sammna Evrópu-
samstarfsins, þeim mun meiri
möguleika á norrænt samstarf.
Við verðum að ganga í EB til að
vera með í norrænu samstarfi!"
Ummæli Stoltenbergs um
hugsanlegt samstarf um „hefð-
bundnar hliðar öryggismálanna"
Thorvald
Stoltenberg
vöktu athygli.
Ein ástæða
þess, að utan-
ríkismál voru
ekki rædd á
þingum Norð-
urlandaráðs í
nærri 40 ár,
var sú stað-
reynd, að ís-
land, Noregur
og Danmörk eru í Atlantshafs-
bandalaginu (NATO) en Finnland
og Svíþjóð hafa fylgt hlutleysis-
stefnu og staðið utan hernaðar-
bandalaga. Undanfarnar vikur
hafa þó verið miklar umræður í
Finnlandi um hvort sækja beri
um aðild að NATO og Finnland
hefur, eitt hlutlausra ríkja, fengið
áheyrnaraðild að Norður-Atlants-
hafsráðinu, samstarfsvettvangi
NATO og fyrrverandi Varsjár-
bandalagsríkja. Finnland og Sví-
þjóð hafa sótt um aðild að Evr-
ópubandalaginu og verið hafa
skoðanaskipti í löndunum um
framtíð hlutleysisstefnunnar
enda er markmið Evrópubanda-
lagsins, að Vestur-Evrópusam-
bandið verði í framtíðinni varnar-
málaarmur bandalagsins og hafi
herafla á að skipa.
Utanríkismálin eru fyrirferðar-
mikil á þingi Norðurlandaráðs og
verða rædd sérstaklega á mið-
vikudag en þá lýkur þinginu.
Aðalefni þingsins er þó tillögur
forsætisráðherra Norðurland-
anna um nýskipan norræns sam-
starfs. Gro Harlem Brundtland,
forsætisráðherra Noregs, mælti
fyrir tillögunum í gær og þing-
menn munu ræða þær í dag.
Annars vegar er þar lögð áhersla
á samstarf Norðurlanda í málefn-
um Evrópska efnahagssvæðisins
og Evrópubandalagsins, hins veg-
ar á að beina kröftunum að færri
sviðum í Norðurlandasamstarfí.
Sjá fréttir af Norðurlanda-
ráðsþingi á miðopnu.
vegna stuðning aðildarríkja EB við
samningaviðræðurnar innan GATT
°g leggja áherslu á farsæla lausn
þeirra ekki einungis hvað varðar
landbúnaðarafurðir, heldur og aðra
þætti viðræðnanna. Framkvæmda-
stjóm EB, sem fer með samningana
fyrir hönd aðildarríkjanna, er hvött
til að hefja nú þegar viðræður við
Bandarílq'amenn til þess að ljúka
megi samningunum fyrir lok þessa
árs.
Framkvæmdastjórn bandalagsins
mun fjalla um samningana á fundi
á morgun en ljóst er að umtalsverður
ágreiningur er innan stjórnarinnar
um áherslur og fyrirkomulag við-
ræðnanna. Jacques Delors, forseti
framkvæmdastjórnarinnar, liggur
undir ásökunum um að hafa dregið
taum Frakka í viðræðunum um land-
búnað svo mjög, að Ray McSharry
sá sig tilneyddan að segja af sér sem
aðalsamningamaður EB um land-
búnaðarmál. Ljóst er að fram-
kvæmdastjómin verður að ná inn-
byrðis samstöðu um áherslur og hlut-
verkaskiptingu í viðræðunum.
Það vakti athygli á fundi utanríkis-
ráðherranna í gær, að Frakkar
standa einir innan EB hvað varðar
landbúnaðarmálin og afstöðuna til
nýs GATT-samnings og að þessu
sinni var engin samstaða með þeim
og Þjóðveijum. Þá sagði Francois
Mitterrand, forseti Frakklands, í
sjónvarpsviðtali í gær, að það gæti
orðið hættulegt Frakklandi að ein-
angrast í þessari deilu og vekur það
vonir um, að fulltrúar Frakka í við-
ræðunum gerist samningafúsari.